Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 8
8 Bagijb Miðvikudaginn 8. janúar 1958 Tillögur bæjarverkfræðings Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum Ásgeir Valdembarsson bæjar- verkfræðingur hefur lagt fyrir bæjarstjórn nokkrar tillögur, svo sem um skipulagsmál, grjótnám, malbikun og gatnagerð, byggingu íbúðarhúsa o. fl. Þessar tillögur eru um margt athyglisverðar og fara tillögur bæjarverkfræðings- ins um skipulagsmál hér á eftir. Sýnist full þörf á að þeim sé gaumur gefinn. „Tillögur uni skipulagsmál. 1. Samið verði við h.f. Forverk um gerð korta eftir loftmyndum þeim, sem til eru af bæjarland- inu. 2. Hafin verði nú þegar vinna við heildarskipulagsuppdrætti fyrir Akureyri á svæði utan nú- verandi byggðar innan IV2—2ja km. frá Ráðhústorgi og endur- skoðað vei-ði skipulag hins byggða svæðis bæjarins og hafn- arinnar. Til þess að þetta sé mögulegt þarf eitt af þrennu: a) Ákveðinn maður hjá Skipu- lagi ríkis og bæja vinni að stað- aldri næstu ár að skipulagningu og dvelji hér að sumrinu. b) Bæjarstjórn ráði mann til verksins. 3. Fé til skipulagsmála verði áætlað kr. 200.000.00. Greinargerð um skipulagsmál og framtíðarútþennslu bæjarins. Skipulagsmál: Skipu- lagsmál bæjarins eru nú og hafa langa tíð verið í hinni mestu óreiðu. Einn samþykktur skipu- lagsuppdráttur mun á þeim tíma hafa þótt sýna mikla framsýni, en þó er nú svo komið fyrir löngu, að byggðin er komin langt út fyrir þau takmörk, er þar voru sett. Nokkrum sinnum mun hafa verið reynt að gera drög að skipulagsuppdrætti fyrir bæinn með það fyrir augum að fá sam- þykkt skipulag, en aldrei tekizt. Hefur því orðið sú raunin á, að . byggðin hefur færzt út þannig, að Listi Framsóknarmanna á Húsavík Listi Framsóknarmanna við bæj- arstjórnarkosningarnar er þannig skipaður: Karl Kristjánsson, alþm. Þórir Friðgeirsson, gjaldk. Stefán Sörensson, fulltr. Kári Pálsson, verkstj. Þorvaldur Árnason, frkvstj. Haukur Haraldsson, mjólkurfr. Karl Aðalsteinsson, útgerðarm. Gunnar Ingimarsson, húsasm. Finnur Kristjánsson, kaupfél.stj. Gwðm. Þorgrímsson, verkam. Gunnar Karlsson, kjötiðnaðarm. Skúli JónssOn, sjóm. F'riðþj. Pálsson, póst- og símstj. Jóhann Skaptason, bæjarfóg. Dálítill afli þefur verið síðustu daga,fcinkum í net. Héðan eru larn- r eða á förum allmargir mcnn á vetrarvertíð til verstöðva á Suður- landi. Stærstu bátarnir eru einnig farnir suður, nema Hagbarður, sem rær frá heimahöfn í vetur. Flugvöllurinn nýi er mikil sam- göngubót. Síðast er Flugfélagið hafði hingað áætlun, kómu þrjár vélar og fóru allar fullfermdar. Akfært er kring Tjörnes. „prjónað“ hefur verið hverfi, eft- ir því sem útþennsluþörfin var í hvert skipti, án þess þó að hugs- að væri frekar út í hvað fram- tíðin bæri í skauti sér. Hafa af þessum sökum skapast alvarleg- ar, skipulagslegar yfirsjónir, sem nú þegar eru augljósar flestum bæjarbúum. En alvarlegri og kostnaðarsamari eru þær villur, sem gerðar hafa verið í pípu- og línulögnum í bænum, þar sem viðkomandi aðilar hafa enga möguleika haft til þess að gera sér grein fyrir þörfum framtíðar- innar. Augljóst er því, að þótt kostnaður við skipulagsuppdrátt sé allmikill mun hann þó vega upp á móti þeirri óþarfaeyðslu, sem skapast af því, að enginn heildaruppdráttur sé gerður. — Háttvirt bæjarstjórn hefur nú tvö sl. ár gert ítrekaðar beiðnir til Skipulags ríkis og bæja um að heildaruppdráttur verði gerður af svæði utan núverandi byggð- ar, en innan IV2 til 2ja km. fjar- lægðar frá Ráðhústorgi, og enn- freiiiur að tekið verði til endur- sköðunar skipulag hins byggða svæðis og hafnarinnar. Skipu- lagsstjóri hefur mætt á fundum hér nyrðra og tekið vel í tillög- urnar, en ekkert er ennþá farið að vinna að uppdrættinum og hefur ekki heyrzt að Skipulag ríkis og bæja hafi tryggt sér mannafla næsta ár til þess að veita bæjarfélögunum þá þjón- ustu, er því ber að veita lögum samkvæmt og bæjarfélög og ein- staklingar greiða stórfé fyrir ár- Jega. Við ástand þetta er ekki Jengur hægt að búa og leyfi eg piér að vekja athygli á því, að rétt mundi vera að bæjarstjórn skrifaði viðkomandi ráðuneyti um ástandið og krefðist þess að þjónustan yrði aukin allverulega, annað hvort þannig, að mönnum yrði fjölgað á skrifstofu Skipu- lags ríkis og bæja, eða þá að bærinn réði mann til starfsins, eða hefði samkeppni um heildar- skipulag og ríkissjóður greiddi af því kostnað að allverulegu leyti. Undirstaða skipulagsuppdráttar eru nákvæm lcort af bænum, í hæfilegum mælikvarða. Eldri kort af bænum eru nú flest að verða úrelt. Til eru ljósmyndir, teknar úr lofti, af bænum og hefur miklu fé verið varið til töku þeirra, en kort hafa þó enn- Jjá ekki verið gerð eftir þeim. Nýlega hefur verið tekin í notk- un hjá h.f. Forverk í Reykjavík vél, sem gerir kort eftir loft- myndun, jafnt flatar- sem hæð- arlínur. Kostnaður við þá korta- gerð er um helmingi ódýrari miðað við það, sem áður var og frágangur allur er miklu betri. Legg eg því til að samið verði við Forverk h.f. um kortagerð af bænum og nágrenni eftir því sem þörf er á í sambandi við skipu- lagsuppdrátt af bænum. Fé til skipulagsmála mætti því ekki vera undir 200 þús. kr. á næsta ári, þar af um 100 þús. kr. til kortagerðar.“ Grenjaðarstað 6. janúar. Þann 29. desember voru gefin saman í lijónaband af sóknar- prestinum, séra Sigurði Guð- mundssyni, Hei’mann Hólmgeirs- son Hellulandi í Aðaldal og Man'a Gei-ður Hannesdóttir Stað ai-hóli. Heimili þeii'ra verður að Staðai'hóli. Hjónaefni: Um ái'amótin opin- beruðu ti'úlofun sína, Bi'ynhild- ur Bjai'nadóttii', Hvoli, Aðald., og Ki'istinn Guðmundsson frá Hvammstanga. — Hér er dálítill snjór en búið að ryðja vegi noi’ð- an til í sýslunni. Bai'nasamkoma vei'ður haldin að Hólmavaði í d.ag fyrir Aðaldælahrepp. Sauðárkróki, 7. jan. Efstu sæti á lista Framsóknar- manna viff næstu bæjarsljórnar- kosningar skipa: Guffjón Ingimundarson, kennari. Sæmundur Hermannsson, tollv. Guttormur Óskarsson, gjaldkeri. Sveinn Sölvason, verkamaffur. Snjór er hér nokkur, og vegir hafa teppzt á köflum en veriff hreinsaðir. Kvenfélag Sauðárkróks hélt á nýjársdag skemmtisamkomu. Þar voru skemmtiatriffin einsöngur, sjónleikur og danslagakeppni. Karlakórinn Heimir hafffi söng- skemmtun hér í gær. Atvinna er hér lítil um jxessar mundir. Fosshóli, 7. jan. Samgöngur eru sæmilega greiffar hér um slóffir og bílfært alla leiff fram í Svartárkot. Fljótsheiði er fær, en Vaðlaheiffi ekki. í gær heimsóttu margir Sigurff Þorsteinsson á Hlíffarenda í Bárff- ardal. En hann varff sjötugur á jólunum. Fuglahúsið við Oddeyrargötu Þetta einkennilega hús, sem sézt hér á myndinni, er smíðað af eiganda þess, Jónbirni Gíslasyni, byggingameistara. Jónbjöi-n flutt ist vestur til Kanada um 1920 og vann við byggingai’, þar til hann fluttist hingað til Akureyrar sumai-ið 1956. Undirritaður átti nýlega leið um Oddeyrai'götu og kom þá auga á þetta sérkennilega hús, sem stendur á lóð nr. 10. — Eg ákvað að ná tali af eigandanum, sem var þar á næstu grösum, og var það mál auðsótt. Jónbjörn er enn vel ern og liinn vöi'pulegasti, þótt hann sé kominn hátt á átt- ræðisaldui'. „Er þetta litla hús ætlað sem skýli fyx’ir fugla?“ „Ekki beinlínis það,“ segir Jónbjörn, „til þess er það of ná- lægt fjölfarinni götu. Aðallega er það ætlað sem matborð fyrir smáfugla, sem skoi’tir vængja- styi-k til flugs til heitari landa. Eg hef oi’ðið jxess var,“ segir hann ennfremur, „að ýmsir ná- búar rhínir hér í götunni eru gæddir því hjartalagi, sem leiðir af sér hjálparstarfsemi fyri.r hina smáu, vængjuðu vetrai’gesti, og vildi eg gjarnan stuðla að því sama mai-kmið eftir föngum.“ „Er þetta fuglahús algerlega smíðað úr timbi’i?" „Það er byggt úr sterkri tré- grind, síðan klætt með krossviði og sterku vírneti, og að lokum er það múi’húðað," segir Jónbjöi’n. „Hefurðu ekki nokki-a reynslu í þessum efnum?“ spyr eg. „Já, töluvei’ða,“ svarar Jón- bjöi-n. „Eg hef um áratugi haft fuglahús með nákvæmlega sama lagi, en helmingi stæn-a, og þar voru jafnan nógir viðskiptavinir, jafnvel allt sumarið. Á köldum vetrardögum nægði ekki minna en heilt rúg- eða hveitibraúð, en þau fékk eg jafnan í heildsölu. — Frá þeim tíma eru mai’gar skrýtnar minningar um sam- skipti fuglanna og annarra smá- dýra, sem einnig leituðu fæðu.“ „Eg þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar og til hamingju með setui’setugestina." Heilsufar er gott í sýslunni. Teljandi skemmdir urffu ekki í óveffrunum um jólin. Blönduósi, 7. jan. Vinstri flokkarnir bjóffa hér fram sameiginlega, eru eru efslu menn listans þessir: Pétur Pétursson, verzlunarm. Þórffur Pálsson, verzlunarm. Sigfús Þorsteinsson, ráffun. Lárus Jónsson, verkamaffur. Sveinberg Jónsson, verzlm. Efstu menn á lista Sjálfstæffisfl. eru jxessir: Herm. Þórarinsson, lireppstj. Einar Evensen, smiffur, Jón Isberg, fulltrúi. Einar Pétursson, rafvirki. Ágúst Jónsson, bílstjóri. Ólafsfirffi, 7. jan. Hríffarveffur var um jól og nýjár, og stundum vonzkustórhríff. Minna varff því úr mannfagnaffi en clla. Jólatrésskemmtun, sem halda átti á jóladag, var frestaff þar til á nýjárs- dag. Þá birti upp, og hefur verið stillt og bjart síffan, en mikiff frost. Annan jóladag hélt Karlakór Ól- afsfjarffar söngskemmtun. Söngstj. er Guffm Kr. Jóhannsson. Siingn- um var mjög vel tekiff. Milli jóla og nýjárs fór kórinn í söngferð til Dalvíkur og Hríseyjar og söng á báffum stöffunum viff frábærlega góffar móttökur. Slysavarnadeild kvenna hélt fjiil- menna skemmtun 28. desember. Á gamlársdag var áramótadans- leikur, sem fór hiff bezta fram. Fólk hér strcymir suffur í atvinnu leit. Á annað hundraff manns er fariff, og fleira fer næstu daga. Al- gert atvinnuleysi er hér scm stend- ur, og er lítil von til aff úr rætist á næstunni. Framboffslisti vinstri flokkanna í Ólafsfirði er þannig skipaffur.í efstu sætunum: Sigurjón Steinsson, bóndi. Sigurst. Magnússon, skólastj. Sigurffur Guðjónsson, bæjarfóg. Björn Stefánsson, kennari. Kristinn Sigurðsson, hitav.stj. Halldór Kristinsson, verkstj. Gísli M. Gíslason, sjóm. Kjósið áður en þér farið úr bænum Ljósmynd: P. Gunnarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.