Dagur


Dagur - 15.01.1958, Qupperneq 2

Dagur - 15.01.1958, Qupperneq 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 15. janúar 1958 Honum líður heldur illa Þegar kosningahrollurinn er farinn að segja óþægilega til sín hjá íhaldinu á Akureyri, eins og nú síðustu dagana, bregst það ekki', að það fær KEA á heilann. Blað þess, íslendingur, ber því glöggt vitni. Ritstjóri blaðsins, sem annars er mörgum íhalds- manninum greindarí, verður svo gagntekinn við það að horfa á alla dýrðina hjá KEA, að hann gefur sér naumast tíma til að depla augunum og alls ekki til að hugsa röki'étt. í hans augum er KEA alls staðar, ræður öllu, get- ur allt, gerir flest sem gert er og veltir sór í peningum og fólkiö ber það á böndum sér, verzlar við það, en ekki við aumingja kaupmennina, sem eiga bágt. í augum hans er þó KEA cins kon- ar ómagi á Akureyrarbæ, sem ekki greiðir. skatta og gjöld eins aðrir, af félaginu stafi yfirleitt öll ógæfa bæjarfélagsins og einstakl- inga og því fari sem fari að borg- ararnir flýi bæinn. Síðasti ieið- ari íslendings speglar þetta and- lega ástands ritstjórans einkar vel. KEA er glöggl dæmi m sgmfakamáff almennings Ritstjórinn verður að gera sér það vel ljóst, ef hann á að gera sér vonir um að halda sönsum. að það er engin tilviljun, að hér á Akureyri er öflugt kaupfélag, sem verið hefur mesta lyftistöng- in í' almennum framförum bæjar og héraðs á undanförnum ára- tugUm. Kaupfélag Eyfirðinga er ávö'xtur af frjálsum félagssam- tökum fólksins við Eyjafjörð, sem var' undir klafanum hjá harð- snúinni kaupmannastétt. Kaup- félág Eyfirðinga er glöggt dæmi um samtakamátt almennings, þegar það skipar sér undir merki sarrivinnuhreyfingaiánnar og nýt- ur góðrar forystu. Þegar þess er gætt, þarf engum að koma á óvart að þetta félag fólksins er voldugt og sterkt og það á lika sva að vera. Verzlunarhagnaður- inn, sem hjá kaupmanni rann í vasa hans sjálfs og rennur enn, er fólksins -eign þegar það skiptir. við kaupfélag. Kaupfélag tekur sig ekki upp einn góðan veður- dag með allt sitt eins og kaup- menn geta gert hvenær sem er og gcra, þegar þeim býður svo við að horfa. Kaupfélagsmenn leggja í varasjóoi til að efla samtök sín og auka fjölþætta starfsemi á sviði verzlunar-, atvinnu- og m enningarmála. Það finnst samkcppnismönnum harla skrýtið fyrirkomulag. — Þeir aðhyllast ennþá kenning- una um að betra sé að hafa nokkra ríka og marga fátæka, heldur en almcnna velsæld. Regindjúp aðskilur Þeir loka líka augunum fyrir þeirri staðreynd, að regindjúp er staðfest milli einkareksturs og samvinnureksturs. Samvinnufé- lög eru öllum opin og í sam- vinnufélagi hafa allir jafnan at- kvæðisrétt. Hlutafélög eru lokuð öðrum en fáum útvöldum. Þar ræður fjármagnið atkvæðunum. Þar getur sá, scm á marga hhiti rétt upp tíu hendur við atkvæðagrciðslu. Fjármagn er fyrsta skilyrði jiess manns, sem vill ganga í hlutafélqg. Kaup- félög cru opin fátæklingum engu síður en öðrum og upp- hafiega mynduð af fátækum mönnum og fyrir jiá. Allir sjá að jiar ríkir lýðræði og alveg gagnstætt cinræðishneigð hinna ríku og peningavaldi hinna ríku, sem láta peningana ráða einu og öllu. X kaupfélagi er maðurinn sctíur ofar fjár- magninu. Enn má minna á, að samvinnufélögin endurgreiða viðskiptainönnum sínum mill- jónatugi á meðan kaupmaður-. inn stingur hagnaðinum í eigin vasa. Þess er svo enn að gæta, að kaup maður verzlar aðeins með þær vörutegundir, sem hann hefur hagnað af, eða kærir sig um aS verzla með og ber ekki ábyrgð gagnvart fólkinu hvað það snert- ir, þess vegna gegnir hann engu þjónustuhlutverki við almenning eins og kaupfélögin, sem fólkið á sjálft og stjórnar sjálft. Fyrirfæki samvinnumanna meginsíoðir bæjarins Eftirtektarvert er það, að mál- gögn íhaldsins geta aldrei um þennan reginmun kaupfélags og hlutafélags, en hins vegar þrástagast þau á jiví, að kaupfé- lög eigi að bera hærri útsvör en þau gera og bera þau saman við hlutafélög einstaklinga. Þjóðfé- lagið hefur fyrir löngu viður- kennt sérstöðu samvinnusamtak- anna og vernda jiau með sam- vinnulöggjöfinni gegn miskunn- arlausum árásum andstæðing- anna, sem eiga enga ósk heitari en þá að gengið verði að þeim dauðum. f jiessu héraði og jiessum bæ eru yfirburðir samvinnunnar svo. augljósir, að engum gctur dulizt. Samvinnuvcrzlunin, iðn aöurinn o. fl. eru meginstoðir bæjarfélagsins og veita þús- undum bæjarbúa lífvænleg skilyrði. Þelrra boðorÖ er ekki íyrir íjöldann Auðvitað verður íhaldinu óglatt þegar það virðir fyrir sér stað- reyndirnar í þessum málum. Þeir bera kinnroða fyrir holukaup- mennsku sinna manna hér í bæ, en eru þó málsvarar hennar. Vanmáttur þeirra til átaka í þýð- ingarmiklum vandamálum er áberandi. Sérstaklega á þetta við um störf í þágu almennings, þvi að samkvæmt eðli íhaldsins og annarra samkeppnismanna, er æðsta boðorð og trúarjátning á þessa leið: Fyrst eg sjálfur og svo framvegis. Furðuieg ósvííni Á sama tíma og Ú. A. riðar á gjaldþrotsbarmi eftir samfcllda framkvæmdastjórn íhaldsins, getur ekkert útsvar greitt til bæjarsjóðs, lifir á bónbjörguni og millj.lánum frá KEA o. fl. aðilum, leyfír íhaldsblaðið á Akureyri sér að bera það á borð fyrir kjósendur, að KEA beri sök á háum útsvörum í bænnm cg eiginlega sé jiað jiví að kenna að fólki sé fyrirmun- að að eiga liér heima. íslend- ingur ber furðu litla virðingu fyrir dómgreind ahnennings, ef liann heldur að jiað sé liægt að leiða athygli manna frá jieirri staðreynd, að hver 5 manna fjölskylda í bænum þarf að greiða vegna Ú. A. kr. 2500.00 samkv. áætlun mn tekjur og gjökl bæjarsjóðs á þessu ári, aliur almenningur í bænum veit líka, að þessar 2500.00 kr. er jió aðeins smápeningur af jiví, seni ekki verður undan skotizt að greiða vcgna jiessa fyrirtækis. fslendingur er sannarlega ekki öfundsverður af samanburði á útsvörum KEA annars vegar og hins vegar útsvörum kaup- manna og því eina stórfyrirtæki, sem þeir stjórna hér í bæ. Fremur þðrf samsiarís en úlíúðar En eins og það er víst, að nauðsyn ber til að halda fram- leiðslutækjum starfandi og að því ber öllum stjórnmálaflokkum að vinna, hverjum»eftir getu, og er þar þá auðvitað sérstaklega átt við Útgerðarfélag Akureyringa h.f., jiá er hitt jafn víst, að engum stjórnmálaflokki er það til fram- dráttar við þessar kosningar, að ráðast gegn þeim fyrirtækjum hér á Akureyri, sem bæði hafa sýnt og sannað yfirburði sína á því sviði, auk annars, að veita þúsundum fólks í bænum örugg lífskjör, svo sem KEA og SÍS gera, fremur en nokicrir aðrir í þessu bæjarfélagi. Mun sannast eins og oft áður að hér sem ann- ars staðar, verði hver að styðja annan með nokkrum hætti, sér- staklega í þeim málum, er mest varðar almenningsheill. En þá er þess líka nokkur von, að einmitt hér, í fegursta bæ landsins, geti menn horft vonglaðir til komandi tíma. r r Gelið bókar OG JÖKÐIN SNÝST.... Kvæði eftir Ingólf Krist- jánsson. — Útgefandi Leiftur h.f. f prýðilegum formála fyrir bókinni „Fjögur ljóðskáld11, sem Menningarsjóður gaf út á síðasta ári, segir Hannes Pétursson, að nú sé til muna betur ort cn á öldinni, sem leið „og þeir form- snillingar uppi á meðal 'vor, sem ■mestir hafa orðið með þjóðinni." Þetta mun vera réttdæmi, ef frá er skilinn Jónas Hallgrímsson, og því er engum heiglum hent að kveða sér hljóðs á skáldaþingi, formsnillin er komin á svo hátt stig, að frarn úr komast engir nema afburðamenn. Hin innri glóð skáldsins, myndauðgi þess og boðskapur verða að gefa ljóð- unum gildi, ef rímsnilldinni sleppir, en hvort tveggja hafa ekki á valdi sínu nema þeir, sem bornir eru til ríkis í Bragaheimi. Ef þessi Ijóðabók Ingólfs Kristjánssonar hefði komið út fyrir aldamótin síðustu, er eng- inn vafi á því, að hún hefði vakið mikla athygli, því að svo margt er um hana vel, fágað orðaval og hnökralaus kveðandi, en nú yrkja margir jafnvel og betur, svo að útkoma bókar þessarar getur ekki talizt til mikilla tíð- inda. Þeirra fáu órímuðu ljóða, sem í bókinni eru, get eg ekki, en læt þeim eftir dóminn um þau, sem skap hafa og nenningu tii slíks. Skáldið velur sér m. a. yrkis- efni úr Gamlatestamentinu, svo sem um Adam og Evu og segir, að Eva hafi orðið með aldrinum „beisk og bráð“ „og bóndi hennar önugur og kargur11. Vel má hugsa sér heimilislífið slíkt hjá þeim blessuðum og það jafn- vel áður en fjárans höggormur- inn komi til skjalanna, en ekki mun það þó vera algeng skoðun, að sambúð þeirra hafi verið slík í hinum mikla og fagra aldingarði. í sama kvæði talar skáldið um hina þröngu og þyrnum stráðu leið, „er síðan valdi margur“. — Ojæja. Kannske margir hafi valiö sér hinn þrönga veginn, en fljót- lega hafa flestir séð að sér og þrammað yfir á þann breiða og álpast þar enn, því miður. Þarna er skáldið míklu bjartsýnna á mannlífið en sums staðar annars staðar í kvæðum sínum, og skai reyndar sízt um það sakast. — Skáldið talar annars staðar um, að veröldin sé byggð „blóðþyrst- um böðlum“, og í enn öðru kvæði scgir um Drottinn, að hann hafi oft „um það hugsað, hvert axar- skapt hann vann að gera eigi ap- ann æðstan á jörðu“. í þessu sama kvæði, sem heitir „Sköpun- in“ er það „Ileilagur andi með bandfylli af sandi“, sem skapar jörðina. í útvarpserindum séra Gunnars Árnasonar, er hann flutti nýlega um guðshugmynd nokkurra íslenzkra skálda, þá blandaði hann auðvitað ekki saman þrem þáttum guðdómsins, og tók reyndar fram, að sum þessara skálda hefðu a. m. k. lítt virzt trúa á heilagan anda, held- ur aðra þætti hins þríeina guðs. Ekki skal Ingólfi Kristjánssyni láð, þó að honum fataðist eitt- hvað í hinni guöfræðilegu stærð- fræði, en ekki líkar mér, að hann lætur heilagan anda skapa jörð- ina, því að sá þáttur guðdómsins hefur alltaf verið þokukenndur í huga mér, og sízt trúi eg honum til þess að hafa skapað þessa ágætu jörð, sem við búum á. Bezt tekst höfundi í náttúru- lýsingum sínum. Kvæðið „Mynd um morgun“ þykir mér bezt í bókinni, og lætur það ekki mikiS yfir sér. Hér eru tvær fyrstu vís- urnar: „Blikar bára á vogi, brotin skel í sandi, þang og þörungsrót; fjörulón og leirur, lontutjörn og ósar, skreip og sorfin sker. Bugðast lind um brekku, brosir dögg í grasi, mosa og mjaðarjurt. Fiðrildi á flögri! Foss í svörtu gljúfri málar hvíta mynd.“ Margt annað er vel gert í bók þessari, og þykir mér hún mun betri en sumar þær ljóðabækur, sem hælt hefur verið í blöðum á. þessum síðustu og beztu tímunm Ö. S. Mólaskrá fyrir árið 1958 12. jan. Stórhríðarmót, svig, allir fl'okkar. 19. jan. Stórhríðarmót, stökk,, allir flokkar. 26. jan. Hermannsmót, svig, allir flokkar. 9. febrúar. Skíðamót Akureyr- ar, svig, allir ílokkar. ■16. febrúar. Skíðamót Akur- .eyrar, stórsvig, allir flokkar. 23. febrúar. Skíðamót Akur- eyrar, brun, allir flokkar. 2. marz. Skíðamót Akureyrar, stökk, allir flokkar. 16. marz. Firmakeppni, svig. 20. mai'z. Afmælismót Skíða- ráðs Akureyrar (20 ára), svig. Skíðaráðið áskilur sér rétt til breytinga á mótskránni, ef þurfa þykir. Skíðaráð Akureyrar. B-LISTINN er Iisti Framsóknarf 1 okksins KOSNINGASKRIFSTOFA FRAMSÓKNARMANNA er í Hafnarstræti 95 (Flótel Göða- loss), opin kl. 10—10. SÍMI 1443. MUNID, að utankjörfundaratkvæðagreiðsln er hafin. — Kosið er hjá sýslumönnum, bæjarfógetum (borgaríógeta í Rvík), og hreppstjórum. B-listinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.