Dagur - 25.01.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 25.01.1958, Blaðsíða 8
Daguk Laugardaginn 25. janúar 1958 Enginn hluthali skyldur að láta af hendi hlutabrét sín i U. A. Gísli Konráðsson framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags KEA er fjórði maður á lista Framsóknar- manna við í höndfarandi kosn- ingar. Gísli er starfsmaður mikill og fær í bezta lagi, svo sem fyrir- tæki þau, er hann stjórnar, bera með sér og bera honum bezta vitnið. Blaðið beindi til hans nokkrum spurningum, sem hér fara á eftir. Hvað viltu segja um útvegs- málin? Útgerð héðan frá Akureyri hefur nú um nokkur ár verið all- mikil. Fyrir utan togarana hafa upp á síðkastið verið gerð héðan út 9 fiskiskip. Af þessum skipum hefur nú eitt verið selt burt og þar að auki togarinn Jörundur. Er það að vísu leitt, að svo skyldi fara, en vonir standa til að þau skip verði bætt áður en langt líð- ur. — Á næsta sumri bætist hér í bátaflotann veglegt skip, ca. 230 rúmlesta, eign Leós Sigurðssonar, og auk þess hefur Útgerðarfélag KEA nú í athugun byggingu á ca. 200 smálesta skipi hér á Akur- eyri. Ef úr því yrði mundu þessi tvö skip verða myndarleg viðbót við skipaeign Akureyringa. ¦— Hvort skarð Jörundar verður fyllt, mun ekki liggja fyrir enn. Góður útgerðarstaður? Ekkert bendir til þess að út- gerð héðan sé ekki jafn vænleg og annars staðar á landinu. A'ð vísu hefur megnið af þorskafla bátanna hér verið unninn utan Akureyrar. En Krossanesverk- smiðjan hefur notið góðs af síld- arafla þeirra. Að því þarf þó að vinna, að Akureyrarskipin öll leggi síldaraflann fyrst og fremst upp í Krossanesi nú, ekki sízt fyrir þá sök, að verksmiðjan hef- ur nú misst Jörund, eitt af sínum beztu skipum. — Það er athygl- isve2-t, að Akureyrai'skip eru ávallt með þeim hæstu á síld- veiðum og berjast jafnvel um efstu sætin. — Togveiðar að vor- inu fyrir Norðurlandi hafa og gefið góða raun á síðustu árum og á sl. ári er t. d. Snæfell með meira aflaverðmæti en nokkru sinni fyrr. — Ræður þar nokkru um smásíldarveiði sú, sem varð hér á Pollinum í desember. Má segja að það hafi verið náma, sem illa nýttist fyrir þá sök, að hent- ug veiðarfæri vantcði. ¦— Að því mun verða unnið fyrir næstu smásíldarvertíð, að heppilegt tæki verði fyrir hendi til veið- anna, en þó er ekki síður mikil- vægt, og þarf nauðsynlega að at- huga, um möguleika á betri nýt-, ingu aflans. Er það mjög illt að sjá slíka vöru, sem smásíldin er, fara nær eingöngu í mjöl- og lýs- isvinnslu. — Kemur þá til bæði frysting til útflutnings og niður- suða. Bátaútgerð héðan ætti að hafa mikla framtíðarmöguleika. Skipasmíði? Skilyrði eru hin beztu fyrir bátasmíðar þrjár skipasmíða- stöðvar starfandi, sem gætu af- kastað miklu í þeim efnum. —• Skipasmíðastöð KEA hefur á sl. ári skilað frá sér þrem nýjum bátum. Hún er nú með nýtt verkstæðishús í byggingu og hyggst að auka rekstur sinn. Sá stóri annmarki er þó á, að inn- lendir bátar eru mun dýrari en bátar þeir, sem byggðir eru er- lendis, og hafa stjórnarvöldin því farið inn á þá braut, að leyfa innflutning í stað þess að skapa innlendum skipasmíðastöðvum skilyrði til þess að vera sam- keppnishæfar og spara þar með margar milljónir árlega í erlend- um gjaldeyri, sem fer til greiðslu á vinnulaunum erlendra manna. En sjái stjómarvöldin að sér og breyti um stefnu, er ekki vafi á því, að skipasmíðaiðnaður rís upp í stórum stíl hér á Akureyri. Málefni Ú. A.? Það hljóta allir að harma, hvernig málum er þar komið, hverju sem þar verður um kennt. Sögusagnir hafa mjög verið á kreiki um óheiðarlegar athafnir sumra starfsmanna félagsins. Hafa þær sögur aukizt og marg- faldast á ferðum sínum, svo að ótrúlegt er. '— Þykir mér það mikill ljóður á ráði Akureyringa, að rækta með sér slíkan gróður. Þyrfti að ná til þeirra manna, sem til hans hafa sáð og gera þá ábyrga gjörða sinna, svo að hið rétta komi í ljós. • Annars er auðvelt, að eyði- leggja, þótt sakir séu engar, ef nógu margar rógtungur hjálpast að:..... Ennfremur hefur það mjög orð- ið til ógagns að blanda stjórn- máladeilum í mál Ú. A. Lít eg svo á, að þar verði engum einum stjórnmálaflokki um kennt. Or- lög félagsins eru svo þýðingar- mikil fyrir bæjarfélagið, að um þau hefðu stjórnmálaflokkarnir átt að fjalla einir. f stað þessi hefur nú skapast sú úlfúð um málefni félagsins, að ósýnt er hvað af kann að hljótast. Ný framkvæmdastjórn? Hvað sem öðru líður, þá hefur þ&ð alltaf verið skoðun mín, að bezta lausn á því máli, eins og nú er komið, væri sú, ef takast mætti að fá Guðmund Jörunds- son að félaginu. Um kosti Guð- mundar til þessa starfs tel eg óþarft að ræða. Hvað segirðu úm hlutabréfa- ránið? Er því t. d. haldið fram, að ræna eigi hluthafa bréfum sínum, sem er hin mesta firra. Að mínu áliti er enginn einasti hluthafi skyldur að láta af hendi hlutabréf sitt gegn eigin vilja. Slíkt mundi ekki samræmast landslögum. Um þetta er óþarfi að deila, svo Ijóst ætti það að vera öllum, sem það vilja vita. Hin margumtalaða útkoma á skreið félagsins, sem rannsókn- arnefndin telur vera ca. 300 smál. lélegri en við var búizt, held eg að ætti að athugast betur, á þann hátt að gera samanburð á hrá- efnismagni og fullverkaðri skreið frá fyrstu byrjun skreiðarverk- unarinnar. — Er hugsanlegt, að heildarniðurstaða yrði önnur en sú, sem nefndin komst að, með því að fara ekki lengra aftur en til ársins 1955. Fávíslegri spurningu svarað íslendinyur hefur eytt miklu rúmi á undanförnum mánuðum í það að endurprenta sömu grein- ina með mismunandi orðalagi um útsvarsmál samvinnufélaga og svokölluð „skattfríðindi". — Ein firran, sem blaðið hefur haldið fram, er sú, að ef starfsemi SÍS á Akureyri væri rekin af hlutafé- lagi, myndi útsvar þess nema mörgum hundruðum þúsunda og vera heil gullnáma fyrir bæjar- sjóð. f haust taldi blaðið veltuút- svarið eitt mundi nema um kr. 300.000.00, en í síðasta blaði um 240.000.00 krónur, svo að eitthvað virðist nú útreikningurinn á reiki. Dagur benti á það, nú fyrir skömmu, að öll þessi skrif um út- svör SÍS hér, væri einber þvætt- ingur, sem enga stoð ætti í veru- leikanum, og hefur því ekki ver- ið hnekkt. íslendingur hefur heldur ekki getað rökstutt niðurstöður sínar og hinar breytilegu tölur. En hann spyr eins og álfur út úr hól, hvort ekki sé sjálfsagt að breyta SÍS í hlutafélag. Oft hafa Sjálfstæðismenn talað af mikilíi einfeldni um samvinnu mál, en aldrei á borð við þetta. En nú rann loks ljós upp fyrir sjónum íslendings. Með þessu eygir hann möguleika fyrir auð- uga flokksbræður sína, til að ná tangarhaldi á SÍS, eins og tekizt hefur í Eimskipafélagi íslands. — Ingólfur Kristinsson. Hjörtur Gíslason. Erlingur Davíðsson. Ármann Dalmannsson. Hallur Sigurbjörnsson. Sigurður O. Björnsson. rs efndirnar breg beggja vona" segir „Islendingur"! „Loforð og efndir" hcitir leiðar- inn í síðasta íslendingi, og einhvcr sá vandræðalegasti, sem þar hefur sest lengi, og er þá mikið sagt. Þar segir að stjórnmálaflokkarnir séu nú vanir því að Iofa kjósendunum gulli og gra'num skógum, en til beggja vona geti brugðið um efnd- irnar. Framsóknarflokkurinn hafi engu lofað fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar, pg út af fyrir sig sé þetta klókt, þvi sá, sem engu lofi, liafi ekkerl að' svikja. Þetta á að vera cinskonar afsök- un íslendings á kosningaloforð- um hans, sem hann birtir fyrir hvcrjar kosningar og svíkur eftir hverjar kosningar, ®g ekki leynir scr öfund hans á þeim flokk sem lofa minnu, en efna það þess bet- ur. Ritstjórinn hefur liklega heyrt einhvern vera að hlæja að feitletr- uðum stcfnuyfirlýsingimi í blaði hans og er strax farinn að búa menn undir svikin, því til beggja vona geti brugðið um elndirnar. Síðan leiatst blaðið við að telja upp þau mál, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hafi lofað síðast, en scgir svo að auðvitað hafi hann ekki verið þess megnugur að gera mikið af, nema í félagi við aðra flokka. Nú vita allir, sem vita vilja og eitt- hvað hafa fylgst með í bæjarmálum nú síðustu dagana, að vinstri flokk- (Framhald á 7. síðu.) •^ B-listinn er listi Framsóknarmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.