Dagur - 05.02.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 05.02.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. AGU DAGUR kemur næst út miðviku- daginn. 12. febrúar. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. febrúar 1958 9. tbl. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri. Guðmundur Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar. Tveir starfandi dýralæknar hér Hingað er kominn nýr dýralæknir, Ágúst Þorleifsson, er hefur nýlokið námi í Osló og er hann tekinn til starfa. Eru því tveir starfandi dýralæknar hér, hann og Gudmund Knut- zen héraðsdýralæknir og hafa þeir skipt með sér verkum. Ágúst, sem hingað er ráðinn í samráði við SNE, hefur eftirlit með búfjárræktarstöðinni að Lundi cg verður þar til viðtals á morgnana til kl. 11 (sími 1533, en heimasími 2462). Síðan skipta dýralæknarnir með sér verkum, eftir því sem þeim þykir bezt henta. Þá hafa þeir ákveðið að hafa nætur- og helgidagavakt aðra hvora viku, og er það auglýst á öðrum stað í blaðinu í dag og verður svo fyrst um sinn. Er þetta þörf nýbreytni þegar mikið er að gera og alvarleg tíðindi gerast í búfjárræktinni. Foreldrafundir Tveir foreldrafundir hafa verið haldnir í Oddeyrarskólanum á Akureyri, þann 15. og 17. jan. sl. Á fyrri fundinum flutti Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, ávarp og ræddi þar ýmis mál hins nýja skóla, svo sem skólahúsið, hvern- ig það reynist, lestrarstofu o. fl. Þá flutti Theódór Daníelsson, kennari, erindi um samband heimilis og skóla og hve mikil- vægt það er í uppeldis- og skólastarfi, að foreldrar og kenn- arar ræðist við. Að því loknu skoðuðu foreldrar skólahúsið, og að síðustu ræddu þeir við for- eldra barna sinna um nám barn- anna. Tilhögun síðari fundarins var hinn sama að öðru en því, að þá flutti Eiríkur Stefánsson, kenn- ari, erindi fundarins og var það um uppeldismál almennt. Lagði hann áherzlu á góðar, uppeldis- legar venjur barnsins í æsku. Þessa fundi sóttu 80 manns auk kennara skólans. Voru foreldrar ánægðir með að fá þetta tækifæri til að kynnast skólanum, og var þar lagður fyrsti grundvöllur að kynnum foreldra við hið nýja skólaheimili á Oddeyri. Dýralæknirinn, G. Knutzen, hefur haft feikna mikið að gera, lnn en nú bætast einnig ný verkefni við. Fyrst og fremst það, sem að ofan greinir, um búfjárræktar- stöð SNE og í öðru lagi er fyrir- hugað að taka upp strangt hrein- lætiseftirlit í fjósum í héraðinu. En það hefur lengur verið van- rækt en skyldi. Júgurbólga er hinn alvarlegasti sjúkdómui' og mjög útbreidd. Henni þarf að segja stríð á hendur. Ennfremur því ástandi í hreinlætismálum, sem ekki telzt viðunandi. Fyrsli lundur nýju bæjarsljórnarinnar Fyi'sti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar var haldinn síð- degis í gær að viðstöddum öllum bæjarfulltrúunum og mörgum gestum. Steinn Steinsen setti fund, en Helgi Pálsson, aldursforseti, stýrði fundi þar til forsetakjör hafði farið fram. Guðmundur Guðlaugsson var endurkjörinn forseti bæjar- stjórnar, en varaforseti Björn Jónsson. Þessir menn voru kosnir í bæj- arráð: Jakob Frímannsson, Björn Jónsson, Bragi Sigurjónsson, Jónas G. Rafnar og Jón G. Sól- nes. — Varamenn: Guðmundur Guðlaugsson, Jón B. Rögnvalds- son, Helgi Pálsson, Stefán Reykjalín og Árni Jónsson. Aðr- ar nefndarkosningar verða vænt- anlega birtar í næsta blaði. Magnús E. Guðjónsson var kos- bæjarstjóri. Um það starf höfðu 2 sótt, hann og Jónas G. Rafnar. Magnús E. Guðjónsson kosinn bæjarstjóri Guðm. Guðlaugsson kjörinn forseti bæjarstj. Málefni Útgerðarfélagsins. Svohljóðandi bréf var tekið til meðferðar: „Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyi'inga h.f. hefur á fundi sínum 3. febrúar bókað og samþykkt eftirfarandi til að senda bæjar- stjórn Akureyrarkaupstaðar: Fyrirsjáanlegt er að rekstur Ú. A. muni stöðvast næstu daga nema skjót úrlausn fáist í fjár- hagserfiðleikum þess. Leyfir stjórn Ú. A. því að óska eftir, að bæjarstjórnin taki að sér að reyna að ná samningum við lán- ardrottna félagsins um langan gjaldfrest á lausaskuldum og eft- irgjafir, eftir því sem mat á eign- um félagsins gefur tilefni til og að Akureyrarbær veiti ábyrgð fyrir þeim hluta, sem lánaður verður til langs tíma, ef það reynist nauðsynlegt. Ennfremur að Akureyrarbær tryggi rekstur togaranna frá 1. febrúar til fe- brúarloka." Bæjarstjórnin samþykkti eftir- farandi í tilefni bréfsins: „Bæjarstjórn samþykkir að verða við beiðni Útgerðai'félags- ins og felur bæjarráði að ákveða á hvern hátt samningar verða upp teknir við lánadrottna fé- Bændur munu vænta sér góðs af hinum nýja og áhugasama dýralækni í baráttunni við bú- fjársjúkdómana og fyrir bættum afurðum búpenings og bjóðá hann velkominn til starfa. Tekjur útfiutningssjóðs 383 millj. Til 31. desember 1957 námu tekjur Útflutningssjóðs 363 millj. króna og greiðslur 359 millj. kr., en inneign í sjóði dag þennan var 3,6 milljónir króna. Fyrstu daga ársins innheimti Útflutnignssjóður um 5 milljónir Stýrimannanámskeiði lokið á Ák. Hinn 1. okt. sl. hófst hér á Ak- ureyri námskeið í siglingafræði á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Nemendur voru 15 og luku þeir allir prófi 31. janúar sl. Aðalkennari námskeiðsins var Baldur Sveinbjarnarson frá Seyðisfirði. Stundakennarar voru Þórir Sigui'ðsson, Ragnar Stein bergsson og Konráð Erlendsson. Prófdómarar voru þeir Karl Guðmundsson, kennari við Stýri- mannaskólann, og Þorsteinn Stefánsson, Akureyri. Námskeið þettn veitir nemend- um rétt til að verða stýrimenn á fiskiskipum, allt að 120 lestum, á fiskveiðum við strendur landsins, en síðar rétt til skipstjórnar á skipum af sömu stærð. Aðal- kennari námskeiðsins hefur beðið blaðið að færa samkennurum sínum, prófdómurum og nem- endum sínum, svo og öllum þeim, sem lögðu námskeiðinu hjálparhönd, beztu þakkir. Nemendur voru þessir: Aðalsteinn Baldursson, Húsavík, Aðalsteinn Friðfinnsson, Grund- arfirði, Bóas Gunnarss., Vogum,S.-Þing., Brynjar Júlíusson, Akui’eyri, Einar B. Einarsson, Seyðisfirði, Garðar Björnsson, Dalvík, Guðmundur Olafsson, Akureyri, Jóhannes Steinsson, Olafsfirði, Jón E. Sigurgeirsson, Dalvík, Kristbjörn Jónsson, Akureyi'i, Kristinn Traustason, Olafsfirði, Kristján E. Kristjánsson, Bol- ungavík, Sigurðui' Þorvaldsson, Siglufirði, Stefán B. Bragason, Akureyri, Sverrir Traustason, Árskógsstr. AFMÆLISBLAÐ í næsta tölublaði minnist Dagur 40 ára afinælis síns. króna af tekjum ársins 1957. Enn á Útflutningssjóðui' óinnheimtar um 15 milljónir króna tekjui' vegna ársins 1957, (þ. e. söluskatt síðasta ársfjórðungs og ýmislegt fleira). Tekjui' Útflutningssjóðs vegna ársins 1957 verða þannig um 383 milljónir króna. Ógreiddar, gjaldfallnar kröfur á Útflutningssjóð voru taldar 31. desember 1957 um 57 milljónir króna, eða um 34 milljónum kr. meiri en samanlögð inneign í sjóði dag þann og óinnheimtar tekjur vegna áx-sins 1957. (Frá stjói'n Útflutningssjóðs.) lagsins og hvernig ti'yggingu fyr- ir áfi-amhaldandi reksti’i togar- anna, minnsta kosti yfirstandandi mánuð, vei'ður bezt fyrir komið. Ennfi'emur hafi bæjari'áð fullt eftirlit með rekstri félagsins þennan tíma, t. d. með því að fela sérstökum trúnaðai'manni bæjai'- stjórnar ótakmarkað umboð bæj- ai'stjórnar til daglegs eftii-lits með öllum rekstx-i félagsins. — Bæjai’stjórnin telur bi'ýna nauð- syn bera til þess, að sem allra fyrst fáist örugg vitneskja um hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin hyggst gei-a til þess að tryggja framtíðarrekstui' Útgerðarfélags Akureyi’inga h.f., og samþykkir því að kjósa þriggja manna nefnd sem vinni með þingmönnunum Frðjóni Skarphéðinssyni og Birni Jónssyni, að málefnum félagsins við ríkisstjórnina." (Framhald á 8. síðu.) „TOMMY STEELE“ Norðurlanda og James menn hans skemmta í Nýja-Bíó í kvöld Frægasti roklt-söngvari Norð- urlanda, James Rasmussen, sem kallaður hefur verið „Tommy Steele“ Nirðurlanda, heldur hljómleika í Nýja-Bíó í kvöld á vegum Lionsklúbbs Akureyrar. James og James-menn hans hafa undanfarið lialdið rokk-hljóm- leika í Reykjavík við mjög mikla aðsókn og lirifningu áheyrenda. Allur ágóði af hljómleikunum í kvöld rennur til Ekknasjóðs Akureyrar, en Lionsklúbburiim hefur áður safnað kr. 7290.00 til ágóða fyrir Ekknasjóðinn. Tannhvöss fengdamamma Frumsýning Frú Emilía Jónasdóttir. í gærkveldi Frumsýning á sjónleiknum „Tannhvöss tengdamamma“ hef- ur dregizt meira en ætlað var, sökum veikinda, en var haldin í gærkveldi í Samkomuhúsi bæj- arins í meðferð Leikfélags Akur- eyrai'. Fi-ú Emilía Jónasdóttir leikur aðalhlutverkið, sem gestur félagsins, en leikstjói'i er Guð- mundui' Gunnai'sson. Vegna naums tíma verður sýn- ingum hraðað og verðui* önnur sýning í kvöld og næstu kvöld. Fólki er bent á að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. (Sími 1073.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.