Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 4
D AGUR Miðvikudaginn 15. janúar 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimfa:' Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Utgerðarfélag Akureyringa h.f. AKUREYRINGAR hafa fengið nokkra reynslu af togaraútgerð í áratug. Útgerðarfélag Akureyr- inga h.f. rekur 4 togara, fiskverkunarstöð og fisk- herzlu og hóf starf í nýju hraðfrystihúsi á síðast- liðnu ári. Þessi útgerð hefur verið stór liður í at- vinnulífi bæjarfélagsins og er enn. Nokkur síð- ustu ár hefur mjög hallað undan fæti í afkomu félagsins. Bókfært tap um áramótin 1955 og 1956 var 7,7 milljónir króna. Megn óánægja hefur ríkt undanfarin ár meðal almennings um framkvæmda stjórn þess félags og hefur nokkurrar, opinberrar gagnrýni gætt í umræðum og sumum bæjarblöð- unum. Forráðamenn Útgerðarfélagsins hafa hins vegar lítt blandað sér í umræður, og hefur Dagur vítt þá framkomu þeirra, að tregðast við að veita blöðunum, og þar með almenningi, fullar upplýs- ingar um málefni félagsins á hverjum tíma. í fyrradag brá þó stjórnin venju sinni og kallaði blaðamenn til fundar við sig ásamt rannsóknar- nefnd þeirri, sem hún skipaði til að endurskoða rekstur félagsins og gera tillögur um úrbætur. Lá þá fyrir löng og ýtarleg skýrsla rannsóknarnefnd- arinnar, sem hún að nokkru fylgdi úr hlaði. ÞAÐ, SEM MESTA athygli hlýtur að vekja í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er það, að við síðustu áramót kom í ljós tæpl. 300 tonna magn- rýrnun í skreið og nálega 1170 tonn í saltfisk- birgðum. Verðmæti þessara oftöldu birgða hjá félaginu eru að verðmæti yfir milliónir króna. Eru þetta allóvæntar niðurstöður, og án þess að hugleiða fremur um orsakir þeirra, að svo stöddu, verður að gera sér ljóst, að Akureyringar standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að Utgerðarfélag Akureyringa h.f. er 6 milljón krónum fátækara en áður var talið, en að sjálfsögðu eru rekstursreikn- ingar félagsins fyrir árið 1957 ekki fyrir hendi. Það er þá líka jafnljóst, að ekki verður lengur haldið á sömu braut um rekstur félagsins. Félag- ið er nú mjög illa stætt, og er engum greiði gerð- ur með því að breiða yfir það. Hins vegar er þátt- ur Ú. A. svo mikill í atvinnumálum bæjarins, einnig í útsvörum allra bæjarbúa, að á miklu veltur. um framhald fyrirtækisins. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvað gera beri og hvað gert verði. Að sjálfsögðu verður það aðalverkefni hinnar nýju bæjaistjórnar að glíma vi'ð þessa gíf- urlegu fjárhagsörðugleika, sem af framansögðu blasa við. ÞÓTT MARGIR SÉU algerlega andvígir bæj- arútgerð, og það með réttu, er ekki annað fyrir höndum í togaraútgerðinni eins og nú er komið. Er það raunar ekki annað en stíga það spor til fulls, sem áður var gert að nokkru. Þrátt fyrir það er þó um tvær leiðir að velja: Önnur er sú, að bæjarfélagið annist rekstur félagsins með samn- ingum við hluthafa og taki þá um leið að sér að semja við lánardrottna þess, og geri tilraun til að hefja félagið upp úr þeirri lægð, sem það nú er í, undir nýrri framkvæmdastjórn. Hin leiðin er al- ger uppgjöf og liggur hún undir uppboðshamar- inn. Og þá vitanlega óvíst, hversu mikið yrði eftir af eignum félagsins í þessum bæ. Hvor leiðin, sem valin verður, verður að miðast við hag og sóma bæjarfélagsins og borgaranna, Þá má og hafa það í huga, sam- kvæmt hugleiðingum rannsókn- arnefndarinnar um togararekstur almennt sem atvinnuvegar, að hann hefur ákaflega mikið, fjár- hagslegt gildi fyrir útgerðarstað- inn. Við lauslega athugun nefnd- arinnar hefur þannig komið íljós, að á 5 ára tímabili hafa útgjöld togara Ú. A. verið um það bil 221 milljón kr., sem að mestu leyti renna til bæjarins, að hálfu leyti sem vinnulaun og á ýmsan annan hátt. Nú veltur meira á góðri for- ystu í málefnum útgerðarinnar á Akureyri en nokkru sinni fyrr. Þar verða allir stjórnmálaflokkar að taka höndum saman undir framkvæmdastjórn nýrra manna, sem bæjarbúar geta treyst að fullu. FOKDREIFAR Hvert stefnir með smábátaútgerð Innbæinga. 1 tugi ára hafa Innbæingar stund- að smábátaútgerð, sem miðazt hef- ur við Pollinn og Eyjafjörð innan- verðan. Hefur Pollurinn oft gefið góða björg í bú, og verður svo von- andi um langa iramtíð. Aðstaða fyrir smábátana var góð, gott upp- sátur og bátahöfnin traust fyrir norðan- og norðaustanátt en lega liennar slæm í austan- og suðaustan- veðrum. Nú er svo komið, að aðstaða fyrir smábátana er gjörsamlcga óviðun- andi, bátahöfnin er orðin það grunn, að ilhnögulegt er að athafna sig í henni, ef nokkur gola er af austri eða suðaustri. Þessu veldur fyrst og fremst framburður úr Eyja- fjarðará, og í öðru lagi hefur verið látinn í bátadokkina alls konar úr- gangur, sem þar ætti ekki að setja. Um uppsátur er það sama að segja. Þar sem við áður gátum sett upp báta okkar cr nú komin fisk- búð, og cinungis fyrir velvilja Carls Tulinius liöfum við fengið að sctja báta okkar á hans lóð og komast þó ekki allir þar fyrir, og verða sumir að fara með báta sína út á Oddeyri eða niður á Oddeyrar- tanga. Um verbúðir, eins og félagar okkar úti á Oddeyrartanga hafa fengið, býst ég við að ekki þýði að láta sig dreyma að sinni, þó að þörfin sc sízt minni hjá okkur Inn- bæingum. Út af þessari aðstöðu okkar Inn- bæinga höfum við sent bæjarstjórn bréf þcss efnis, að hún láti lagfæra smábátahöfnina við Höepfners- bryggju svo, að hún verði sæmilega öruggt legupláss fyrir smábáta. Við teljum, að lengja þurfi skjól- þilið, sem gengur suður frá nyrðri bryggjunni, um minnst 15 metra, svo að viðunanlcgt skjól fáist fyrir bátana í austan- og suðaustanátt. Þá viljum við einnig benda á, að aðstöðu vantar nú alveg til upp- sáturs báta okkar Innbæinga, og förum við þcss á leit, að úr því verði bætt sem allra fyrst. Bátseigandi i Innbanum. FRÁ SÓLHÝRUM SUNDUM Litið í Politikens Ugeblad. - Vikan 15.-21. des. Hver Dani borðar nú að meðal- tali á ári 95.7 kg af mjöli og grjón- um. — Þetta skiptist þannig: 44.7 kg hveiti, 39.4 kg rúgmjöl, 1 kg bygg- mjöl og bygg, 6.4 kg haíragrjón, 1.7 kg hrísgrjón og hrísmjöl og 2.5 kg kartöllumjöl og sagógrjón. Kjöt og fiskur 74.9 kg: 16.4 kg nauta- og kálfakjöt, 39.2 kg svína- kjöt, 1.7 kg hrossakjöt, 0.2 kg kinda- kjöt, 2.9 kg alii'uglakjöt, 0.8 kg veiði dýra- og villifuglakjöt og 13.7 kg fiskur. Feiti 2S.7 kg: 8.6 kg smjör, 18.6 kg smjörlíki og 1.5 kg svínafeiti. Mjólk og rjómi 169.5 Itr.: 130.5 lítr. nýmjólk, 8.5 ltr. rjómi, 10.9 ltr. undanrenna og 19.5 Itr. kjarna- mjólk. Af osli etur hver Dani árlcga 5.2 kg og 7.8 kg af eggjum. Avextir og grecnmeli 242.6 kg: 120 kg af kartöflum, 16.8 kg af káli og 42.7 kg af öðru grænmcti; 45.2 kg af dönskum ávöxtum, 15.6 kg af innfluttum ávöxtum og 2.5 kg af þurrkuðum ávöxtum. Sykur 47.9 kg. Súkkulaði 5.4 kg. Drykkjarföng 70.5 llr., skiptist þannig: 1.1 Itr. sterk vín, 2.8 ltr. lctt vín, 51 lítri sterkt öl og 15.3 ltr. vcikt öl. Fróðlegt væri og skemmtilegt að fá svona nákvæmlcga upp gcl'ið um það, hve mikið hver íslendingur borðar á einu ári. Vafalaust yrðu þær tölur öðruvísi talsvert, t. d. yrðu ávaxtakílóin færri cn fiskur- inn meiri, og ef til vill yrðu kílóin í heild íærri, því að þetta sýnist vera ótrúlega mikill matur, þó að Danir scu þckktir iyrir það að vera miklir matmenn. Nýkomin er út í Danmörk Sta- lislisk Arbog mcð geysimiklum upp- lýsingum um allt mögulegt. Þar sést, að útvarpið sendir nú út meiri létta tónlist en áður en minna af klassiskri tónlist. Scx sjónvarpstæki eru nú á hverja þús- und íbúa,,og er það mcira en í öðr- um Evr(')pulöndum, að undan- skildu Englandi, Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi og Hollandi. Enn eru 25 þús. íbúðir í land- inu, sem ekki hafa rafmagnsljós. í landinu eru rúmlcga 1385 þús. íbúðir, og af þeim hala 840 þús., eða um það bil tvær af þremur, hvorki baðker nc sturtu, og 265 þús. íbúðir hafa enn ckkert vatnssalerni. í um 100 eins herbergis íbúðum búa 7 manneskjur og þaðan af í'leiri, cn í 1730 íbúðum, sem cru eitt herbergi og eldhús, eiga heima 4—6 manneskjur. Af þessum tölum getum við ís- lendingar scð, hve framarlega við stöndum um ýmis þessi mál, en um allan heim eru Danir taldir til fyrir- myndar um fjölmarga hluti. En þess má geta til skýringar fyrir íslenzka lesendur, að það mun aðallega vera á dönsku sveitabæjunum, sem renn- andi vatn skortir. Þar vantar víðast hvar bæði læki og halla. —X— Flugfélagið SAS hélt aðalfund sinn þann 14. des. Tekjurnar juk- ust um 120 millj. kr. á árinu, og rekstrarhagnaður varð 14 millj. kr. ----X---- Hagur danskra bænda fór mjög versnandi á síðasta ári. Samkvæmt útreikningi á tekjum fyrstu sex mánaða ársins, þá hafa árstekjur af meðalbúi minnkað um 5500 kr., og þó hefur orðið talsverð aukning á framleiðslu búanna. *«B>#íKBKB>í>ÍBKBKB>MB>##í^^ JÓHANNES ÓLI SÆMUNDSSON: Olafs þáttur blinda (Framhald.) Kvenmaður var næsturgestur í ein- hverjum Brattavallabænum. Þá varð þessi vísa til: Upp að -völlum Bratta- brátt brölti þöllin tvinna. Heyrðust sköll um nýta nátt, nötruðu fjöll við læraslátt. Páls vísur. Pilturinn hann Palli minn, píkur vilja fá 'ann. Höndum nýr 'ann hringinn sinn, því hann vill láta sjá 'ann. Ágirndin þó í hann smaug og eðlis breytti fari, tímir ekki bjartan baug brúka nema spari. Einn má rjála áfram við ástarmála glýju, því herjans fálan hryggbrotið hefur Pál að nýju. Varast sprunda vélráð mátt vopnaþundur svinni. Það er stundum flagðið flátt fögru undir skinni. Evu að kenna. . Marga beygir mæðan hér. Margur segist hrelldur. — Allir deyja eigum vér. — Eva greyið veldur. Geitna-Páls-vísur..;....'.......... Eitt sinn bar svo við, ísavetur mik- inn, að hvalur veiddist upp um ísinn lengst austur á firði. Fóru þangað margir til að fá bita af sképnunni, og meðal þeirra Ólafur og fleiri Brattvell- ingar (en þar var jafnan margbýli). Páll nokkur á Krossum, er af sumum var nefndur Geitna-Páll, hafði á hendi afgreiðslu vörunnar þarna úti á ísnum, og átti hlut (eða frumkvæði) að því, að Brattvellingar 'voru sviknir á því, sem þeir fengu af hvalnum, eða hluta þess. Var seigildi nokkurt af kvið skepn- unnar, er reyndist óætt, þegar heim kom. Höfðu hrekkjalómai'nir af þessu góða skemmtun og töldu það hafa ver- ið getnaðarfæri dýrsins, er urðu svo seig undir tönnum þeirra Brattvell- inga. Hvort sem svo hefur verið eða ekki, reiddist Ólafur gabbinu og gerði brag til Páls, sem sumir telja, að. hafi verið sendur honum. Þar í eru þessar vísur: Lengst óprúður lands um reit, lúsadúðugáli. Skallahúðin, græn af geit, gljáir á Hrúður-Páli. Lúsabrönduloddarinn lát þér höndugt vera, hvalsins sköndul skaltu þinn skalla á löndin bera. Ef ei getur unað sér illa metin hræða, skal ég betur borga þér. — Búið erletur kvæða. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.