Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 24.01.1958, Blaðsíða 7
Föstudaginn 24. janúar 1958 D A G U R 7 GUÐMUNDUR B. ARNASON: Eitrun fyrir refi o. f 1. (Niðurlag.) Mín skoðun er að refunum verði ekki faekkað að mun, nema gripið verði til eitursins. Ef í hverri sveit landsins væru nokkrir ungir menn, gæddir eig- inleikum Theódórs Gunnlaugs- sonar og annarra afburða veiði- manna: með brennandi áhuga á refaveiðunum, skarpri og sívak- andi athugunargáfu og þjálfaðir, bæði í löngum göngum í þungri færð, og við að þreyta fang við harðviðri og hríðarbylji, þá væri nokkuð öðru máli að gegna. Mig grunar að þeir vinir mínir, Theódór Gunnlaugsson, Guðm. Einarsson og fleiri ágætir refaveiðimenn, flaski á því, að þeir haldi aðra sem sig, er þeir telja að hægt sé að eyða refum að miklum mun með skotvopnum einum, gæti þess ekki, að æsku- lýðurinn, sem nú er að alast upp í landinu, er ekkert líkur þeim æskulýð, sem ólst upp á hörðu árunum, sem yfir landið gengu, þegar við gömlu mennirnir vor- um' ungir, fyrir og eftir alda- mótin 1900. Þá voru ungl- ingarnir, strax og þeir urðu nokkurs megnugir, látnir leggja fram alla orku sína til hjálpar fullirðna fólkinu við hin daglegu störf, svo að það yrði ekki undir í ílfsbaráttunni og brauðstritinu. Því að þá iifði íslenzka þjóðin ekki á gjöfum eða lánshjálp góð- viljaðrar þjóðar. f stað þess að ungir menn voru þá hertir við fjárgeymslu — yfirstöður og beitarhúsagöngur — í harðviðr- um og hríðum eða við aðdrætti kornmatar og annarra nauðsynja heimilanna, er oft skorti á vetr- um og þeir urðu ýmist að bei'a á bakinu eða draga á skíðasleðum yfir erfiða fjallvegi, oft í óveðr- um og illri færð; stritast mikill liluti æskumanna landsins nú við — Fimm skautamemi frá Akureyri í Noregi (Framhald af 5. síðu.) sátu. En þar sem peningar voru af skornum skammti og þeir viru nú ekki fyrst og fremst að hugsa um félagana, keyptu þeir, eftir vandlega íhugun, 3 blóm, afar óásjáleg, enda ekki dýr. Ekki vissu þeir, hvað blómin hétu, en þau voru ekki ósvipuð súrum. En að nafni stúlkunnar komust þeir. Setti þrjú íslandsmet. Björn Baldursson, sem er nú- verandi íslandsmeistari í skauta- hlaupi, náði eftirfarandi árangri í Noregsf er ðinni: 500 m. 47,1 sek. (46,6 sek á æf- ingarmóti). 1500 m. 2,33,1 mín. 3000 m. 5,34,1 mín. (5,27,8 mín. á æfingarmóti). 5000 m. 9,40,1 mín. Svo sem skautamenn sjá af þessu hefur Björn sett 3 íslands- met og jafnað hið fjórða, og vár það vel af sér vikið. að sitja á skólabekkjum vetur eftir vetur og dreymir þar urn áframhaldandi setur á mjúkum hægindum í húsum inni eða bíl- um. Er nú svo komið, að mjög skortir á að ungt fólk fáist í landinu til að draga björg í bú úr greipum Ægis eða mold jarðar, þó að íbúatala .landsins hafi auk- izt um tugþúsundir frá því um aldamót. En það var draumur ungu mannanna fyrir og eftir aldamótin, að skara fram úr í þeim efnum.En enginnmunverða sigursæll í viðureign við refi, nema hann hafi áhuga og þol í ríkum mæli, auk þess að vera at- hugul og góð skytta. Það er ekki heiglum hent að eltast daglangt við sporlétta refi um fjöll og firn- indi þessa víðáttumikla lands, verða stundum að leggjast sveitt- ir við gren og bíða þar í kalsa- veðri klukkustundum saman út- komu refsins. Eða að glíma við hina óstöðugu veðráttu og hríð- arbylji, þegar Vetur konungur ríkir einvaldur yfir landinu. Svo er eg líka hræddur um, að vegna hins óhappasæla straums unga fólksins til Reykjavíkur um margra ára skeið, muni í mörg- um sveitum fátt eða ekkert hæfra, ungra manna, sem gætu stundað refaveiðar að ráði. Að lokum vil eg endurtaka og leggja áherzlu á það, sem eg hef áður sagt, að því aðeins má búast við fyllstá árangri af eitrun fyrir refi, að hún sé framkvæmd af hinni mestu nákvæmni og sam- vizkusemi. Eg tel mjög áríðandi að eitrið sé látið í kjötið volgt, og ekki látið frjósa fyrr en það hef- ur brotið sig vel um það. Sömu- leiðis að það sem eitrað er, sé látið þar, sem fuglar sjá það ekki af flugi. Annars þyrftu stjórnar- völdin naúðsynlega að fá hæfan mann, með þekkingu á eitrinu og öllu því er að eitrun lýtur, til að semja nákvæma reglugerð, láta síðan prenta hana og senda hreppstjórum landsins til útbýt- ingar meðal þeirra er að eitrun- inni vinna. Ef eitrunin yrði fram- kvæmd eins vel og kostur er á að öllu leyti og jafnframt lagt kapp á að vinna sem flest greni, hygg eg að refum mundi fljótt fækka. Ætti þá að hætta eitrun um hríð, en hækka verðlaun fyrir skotna refi, og sjá hvort refnum yrði haldið í skefjum með skotvopn- um einum saman. Yrði það hægra, ef það heppnaðist að taka kúfinn af refastofninum. Því færri sem refirnir eru, þess veik- ari verður vörn þeirra. Og svo aðeins örfá orð um minkinn, þetta ógeðslega, grimma og skaðlega meindýr, sem fljót- færir og skilningslitlir forystu- menn þjóðarinnar leyfðu inn- flutning á fyrir allmörgum árum, þrátt fyrir aðvaranir hins merka náttúrufræðings Guðmundar Bárðarsonar. Með því bjuggu þessir fyrirhyggjulitlu menn ís- lenzku þjóðinni annað verkefni og vandamál að leysa, sem eg óttast að verði jafnvel enn erfið- ara viðfangs, en eyðing refanna. Einkum ef því er alltaf skotið á frest að hefjast verulega handa við að eyða þessu skaðræðisdýri. Hafa núverandi stjórnarvöld gert nokkrar róttækar ráðstafanir til úti'ýmingar minknum? Eða á að lofa honum að eyðileggja fugla- lífið í landinu, leggja í auðn Paradís andfuglanna við .Mývatn — eitt af fegurstu fyrirbærum þessa lands? Og sömuleiðis að láta hann stórspilla lax- og sil- ungsveiði í ám og vötnum, áður en nokkuð raunhæft er aðhafst til að hindra það? Og gæti þá ekki farið svo, þegar minkinn fer að skorta fæðu — þessai' áðui'- nefndu, mikilvægu landsnytjar að mestu uppurðar — að mein- vætturinn komist að því — einn góðan veðurdag — að það er hægðarleikur fyrir hann að drepa unglömb og lifa síðan í „vellyst- ingum praktuglega“ á nýju lambakjöti tímum saman? Eg gæti vel trúað því. Vegir lokaðir Á degi hverjum bætir á snjó- inn og eru vegir um héraðið þvi nær lokaðir og aðeins færir stór- um og kröftugum bifreiðum, þar sem bezt lætur. f bænum er lát- laust unnið við að halda götunum opnum og tekst það vonum bet- ur. Líklegt er talið að enn muni lítilla breytinga von hvað veðrið snertir. En í landi hinnar sí- breytilegu veðráttu, bregðast vonir manna um veðurfarsbreyt- ingar, sjaldan lengi. ísiand aðili að sam- þykkt uni höfunda- réttindi ísland er fyrsta landið af Norð- urlöndum til að samþykkja al- þjóðasamþyktina um höfundalétt (topyright). Áður liöfðu 29 þjóðir gerst aðilar að þessari alþjóðasam- þykt, sem saman er á vegum UNESCO, M'enntunar, vísínda- og menningarstofnunar Santeinuðu þjóðanna. - Stefnuleysi ílialdsins (Framhald af 1. síðu.) hréfin fái aftur sitt fyrra verð- gildi. Stefna Sjálfstæðismanna í þessu máli, þ. e. sú, að hræða hluthaf- anna með ránshefferð vinstri manna í bænum, cr því alger, vísvitandi blekking. Frá Husmæðraskólanuni. — Námsmeyjar á matreiðslunám- skeiði Húsmæðraskóla Akureyr- ar eru beðnai' að mæta í skólan- um mánud. 27. þ. m. kl. 6.30 e. h. Hjálpræðisherinn. Sunnudaginn 26. janúar: Kl. 2 sunnudagaskól- inn. Kl. 16: Helgunarsamkoma. Kl. 20.30: Almenn samkoma. — V elkomin. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 26. jan. kl. 2 e. h. Sálmar: 240 — 131 — 346 — 203 — 196. — . S. Gu'ðspekistúkan Systkina band- ið. Fundur verður haldinn næstk. þriðjudag kl. 8.30 e. h. á venju- legum stað. — Erindi. Den danske Forening afholder filmsaften d. 28. januar kl. 21.00 i Hotel KEA’s Lille sal. Bestyrelsen. (Framhald af 8. síðu.) sem leitast stöðugt við að leiða kjósendur upp á hið háa og bláa fjall óraunhæfra draumsýna, sýna þeim þaðan öll ríki veraldar og þeirra dýrð, af slíkum sjón- arhól, og hvísla jafnframt í eyra þeirra: Allt þetta skal eg gefa þér, ef þú aðeins fellur fram og tilbiður mig. í stað slíkra aðferða kjósum við að sýna kjósendum heiminn eins og hann er, ekki séður af fjöllum draumóramanna, heldur aðeins af sjónarhóli raun- veruleikans, og segja við þá í einlægni og yfirlætisleysi: Svona hefur þetta nú gengið til fram að þessu og varla mun von stökk- breytinga. En við höfum átt okk- ar góða og ríka þátt í þeirri þró- un, sem orðið hefur og viljum gjarnan eftir beztu getu stuðla að því, að hún geti haldið áfram, þrátt fyrir allt það, sem afskeiðis hefur farið nú upp á síðkastið og við illa ráðið við, en þó oftast séð fyrir og varað við í lengstu lög, - Framsóknarfl. verð- skuldar traust (Framhald af 2. síðu.) mun viðskiptamannanna með rétt- látri arðskiptingu. Sjálfstíeðisflokkurinn hefur tekið upp merki þeirra afla, sent vilja samvinnufélögin feig. Ýmsir ágætir menn hér á Akureyri telja sig til þessa flokks, en eru jafnframt and- vígir árásunum á samvinnufélög- in, vegna þess að þeir skilja, að þxr gera flokki þeirra illt eitt með- al þess fólks, sem af eigin reynzlu þekkir kosti samvinnunnar. En flokksaginn er sterkur og, boðorð- iu má ekki brjóta, og því verSa þessi réttsýnni öfl borin ofurliði. — Og óskiljanlegt er það, jtegar verka- menn, sjómenn og launafólk Ijá þcssum flokki auðhyggjumanna at- kvæði sitt og styður þannig til- raunir til að naga ræturnar undan sínum eígin samtökum. Er líkast því, að hugmyndir þeirra manna séu hinar sönitt og frant konta í sétningunni: Ef enginn hýðir okk- ur lengur, hvers á maður þá að líta upp til? Góðir kjósendur! Nú eru aðeins l'áir dagar eftir til kosninga. íhugið vel, hvaða flokk vænlegast er að styðja, svo að málefnum Akureyrar sé bezt borgið. Engum má standa á sama um það, í hverra höndum stjórn bæjarins verður á næsta kjörtíma- bili. Róleg yfirvegun á því, liverj- um skuli greitt atkvæðið, mun leiða til aukinnar íhlutunar Fram- ■ sóknarflokksins í bæjarstjórn. ®Fundur í drengja- deild á sunnudaginn kl. 10.30 f. h. — 6. sveit, Starungar, og 7. sveit, Finnungar, sjá um fundinn. — 14 og 15 ára drengir velkomnir í deildina. Elzti borgari Húsavíkur, Sig- urlaug Jakobína Sigurjónsdóttir, lézt í síðustu viku, 101 árs að aldi'i. — Helgi Kristjánsson and- aðist í fyrrinótt 63 ára gamall. þótt misjafnlega hafi verið mark á því takandi. Við, getum óhikað og feimu- laust bent hvarvetna í kringum okkur í þessu þjóðfélagi og í þessum bæ og sagt: þetta höf- um við þó gert, þetta eru okkar verk, samvinnumanna og Fram sóknarmanna. Og ef háttvirtir kjósendur þykjast sjá önnur og meiri vegsummerki um störf og þjónustu annarra flokka og annarra manna hér í bænum, þá er svo sem sjálísagt að kjósa þá en ekki okkur. En við bíð- um ókvíðnir dómi sögunnar, reynslunnar, og hins skini- gædda, ábyrga og óhlutdræga kjósanda. Við vitum að hann mun fylgja B-listanum á kjör- degi, því að hann kann að greina rétt frá röngu, stað- reyndir frá blekkingum. - Hvað sagði Jakob? (Framhald af 1. síðu.) fyrst og fremst af gagnkvæmum skilningi allra flokka á því, að fyrst og fremst eru við allir, bæjarfull- trúarnir, Akurcyringar. Landsmála- pólitík og flokkarigur hefur í flest- um tilfellum þokað fyrir þeirri stað reynd, að allir viljum við velferð okkar bæjarfélags. Og við höfum borið gæfu til 'kð ráða fjölmörgum velferðarmálum bæjarfélagsins til lykta í samein- ingu og samstarfi alfra fiokka. Ég hef æðioft heyrt um það tal- að, sérstaklega í Reykjavík og ann- ars staðar, þar sem fíokkssjórtarmið ráða mjög úrslitum mála, að Akur- eyringar séu skrýtnir fuglar — þaf sé samstarf allra fiokka í mörgúm mikilvægustu málefnum, og það svo allsráðandi, að enginn flokkur get sérstaklcga þakkað sér það, ef vel tekst um úrlausn. Þetta er af pólitískum mönnum talið til van- þroska okkar í pólitík. Ég hef hér ekki verið á sama máli. Ég held því fram, að í bæjar- pólitík okkar eigi ekki að ráða nema eitt sjónarmið: framfarir og hagsæld bæjarfélagsins, og að þar geti raunar ekki verið mjög mis- niunandi skoðanir, ef við allir bæj- arfulltrúar erum sammála um að láta einstaklingshagnaðinn víkja til itliðar fyrir hag fjöldans og um leið hcill bæjarfélagsins. Þess vegna vil ég að lokum enda með því, að óska öllum Akureyr- ingum þess, að bæjarstjórn sú, sem nú sezt að völdum, megi bera gæfu til að líta fyrst og fremst á hag heildarinnar í hverju máli og á þann hátt stuðla að öruggum vexti Akureyrarbæjar, öldum og óboru- um til heilla og blessunar. Góða nótt!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.