Dagur - 18.01.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 18.01.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 18. janúar 1958 íslenzk bygging, br autr j'ð jen dastarf Guðjóns Samúelssonar. Texti og ritstjórn: Jónas Jónsson og Benedikt Gröndal. Bókaútgáfan Norðri. Þessi bók er ein sú glæsileg- asta, sem út hefur vex-ið gefin hér á landi. Hún er fyi’sta bókin, sem út hefur komið um íslenzka fcyggingai-list. í lienni eru 200 myndir og teikningar og pappír- inn er vandaður myndapappír og bandið smekklegt. í formála segir Jónas Jónsson meðal annars: „Guðjón Samúelsson húsa- meistai’i lézt 25. apríl 1950. Skömmu áður en hann andaðist liafði hann í ei’fðaskrá sinni fal- ið mér að standa fyrir útgáfu bókar með myndum af vei’kum hans og teikningum, þegar til þess þætti tími kominn.“ Ritstjórar þessarar bókar og útgefandinn hafa sannarlega tek- ið á spai’ihöndunum við bókar- gei’ðina. Jónas Jónsson skrifar alllanga og bráðsnjalla ritgerð um Guðjón Samúelsson, þar sem hann rekur í stórum dróttum ævisögu hans. En Guðjón skap- aði fyrsta kapítulann í íslenzkri byggingasögu á steinsteypuöld- inni og hafði ó þann hátt vai-an- leg áhrif á mikilsvei'ðan þált menningarsögu þjóðarinnar. Næst er kaflinn: Myndir og teikningar húsameistarans, Straumar í húsagei-ðai-list, Þætt- ir úr byggingasögu og Húsaskrá. Sýnt er með skýringarmynd- um, hvernig Guðjón Samúelsson skapaði stuðlabergsstílinn á hinn áhi’ifaríkasta og fegursta hátt í mörgum hinum tilkomumestu byggingum sínum og hvernig hann aðhylltist smám saman á ýmsan hátt hið sérstæða landslag og jai'ðmyndanir á fögrum og tignarlegum stöðum, sem fyrir- myndir í húsagerð. Hin fagurgerða og stórfróðlega bók, fslenzk bygging, er kjör- gripur. - E. D. GEÍSLABROT Blaðinu hefur borizt ljóðabók eftir Signýju Iljálmarsdóttur, húsírej’ju að Bergi í Aðaldal, en hún cr nýlega látin. í bókinni, sem lieitir Geislabrot, cru rúm- lega finuntíu ljóð og lausavísur. Frú Signý var gift Baldri Guð- Sjíitiu og þriggja ára gömlum Svía var urn daginn stefnt fyrir rétt í Alaborg i Danmörku, ]xar scm liann á nú heima, og var hann á- kærður fyrir að vera kvæntur þrcm konura samtímis. Karl þessi gifti sig danskri konu í júní síðastliðnum, en átti þá fyrir aðra konu í Svíþjóð og þá þriðju í Bandaríkjunum, —X-- Stórfyrirtækið Burmeister &Wain x Kaupmannahöfn ætlar á þessu ári að stækka skipasmíðastöð sína mjög mikið. Verður Refshalaeyjan stækk- uð mikið með uppfýllingu og reist- ar þar stórar smiðjur óg skipakví, ]iar sem hægt verður að býggja olíu- skip allt að 70 þús. rúmlestum. Fyrsta skipið, sem ]iar verður byggt, 4 5 þús. rúmlesta olíuskip, verður smíðað fyrir helgiskt útgerðarfélag. 3 ý. A Reynir að breiða yfir opinbera skýrslu rannsóknarnefndarinnar nrundssyni frá Sandi, og reistu þau nýbýlið Berg í Sandslandi. Frú Signý var skáldmælt vel, enda bera ljóðin því öruggt vitni. Viðfangsefnin eru margvísleg, oft ast fölskvalaus aðdáun á fegurð náttúrunnar, heit samúð með samferðafólkinu og hugleiðingar um lífið. Frú Sigríður Pétursdóttir í Nesi ritar formála að bókinni, gerir þai’ nokkra grein fyrir ætt, uppvexti og ævikjörum Signýjar ljóðaþrá hénnar og skáldhug. — Hún segh’ m. a. í formálanum: „Þó að Ijóðagerðin stæði Sig- nýju nærri, var heimilið og hag- ur þess ætið í fyrirrúmi. Enginn kann tveim herrum að þjóna. Listsköpun ú hvaða sviði sem er, krefst rnikils tíma og æfingar. — Hin unga einyrkjakona getur ekki lej’ft sér að eyöa tíma til skáldskapar, cn hún yrkir við störf sín, hripar ljóðið á miða og felur hann. Ef til vill kynni ein- hvern tíma að gefast tóm til þess að fága það og laga, en það tóm gafst aldrei.“ Góður árangur náðist á fundi þeim, sem UNESCO — Mennt- unar-, vísinda- og menningar- stofnun Sameinuðu þjóðanna — gekkst fyi'ir í Genf í desember- mánuði til þess að ræða hömlur á innflutningi menningarverð- mæta og hvað hægt sé að gera til þess að tryggja frjálsan innflutn- ing á bókmenntum, kennslutækj- um, safnmunum o. s. frv. Fundarmönnum kom saman um að alþjóðasamþykkt UNESCO um þessi efni væri hin þarfasta og að vinna bæri að því, að fá fleiri þjóðir til þess að gerast að- ilar að henni. Það kom fram á Genfarfundinum, að um 20 þjóð- ir hafa til athugunar að gerast aðilar að samjxykktinni á næst- unni. UNESCO hefur fi’á upphafi gengist fyrir að auðvelda inn- flutning á menningai’verðmæt- um. Hugmyndin, sem á bak við liggur, er að því betur, sem þjóð- irnar kynnist menningu hver annarrar, því meiri líkur séu fyrir að vinátta takizt með þeim. Fyrir nokkrum árum gekkst UNESCO fyrir því, að samin var alþjóðasamþykkt um innflutning menningarverðmæta. Er þar svo fyrir mælt, að innflutningur skuli vera frjáls á bókum, tímaritum, skólatækjum, safnmunum o. s. frv. Alls hafa 26 þjóðir gerzt að- ilar að þessari aljxjóðasamþykkt og nú er von á að minnsta kosti 20 bætist í hópinn, eins og að framan greinir. Lcit að gamalli böfn Á næsta vori munu ísraelskir og bandarískir kafarar og forn- fræðingar taka að leita að og rannsaka hina gömlu höfn borg- arinnar Sesareu. Undirbúnings- rannsóknir hafa leitt í ljós, að hin gamla höfn hefur vei’ið miklu stæri’i en sú, sem nú er. Það var frá Sesareu, sem Páll postuli var fluttur hlekkjaður til Rómar. Josephus Flavius getur borgarinnar í frásögn sinni af uppreistum Gyðinga gegn Róm- vei’jum, og nefnir hann musteri og þrjú hringleikhús, sem reist hafi verið á hafnargarðinum, sem gérður hafi verið af stórum, ten- ingslöguðum steinum. í mörg undanfarin ár hafa fiskimcnn á veiðum fram af Ses- areuborg fengið í net sín krukk- ur, vasa, lampa og aðra hluti, er taldir hafa verið frá því um 1500 f. Kr., og við undirbúningsrann- sóknirnar hafa fundizt steinar, svipaðir þeim, sem Flavius segir frá, og auk þess rómversk stein- kista. Binda fornfræðingar mikl- ar vonir við rannsóknir þessar. (UNESCO). flutningsyfirvöld til þess að leyfa tollfrjálsan innflutning á safn- gripum og að mæla svo fyrir, að tollskoðun fari fi’am á innfluttum safngripum í safnhúsinu, þar sem gripurinn á að vera. Taldi fund- urinn að slík ákvæði myndu draga mjög úr hættu, sem er á að verðmætir safngripir skemmist er þeir eru tollskoðaðir í toll- skemmum, oft við illar aðstæður. Önnur fundarsamþykkt fjallaoi um innflutning bóka. Eins og er leyfist að flytja inn ákveðnar bækur, ef þær eru taldar hafa menningai’legt gildi, til þeii’ra landa, sem eru aðilar að alþjóða- samþykkt UNESCO. Það hefur hins vegar komið í ijós, að það lítur hver sínum augum á silfrið, hvað snei'tir menningarlegt gildi. Fundurinn skoraði því á yfir- völdin í öllum löndum, að leyfa frjálsan innflutning á öllum bókum, hverju nafni sem nefnast og án tillits til efnis. Samkvæmt alþjóðasamþykkt UNESCO um þessi mál, gangast aðilar inn á að veita ei’lendan gjaldeyri til kaupa á bókum og menningarverðmætum. — Loks lagði fundurinn til, að kvik- myndatæki, og önnur tæki, sem notuð eru til þess að taka menn- ingarkvikmyndii’, verði undan- skilin fjártryggingum fyrir tolli, þegar urn er að ræða stutta dvöl í viðkomandi landi. Hneykslið í málefnum Útgerð- arfélags Akureyringa h.f. er hnefahögg í andlit allra þeirra manna, sem hafa treyst fi’am- kvæmdastjói’n þess og borið blak af' henni. Síðan upplýst var af rannsóknarnefndinni, að meira en 6 milljóna króna vii’ði vantaði í fiskbirgSir félagsins, er málið búið að taka nýja stefnu. Fjögurra millj. króna upphæð- in, sem áætlað er að leggja á borgarana í útsvörum þessa árs, vegna Ú. A., er ekki lengur hinn mikli skelfir, heldur hinar óhugn anlegu staðreyndir í birgðarýrn- uninni, sem að framan getur. Útgerðarfélagið er sannað að sök að því að hafa gefið almenn- ingi, þar með töldum hluthöfum, svo og lánardrottnum sínum, rangar upplýsingar um hag fé- lagsins, og nemur skekkjan 6.4 milljónum. Um þetta atriði verð- ur tæpast deilt. Sé þetta gei’t í blekkingarskyni er um rnjög alvarlegt broí að ræða. En hvernig bregzt nú Sjálf- stæðisflokkurinn á Akureyri við þessum nýju viðhorfum? Honum tilheyrir starfslið Ú. A. að mestu, þar með talinn framkvæmda- stjórinn, Guðmundur Guðmunds son, og fulltrúi hans og hægri hönd, Sigurður Jónasson, og þar fyrir neðan röð af dyggum hjúum íhaldsins. Hans er líka stjórnar- formaðurinn, Helgi Pálsson, og löngum annar flokksbróðir hans í viðbót í stjórn Ú. A. — Það er tæpast hægt að segja, að ekki sé einhverra hagsmuna að gæta fyrir flokkinn, þegar svo mikil tíðindi gerast í bænum. Það kom líka á daginn, að birting skýi-slu rannsóknarnefndarinnar kom óþægilega við Sjálfstæðismenn, og' er ekki að furða. Á þeim sannast, að sök bítur sekan, og ber síðasti íslendingur því nokk- urt vitni, að mikið þyki Sjálf- stæðismönnum við liggja að túlka nú rétt frarhkomna hneisu Ú. A. íslendingur gerir tilraun til að breiða yfir lxinar vafasömu gerðir framkvæmdastjórnarinn- ar. Hann segir m. a.: „Fiskbirgðir félagsins hafa ár- Jega verið reiknaðar út samkv. innvigtunarskýrslum löggilts vigt armanns og umreiknaðar samkv. reglum lánastofnana, og mun sá háttur hvarvetna á hafður, þar sem fiskbirgðir eru meiri en svo, að tiltækilegt sé að vigta þær upp um hver áramót. Birgðir voru óvenjulega litlar um nýliðin áramót, og reyndust j þær þá mun minni, en þær hefðu átt að vera samkv. áður gerðri áætlun." (!) Sjaldan hefur íslendingi tekizt öllu aumlegar að verja málstað sinna manna. Enda ekki hægt um vik. Það atriði, að fiskbirgðir séu reiknaðar eftir vigtarskýrsl- um og eftir reglum lánastofnana, leysir hlutafélag ekki undan þeiri’i skyldu að fæi’a raunveru- legar birgðir, bæði hvað magn og verðmæti snertir, í ársreikninga sína. Brot gegn þessu geta varð- að við landslög. Þá ber aS veita því athygli, senx íslendingur segir um birgðataln- inguna sjálfa, ao birgðir hafi nú um síðustu áramót verið svo litl- ar, að hægt hafi verið að kanna þær, en að á.ður hafi ekki verið tiltækilegt að vigta þær (!) ís- lendingur gerir sér það sjáanlega ekki ijóst, að fiskur er mældur upp í gej’mslunum, en ekki rifinn upp og vigtaður. Gildir það bæði um skreið og saltfisk, og síðan umreiknáður í kg. eða smálestir. Veit ekki íslendingur að þetta er skylt að gera við ársuppgjör,. hvort sem fiskurinn er mikill eða lítill? Það, að ekki hafi verið unnt að láta birgðatalningu fara fram vegna þrengsla, ex* hrein fjarstæða og hlægileg firra. Hins ber svo að geta, að frá- leitt er að einblína á dökku hlið- arnar í rekstri Ú. A., því að mai’gt er vel um það. Væri það jafn fráleitt og að bi’eiða yfir 'mistökin, ejns og íhaldið gerir tilraun tiL Einnig skal það skýrt fram tekið, að mai’gumtöluð birgðarýrnun getur verið eðlileg, en þá átti hún að koma fram á reikningum félagsins. Tollskoðun í safnhúsum. Safnaverðir víða um lönd munu fagna samþykkt, sem gerð var á fundi UNESCO í Genf. — Hún er á þá leið, að hvetja beri ríkisstjórnir, tolla'- og önnur inn- B-LÍSTINN er listi Framsóknarflokksins KOSNINGASKRIFSTOFA FRAMSÓKNARMANNA cr í Hafnarstræti 95 (Hótel Goða- foss), opin kl. 10—10. SÍMI 1443. MUNIÐ, að utankjörfundaratkvæðagreiðsln er hafin. — Kosið er Jijá sýslumönnum, bæjarfógetum (borgarfógeta í Rvík), og breppstjómm. B-listinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.