Dagur - 18.01.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 18.01.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166? Dague DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 22. janúar. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 18. janúar 1958 4. tbl. Þessi skemmtilega mynd er frá Akureyri. Vonandi verður engum ráðgáta að tilgreina nánar staðinn. 10 snvst i árásarmanna Iðnfyrirtæki SÍS á Akureyri hefðu greitt 8 þús. krónum minna til bæjarsjóðs ef þau væru rekin í hlutafélagsformi að ósk og kröfum íhaldsins Blað Sjálfstæðismanna a Akur- eyri hefur jafnan haldið því fram og lagt út af því á ýmsa vegu, hvað bæjarssjóði og bæjarfélag- inu í heild sé það óhagstætt, að iðnaður og verzlun sé að miklu leyti í höndum samvinnumanna. Það hefur lagt sérstaka áherzlu á, að væru fyrirtæki KEA og SÍS í hlutafélagsformi, yrði hér líf- vænlegt fyrir hvíta menn vegna hóflegri útsvara almennt, en tæplega annars. Þetta stafi af því að bæjarsjóður nái ekki nema sáralitlum útsvörum frá slíkum fyrirtækjum vegna „skattfríð- inda", útsvarsþunginn leggist því með ofurþunga á aðra aðila. w Blaðið hefur látið gera rann- sókn á því, hvað iðnfyrirtæki SÍS greiða til bæjarsjóðs Akur- eyrarkaupstaðar í útsvörum og reyndist það vera kr. 246.000.00 (samvinnuskatturinn auðvitað mcðtalinn). Ennfremur hefur það Bilaða brúin Efri Glerárbrúin við Akureyri er mjög hættuleg yfirferðar, vegna þess að handriðið er lagt út af annars vegar. Brúin er mjó og liggur yfir djúpt gljúfur. Ber brýna nauðsyn til að lagfæra hana hið fyrsta. látið gera samanburð á því, hvað sömu fyrirtæki myndu greiða, væru þau rekin í hlutafélags- formi. Væru nú sömu fyrirtæki út- svarslögð eins og þau væru hluta félög, en það er marg endurtekin Urafa íslendings og fleiri blaða íhaldsins, hefðu tekjur og veltu- útsvar þeirra orðið kr. 238.000.00 eða kr. 8000.00 lægra en nú er. Sjálfstæðismenn hampa út- svarstöluin KEA og SÍS, en ncfna aldrei samvinnuskattinn, sem þó er hluti af útsvarinu og rennur beint í bæjarsjóð eins og önnur útsvör. Þcssi hluti útsvarsins er aðeins lagður á samvinnufyrir- tæki og félli auðvitað niður, ef farið væri eftir óskum íhaldsins. Rætt um bælarmálin við Guðmund Guðlaugsson forseta bæjar- stjórnar Akureyrarkaupstaðar Menn geta svo velt fyrir sér þeirri spurningu, af hvaða toga hin miklu skrif íhaldsblaðanna um „ekattfríðindi" eru spunnin og allur sá óhemju þvættingur, sem íit af þessu er lagður á mála- þingum og í óteljandi blaða- greinum. Þeim væri hollt, sem hæst láta um „útsvarsfríðindi" samvinnu- félaga, að kynna sér betur stað- reyndirnar í þessum málum, svo að vopnin snúizt síður í höndum þeirra. Jörundor seldiír ti! Sfykkishólms Hlýtur nafnið Þorsteinn Þorskabítur Útgerðarfélag í Stykkishólmi, sem keypt hefur Akureyrartog- arann Jörund, heitir Þórólfur Mostraskegg. En hið nýja nafn togarans er Þorsteinn Þorskabít- ur. Jörundur liggur enn á Akur- eyri, en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Guðm. Jörundsson- ar útgerðarmanns, mun afhend- ing fara fram einhvern næsta dag. í fréttum frá Stykkishólmi seg- ir að kaupverðið sé um 6,5 millj. kr., og að skipstjóri verði Einar Sigurjónsson frá Hafnarfirði, sem verið hefur með skipið. Ennfrem- ur að flestir hásetarnir fylgi honum. Togarinn Jörundur hefur verið rekinn hér með glæsibrag, miðað við flesta aðra togara landsins. Sextugur varð á mánudaginn Jón Níelsson, Hvannavöllum 4. Blaðið sendir honum og fjöl- skyldu hans beztu afmælisóskir. Guðmundur Guðlaugsson, for- seti bæjarstjórnar, er næst efsti maður á framboðslista Fram- sóknarmanna við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri. Sneri blaðið sér til hans og bað hann að svara nokkrum spurningum þess um bæjarmálin, og varð hann fúslega við þeim tilmælum. Guð- mundur hefur um langt skeið mjög komið við sögu bæjarmála og hlotið verðskuldað traust vegna mannkosta sinna. Hvernig hyggur þú, að bezt verði búið að gamla fólkinu? Víða um lönd er byggt fyrir gamla fólkið eftir nokkuð öðr- um hugmyndum en þeim, sem farið hefur verið eftir hér á landi. Vil eg þar sérstaklega nefna smá j húsin, eins til þriggja herbergja hús, þar sem hið aldraða fólk býr út af fyrir sig í eins konar hverfi með meiri eða minni aðstoð við heimilishaldið og við öryggi venjulegs gamalmeniahælis að öðru leyti. Mjög mörgu fólki líð- ur mun betur þannig, og það get- ur raunverulega notið starfs- krafta sinna á þann hátt, sem gefur lífi þess meira gildi. Eg tek þetta fram vegna þcss sérstak- lega, að í skipulagi bæjarins, sem væntanlega verður tekið til með- ferðar innan skamms, þarf að ætla slíkri stofnun stað, jafn- framt því að vinna að málinu á annan hátt. Þessi smáu byggða- hverfi eru mjög vinsæl erlendis, sem hæli fyrir hina öldruðu. Hvert er álit þitt á Matthíasar- húsi og safnahúsi? Mér er það sérstök ánægja, segir Guðmundur, að lýsa því yf- ir, að eg mun leggja þessum mál- um lið. Mér finnst tími til kom- inn að Akureyringar geri annað hús séra Matthíasar á Akureyri að minjasafni. En hann bjó lengi að Sigurhæðum og ennfremur í Aðalstræti 50. Annað þessara húsa þarf að tryggja bænum til þessa, á svipaðan hátt og Nonna- hús. Það er ekki vanzalaust að draga lengur nauðsynlegan und- irbúning, því að með hverju ári sem líður torveldast söfnun þeirra muna, er safna þarf og nú munu einkum vera í eigu ætt- ingjanna. Mér er þó ljóst, að þetta mál er ekki eingöngu okkar mál heldur þjóðarinnar allrar, eins og Matthías var skáld al- þjóðar. Ríkið mundi því senni- lega koma til móts við bæinn um kostnað. Um safnahús er það að segja, að við Steindór Steindórsson höfum borið fra mtillögu um það, að úr bæjarsjóði verði áætlað að greiða 50 þús. krónur til safna- hússins á þessu ári. Hvernig geðjast þér áætlun og tillögur bæjarverkfræðings? Þær eru hinar merkustu, hversu sem tekst að koma þeim í framkvæmd. Vil eg sérstaklega benda á skipulagninguna, sem gera verður hið fyrsta til að forð- ast verstu árekstrana í uppbygg- ingu bæjarins á komandi árum. Ennfremur gatnagerðina. Göt- urnar eru bænum til vansæmdar og verður að stíga stærri spor til endurbóta, en fært þótti af fjár- hagsástæðum að þessu sinni við gerð síðustu fjárhagsáætlunar. Togaradráttarbrautin? Hún er eitt af stórmálum þessa bæjarfélags, og Guðmundur bæt- (Framhald á 7. síðu.) Regnbogavistin annað kvöld Framsóknarfgélögin hafa spila- kvöld að Hótel KEA á morgun kl. 8.30 e. h. Þar verður spiluð hin nýja vist, regnbogavistin. — Hcnni stjórnar frú Helga Jóns- dóttir, en Jón Kric-tinsson dans- inum á eftir. Stutt ávarp verður flutt af Sig. Ola Brynjólfssyni. Allir eru velkmonir. En mönn- um er bent á að tryggja sér að- göngumiða í tíma. Þeir eru seldir á skrifstofu flokksins (Hótel Goðafoss, sími 1443) í dag og við innganginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.