Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 19. febrúar 1958 UM DAGINN OG YEGINN FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Fplag ísl. iðnrekcnda 25 ára. Félag íslenzkra iðnrekenda er 25 ára og afmæli þess nýliðið. — Frumkvæði að stofnuninni átti Sigurjón Pétursson á Álafossi. En núverandi formaður er Sveinn B. Valfells. Við þau tímamót hef- ur það verið rifjað upp, að til skamms tíma voru íslendingar sjómenn og bændur flestallir og ekkert þéttbýli til. En þegar þéttbýlið kom til sögunnar, varð æ meira að treysta á iðnaðinn, efla hann og auka, til að skapa atvinnu fyrir fólkið. Talið er að um 40% af íbúum Reykjavíkur hc|fj atvinnu af iðnaði, og er það glþggt dæmi um iðnþróunina. (nnþrotafaraldurinn í Reykjavík. í nálega hverju sunnanblaði segir frá innbrotum í höfuðstaðn- um. ískyggilegast við þessa glæpahneigð er það, að börn og unglingar eru í miklum meiri- hluta þeirra ógæfumanna, sem við þessi mál eru riðnir. Jafnvel 12 ára drengir fást við innbrot og eru þá gjarnan fleiri saman við þessa þokkajðju. Lítið er unnt að gera til að hefta það, að sömu unglingarnir haldi áfram á þess- ari braut. Þeim er sleppt þegar þeir hafa játað syndir sínar og byrja stundum sama dag aftur. Sem þetur fer, er ástandið hér á Akureyri furðu gott í þessu efni miðað við fólksfjölda og tiltölu- iega fá afbrot unglinga hér að undanförnu. Smygl og aftur smygl. Venjulega líður skammt á milli þess, að smyglaðar vörur finnist í islenzkum skipum, er sigla landa á milli. Fyrir skömmu fannst töluvert áfengismagn í mastri eips skipsins og auðvitað er áfengi og aðrar slíkar vörur fald- ár á ólíklegustu stöðum. Nýlega átti að herða á toll- gæzlu um land allt og var þess full þörf. Almannarómur fullyrð- ir þó, að verulega sé smyglað á mörgum höfnum hér norðan- iands, bæði víni og öðrum vörum. Mætti tollgæzlan enn herða á eftirliti og vera betur á verði, þótt hér sé enginn ákærður sér- staklega í þessu efni. Gulu sögumar. Almenningi mun hafa blöskrað sá hatrami áróður íhaldsins í Reykjavík fyrir kosningarnar er heyrði undii- gulu sögurnar svo- nefndu. Á kosningadaginn birti Morgunblaðið til dæmis það, að til landsins væru komnir tveir brezkir sérfræðingar frá seðla- prentsmiðju, og var látið í veðri vaka að ríkisstjórnin hefði í hyggju að ráðast á eignarétt manna með peningaskiptum og eignakönnun. Vilhjálmur Þór bankastjóri Seðlabankans, gaf svo út yfjrlýsingu um málið, þar sem segir að nefndir menn hafi verið hér í venjulegum viðskipta erindum, sem eigi ekkert skylt við innköllun peninga. Þessi gula saga mun þó hafa haft einlrver áhrif á kjördegj í Reykjavík, og hún sýnir sapnleiksást Morgun- blaðsins og hinar viðurstyggilegu baráttuaðferðir þess. Forkólfum Sjálfstæðisflokksins heppnaðist að breiða út alls kon- ár gular sögur um andstæðing- ana, m. a. í skjóli þess, að ekki verður gengið frá endanlegri meðferð efnahagsmálanna fyrr en á framhaldsþinginu. Áhrifamest af þessum gulu sögum var vafa- laust sú, að ríkisstjórnin fyrir- hugaði að taka umráðarétt af húseigendum og skerða heimilis- friðinn. Þessi söguburður var rekinn af slíku kappi af hinni stóru áróðursvél Sjálfstæðisfl., aö alltof margir kjósendur blekktust af honum. Sjálfstæðis- flokkurinn má því vafalaust fyrst og fremst þakka gulu sögunum sigur sinn, svo geðslegar sem þær eru. Þá hefur það vafalaust haft nokkuð að segja, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gengu fjór- klofnir til kosninganna og mörg- um mun hafa þótt vafasamt um samkomulag þeirra eftir kosn- ingarnar. Bandarískur gerfihnöttur. Fyrsta febrúar sl. var banda- rískum gerfihnetti skotið á loft og fer hann með 19 þús. mílna hraða á klukkustúnd og er 100 mínútur á leið sinni umhverfis hnöttinn. Talið er að hann muni halda áfram ferð sinni árum saman. Hnöttur þessi vegur um 30 ensk pund. Hann fer spor- öskjulagaða braut og er 200 míl- ur frá jörðu, þegar hann er næst henni, en lengst 1000 mílur. — Hnötturinn hefur margs konar tæki innanborðs, sem eiga að auka vísindin, meðal annars hvað snertir geimgeisla, hita, raka loftsins o. fl. 1 sjálílieldu í Tindastóli. í haust varð þess vart, að 14 kindur voru í sjálfheldu í Tinda- stóli í Skagafirði. Voru þær að norðanverðu í fjallinu. Heita það Skorur, er kindur þessar lentu í. Fyrsta febrúar fóru tveir menn þar að á báti og skutu tvær, Enn sáu þeir tvær kindur og sýndist þeim að möguleiki væri á, að þær kynnu að lifa veturinn af. Um af- arif hinna 10 er ekki vitað, að öðru leyti en því, að víst þykir að þær séu þegar dauðar. Flestar kindanna voru frá Reykjum á Reykjaströnd. Talið er, að mjög sé erfitt um vik að varna því, að þessi hryggilega saga endurtaki sig. 111 meðferð á hestum? í Þýzkalandi er mikill áhugi fyrir íslenzkum hestum. Þangað hafa verið seld hross, bæði full- vaxin og ennfremur folöld, og er stutt síðan þau síðustu voru send utan. Dýraverndunarfélög í Þýzka- landi og Svíþjóð hafa snúið sér til Dýraverndunarfélags íslands vegna frétta í blöðum þessara landa, að hér úti á íslandi væri fóðurskortur mikill og hungur- dauði hrossanna yfirvofandi. — Þessi erlendu félög hafa boðið aðstoð af þessu tilefni. Frá Sviss hafa komið hai-ðorð mótmæli yfir hrossameðferðinni og í Þýzkalandi er það talin dýra verndun að flytja hrossin burt af landinu. Allar eru fréttir þessar íslenzkum bændum til vanza. En hvernig þær eru til orðnar liggur ekki ljóst fyrir. íslenzka Dýra- verndunarfélagið hefur þegar sent þær upplýsingar, sem svar, sem sannastar pru í þessum mál- um. En ekki bera innlendar fréttir það með sér, að fóður- skortur sé þegar orðinn eða yfir- vofandi á landi hér og harðindi hafa heldur ekki verið enn sem komið er, venju fremur. íslenzk glíma. Á Alþingi í vetur fluttu fjórir þingmenn, sinn úr hvorum stjórn málaflokki, þingsályktunartillögu til ríkisstjórnarinnar, um að hún beiti sér fyrir því, að íslenzka glíman verði upp tekin sem kennslugrein í skólum, svo sem gildandi lög segja fyrir um. ís- lenzka glíman sé menningararfur, segja flutningsmenn, sem ekki megi glatast. Tillagan er á þessa leið: „Al- þingi ályktar að beina þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún geri ráðstafanir til þess, að fullnægt verði á raunhæfan hátt atkvæðum gildandi laga og reglugerða um, að í öllum skól- um landsins sé piltum gefinn kostur á tilsögn í íslenzkri glímu.“ í greinargerð benda flutnings- menn á, hve þessi þjóðaríþrótt sé karlmannleg og sérstæð. Iðkun glímu þjálfi bæði sól og líkama og sé áhrifamikil til uppeldis. Ennfremur að skólarnir taki svo mikinn tíma frá sjálfræði nem- enda sinna, sem fyrrum var að nokkru notaður til glímuiðkana, að þeim sé skylt að bæta fyrir það að nokkru á fyrrgreindan hátt. Farmal - dráttarvélin. Um það bil þriðjungur allra dráttarvéla á landinu er af Far- mal-gerð, eða samtals á 15. hundrað vélar. SÍS hefur sölu- umboð á þessum vélum og hafa þær reynzt vel, en þær eru fram- FRÁ SÓLHÝRUM SUNDUM Litið í Politikens Ugeblad. Vikan 26. jan.-l. febr. Flótti frá Póllandi. Enn flýja ungir menn frá Pól- landi. Fjórir menn um tvjtugt sigldu pólsku fiskiskipi til Borg- undarhólms og báðu um landvistar- leyfi scm pólitískir flótlamcnn. Einn þcirra var háseti á skipinu, og smyglaði hann hinum jtremur um borð. Er færi gafst, læstu þcir hina af áhöfninni inni og tóku stjórnina í sínar hendnr. Sagði ungi sjómað- urinn, að miklu fleiri sjómenn myndu flýja seinna, ef þeim gæfist nokkurt færi á. Heiðurslaun skálda. Danska ríkið hefur tvp skáld á heiðurslaunum ævilangt. Skáldkon- an Thit [ensen var á þesstim hejð- urslaunum ásamt Karen Blixen, en Thit Jenscn dó á síðasta ári, og nú hefur Tom Kristerisen fengið þessi heiðurslaun. Laun jtcssi voru fyrst sett á fjár- lög árið 1928 og Jrá veitt Nóbei- skáldinu Henrik Pontoppidan, og seinna fékk þau einnig Jóhannes V. Jensen. Síðan fengu þau Martin Andersen Neksþ, Johannes Jprgen- sen, Karen Blixen og Poul la pour. Hciðurslaiinin ncma nij 9G00 kr. á ári, en verða samkvæmt tillögu menntamálaráðherra 12 þús. kr. frá 1. apr. næstkomandi. Þau eru skatt- frjáls. Heimsókn Chaplins. Danskir stúdentar hafa boðið Chaplin til Kaupmannahafnar. Mun hann koma í marz og flytja fyrirjestur um kvikmyndir sem á- róðurstæki, einnig mun hann lesa upp úr ævintýrum H. C. Andersens. Chaplin, sem nú er 68 ára gam- alí, hcfur aldrei - áður komið til Norðurlanda. Indversku kýrnar. Birt er viðlal við ungan Indverja, scm dvalið hefur miirg ár í Dan- mörku og talar ágæta dönsku...Segir hann meðal annarsf „Já, heilögu kýrnar, sem danskar landafræðikennslubækur hafa svo mikið dálæti á. Okkur Indverjum er kýrin heilágt dýr, jna' að hún er það dýr, sem er gagnsamast mann- iniitU- Það finnst okkur. Hér í landi leiddar af hinum þekktu Inter- national Harvester-verksmiðjum. — Umboðsmaður verksmiðjanna var nýlega á ferð hér á landi og benti hann meðal annars á það, að ekki væri nægilegt að selja vélarnar, heldur jryrfti líka að hafa 10—15 þúsund varahluti, til þess að fullnægja kröfum eig- endanna. Hér á landi eru næstum ótelj - andi tegundir dráttarvéla og bif- reiða. Sennilega hefur hver teg- und eitthvað eða margt sér til ágætis og erfitt að leggja dóm á, hvað skilyrðislaust hentar bezt að kaupa. En oft hefur það mjög torveldað full not þessara véla og farartækja, að ekki hefur verið séð fyrir nægilegum varahlutum. Ættu bændur og bifreiðaeigend- ur jafnan að hafa það hugfast, að kaupa einungis slík tæki frá þeim umboðum, sem fullnægja þessu frumskilyrði ábyrgra innflytj- enda. mundu menn vist ekki vilja borða hundinn sinn, eða er það? Þetta er allt saman tilfinningamál." Atvinnuleysi. Þann 15. janúar voru tæplega 120 þús. menn atvinnulausir í Dan- mörku, þar af 76 þús. verkamenn. Mest er atvinnuleysið á Norður- Jótlandi. „Fjölskylda þjóðanna." I sambandi við íjpsmyndasýning- una „Fjölskykla þjóðanna", þá hina sömu pg yar í Reykjavík ekki alls fyrir lörigu, efndu „Politikcn" og flugfclagið Pan American Airways- til ritgerðasamkeppni meðal ung- linga í Danmörku, skyldu verðlaun- in vera ókeypis flugfar til New York. pg tíu daga dvöl þar vestra. Margir unglingar tóku þátt £ samkeppni þessari, og voru tveim upglingum einróma dæmd verð- laupip, þeim Erik Thygesen, 16 ára,. og Arne Herlþv Peterscn, 14 ára.: Eru ritgerðir Jreirra birtar í blað- inu og auk jiess myndir af þcirn og. fjiilskyldum þeirra. Ritgerðir þessar eru óven jugóðar,. og það er þess vert að setja á sig: npfn jjessara ungu manna, [jví að; jseir eiga vafalaust eftir að standa einhvers staðar í fylkingarbrjósti' seinna, ef jteim endist líf: Erik Thygesen segir m. a.: „Við erum margir ungu menn- irnir í heiminum nú, og helmingur okkar kann að lesa. I-Ivað lesum, við? Sumir lesa í bókum um þá. hluti, sem jreir hafa hclzt áhuga á. og ætla kannske að gera að lífsstarfi sínu. Margir lesa liinar „kariónisktt bækur“ sinnar heilögu ritniffgar, Allir lcsa blööin. Við skulum lita á nokkrar sérkcnnandi fyrirsagnir okkar tíma. „Nýtt gervitimgl.“ „Ný' gerð eldflauga'vopna." „Hið kalda. slríð þarðnar." Tvær fylkingar berjast gegn hvor annarri af. gagnkvæmri hræðslu,. erns'og væru það óðir sjimpansar, en jtær sameinast í einn geysimik- inn górilla gegn öllum friðsömumi og hlutlausum. Þær láta beztu vís- indamenn sína einbeita sér að til- búningi hryllivppna til þpss að ógpa rnpð hejminum, og þær eyða. til ])css of fjár. Er })ctta hollf andrúmsloft okkuiy sent erum að vaxa? Ft)reldrar okkar voru ungir í síð- ustu heimsstyrjöld, afar okkar og- iimmur á hinum ótryggu árum millí stríðanna, og langömmur okkar og; langafar á æsitímum aldamótaár- anna. Þarf æska okkar endilcga aýl vcra ótrygg eins og j>eirra? Ég svara neitandi." Pilturinn endar ritgerðina á J)ví að vitna í orð Steichens, hiifundar sýningarinnar: „Ég á vin, skáld; Sandburg lieit- ir hann. Hann hefur samið nokkr- ar Ijpðlínur. Þær eru barnalegar, cinfeldnislegar, en rcynið að skilja, hvað hann meinar, og berjizt fyrir jreim hugsunum, ])cirri hcimsskoð- un, sem að baki fclst: „Það er aðeins einn maður i heiminum. Nafn hans er Allir menn. Það er aðeins ein kona í heiminum, og nafn hennar er Allar konur. Það er aðeins eitt barn í heiminum, og nafn jtess barns er Oll börn.“ Piltarnir tveir flugu af stað þann 6. þ m.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.