Dagur - 25.01.1958, Side 5

Dagur - 25.01.1958, Side 5
Laugardaginn 25. janúar 1958 D A G U R 5 Ræða Stefáns Reykjalín við útvarpsumræðurnar Um skipulagsmál Akureyrakaupsf. o. fl. Góðir Akureyringar! Eitt af erfiðustu vandamálum hvers bæjarfélags eru skipulags- málin. Þau krefjast mikillar vinnu og veltur það á miklu, hvernig tekst að leysa þau. Án víðtæks heildarskipulags af næsta nágrenni þeirrar byggðar, sem þegar er komin, er ekki hægt að gera neinar ráðstafanir til undirbúnings byggingu nýrra hverfa. En nú er svo komið, að byggingalóðir innan skipulagsins eru að verða búnar. Eini sam- þykkti heildarskipulagsuppdrátt- urinn af Akureyrarbæ, er frá 1926. Langt er síðan byggðin fór út yfir þau takmörk, sem hann setti. Ekki hefur tekizt að fá gert neitt heildarskipulag, heldur hefur verið á hverjum tíma prjónað eitt og eitt hverfi við gamla uppdráttinn, rétt eftir því, sem mest er aðkallandi í það og það skiptið. Svona má ekki leng- ur ganga, við verðum að hefja sterka sókn á hendur skipulags- nefndar ríkisins, þannig, að hún veiti okkur viðeigandi úrlausn. Hinn ungi og ötuli bæjarverk- fræðingur okkar hefur gert til- lögur um það og bent á nokkrar leiðir, sem færar yrðu í skipu- lagsmálum, og leyfi eg mér að lesa þær upp: Samið verði við fyrirtæki í Rcykjavík, sem heitir h.f. For- verk, og hefur vélar til þess að vinna kort eftir loftmyndum þeim, sem til eru af bæjarland- inu. 2. Hafin verði nú þegar vinna að heildarskipulagsuppdrætti fyr ir Akureyri á svæði utan núver- andi byggðar innan lVz—2ja km. frá Ráðhústorgi og endurskoðað verði skipulag hins byggða svæð- is bæjarins og hafnarinnar. Til þess að þetta sé mögulegt þarf eitt af þrennu: a) Ákveðinn maður hjá Skipu- lagi ríkis og bæja vinni að stað- aldri næstu ár að skipulagningu og dvelji hér að sumrinu. b) Bæjarstjórn ráði mann til verksins. c) Skipulagsuppdráttur af bænum verði boðinn út. Til skýringar því, hvaða svæði hér er um að ræða, sem taka á til skipulagningar, afmarkast það af hring, sem dreginn er með mið- punkti á Ráðhústorgi og tak- markast af Gróðrarstöð að sunn- an, efri Glerárbrú hjá Rangár- völlum að vestan og Krossanesi að norðan. Við Framsóknarmenn munum vinna að því, að sú leið, sem til- tækilegust þykir í þessum mál- um, verði þegar farin og munum beita okkur fyrir því, að þegar á næsta vori verði byrjað á verk- inu og því hraðað eins og tök eru á. Við ætlum ekki að láta það sama henda Akureyri, sem sleif- arlag íhaldsstjórnar Reykjavíkur hefur leitt yfir skipulagsmál höf- uðborgarinnar. Þegar við hugleiðum, hvernig tekjur einstaklingsins skiptast til hinna ýmsu liða, til þess að hann lifi sómasamlega í okkar þjóðfé- lagi, verðum við þess fljótt áskynja, að mjög stór hluti þarf að renna til húsnæðisins. Hús- næðismálin hafa verið og verða ætíð mjög erfið sökum þess hversu mikið fjármagn þarf að binda. Þetta fjármagn verður bundið, má segja. um alla eilífð, óbreytanlegt og óhreifanlegt, hversu mikið sem á liggur. Fyrir þjóðfélagið er þetta það sama eins og fyrir athafnamann, sem rekur fjárfrekan atvinnurekstui', sem rekinn er með lánsfé, en sem allt í einu dettur í hug að byggja sér mikið og stórt íbúðarhús, en peningana til þess verður hann að taka út úr rekstri sínum. Að öllu óbreyttu hlýtur þetta að lama fyrirtæki hans. Hann hefur minnkað veltufé sitt, hann hefur þrengt að sér, eitthvað verður að koma á móti til þess að rekstur hans þurfi ekki að dragast sam- an. Þannig er það í þjóðfélaginu, að raunar megum við ekki eyða í fjárfestingu meiri upphæðum en sparifé þegnanna á hverjum tíma. Eins og allir vita höfum við und- anfarið eytt miklu meiru en við höfum lagt til hliðar, enda hafa hlotizt af þessu ýmis vandræði, sem og öllum er jlóst. Þegar við nú hugleiðum þetta, komumst við fljótt að því, að húsnæðismálin eru mjög svo erfið einu þjóðfé- lagi, sem fátækt er af lausafé og vanbyggt, eins og okkar land hefur verið fram á síðasta áratug, þó að ekki sé meira sagt. Alltaf er leitast við að reyna að finna sem bezta úrlausn á þessum mál- um. Nefndir starfa, einstaklingar reyna nýjar leiðir, en allt ber að sama brunni. Þetta kostar allt mikla peninga, svo mikla, að það má telja ofraun flestum þeim, sem meðaltekjur hafa, að rísa undir þeim bagga, sem húsbygg- ing nú á dögum leggur á herðar heimilisfeðrum. Þessi staðreynd hefur orðið öllum menningar- þjóðfélögum ljós, og reyna því þessi þjóðfélög að koma þegnum sínum til hjálpar í húsnæðismál- um. Við íslendingar höfum þurft að byggja mjög mikið á landi okkar. Kynslóðin, sem nú lifir, tók við litlum húsakosti og þar að auki lélegum. Þjóðin hefur gert risaátak í þessum efnum, en alltaf fjölgar þjóðinni og meira húsnæðis er þörf. Stöðugt verður að byggja. Vandamálin endur- taka sig ár eftir ár, áratug eftir áratug. Þegar við lítum á okkar bæj- arfélag sjáum við, að það er líkt ástatt hjá okkur og þjóðinni í heild. Árlega rísa mörg hús af grunni, árlega langar miklu fleiri til þess að byggja en tök hafa á því. Fjárhagurinn hindrar. Ollum er það ljóst, hversu það er mik- ilsvert fyrir alla heimilisfeður að eignast húsnæði yjEir fjölskyldu sína. Að eignast sitt húsnæði, er fyrsta skilyrðið til þess að lifa sjálfstæðu menningarlífi. Vissan um það, að þurfa ekki að flækjast húsa á milli, vera á götunni, haf- andi ekkert afdrep, hlýtur að lyfta undir sjálfsbjargarviðleitni allra manna og kvenna. Okkur Framsóknarmönnum er það vel ljóst, að stuðla verður að því, að veita húsbyggjendum aukna aðstoð. Munum við beita okkur fyrir því, eftir því sem tök eru á, að aðstoð húsnæðismála- stjórnarinnar verði aukin, og um leið að vinna að vexti bygginga- lánasjóðs Akureyrarbæjar. Til þess að útþennsla bæjarins verði takmörkuð munum við beita okkur fyrir því, að hafizt verði handa um byggingu fjölbýlis- húsa, og fari svo, að nauðsynlegt þyki að bæjarfélagið hafi þar einhverja forgöngu eða fyrir- greiðslu, munum við styðja það, þó þannig, að bæjarsjóði verði ekki íþyngt fram yfir það sem hann kemur til með að leggja til byggingalánasjóðsins. —o— Kæru samborgarar. Á sunnu- daginn kemur gönguni við að kjörborðinu fyrir næstu fjögur ár. Tökum öll höndum saman og veitum B-LISTANUM sem rnest brautargengi, listanum, sem bezt er skipaður af dugmiklum at- oi'ku- og framkvæmdamönnum, sem hafa samvinnustefnuna að leiðarljósi, stefnuna, sem hefur fært öllurn blessun, er sameinast hafa undir hennar merki. Ný hagfræði Á fyrstu síðu íslendings í dag er grein um Ú. A. og KEA. Boð- skapur hennar cr sá, að Jakob Frímannsson vilji stofna til bæj- arreksturs togaranna til þess að geta lialdið áfram þessum hag- kvæmu viðskiptum. En blaðið lýsir þcim þannig, að Ú. A. skuldi KEA á fjórðu milljón fram yfir það, sem vcð sé fyrir, og vaxta- tekjurnar af þessari skuld séu ekkert smáræðis happ fyrir KEA.. Nú vill svo til, að Nýja kjöt- búðin og KEA hafa vistað togar- ana til lielminga, eða hvcrt um sig tvo þeirra. Það má segja, að ekki sé Nýja kjötbúðin lánlaus meðan hún getur grætt á þeim viðskiptum við Ú. A. Hvað skyldi Jón Þorvaldsson segja um það? Og hvað skyldu menn yfir- leitt scgja um þá kcnningu, að fyrirtæki græði yfirleitt því mcira, scm viðskiptavinir þeirra standa vcrr í skilum? Hvað finnst mönnum um þcssa rök- færslu? Kosningaskrifstofa B-listans er í Gildaskála Hótel KEA Símar 1443 og 1219 Verðlagning landbúnððarvara (Framhald.) eigin fé í búi og fasteign (íbúðar- hús undanskilið) 3%. 7. Annar reksturskostnaður. Eru það dýralækningar, meðöl, baðlyf og sitthvað fleira. 8. Vinna. Það er vinna bóndans og aðkeypt vinna. Vinnulaun bóndans nú, svara til þess að hann vinni 3000 klst. á ári með dagkaupi Dagsbrúnarverkamanna (6% orlof meðtalið). — Aðkeypt vinna er kr. 12.577.00. Þessi liður hefur ætíð verið mest umdeildur af hálfu bænda. Benda þeir réttilega á, að ekki verði komist hjá allverulegri eft- ir-, nætur- og helgidagavinnu við búreksturinn, einkum við mjólkurframleiðsluna, en ekki tekið tillit til þess, þegar kaup bóndans er ákveðið. Muni aðrar stéttir ólíklegar til þess að sætta sig við að vinna máske allt að 1/4 hluta vinnutímans í eftir-, næt- ur- og helgidagavinnu og fá fyrir þann tíma aðeins dagvinnukaup. Ekki liggur heldur fyrir nein vissa um það, að þessi áætlaði vinnutími nægi búrekstrinum með þeirri aðkeyptu vinnu sem áætluð er. Um kostnaðarliðina alla má segja, að mikil þörf er á ýtarlegri rannsókn á því, hvort þeir eru hæfilegir. Með vilja hef eg tekið sem minnst af tölum hér með. En þeir V. VERÐGRUNDVÖLLURINN. Gjaldamegin í verðgrundvell- inum eru þessir liðir: 1. Kjarnfóður. Innlent og er- lent fóðurmjöl og rnjólk til kálfa- eldis. Allt er þetta reiknað bæði að magni og í krónutölu. 2. Tilbúinn áburður. Einnig talið bæði magn og verð. 3. a) Viðhald fasteigna, þ. e. húsa, annarra en íbúðarhúsa. Viðhaldsliðir eru: timbur, þak- járn og málning, reiknað í krónutölu. 3. b) Viðhald girðinga: gadda- vír og timbur. Vinnu við við- haldið er bændum ætlað . að leggja fram af þeii-ri vinnu er búinu er ætluð. 4. Kostnaður við vélar. Við- gerðir, varahlutir, benzín, olíur o. fl. og fyrning. 5. Flutningskostnaður á rekstr- arvörum að búi og framleiðslu- vörum frá búi að vinnslu- eða markaðsstað. 6. Vextir. Fram að árinu 1955 fengust aðeins viðurkenndir þeir vextir er áætlað var að bændur þyrftu að greiða af skuldum bú- anna, en allt það fé, sem bændur áttu í búi og jörð urðu þeir- að hafa þar vaxtalaust. Var þetta lengi búið að vera dcilumál í sexmannanefndinni, og loks 1955 1 sem vilja athuga þessi mál nánar i'ékkst nokkur leiðrétting hér á.hafa aðgang að tölulegri útfærslu Eru nú reiknaðir vextir af Rækt-verðgrundvallarins í búnaðar- unai’sjóðslánum eins og þeir eru.blaðinu Frey. G. H. Af öðrum skuldum 7.5% og af (Framhald.) Menningarauki samkvæmislífsins Dansinn er vinsælasta og al- gengasta dægrastyttingin í hvers konar samkvæmis- og skemmt- analífi fólks um heim allan. Þess vegna er það hin mesta furða, að ekki skuli séð fyrir nokkurri kennslu í þessari grein hér, því að hér er dansinn víða nær ein- asta skemmtun unga fólksins, er það kemur saman. Hin ýmsu fé- lög ungs fólks og skólarnir eiga að hafa forgöngu um dans- kennslu. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að Menntaskólinn og Gagnfræða- skólinn hafa báðir ráðið bót á þessu að nokkru.. í þessum skól- um er danskennsla þegar hafin, ig er kennarinn Heiðar Ástvalds- son frá Siglufirði. En hann kenndi um skeið með Rigmor Hanson og hefur síðan stundað framhaldsnám í dansi, m. a. í Englandi og Frakklandi. Blaðið hitti Heiðar að máli og ræddi við hann um dans og danskennslu. Skýrði hann svo frá, að hann kenndi alla helztu samkvæmisdansana, er nú væru tíðkaðir, allt frá gömlu dönsun- um og til þeirra nýjustu með Rokknafninun. Nemendur eru mjög margir, sagði hann, og þó er hitt ennþá betra, að þeir eru áhugasamir, svo að gaman er að kenna þeim. En á morgun (sunund.) byrjar Heiðar á öðru námskeiði sam- hliða og kennir þá á sunnudögum og verður það námskeið haldið í Landsbankasalnum. Þar verða sömu dansarnir kenndir og í skól unum. Hvað telur þú dansinum mest til gildis? Heiðar svarar því svo, að kennsla í dansi bæti framkomu fólks og varni því jafnvel að ungmenni leyti til flöskunnar. Hvaða dansar eru vinsælastir? Vals og tango eru vinsælastir hér á landi og mest dansaðir. En það er ekki algengt að þeir séu vel eða rétt dansaðir, og er það tæpast von, þar sem hver lærir af sjálfum sér. W' *••••" . ,r^ Hvað viltu segja um rokkið? Sá dans mun líklega fá hægt andlát fyrr en varir. En spor úr honum munu eflaust sameinast öðrum dönsum eða verða felld inn í þá, svo sem Jive. Algengasti samkvæmisdansinn er líklega Che-che-che og er hann ættaður frá Suður-Ameríku. Ohætt er að hvetja bæði unga og gamla að fá sér danskennslu þegar býðst. Dansinn er nú einu sinni okkar skcmmtun, og hví þá ekki að reyna að dansa rétt og vel?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.