Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U K Föstudaginn 24. janúar 1958 KOSNINGARA Á sunnud. er valdið lagt í liendur kjósenda og í þeirra höndum er val þeirra bæjarstjórnarfulltrúa, sem næstu fjögur árin verða forsjánnenn bæjar- og sveitafélaga um land allt. Þeir menn, sem liika við að nota kosningarétt sinn og vilja ekki blanda sér í bæjar- eða landsmál yfirleitt, sniðganga þegnlega skyldu í lýðræðislandi. Im í eru allir, sem kosninga- rétt hafa, hvattir til að kjósa á sunnudaginn. Ræða Gísla Konráðssonar í úvarpsumræðunum Framsóknarfi. verðskuldar íraus! í síðasta tölubalði var örlítið rætt um þann stjórnmálaflokk, sem hátt á annað ár hefur verið í stjórnarandstöðu og notað áhrifavald sitt til að torvelda eðlilegar framfarir og trufla allt athafna- og efnahagslíf lands- manna. Skal nú áfram haldið, þar sem frá var horfið, og ennfremur vikið að nærtækum atriðum. Fjaðraskreytti draugurinn Síðan nýsköpunarstjórnin sleppti dýrtíðarflóðinu af stað, undir forystu Ólafs Thors, sem þá var forsætisráðherra, hefur það haldið áfram með auknum þunga. Dýrtíðin er bölvun al- þjóðar, sögðu stjórnmálaflokk- arnir, svo voru gerðar stíflur hér og þar, en ekki leitað til upptak- anna. Reiknivélar sýndu vísi- töluhækkun mánaðarlega, út- flutningurinn krafðist aukinna styrkja og hin svokallaða upp- bótarleið varð æ umfangsmeiri. En þegar síðustu stjórnarskipti 'urðu, með tilstyrk hinna vinn- andi stétta, var kaupgjald og vöruverð fest til fjögurra mán- aða. íhaldið ætlaði að ærast. Það ’lék ekki hlutverk hins afbrýði- sama, heldur var það raunveru- lega afbrýðisamt. Skyldi þessari stjórn virkilega takast það, sem okkur tókst ekki? íhaldsleiðtogar :í Reykjavík dásömuðu verkfalls- réttinn hástöfum. En á fjölda- fundum út um byggðirnar sögðu þeir, að hart væri fyrir bændur að láta ríkisstjórnina skera tekj- •ur þeirra við nögl. Dýrtíðar- draugurinn var ekki lengur yerstur allra drauga. Ólafur Thors reytti sig fjöðrum og staklc þeim í holar augnatóttir ófreskj- unnar. Stóru orð Morgunblaðsins um ófyrirleitnar og landráða- kenndar - kaupkröfur voru gleymdar og grafnar. /r I fótspor óiánsmanna íhaldinu varð fljótlega ljóst, að það þurfti að finna önnur ráð til að koma hinni nýju ríkisstjórn frá völdum, en að hún fengi hvergi lán erlendis. Þetta glopp- aðist upp úr einum af ógætnari þingmönnum flokksins á hinu háa Alþingi. Þessum ólánsflokki, sem enginn taldi sig geta unnið með og var hafður utan garðs, varð það á að leita í sporum fyr- irrennara sinna á þessum slóðum eftir kennileitum. Kommúnist- arnir höfðu notað verkfallsrétt- inn. Við það kannaðist íhaldið lítils háttar, en það var bara fyr- ir neðan virðingu þess að feta í þau fótspor. En eftir vandlega yfirvegun og árangurslitla leit á þessum hnjótum utangarðsmanna ákváðu þeir að fara troðnar slóð- ir og tína það úr tjaldstæðum þeirra, sem þar höfðu áður verið, það helzta, sem þar hafði veriö fleygt. Þar með var teningunum kastað um framhaldsferðina milli áfangastaða. — Líklega hefur mörgum íhaldsmanni verið þungt niðri fyrir að taka upp sömu baráttuaðferðir í verkalýðsmál- um og þeir sjálfir höfðu skamm- að kommúnista fyrir í áratugi, en þeir gerðu það samt. Þeir reru hvarvetna undir og æstu til verk falla. Þeir létu jafnvel nokkra gæðinga sína í stétt atvinnurek- enda hækka laun starfsfólksins óumbeðið, til að benda á, að það væri svo sem hægt að borga hærra kaup. Hvarvetna þar, sem íhaldið var einhvers megnugt, var kauphækkana krafizt af mik- illi óbilgirni. Já, það varð að leita annarra ráða en þeirra að stjórn- in fengi hvergi lán. r Ulvarpsumræður á Ák. íhaldið reið ekki feitum hesti frá þeim leik. Jónas Rafnar var miður sín, enda rétt búinn að frétta um að bæjarstjóri væri þegar ráðinn. Hins vegar hafði hann um það mörg orð, að lækka bæri útsvörin á almenningi, að því er skiljast mátti, með tvennu móti. í fyrsta lagi með því að skattleggja fyrirtæki samvinnu- manna meira en gert er, og í öðru lagi með því að láta ríkið greiða hallann af togararekstrinum. .— Um fyrra atriðið er það að segja, að Jakob -Frímannsson sýndi fram á það með óyggjandi tölum, að væri farið eftir kröfum íhalds ins um að skattleggja verksmiðj- ur SÍS á Akureyri eins og þær væru hlutafélög, hefðu þær greitt um 8 þús. kr. minna til bæjarins en nú er. Sýnir þetta glögglega á hverjum forsendum málflutning- ur Sjálfstæðismanna er byggður í þessu efni. í öðru lagi er það vægast sagt óviðftldið af lög- fræðingi að látast ekki vita, að sérstök lög gilda um samvinnu- félög í skattlegu tilliti. Er því tómt mál að tala um „ívilnanir" og „skattafríðindi“ á vettvangi bæjarmálanna, því að bæjaryfir- völdin verða að fylgja landslög- um í þessu efni sem öðrum. Minna má ennfremur á það, að enginn stjórnmálaflokkur hefur talið sér fært að hrófla við sam- vinnulöggjöfinni eða einstakir þingmenn. í öðru lagi vildi Jónas láta rík- ið greiða reikninga Ú. A. Um það mál verður ekki rætt sérstaklega í þessari grein, en aðeins bent á, að það ætti ekki að vera neitt kappsmál fyrir íhaldið að vera með máleíin Ú. A. á vörunum svona rétt fyrir kosningarnar. Að síðustu benti ræðumaður á hin mörgu og fallegu stefnumál flokks síns. Þau hafa birzt og ómaksins vert að lesa þau yfir. Þar gefur að líta flest þau mál, sem allir flokkarnir eiga. Er það vissulega engin ofrausn að búa til myndarlega stefnuskrá úr þeim samanlögðum. Ræða Jónas- ar var öll í óánægjutón, en sæmi- lega flutt. Hclgi Pálsson ætti aldrei að reyna að flytja ræðu af blöðum, því að honum tekst betur upp að tala undirbúningslaust. cf ekki líka umhugsunarlaust. Hann hældi sér af stofnun ig stækkun Ú. A. (hefur líklega ekki lesið íslending). Um skýrslu rann- sóknarnefndarinnar var hann ekki orðmargur, en sagði hins vegar, að nú ætlaði vinstri meiii hlutinn í bæjarstjórninni að fara ránshendi um hlutabréf Ú. A. og skera félagið niður. Var þetta raunar góð fyndni, hvort sem ræðumaður hefur gert sér það Ijóst eða ekki. En ef alvara hefur fylgt máli. Munu Akureyr- ingar tæplega amast við því, að hluthafar reki Ú. A. á sinn kostnað og á sína ábyrgð og leysi bæinn þar af hólmi. Að siðustu sagði Helgi að kosningin snerist um óskabarnið Ú. A. Líklega er hann einn af fáum íhaldsmönn- um, sem þess óska, eins og allt er í pottinn búið með það fyrirtæki. Gísli Jónsson og Jón Sólnes eru ólíkir ræðumenn. Gísli talaði áheyrilega og vandaði mál sitt. En engu var líkara en að Jón hefði komizt í berserkjasveppi og etið heldur 'mikið, áður en hann steig í stólinn. Hann tilkynti með yfirlæti að Jóas Rafnar hefði gef- ið kost á sér til bæjarstjórakjörs. Mátti það ekki seinna vera, þar sem þegar er búið að ráða nýjan bæjarstjóra. —o— Annars fóru þessar umræður mjög sómasamlega fram og voru málefnalegar. Frá Hósavík Húsavík 23. jan. Heilsufarið er yfirleitt gott hér um slóði rog Asíuinflúenzan kom hér aldi'ei. Tíðin hefur hins veg- ar veri ðerfið að undanförnu og samönguerfiðleikar. Þó kom mjólkurbíll frá Mývatnssveit í morgun. Hvergi er þó fært öðrum bifreiðum en trukkum. Afli er lítill, það sem af er janúarmánuði og enginn síðastliðna viku. — Norðlendnigur landaði hér 160 tonnum af fiski og er nýlega lok- ið við að afgreiða hann. Kirkju- kórinn æfir af kappi og mun Ingilbjörg Steingrímsdóttir koma með næstu ferð til aðstoðar við æfinai'. Leikfélagið sýndi sjón- leikinn Allt fyrir Maríu fyrir jólin við góða aðsókn. Góðir Akmeyringar! Bæjarstjórnarkösniiígar standa fvrir dyrum. í þessum umræðum, sem til þess eru ætlaðar að skýra fyrir kjósendum á Akureyri við- horf stjórnmálaflokkanna til bæj- armála, hafa Framsóknarmenn nú þegar gert gliigga grein fyrir af- stöðu flokks síns til þeirra mála, scm efst eru á baugi um þessar mundir. Þeir gefa hér engin glæst kosn- ingaloforð né telja upp mergð framkvæmda og stórvirkja, sem þeir ætli að vinna. Gísli Konráðsson. En þeir lofa því hins vegar, að veita stuðning sinn hverju því máli, sem þeir telja, að til framfara og heilla borgaranna leiði, svo fram- arlega scm bæjarfélagið sé þess megnugt. Við þurfum malbikun gatna, við þurfum nýja skóla, það þarf að fegra bæinn, það jtarf að byggja safnahús, Matthíasarhús Jrarf að komast upp, þörf er á elliheimili, verkamannaskýli Jrarf að bvggja, hitavcita er æskileg, og ekki sízl Jrarf unga fólkið í bænum að fá skilyrði til Jress að iðka hollar skemmtanir. Samkomusalur er hér varla finnanlegur nema matsalur- inn á Hótel KEA, og unga fólkið hópast út um svcitir til dansskemmt ana, sem oft á tíðum eru slíkar, að vansæmd er að. Öll þessi atriði Jjyrftu að komast í framkvæmd og munu vonandi gera það með tíð og tíma. Á þau munu Framsóknarmenn heldur ekki verða dragbitir, Jxegar Jxau verður hægt að lcysa. Ljóst er Jjað, að fjárhagsörðug- leikar hljóta að verða hinni nýjú bæjarstjórn fjötur um fót. og stórra og ljárfrekra framkvæmda er vart að vænta á Jjcssu stigi málsins. Traustur fjárhagur liæjarfélags- ins er jiað bjarg, cr framfarir hans verða að byggjast á. Ef þess grund- vallaratriðis cr gætt, og djarfur framfarahugur cr ríkjándi hjá Jieim mönnum, sem í bæjarstjórn veljast, ]>á cr vel. Nú er kjósendurh ætlað að vega ]>að og meta, af hvaða stjórnmála- flokki ]>cir eigi að velja fulltrúa í hina nýju bæjarstjórn. Verður ]>á að sjálfsögðu fyrst fyrir, að gera sér grein fyrir því, hver bezt hefur gcrt fyrir þennan bæ og af hverj- um sé helzt að vænta góðrar forsjár. Hlutlaus athugun á þessu hlýtur að leiða ótvírætt í ljós, að Fram- söknarflokkurinn verðskuldar slíkt- traust öllum öðrum flokkum frcm- ur. Flokksmenn hans hafa um ára- tugi haltlið uppi og stjórnað hér á Akureyri þróttmiklum atvinnufrain kvæmdum undir mcrki samvinn- unnustcfnunnar, og hafa athafnir samvinnumanna öllu öðru fremur sctt svip á bæinn og bætt atvinnu og afkomuskilyrði borgaranna. Eng inn annar stjórnmálaflokkur getur bent á ncitt það, sem þar kemst í hálfkvisti við. Nú veit ég að margur segir: Samvinnumenn eru af öllum stjórn málallokkum. Því cr til að svara, að í sam- vinnufélögunum eru að visu menn með ýmsar stjórnmálaskoðanir, en stjórn samvinnufélagsskaparins er nær cngöngu í höndum Framsókn- armanna, og flokkur þeirra er sú eini stjé>rnmálaflokkur, scm af full- um heilindum stendur vörð um- samvinnustefnuna. Hve vcl stjórn á hagsmunamál- um almennings í samvinnufélögun- um fer Framsóknarmönnum lír hendi er trygging fyrir því, að þeim sömu mönnum cr öðrtim frcmur treystandi til að fara með stjóm bæjarmála þannig, að hún léiði til heilla og hagsældar fjöldans. Þcir eru fylgjendur þess flokks, sem er nátcngdur tvcimur stórfelldustu fé- lagslcgu lireyfingum, er fram hafa komið á íslandi, samvinnuhreyfing unni og ungmennafélagshreyfing- unni, og má mcð fullum sanní segja, að liann sé íslenzkastur allra stjé>rnmálaflokka. Við þcssar kosningar, sem og all- ar aðrir liæjarstjórnarkosningar og jafnvel alþingiskosningar á undan- fiimum árum, hefur cinn stjórn- málaflokkur á Akureyri, Sjálfstæðis flokkurinn, þyrlað uþp moldvðri blekkinga um samvinnufélögin í þcim tilgangi að gera Ivaupfélag Eyfirðinga ’og forystumenn þess tortryggilega í augum kjósenda og draga mcð því éir fylgi Framsókn- arflokksins. SHkar aðfarir eru varla til annars en vansæmdar og skaða sjálfum upphafsmönnum sínum. Ollum þorra manna er Ijiís til- gangurinn og lætur því ekki blekkj ast. Miinnum er einnig hugstætt, hverja þýðingu það liafði fvrir al- menning, þcgar samvinnufélögin hrundu veldi selstiiðuverzlana á ís- landi, og þcss vcgna ljá þeir ekki éyra ]>cim selstöðuröddum, scm nú vilja ské.inn niður af frjálsum verzl- unarsamtökum fólksins sjálfs. Afsakanlegt er, að einstakir aðil- ar, sem ciga í harðri samkeppni \ið samvinnufélögin gcri tilraunir til að hnckkja starfsemi þcirra, slíkt. má scgja að sé mannlegt. En al- menningi cr ljóst, að á því er regin- munur, hvort verzlunarrekstur mið- ar að ]>ví að auðga einstakling ú kostnað fjöldans, e'ða hvort hanrt miðar að því að efla heill og hags- (Framhald á 7. síðu.) B-LISTINN er Jisti Framsóknarflokksins KOSNINGASKRIFSTOFA FRAMSÓIvNARMANNA er í Hafnarstræti 95 (Hótel Goða- ioss), opin kl. 10—-10. SÍMI 1443. MUNIÐ, að utankjörfundaratkvæðagreiðsln er hafin. — Kosið er hjá sýslumönnum, bæjarfógetum (borgarfógeta í Rvík), og hreppstjórum. IJ-listinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.