Dagur - 18.01.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 18.01.1958, Blaðsíða 8
8 Laugardaginn 18. janúar 195® Baguk Tillögur bæjarverkfræðings um mal- bikun og vélakaup „Þrestir“ á Árskógsströnd, sem í 15 ár hafa auðgað félagslíf sveitar- innar. Frá vinstri: Kári Kárason við hljóðfærið, Jóhannes Reykja- lín, Kristján Þorvaldsson, Angantýr Jóhannsson og Sigurður Traustason. — (Ljósmynd: P. Gunnarsson.) Álmennur bæjarmálafundur Framsóknarmanna að Hótel KEA Með tilvísun til greinargerðar um götur og vegi, um nauðsyn þess að borið sé ofan í flestar malargötur í bænum á næstu ár- um, og þar bent á, að góðar mal- argötur, er hægt væri að gera um allan bæ, fyrir margfalt minna fé en malbikaðar götur og með margfalt dýrara viðhaldi, get eg ekki mælt með að malbikun gatna verði haldið áfram með líkum hætti og verið hefur. Legg eg því til, að á næsta ári verði engin ný gata malbikuð, heldur verði varið kr. 200 þús. til viðhalds eldri, malbikaðra gatna. Flýtt verði umræðum og ákvörðun um það, hvort fleiri bæjarfélög gætu ekki keypt í sameiningu hreyfilega malbik- unarstöð og útlagningarvél, sem rekin væri undir eftirliti sér- fræðings. Greinargerð um malbikun: Undanfarin ár hefur þó nokk- uð verið unnið að malbikun á götum og væri mjög æskilegt að halda þeirri stefnu áfram, ef fjárhagur bæjarins og aðstæður leyfðu. En því miður er langt frá að svo sé, og skulu hér nefndar nokkrar ástæður. V é 1 a r : Vélar malbikunarstöðvar cru mjög lélegar og svo afkastalitlar, að gera má ráð fyrir að hreint vinnutap vegna afkastaleysis þeirra sé 1/4 vinnutímans, en að malbikun vinna nú um 15 menn, auk tveggja bíla, þ. e. a. s. um 1100.00 kr. á dag. Vélarnar eru einnig það lélegar, að á engan hátt er hægt að hafa vald á gæð- um malbiksins, og eftirlit með gæðum malbiksins er ekkert og hefur aldrei verið. Lagning mal- biksins í göturrtar fer að öllu ieyti fram með mannafli, og þótt gera megi góðar götur á þann hátt, er sú aðferð alltof kostnað- arsöm á þeirri vélaöld, sem við nú lifum á. Góð þátttaka Skíðaráð Akureyi-ar hélt skíða- námskeið við Brekkugötu á Ak- ureyri dagana 6.—11. þ. m. Námskeiðið sóttu 1124 manns, fiest börn og unglingar. Kennsla var ókeypis og kennararnir unnu þarna áhugamannastörf í þágu íþróttarinnar. Kennarar voru: Magnús Guðmundsson, Birgir Sigurðsson, Bragi Hjartarson, Hermann Sigtryggsson, Halldór Olafsson, Hjálmar Stefánsson, Matthías Gestsson, Þórarinn Guðmundsson, Jens Sumarliða- son, Otto Tulinius og Gunnlaug- ur Sigurðsson. Færi og veður var eins og bezt varð á kosið. Annað námskeið er fyrirhugað síðar í vetur, þegar ástæður leyfa. E f'rt i : Efni það, sem notað er til mal- bikunar, er lítt rannsakað, bæði hvað snertir malarefni og malbik, hvort í sínu lagi og einnig hvað snertir blöndun þeirra. Árang- urinn af öllum þessum vanefnum hefur einnig komið mjög vel í ljós hér í bæ, og þarf ekki annað en aka um bæinn og fylgjast með lífi malbiksins. Nýjar, malbikað- ar götur eru það ósléttar, að poll- ar myndast á þeim, vegna þess að útlagningu er ábótavant. Þegar á öðru ári má víða sjá uppbrotna bletti í malbikið, vegna þess að blöndum er ábótavant, misgæði. Á þriðja ári þarf að gera við götuna allvíða, og helzt það við- hald óslitið úr því. Viðhald þetta er mjög kostnaðarsamt og endist oft illa, auk þess sem yfirborð götunnar verður mun ósléttara. Af framangreindu er því ljóst, að vegna vanefna á áhöldum, kunn- áttu og getu, er malbikun hér miklu dýrari og lélegri en nauð- syn krefur, ef rétt væri á haldið. Jafnvel þótt kröfur um gatnagerð séu nú orðnar allharðar, er þó langt bil á milli ópúkkaðrar götu með óhörpuðu efni, upp í 1. flokks steypta eða malbikaða götu. Tel eg að einu stigi gatna- gerðar hafi verið sleppt hér í bæ, en að óhugsuðu máli hafi verið hoppað yfir í gatnagerð, sem er bænum of kostnaðarsöm, bæði í framkvæmd, og þó sérstaklega í viðhaldi. Tel eg því tímabært að reyna nýja gerð gatna með hörp- uðu efni og rykbundnum salla til ofaníburðar, og styður nauðsynin á ofaníburði í allar götur bæjar- ins þessa tillögu. Því fer víðs fjarri, að með tillögu þessari sé Byggingafulltrúinn á Akureyri, Jón Geir Ágústsson, hefur látið blaðinu í té eftirfarandi upplýs.: Lokið var byggingu 29 íbúðar- húsa, 28 úr steinsteypu og steini og 1 úr timbri. í þessum húsum eru 39 íbúðir. Grunnflötur þess- ara húsa er 2977 ferm. og rúmmál þeirra 15545 rúmm. Hafin er bygging 78 íbúðar- húsa, þar af er 41 hús komið undir þak. íbúðafjöldi þessara húsa cr 107 íbúðir og rúmmál þeirra 43975 rúmm. Af ýmsum byggingum, sem lokið var við, má nefna barna- skólinn við Víðivelli, smurstöð Þórshamars h.f. og hús Kaffi- brennslu Akureyrar h.f. Hrað- frystihús Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f. var tekið í notkun. Af ýmsum húsum, sem gerð voru fokheld á árinu, má geta skíðaskála Ferðamálafélagsins og verið að gera minna úr nauðsyn þess að götur verði fullgerðar með steypu eða malbikun svo fljótt sem unnt er. Hér er einungis bent á úrlausn, sem er bænum fjárhagslega viðráðanleg og veitir í aðra hönd mjög viðun- andi götur með ódýru viðhaldi, úrlausn, sem nýtist fullkomlega yfir þann tíma, sem nauðsynleg- ur er til að hafa til athugunar á hvernig bezt væri að haga var- anlegri gatnagerð. Vélar til mal- bikunar eru mjög dýrar, líklega IV2—2 milljónir króna, þannig, að augljóst er að bærinn mun ekki geta keypt þær á næstu ár- um. Jafnvel þótt bærinn keypti eina vélasamstæðu, er augljóst, að vélarnar yrðu ekki notaðar hér nema fáa daga á ári vegna fjárskorts. Fram mun vera komin sú hugmynd, að fleiri bæjarfélög stæðu að kaupum og rekstri mal- bikunarstöðvar og tel eg hana mjög góða. Væri þá hægt að kaupa góðar vélar, sem flytja mætti á milli staða, og væri þá hægt að haga gatnagerð þannig, að fleiri götur yrðu undirbúnar undir malbikun eitt árið og þær síðan allar malbikaðar næsta ár. Nauðsynlegt er þó að malbikunin fari fram undir eftirliti sérfræð- ings til þess að sem beztur ár- angur náist. Tel eg mjög nauðsynlegt að flýtt verði umræðum og ákvörð- un tekin um, hvort fleiri bæjar- félög gætu ekki keypt í sam- eingu hreyfanlega malbikunar- stöð og útlagningarvél og rekið hana undir eftirliti sérfræðings. Hvað öflun fjár til vélakaupa viðvíkur mætti benda á þann möguleika að leitað verði eftir hagstæðu láni hjá einu olíufélag- anna og gera um leið samning um asfalt- og olíukaup við sama félag. tilraunafjóss, sem S. N. E. reisir að Lundi. Af öðrum byggingafram- kvæmdum má nefna að hafin var bygging skipasmíðastöðvar fyrir Skipasmíðastöð KEA, SÍS byggir ullargeymslu á Gleráreyrum, Kexverksmiðjan Lórelei reisir hús fyrir starfsemi sína og unnið er við byggingu flugstöðvar á Akureyrarflugvelli. Breytingar og viðbætur við eldri hús voru 21, m. a. voru steyptar 4 kennslustofur við Gagnfræðaskóla Akureyrar og KEA stækkaði frystihús sitt á Oddeyrartanga. Hafin var bygging 3ja bráða- bii-gðahúsa: afgreiðsluhúss í Skipagötu 13, eigandi Steindór Kr. Jónsson, Fatahreinsun Vig- fúsar og Áina við Hólabraut og netageymslu á Gleráreyrum fyrir Netagerðina Odda. Framsóknarmenn höfðu fund um bæjarmálin og kosningarnar að Hótel KEA sl. miðvikudag. — Var hann vel sóttur og hinn ánægjulegasti. Aðalræðumenn voru: Jakob Frímannsson, efsti maður á lista F ramsóknarmanna, Guðmundur Guðlaugsson, forseti bæjar- stjórnar, annar maður listans, og Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri, sem er í fjórða sæti, bar- áttusætinu. (Þriðji maður fram- boðslistans, Stefán Reykjalín, gat ekki mætt sökum veikinda.) Ásgeir Valdemarsson flutti er- indi um skipulagsmál o. fl. að- kallandi framkvæmdamál bæj- arins. Hið árlega Stórhríðarmót var haldið 12. þ. m. Keppendur voru með mesta móti og mun hið myndarlega skíðanámskeið, sem haldið var í Brekkugötu nú ný- lega, eiga mikinn þátt í auknum skíðaáhuga í bænum. Starfsmenn voru allmargir og meira að segja voru nokkrir áhorfendur á mót- inu, en því miður er það sjald- gæfur .viðburður hér, nema um íslandsmót sé að ræða. Ekki er úr vegi að minna bæjarbúa á það, að hressandi er að fara með skíðafólki í fjallið á sunnudags- morgna. Venjulega er farið frá Hótel KEA kl. 10 og komið til baka kl. 2 e. h. Úrslit í A-flokki: 1. Hjálmar Stefánsson KA 103,3 2. Bragi Hjartarson Þór 133,7 3. Halldór Ólafsson KA 153,0 Einn keppandi úr B-fl. var af vangá skráður í þennan flokk og náði hann góðum tíma. Annar keppandi var úr leik. Eins og tíminn sýnir bar Hjálmar höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Halldór er enn furðu góður. Hann hefur nú keppt í rúm 10 ár hefur starfað að mörgu fyrir Skíðaráðið og unnið skíðahreyf- ingunni í bænum mikið gagn. Úrslit í B-flokki: 1. Gunnl. Stefánsson MA 128,5 2. Jón Bjarnason Þór 151,1 Síðan yoru frjálsar umræður, og tóku margir til máls. Fundar- stjóri var Jóhann Frímann, skóla stjóri. Málflutningur ræðumanna mót- aðist eingöngu af málefnunum, sem fyrir liggja, en ekki af því að sverta andstæðingana eða búa þeim vélráð. Framsóknarmenn munu ein- huga fylkja sér um efstu menn framboðslista síns, sem eru skipuð hæfustu mönnum og hafa á því fullan hug að fá fjóra menn kosna í bæjarstjórnina að þessu sinni. Að því þarf að stefna til að tryggja þörfum bæjarmálum öt- ulan stuðning sem flestra dug- mikilla manna. 3. Sævar Hallgrímsson Þór 151,6 4. Reynir Pálmason KA 166,1 í þessum flokki luku 6 keppni. Gunnlaugur var sýnilega beztur, enda Siglfirðingur. Úrslit í C-flokki: 1. ívar Sigmundsson KA 84,8 2. Hörður Sverrisson KA 85,5 3. Sigurður Víglundsson KA 89,5 4. Sigþór Ingólfsson KA 165,0 Keppendur voru 9, en aðeins þessir 4 luku keppni, því að veð- ur var oröið hið versta er keppn- inni lauk. Sunnudaginn 19. þ. m. verður stökkkeppni Stórhríðarmótsins. Krossanes hefur tekið á mótti 22 þúsund málum Samkvæmt upplýsingum verk- smiðjustjórans í Krossanesi hafði verksmiðjan í fyrradag tekið alls á móti 22 þúsund málum smá- síldar, síðan veiðar hófust hér á innfirðinum í vetur. Sumarsíldin, er verksmiðjan. fékk, var hins vegar eins og áður hefur verið upplýst um 29 þús- und mál, þannig að verksmiðjan hefur á síðastliðnu ári og fyrstu dagana á þessu ári fengið alls rösk 50 þúsund mál síldar til vinnslu. Byggingaíramkvæmdér á Akureyri á árinu 1957 Stórhríðarmófið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.