Dagur - 25.01.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 25.01.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 25. janúar 1958 UM DAGINN OG YEGINN FRÉTTIR í SI UTTU MÁLI Gamla sagan. Hún rifjast upp fyrir mér, sagan úr bók bókanna, þegar kom að því, að okkar fyrstu foreldrar áttu að standa reikningsskap gjörða sinna í aldingarðinum Eden. Þau höfðu brotið bann skapara síns. Ekki þar fyrir, að þau liefðu ekki nóg af öllu; máttu lifa eins og þau lysti, að undanskildu þessu eina, sem þeim var tekinn vari á og viður- lög sett um, ef út af var brugðið. Sagan segir: „Adam kenndi Evu og Eva aftur höggorminum.“ Svo mörg eru þau orð. Síðan þetta skeði, er liðinn óralangur tími. Alltaf vill þetta þó við brenna, þrátt fyrir margs konar full- komnun og siðmenningarþroska. Sama sagan endurtekur sig enn í dag, í flestöllum starfshópum mannkyns og félagsskap, ef eitt- hvað fer á annan og lakari veg, en til var ætlast. Jafnvel í fálið- aðasta félaginu, hjúskap konu og karls, ber að sama brunni; þau kenna hvort öðru um, ef einhver mistök verða eins og Adam og Eva. Þarna hefur sannarlega orð- ið kyrrstaða. Það breytir engu þótt félagsheildirnar fari stækk- andi. Heil þjóðfélög eru undir sömu sökina seld. Þar eru skiptar skoðanir, bæði á málefnum og mönnum. Þeir, sem hafa líkar skoðanir, eða þar sem minnstur skoðanamunur er, mynda síðan fíokka, svokallaoa stjórnmála- flokka. Allir flokkar hafa flokks- forustu og um hana skipa sér einstaklingarnir. Allir forráða- menn flokkanna stai’fa að mál- efnum fiokka sinna. Þeir miða alit sitt stai-f við, að þjóðfélaginu megi vegna sem bezt, en þá greinir á um leiðir að því vel- farnaðarmarki. — Svona lítur stjórnmálagi-indin út í mínum augum. Flokksforusta stærsta stjórnmálaflokksins tekur svo aftur í sínar hendur, eða sér á herðar, þjóðfélagsforustuna og ber ábyrgð á, að þjóðai’skútunni fai-nist vel. Hún, eða æðsta ráð þjóðarinnar, leitast jafnan við að láta sér allt farast sem bezt úr hendi. Það vill forðast allar ávirð ingar og öll mistök. En æðsta ráðinu getui' yfirsézt, það hendir alla, og sú yfii'sjón getur haft í för með sér alvarlegar afleiðing- ar. Það þarf ekki að muna nema um eitt strik, á langri siglinga- leið, svo að slysi verði. Þegar svo er komið, séu stjórnmálaflokk- arnir tvcir, þá er fundinn snöggur blettur á æðsta ráðinu. — Flokksforusta hins flokksins kennir honum vitanlega um ófar- imar. Hún reynir að leiða rök að því, að' betur mundi hafa fai-nast, ef hún hefði haft stjórntaumana í sínum höndum. Stjórnarforust- an reynir hins vegar að bera í bætifláka fyrir sig, og getur stundum haft nokkuð sér til málsbótar. Komið getur ]xó fyi-ir, að afsakanirnar verði léttvægar. Til dæmis á sinn hátt eins og segir í sögunni um kveldverðar- boðið forðum daga: Akur keypt- an, konu festa o. s. frv. Setjum svo, að nú verði skipti á stjórnarforustunni. Það pr ekki svo sjaldgæft að slíkt hendi. Stjórnarforusta hins flokksins ætlar að gera allt sitt bezta, eins og sú fráfarandi, en ýmis óvænt atvik, eins og hjá Pétri Holm í „Innstu þránni“, koma því til leiðar, að sitthvað hefur þróast á annan veg, en ákjósanlegt var. Þá er ástandið í stjórnmálalífinu orðið kaup kaups, cn framkoma og orðbragð fer eftir upplaginu. Iivor stjórnin kennir hinni um ófarirnar, og að síðustu er svo komið, mcð straumi tímans, að margt það gamla geymist í þögn, en nútíðin fer ekki varhluta af „þér að kenna“ ,„mér að þakka“ á báða bóga. Fyrir 12 árum. íslendingar orðin rík þjóð allt í einu. Stór gullhrúga geymd í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þeir höfðu verið fátækir fyrr, en voru að byrja að réttast úr kútn- um. Þá hafði aldrei dreymt um svona mikið gull. Þeir voru orðnir sjálfum sér ráðaandi. ís- land var orðið lýðveldi; hafði eignazt forseta eins og Bandarík- in. Það var bjart til fjalla og birta á lofti í þann tíð. Fyrir aldamótin sögðu drengir oft: Þegar eg er orðinn svona ríkur, ætla eg að gera þetta og þeíta, eða eignazt þetta og hitt; allt eftir upplagi hvers um sig. Alveg að sínu leyti eins og hjá bræðrunum: Guttormi, Ilálfdáni og Hai-aldi, þegar Ólafur kóngux1 Haraldsson grennzlaðist um fyr- irætlanir þeirra og lífsstefnu. — Það vantaði ekki, að íslenzka þjóðin ræddi um gullturn þenna og hvernig honum yrði bezt var- ið, svo að hann kæmi þjóðinni að sem beztum notum, létti henni lífsbaráttuna og yki henni lífs- þægindin. Sumt af því, sem þá var talið nauðsynlegt og sjálfsagt, er enn í deiglunni og annað kom- ið fyrir fáum árum. Hvað varð um gullhrúguna? Hún var horfin eftir tvö ár og í hennar stað er kominn gígur, sem óvíst er að nýi jarðborinn nái til botns í, þegar hann kemst í notkun. í eitthvað fóru þessir aurar og voru þeir þá helmingi verðmeiri en nú. Mér kcmur í hug félagsskapur einn, ekki fjölmennur. Þar urðu eitt sinn stjórnarskipti. — Gamla stjórnin skildi við allt í bezta lagi fjái'hagslega, eða um fjórar þús- undir króna í félagssjóði, sem þótti þá drjúgur skildingur. Að ári hálfnuðu, hjá nýju stjórninni, var sjóðseignin þrotin. Stjóniin hröklaðist frá. Fráfarandi stjórn tók aftur forustuna og bjargaði cllu við. Hér sannast, veldur hver á heldui-. Eg efa ekki, að stjórnarforustan fyrir 12 árum hafi ætlað að gera allt sitt bezta. Einhvern veginn hafa henni orð- ið mislagoar hendur. Hægra er að fella en reisa. Nýju togarnrnir. Nú kvað vei-a von á öðru tog- araílóöi. Að vísu hef cg séð ein- hvers síaðar, að hvorki sé farið að semja um smíði ó þcim né afla lánsfjár til andvirðis þeirra. Eg vona, að íslenzka þjóðin beri gæfu til þess að auka ekki tölu togara, meir en nauðsyn ber til, og helzt ekki örara en það, að íslendingar sigli íslenzkum skip- um. Það er sannai-lega hneisa fyrir þjóð, sem hafði aðeins um tvo atvinnuvegi að velja fyrir 30 —40 árum: landbúnað og sjávar- útveg, að ganga eftir útlendum mönnum til þess að geta haldið út þeim togurum, sem til eru í dag. Hvað þá að bæta stórkost- lega við þann flota, sem fyrir er. Jónas kvað: „ætlar að eignast skip, þótt enginn kunni að sigla.“ Ef orðið kunni væri tekið út og sett í stað þess vilji, þá er rétt lýst ástandinu eins og það horfir við í dag. Þessi nýju togarakaup, sem ætlað var til afkomubóta í ýmsum kaupstöðum og sjávar- þoi-pum, eru að vísu góðra g'jalda verð. Þarf aðeins að hafa það hugfast, að sníöa stakinn eftir vextinum. Væri ekki hyggilegra og hagkvæmara að fá t. d. þrjá fyrst og sjá til? Færa sig upp á skaftið, verði útlitið hagfellt, en auka ekki við, ef um taprekstur einan er að ræða, og íslendingar fáist ekki til að sækja sjó. Eftirlitsskipin sem skólaskip. Það eru mörg ár liðin, síðan eg kom að máli við alþingismann og spurði hann, í einfeldni minni, hvort ekki mætti mynda sérstak- an sjóð af sektai-fé því, sem er- lendir togaraeigendur gi-eiddu fyrir skip sín, þegar uppvíst var að brotið hefðu landhelgislögin. Þegar hann væi'i orðinn stór, ætti svo að kaupa strandgæzluskip, sem íslendingar ættu sjálfir, svo að þeir þyrftu ekki að vera upp á Dani komnir með landhelgis- gæzluna. Danir höfðu þá eitt skip hér við land, nokkurn hluta úr ári, til þessa eftirlits. Alþingis- maðui'inn tók þessu að vísu vel; um þetta var rætt ofurlítið aftur og fram. Meðal annars, að á eft- irlitsskipi þessu yrðu aldir upp sjómenn; það yrði nokkurs konar skólaskip. Þetta allt er liðið hjá, aðeins gamlar minningar, sem gaman er að rifja upp. Nú er ekki lengur eitt eftirlitsskip, heldur 4 eða 5. Hefur nokkuð verið hugsað fyrir því að ala upp á þeim unga sjómenn, venja þá bæði við sjóinn og þau vinnu- brögð, sem þar tíðkast? Spyr sá, sem ekki veit. Eitthvað þarf að gera, svo að ungir, vaskir menn fái áhuga fyrir sjómennsku. Hinn niikli misskilningur. Eg hef oftlega liugsað um það, þegar stjórnarskipti verða, og andstaðan byrjar að vekja tor- ti’yggni á hinni nýju stjórn, hvort þetta sé viturleg eða heimskuleg framkoma. Hvernig sem eg hef velt þessu fyrir mér, verður allt- af uppi á teningnum þetta: Ný stjórn, liver sem hún er, ó að fá vinnufi'ið, sérstaklega hafi hún einhver nýmæli á prjón unum, sem hún álítur landi og þjóð fyrir beztu. Sérhver stjórn dæmir sig sjálf. Það kemur fljótt í ljós, þótt andstaðan reyni ekki að þyrla ryki í augu þeim, sem kusu með stjórninni, eða aðhyll- ast þann flokk, scm stjórnina studdu. Kjósandinn hefui' það á vit'und sinni, hvort honum líkar við þingfulltrúa sinn og jafnframt stjórnina. Geðjist honum hvoi'ki að framkomu þingmanns þcss, sem hann kaus, né stjórninni, verður hann sjálfkrafa andvígur þingmanninum og kýs hann ekki aftur. Verði þeir þingmenn, sem studdu stjórnina, eitthvað saup- sáttir við hana, þá er hægui'inn hjá að samþykkja vanti'aust á hana. Ekki mun þá standa á and- stöðunni, ef hún finnur að fylk- ingin riðar. Allur þessi gaura- gangur í blöðum andstöðunnar getur haft þveröfug áhrif við það, sem ætlast var til. Eg minnist tveggja atburða, sem áttu að ríða stjórninni að fullu. Hún var þá aðeins tvíþætt. Annað skipti var það bændasamsafnaður. Hitt skiptið múgæsing með niður- hrópi. Það stendur óhaggað enn; þótt gamalt sé: „Þeir þóttust vera viti'ir, en voru heimskingjar.11 — Nú segist setningin þannig: Þeir þykjast vera vitrir, en haga sér eins og heimskigjar. — Eg minn- ist líka áfengisbannlaganna, þeg- ar þau tóku gildi. Gott málefni. Hvernig fór um það? Andstaða þess náði sér fljótlega í málgagn; keypti blað. Réð sér annan rit- stjóra, því að komið gat fyrir á útkomudegi blaðsins, að fyrrv. ritstj. þess týndist, eða varð að gera leit að honum. Þar þó mæt- ur maður. „Þrælalögin" svoköll- uðu urðu ekki langlíf. Þau gerðu þó mikið gagn og gott. Enginn er kominn til að segja, hversu mik- ið gott þau hefðu getað af sér leitt, ef annar eins hamagangur hefði ekki verið hjá andstöðunni. Hún vann frækilegan sigui' á lögunum. Henni má þá sjálfsagt þakka að fjárhæðin í 1 ðveldis- sjóðnum er þessum milljónum hærri, sem áfengissölu nemur, síðan þau voru afnumin. — Mcð svona framkomu er hægt að láta illt málefni sigra, en gott lúta í lægra haldi. En svona gengur það I til. Það, sem öðrum sýnist hvítt, sýnist hinum svart og öfugt. Þetta er hinn mikli misskiln- ingur hjá þjóðræknum mönnum. Sérhver ný stjórn þarf að hafa frið, að minnsta kosti eitt ár, til að geta sinnt sínum málum hindrunarlaust. Að þeim tíma liðnum mun það koma í ljós, hvort hún er vandanum vaxin. Oáran, síldarleysi og fiskifæð er ekki hægt að reikna nokkurri stjórn til gjalda, fremur en góð- æri, síldarafla og fiskigegnd til tekna. Allir sannir íslendingar verða að taka böndum saman og leysa rnálin af góðvild, en ekki fjand- skapast. Það er eina leiðin til sig- urs. 1. desember 1957. Einar Guttormsson. Ufstrikanaspjall Eins og Akureyringum hefur verið fullkunnugt um í mörg ár, þá hafa kjósendur rétt ó því að bi-eyta um röð eða strika út nöfn á listum við kosningar. Löggjaf- inn hefur hugsað sem svo, að þetta skyldi vera aðhald flokkun- um, þeir myndu þá fremur vanda val manna á lista sína, og kæmi þetta í veg fyrir, að flokksklíkur fengju kosna óvinsæla gæðinga í trássi við hinn almenna kjósanda. Þennan rétt kjósandans til breytinga myndi eg alls ekki vilja missa. en hitt skal viður- kennt, að vopnið er tvíeggjað, og því hefur ekki alltaf verið beitt af sanrrgirhi né á þann hátt, sem til er ætlazt. Það hefur áreiðanlega aldrei verið ætlun löggjafans, að menn í vonlausum eða vonlitlum sætum striki út alla fyrir ofan sig á list- anum og fái kunningja sína og vini til þess að hjálpa sér vjð iðjuna. Það eru aldi'ei hinir beztu menn listanna, sem gangast fyrir slíkum herfei'ðum, heldur hinir lélegustu, og ef slíkum mönnum verður gott til liðsbónar, þá get- ur ómaklega til tekizt um úr - slitin. En hvað um kosningarnar hér í bænum á morgun? Verða gerð- ar einhverjar sögulegar breyt- ingar á listunum í þetta sinn? Ekki hefur frétzt um neinn, sem skipulcggur útstrikunarher- ferð til þess að koma sjálfum sér inn í bæjarstjórnina, og er það vel, því að slíkir menn eiga sízt erindi þangað, en þó er ekki þar með sagt, að engar breytingar verði gerðar. Urn A-listann cr það að segja, að ýmsir fylgjendur hans hafa sagt undanfarna daga: „Af skal höfuðið.“ Er þeir eru beðnir skýringa á þessu, þá segja þeir, að 2. og 3. maður listans eigi meira fylgi að fagna en 1. maður, og því taki þeir til sinna ráða. Hvort hér verður aftaka eða ekki, skal ósagt látið, en talsvei'ð tíðindi gerast kannski í þeim herbúðum. Um B-listann er, sem betur fer, það að segja, að ekki hefur heyrzt, að kjósendur hans muni ætla að breyta til um efstu mennina, eða þá, sem til var ætl- azt, að í bæjarstjórn færu. Einn og einn maður segist ætla að krukka í nöfn allneðai'lega á list- anum. Slíkt skiptir litlu máli eða engu. Það er nú orðið langt síðan slys hefur hent Framsóknarmenn hér í bænum í sambandi við breytingar á lista, og er það ánægjulegt. Það er frá D-listanum að segja, að fylgjendur hans margir berja í borðið og fullyrða, að 5. maður á listanum skuli í bæjarstjórnina. Er þeim er bent á, að‘Sjálfstæð- ismenn muni alls ekki fá fleiri en 4 kjörna, þá segja þeir bara, að hann skuli inn samt; hann hafi staðið sig langbezt þeirra félaga í útvarpsumræðunum. Hvort fullyrðingar manna þessara eru undanfari stórtíð- inda, er ekki gott að vita, en Sjólfstæðismenn eiga allt til í þessum sökum. Heyrzt hefur einnig, að 6. maður listans muni eiga von á talsverðum útstrikunum, og liggi fyrir því fjögra ára gamlar óstæður. Hvað G-listanum viðvíkur, þá er það eitt vitað, að 3. maður list- ans muni vera vinsælastur, en hann cr ekki í öruggu sæti. Heyrzt hefur því úr þeim hcr- búðum, að kjósendur margir muni taka til sinna ráða og reyna að ti-yggja honum sæti í bæjai'- stjórninni. Er því hætt við, að efstu mönnunum verði höfuð- gjarnt nokkuð. Þetta er nú það, sem maður heyrir út undan sér síðustu dag- ana fyrir kosningarnar, og verð- ur fróðlegt að hyggja að því eftir á, hvort almannarómurinn hefur logið eða ekki. Kjósandi. Kosningaskrifstofa B-listans cr í Giidaskála Hótel KEA Símar 1443 og 1219

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.