Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Föstudaginn 24. janúar 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVlÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júli Prentverk Odds Björnssonar h.f-. Hvers vegna vinstra samstarf á Akureyri? Á AKUREYRI hefur málum verið þánriig háttað um langa tíð, að enginn einn stjórnmálaflokkur hefur haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Hins vegar hefur bæjarstjórinn jafnan verið úr hópi Sjálf- stæðismanna. Tveir eða fleiri flokkar hafa ekki held- ur gert málefnasamninga um að taka völdin í sínar hendur. Um einstök mál hefur auðvitað verið samið sitt á hvað milli flokka. Hinar pólitísku línur liafa því ekki verið hreinar í málefnum bæjarins og sam- komulag tiltölulega gott innan bæjarstjórnarinnar, að því er bezt er vitað. Yfirleitt mun fólk ekki hafa saknað æsifregna af bæjarstjórnarfundum eða ósvíf- inna flokkadrátta um bæjarmálin, en þó er því ekki að neita, að nokkur öldurgangur er nauðsynlegur á þeim tímabilum sögunnar, sem framþróunin ér ör- ust í landinu, annars er liætt við of mikilli kyrrstöðu, þar sem lognið er ríkjandi. Því er þó ekki að leyna, að margt er vel gert á Akureyri, og fjárhagur bæjar- félagsins hefur verið sæmilega góður. Við kosningar þær til bæjarstjórnar, sem frani eiga að fara á sunnudaginn, er viðhoríið á margan hátt breytt frá fyrri bæjarstjórnarkosningum. Allir stjórn- málaflokkarnir bjóða að vísu fram nema Þjóðvarn- arflokkurinn, en vinstri flokkarnir liafa þó tekið höndurn saman um framkvæmd stærstu mála bæjar- félagsins. Samkvæmt því samkomulagi birtu þcir sameiginlega stefnuyfirlýsingu, og vakti liún að von- um mikla athygli, ekki einasta liér í bænum, heldur og um land allt. Hclzta orsök þessara nýju viðhorfa er sú, að á undanförnum árum liefur oíríkis Sjálfstæðisflokksins gætt æ meir með ári hverju sem líður. Skefjalaus áróður hans og misnotkun aðstoðu hans hvarvetna þar, sem hánn má því við koma, licliir þokað öllum íhaldsandstæðingum saman. Sem dæmi um þessa misnotkun í pólitísku skyni eru mannaráðningarnar við Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Þar liefur mynd- azt eitt hið ógeðslegasta íhaldshreiður og manna- ráðningarnar farið nær því eirivörðungu eftir póli- tískum lit. Þar hefur íhaldið eingöngu ráðið, undir framkvæmdastjórn hinna ötulu íhaldsmanna. Hin mikla óreiða hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, sem haldið var leyndri fyrir félagsstjórn, almenningi og lánardrottnum félagsins, verður livergi annars staðar skrifuð en á reikning íhaldsmanna, og hefur hún valdið megnri óánægju allra skattþegna bæjar- félagsins. íhaldið liefur haldið uppi linnulausum árásum á allt efnahags- og atvinnulíf landsmanna í hefndarskyni við samtök vinsti manna um stjórn landsins og einskis svifizt, og er því eðlilegt, að all- ur almenningur finni sig knúinn til meiri samstöðu en áður. Vinstri flokkarnir í bænum munu nú taka að sér að gera tilraun til þess að koma togararekstrinum á rekspöl á nýjan leik. Útgerðarfélag Akureyringa er strandað, en ]>að verður að komast á flot aftur. Upplýsingar rannsóknarnefndarinnar leiddu í ljós að efnahagur félagsins er á 7. milljón krónum lakari en reikningarnir sýndu, og var þó áður talinn í lág- marki eða undir því, og alger stöðvun hvað eftir annað yfirvofandi. Enn þá er að sjálfsögðu ckki rannsakað til neinnar hlítar, hvort bærinn getur tekið að sér rekstur togaranna, þó að í ráði sé að það verði reynt. Og ef sú leið cr ekki fær, þá verður félagið óhjákvæmilega gert upp sem gjaldþrota fyrir- tæki. — Það hefur vakið eftirtekt í umræðunum um þetta mál, að Sjálfstæðismenn vilja ekki viður- kenna, hvernig komið er og hrópa hástöfum, að vinstri menn ætli sér að fara ránshendi um lilutabréfin í Útgerðarfélaginu. Fullyrða má, að hver cinasti maður á Akureyri mundi fagna því allshugar glaður, ef hlutafélagið Útgerðarfélag Akur- eyringa liefði ekki þurft eða þvrfti að leita á náðir bæjarfélagsins um aðstoð og gæti haldið áfram út- gerðinni, án aðstoðar bæjarins. — Þessu er því miður ekki til að dreifa, og þær leiðir einar fyrir hendi, að bærinn taki að sér rekst- urinn að f/llu eða að fyrirtækið verði sett undir uppboðshamarinn. Með samkomulagi vinstri flokk- anna íá hin nauðsynlegustu og stærstu mál bæjarins öruggt meiri- hlutafylgi, og það er fagnaðarefni. Rödd að sunnan. „Kæri „Dagur“! Það er víst mál til komið að senda þér línu, annars er fátt að frétta héðan, nema það sem þú veizt. Þú hefur hingað til fylgzt með öllum markverðum fréttum og fært þínum mörgu lesendum margvíslegan fróðleik á öllum árstíðum. Nú er komið árið 1958. Hvílík- ur hraði á tímanum, og undarlegt til þess að hugsa, að þeir sem nú eru á bezta skeiði, verða bráðlega öldungar og ný kynslóð tekur við. Áður en mann varir er ævin öll. Dauðinn gerir ekki ávallt boð á undan sér. Því vil eg minna bæði mig og aðra á þessu ný- byrjaða á, að vera viðbúna, en hvenær er maðurinn viðbúinn? Þarna stritar hann og stritar og eltist við ekki neitt, mest allt sitt líf, og hvað svo? Jú, stundum hafa þeir, sem eftir lifa, gott af því. Nei, það er lítið vit í öllu þessu. Eitt veit eg þó með vissu, og af reynslu, að það er gott og nauðsynlegt að eiga sterka, óbif- anlega trú á Drottinn. Það er hið eina örugga í lífi og dauða. Hvernig lízt þér á þessi gervi- tungl, sem eru farin að flækjast um himingeiminn, rétt eins og það þurfi að bæta upp sköpunar- verkið, eða það sé verið að gera tilraun til þess? Það hlaut að vera, að það endaði með því, að þau bráðnuðp upp til agna. Eg trúi því ekki að þeir komist nikkurn tíma til tunglsins. Þú hefur auðvitað heyrt, að menn eru farnir að kaupa landskika á marz, en af hverjum þeir kaupa veit eg ekki. Það er ekki öll vit- leysan eins. En eg held að það sé nú bezt að fara að snúa sér að veðurfarinu. Það hafa gengið öll ósköpin á hér syðra undanfarið. Rok, rok, rok, nótt og dag, með frosti og dimmum éljum. „Mamma, það er rok,“ sagði lítill snáði, sem er ný- orðinn fjögurra ára, einn daginn. Hann heyrði ólætin úit fyrir, þar sem hann stóð við gluggann með putann í munninum. Já, það hafa sannarlega verið rokur. Eg hef líka staðið við gluggann og horft á hamfarirnar, það er að segja þegar eg hef séð út um hann fyr- ir hélu og salti frá sænum. Eg hef áður sagt þér, að í suðvestan stórviðrum hellist saltfokið yfir bæjarhlutann, sem eg bý í, og í fyrra bar það við, að þarahaugar lágu inn á lóðinni minni, og þó er spotti til sjávar, en ekki hefur þó komið flóð, eins og hjá ykkur á Akureyri í vetur. Það hefur ekki verið við lambi ðað leika sér, „en einu sinni verður allt fyrst“, og allt getur hent. Já, og jafnvel að hægt verði að komast til tungls- ins. Hver veit? Hvers vegna skyldi eg gerast svo djörf að fyr- irloka það? Jæja, góði Þá er nú komið nærri kosningum hér í borginni eins og víðar í bæjum þessa lands. Menn og konur ræða sín á milli um þau tíðindi, sumir eru víst búnir að fá hita. Hér á dög- unum stóð eg niður í bæ og beið eftir strætisvagni, þar stóð líka feitlagin, öldruð kina, hún virt- ist ekki hugsa um neitt annað en fyrirhugaðar kosningar, allt hennar tal beindist að þeim. J afnvel strætisvagninn eignaði hún þeim flokki, er hún þóttist fylgja. Eg held að hún hafi verið heldur grunnhyggin í sinni „agitation" og spillt fyrir, heldur en hitt. „Það er tími til að þegja, og tími til að tala,“ sagði spek- ingurinn. Og víst er það sann- leikur. Leitt er það, að menn skuli þurfa að bítast og berjast í þessari stjórnmálabaráttu. Það er eitthvað rotið og óheilt í undir- stöðu þessara mála. Hvers vegna geta menn ekki rétt hver öðrum hjálparhönd með bróðurhug og velvilja og reynt að greiða úr þjóðfélagsflækjunum, án þess að vera að kenna fáeiunm mönnum um öll vandræðin, mönnum sem eru svo óheppnir að hafa látið til leiðast að taka á sig báyrgðina um skeið. Skyldu þessir menn ekki allir vilja gera sitt bezta. Vissulega, en það eru utanað- komandi öfl, sem ráða í mörgum tilfcllum. Það eru undarleg álög í þessum stjórnmálaheimili, að þeir eru oftast lagðir í einelti, sem bera þyngstu baggana. Svei þessu fyrirkomulagi. Það er víst bezt að kveðja þig í þetta sinn, kæri „Dagur“. Rödd að sunnan.“ E. s. Mér datt skyndilega í hug að pólitíkin væri bezt komin innilokuð í geimfari. Hafið þið heyrt í grænlenzka útvarpinu? Landshöfðinginn í Grænlandi, P. H. Lundsteen, hélt ræðu í grænlenzka útvarpið síðastliðinn nýársdaag, og var það fyrsta reynslusending þessarar útvarps - stöðvar í Godtháb, en í Græn- landi hefur engin útvarpsstöð verið áður, eins og kunnugt er, og hafa Grænlendingar að sögn hlustað mikið á íslenzka útvarp- ið til þessa. Lét ílandshöfðinginn í ræðu sinni vel yfir þróun grænlenzkra mála á árinu 1957, fiskveiðaarnar hefðu gengið vel, en sjóslys orðið sorglega mörg. Byrjað væri á að reisa ýmsar fiskvinnslustöðvar, og vonandi liði ekki á löngu þar til Grænlendingar gætu með að- stoð Færeyinga og Dana tekið að keppa við aðrar þjóðir á djúp- miðum við Grænland. Þegar svo væri komið, og tekið væri að vinna enn fleiri efni en nú úr hinum auðugu jarðlögum lands- ins, þá myndu Grænlendingar áreiðanlega geta rekið hallalaus- an búskap. JÓHANNES ÓLI SÆMUNDSSON: Ólafs þáttur blinda (Framhald.) Kastað til kunningjanna. Trausti glæða kæti kann, knár er bæði og glaður. Ytra- ræður -Ási hann, er það gæða-maður. Mitt svo hljómar mærðarker, minn er dómur svona: Báruhljómabríkin hér, Björg er sómakona. Þú ert, Lauga, þægilig, þrátt mér auga gefur, en ellin spaugar ei við mig, ónýtt taugar hefur. Ágúst slær og áfram rær, ekru særist maginn. Korðastærir kaup í fær • krónur tvær um daginn. Sperrt fram gengur spjaldarún, sporið lengi hvetur. Alla drengi ærir hún, en engan fengið getur. Ég þess beið og óska þér, á lífs skeiði hvar sem fer, að greiðist leið um grund og ver og gæfa og heiður fylgi þér. Lá við tjóni, ef týndist blað, tók á flónið skaðinn, en fékk hjá Jóni fyrir það fagra krónu í staðinn. Gætin vertu og gáðu þín, grýtt er stundum vaðið. Fáðu jafnan, Fía mín, gegn freistingunum staðið. Brjóstsins gæðin blíðu þín blessuð farðu að sýna, leggðu í ofninn, Lauga mín, og láttu manni hlýna. Hringaniftan hýr á brá haginn stiftar fína, ama sviftir öllum frá, ei þó giftist Stína. Fúsi stöndugt sækir sjá, þótt söngli í böndum ráa. Flyðrulöndin fetar á fokkuböndin gráa. Vel til happa verður, þó vindur knappur góli, meður kappi sækir sjó Selaklappar-Óli. Er í gangi ógn lipur, ofur vangafallegur, freyrinn spanga, og fjölvitur fingralangi Hallgrímur. Gleður lýði, gáfnafjörg, grennir stríðan trega, oft og tíðum Ingibjörg, sem yrkir prýðilega. Liljan fríða, lifðu hér laus við stríðan baga. Alla blíða óska ég þér ævitíðardaga. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.