Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 15.01.1958, Blaðsíða 8
Daguk Miðvikudaginn 15. janúar 1958 Tillögur bæjarverkfræðings um byggingu íbúðarhúsa 19 1. Auglýstar verði til byggingar næsta ár: a) Allar þær íbúðarhúsalóðir, sem auglýstar voru til bygg- ingar 1957 og ennþá eru laus- ar. b) Fjölbýlishúsalóðir við Greni- velli og Sólvelli. c) Raðhúsalóðir við götu norðan Hrafnagilsstr. vestan Byggða- vegs. d) 9 tveggja hæða hús sunnan sömu götu. e) 4 tveggja hæða hús við Lyng- holt í Glerárþorpi. Byggingamál. Þessar lóðir eru lausar 1. des. 1957: Gerð húss: Lóðir: 1. hæð á kjallara 14 2 hæðir án kjallara 1 2 hæðir á kjallara 12 2 hæðir með eða án kjall. 4 Samtals 31 Sé gert ráð fyrir að bygginga- framkvæmdir verði svipaðar næsta ár og verið hefur, mun lóðafjöldi þessi vart nægja, og því nauðsynlegt að taka ný hverfi til úthlutunar. Uppdrættir frá skipulagi ríkis og bæja eru nú þegar til af þrem íbúðarhverf- um. 1. Hverfi norðan Þingvalla- strætis og vestan Mýrarvegs. 2. Hverfi í Glerárþorpi, sunnan Lögmannshlíðar. 3. Hverfi milli Hrafnagils- og Þingvallastrætis, vestan Byggða- vegs. Hverfi 1 hefur áður komið til álita að úthluta, en hefur verið iátið bíða, þar sem kostnaður við gatnagerð í norðurhluta þess hverfis er mjög mikill (klappir), en grunnur í suðurhluta slæmur (djúpt á fast). Hverfi 2 hefur einnig komið til álita að úthluta. Grunnar eru ágætir og gatnagerð ódýr. Gert er ráð fyrir um 50 íbúðarhúsum (einnar og tveggja hæða) í hverfi þessu, auk um 15 fjölbýlishúsa, þannig að ætla má byggð þarna fyrir um 2 þús. manns. Áður en hægt et að hefja byggingar- á svæðinu verður að leggja mikið holræsi niður með Glerá, rúman 1 km. að lengd. Áætlaður kostn- ur þess er ca. 400.000.00 kr. — Svæði 1 og 2 eru bæði á því svæði, sem nauðsynlegt er að fella inn í heildarskipulag bæj- arins, og því ekki tímabært að leyfa byggð þar að svo stöddu. Á svæði 3 ei' gert ráð fyrir um 72 íbúðum í raðhúsum og um 20 smærri húsum við götur, er ganga vestur frá Byggðavegi. — Grunnar eru þarna ágætir og' gatnalögn ódýr. Með því að taka upp byggingu raðhúsa á þessu svæði, sparast heil gata, 220 m. og á svæði því, sem byggja mættl 40 lítil íbúðarhús má nú byggja um 70 íbúðir í raðhúsum. í stað götunnar, sem ekki þarf að leggja, kemur nú autt svæði, sem nýta má sem leikvöll, garðlönd pg trjágarða. Raðhúsabyggingar hafa ekki ennþá verið reyndar hér á Akureyri, en þær hafa gef- izt mjög vel í Reykajvík og er- lendis, t. d. í Englandi. Bygging- arkostnaður er þó nokkuð minni, en ef um einbýlishús er að ræða, og upphitunarkostnaður minni. Sparnaður í gatnagerð er gífur- lef ur og nýtni á landi mikil. Með tilliti til greinargerðar um vænt- anlegar framkvæmdir bæjarins næstu árin, viðhald gatna, ný- lagnir gatna í iðnaðarhverfum, holræsalagnir, skipulagningu o. fl., tel eg nauðsynlegt að sparað verði sem mest fé til gatnagerða í íbúðarhverfum. Legg eg því til að á næsta ári verði leyfðar byggingar á lóðum þeim, sem lausar eru frá því 1957, raðhúsa- byggingar við götu norðan Hrafnagilsstrætis og fjölbýlishús við Grenivelli og Sólvelli. Auk þess mætti leyfa 4 hús við Lyng- holt í Glerárþorpi, þar sem hol- ræsi er nú lagt og skipulag fast- ákveðið. Tillögur er stuðla mættu að aukinni byggingu raðhúsa og fjölbýlishúsa. 1. Bæjarstjórn hafi samkeppni úm teikningar rað- og fjölbýl- ishúsa og kaupi beztu teikn- ingarnar, sem síðar verði látn- ar í té byggjendum endur- gjaldslaust. 2. Fellt verði niður lóðartöku- gjald og byggingarleyfisgjöld af rað- og fjölbýlishúsum. 3. Akureyrarbær byggi raðhús eða fjölbýlishús, sem seld yrðu fokheld með hagstæðum lán- um. Húsin yrðu boðin út til byggingar. 4. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því að afla hagstæðra lána til rað- eða fjölbýlishúsabygginga og láti þær byggingar ör- ugglega sitja fyrir með hærri lán af þeim sjóðum, er bærinn hefur nú yfir að ráða. Ingimar varð þriðji Á Alþjóðaskákmeistaramóti unglinga í Osló, sem haldið var um áramótin, sigraði Daninn Svend Hannam, Virum, með 7 vinningum af 9, annar varð Norð maðurinn Svein Johannessen, Osló, með GVz vinning, en þriðji varð Ingimar Jónsson héðan frá Akureyri. í síðustu umferð tryggði Dan- inn sér sigurinn með því að vinna Þjóðverjann Biebinger eftir tví- sýna skák, en Svein Johannessen hreppti annað sætið með því að sigra hollenzka unglingameistar- ann A. Jongsmo. Strax eftir fyrstu umferðirnar var sýnt, að hinn 17 ára Dani, Svend Hannam, væri sterkastur þátttakenda. Svend er mennta- skólanemi og hyggur á verkfræði nám að stúdentsprófi loknu og virðist þannig ætla að feta ræki- lega í fótspor Bents Larsen. Akureyringurinn Ingimar Jóns- son kom skemmtilega á óvart í mótinu og var hans lofsamlega getið í Oslóarblöðunum. Hann tapaði engri skák, en vann m. a. Þjóðverjann Biebinger og norska unglingameistarann Gunnar Sch- ulstok. Leiðrétting fselndingur segir frá því á ein- um stað í síðasta tölublaði sínu, að íbúum fækki hér í bæ en fjölgi í flestum öðrum bæjum landsins. Ber hann Hagtíðindin fyrir þessari „óhugnanlegu stað- reynd" (og kennir auðvitað KEA um þetta!) Sem betur fer er þetta ekki rétt. Hagtíðindin segja um mann- fjölda í kaupstöðum í september- hefti sínu 1957, að íbúum á Ak- ureyri hafi fjölgað um 50, en ekki fækkað eins og íslendingur segir. Hins vegar hefur íbúum fækkað í Húsavík, ísafirði og Ólafsfirði, en annars staðar fjölgað, og þó mjög lítið, nema í Reykjavík. Á Sauðárkróki, Siglufirði, Seyðisfirði og í Neskaupstað hef- ur fjölgunin orðið minni en á Akureyri. Tölurnar eru miðaðar við árin 1955 og 1956 og eru nýrri tölur ekki til um þetta. Talnaþrauiir „íslendings" íslendingur hefur haft lítið um sig um tíma, eftir að hafa orðið sér til minnkunar í deilum um skattamálin í haust. En það er eins og honum sé tæplega sjálf- rátt fyrir kosningar, þá fær hann alltaf kast og vellir alltaf sama braginn. Hann er svohljóðandi: Vegna þess að KEA nýtur skatt- fríðinda og greiðir svo sem ekk- ert útsvar, ætla útsvörin að drepa fátæklingana í bænum. Til þess að krydda þetta svo- lítið, samanber blaðið á föstu- daginn var, notar blaðið nýja að- ferð til að sanna betur hve KEA sleppi nær gjörsamlega við út- svar. Þessi nýja aðferð íslendings er sú, að nota deilingaraðferðina. — Setur blaðið þannig upp tvö dæmi. f hinu fyrra deilir hann í útsvarsupphæðina hjá KEA með 80 og útkoman gleður hjarta hans töluvert. Þó er hann ekki fyllilega ánægður með hana, hefur líklega hugsað til einhverra vina sinna í kaupmannastétt með lágkúrulegar útsvarstölur. Hann gerir sér því lítið fyrir og dregur fyrst 100 þús. krónur frá útsvari KEA og deilir í afganginn með 30. Þá fær hann tölu sem honum finnst hann ráða við og leggur út af. Nú er það síður en svo ætlun Dags að amast við því þó að ís- lendinngur leiki sér þannig að tölum. Deilingin er hér umbilrétt eins og dæmið er sett upp. Hitt er verra, að deilistofninn er ekki réttur. íslendingur hefur hann 350 þús. En hann á að vera 515900.00. Er þá með talinn sam- vinnuskatturinn, sem er hluti a£ útsvarinu. Samkvæmt þessu er ekki hægt að gefa blaðinu góða einkunn í reikningi, eins og því mun þó hafa verið hugleikið. Öll deiling- ardæmi verða að vera rétt upp sett til þess að eitthvað sé leggj- andi upp úr útkomunni. Þar sem því er ekki til að dreifa, verða hugleiðingar íslendings þar a£ leiðandi út í hött. Þá heldur íslendingur því fram,, að „bæri félagið (þ. e. KEA) veltuútsvar í hlutfalli við önnur félög og einstaklinga, mundi útsvar þess hafa orðið 3— 4 sinnum hærra en raun ber vitni." Eftir þessari kenningu ætti Kaupfélag Eyfirðinga að bera kr. 1547700.00, og er þá miðað við þrefalt útsvar, en kr. 2063600.00 ef miðað- er við fjór- falt útsvar síðasta árs. Hér er íslendingur kominn inn á margföldunina, og til þess að gera ekki fyrirfram minna úr hæfni blaðsins en orðið er, er það vinsamlega beðið að skýra það nánar, hvernig slíkt mætti verða. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Tannhvassa tengdamömmu Gestur Leikfélagsins er frá Emilía Jónasdóttir, sem leikur aðalhlutverkið Leikfélag Akureyrar sýndi ímyndunarveikina, sem fyrsta verkefni leikársins, og var sá sjónleikur sýndur 10 sinnum við góða aðsókn. í næstu viku verður næsta leikrit félagsins sýnt, Tannhvöss tengdamamma, undir Úr Svarfaðardal Gangnahestarnir hvíla sig þegar safnið er komið í skilarétt. — (Ljósmynd: Hákon Loftsson.) leikstjórn Guðmundar Gunnars- sonar. Með aðalhlutverkið fer, eins og áður er sagt, frú Emilía Jónas- dóttir, sem hefur getið sér mikla aðdáun fyrir þetta hlutverk í Reykjavík að undanförnu á 92' leikkvöldum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hennar vegna þarf að hraða sýningum hér eftir föngum. Er því sérstaklega beint til sveitafólks, að nota sér færi og veður á meðan það helzt. Með önnur stærstu hlutverkin fara ungfrú Brynhildur Stein- grímsdóttir, Matthildur Olgeirs- dóttir og Guðmundur Gunnars son. Tannhvöss tengdamamma er gamanleikur og hefur hlotið óvenjumikla aðsókn í Reykjavík. Er líklegt að Akureyringar og nærsveitamenn vilji sjá þennan snjalla gamanle;k í meðferð frú Emilíu og leikara Leikfélags Ak- ureyrar. Leikfélagið hefur þegar ákveð- ið 3ja viðfangsefni sitt. Það er leikrit eftir A. J. Cronin. Leik- stjóri er ungfrú Brynhildur Steingrímsdóttir, og eru æfingar þegar hafnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.