Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 19. febrúar 1958 D A G U R 7 Þeir, sem bera sóiskin í bæinn (Framhald af 5. síðu.) Áttu nokkur málverk frá þeim árum? Nei. Margir höfðu gaman af að eignast þau og eg ýmist seldi þau eða gaf og var mér það meira virði að einhver vildi eiga þau en krónurnar, sem eg fékk fyrir þau. Yfirleitt hef eg aldrei átt nein gömul málverk því þau hafa farið jafnóðum. Hefurðu aldrei haft sýningu? Jú, í fyrrasumar buðu Þingey- ingar mér að hafa sýningu í barnaskólanum að Grenjaðar- stað og sýndi eg þar 30 myndir og seldust 14. Þingeyingar tóku mér ágætlega eins og alltaf og er eg þeim þakklátur. Hér á Ak- ureyri hef eg ekki lagt í það. Akui’eyringar vita líka um vinnu stofu mína, og þeir vita, að þeir eru velkomnir hvenær sem þeir vilja til að líta á það sem eg geri. Hvort þeir kaupa ejtthvað eða ekki neitt, er alveg aukaatriði. Mér hefur alltaf verið það frem- ur illa gefið að hugsa í peningum. Hvað viltu segja um fyrir- myndir þínar? Eins og þú sérð, er hér allmik- ið af landslagsmyndum. Fyrir- myndir á því sviði eru alveg þrot lausar, svo engin mannsævi ent- ist til að gera þeim skil. En þjóð- sögurnar eru mér oft ríkar í huga líka, segir Guðmundur og bendir á nokkrar myndir, með ram- íslenzkum þjóðsagnablæ. Það liefur aldrei orðið af því að þú færir utan til nánis? Eg var einu sinni kominn af stað, segir Guðmundur, en ferð- in varð heldur endaslepp. Það var árið 1915 að eg lagði af stað til Noregs með stóru flutninga- skipi. En við vorum ekki langt. Helzt sem minnst. Eg hef eytt Fréttabréf úr Skagaf. (Framhald af 1. síðu.) skárra og farið batnandi eftir því sem framar hefur dregið. Um mánaðamótin bólgnaði Dalsá upp úr farvegi sínum og l-ann fram hjá brúnni. Gekk svo um hríð, að yfir hana var ekki fært öðrum bílum en jeppum, og þó við illan leik. Máttu þá ,',Framblíðingar“ flytja mjólkina á jeppum þangað út, til móts við mjólkurbílinn. —o— Hér í Akrahreppi voru 5 íbúð- arhús í smíðum á síðastl. ári. Þau voru að Gilsbakka, Miðgrund, Eéttarholti, Framnesi og Brekku koti. En þar er nú verið að reisa nýbýli. Er nú uppbyggt orðið á fiestum bæjum í Blönduhlíð og mun mörgum þykja mál til kom- ið. Fyrir 10—20 árum var mjög liaft á örði, hve illa væri byggt vegar færa. Þeir, sem byggt hafa hér í Hlíðinni, og mátti til sanns síðustu árin fá að ýmsu leyti betri og vandaðri hús en þeir, sem byggðu fyrir 1—2 áratugum og kannski er stundum betra að flýta sér hægt. M. H. G. komnir þegar skipið var stöðvað af brezku herskipi, en þá stóð fyrri heimsstyrjöldin yfir, og ekki þótti gott að láta heilan lýsisfarm fara án athugunar úr landi. Við vorum 3 íslendingar og var snúið við með okkur til sama- lands og þar með var ferð- inni lokið. Skipið var litlu síðar skotið niður, áður en því tókst að komast til Noregs. Síðan hef eg látið mér nægja styttri ferðir og eingöngu innanlands. Hvað viltu segja um íslenzku málarana? miklum tíma á söfnum í Reykja- vík og margs notið þar. En suma yngri málarana skil eg alls ekki þótt eg leggi mig allan fram. Mér hefur stundum komið í hug sagan um sýningargest, sem lengi horfði á málverk eitt mik- ið og .áttaði sig ekki á því, þó sýndist hqnum hluti af því líkj- ast gömlum, íslenzkum bullu- strokk og innti hann málarann eftir því. Svar hans var á þessa leið: „Hvað er þetta maður, sérðu ekki að þetta er kona í barns- nauð.“ Guðmundur þarf nú að sinna fleiri gestum, sem eru komnir til að líta á nýjustu málverkin og eg kveð hann með kærum þökk- um. ----o---- Guðmundur Halldórsson er einn af hinum kynlegu kvistum samtíðarinnar. Sérstæður í hugs- un, viðkvæmur og listfengur en hlédræguri Hann er málari að iðn og stundaði þá atvinnu fram undir 1950. Þá tók heilsan að bila og síðan hefur hann málað á vinnustofu sinni og unir betur hag sínum en nokkru sinni fýrr og nýtur lifsins. Hér skal enginn dómur lagður á málverkin. En víst er þó, að honum hefur tekizt að handsama brot af fjölbreyttri fegurð íslenzkrar náttúru og kynjasögur fortíðarinnar og festa á léreft. Særsta æskudraumi sínum — að mála, hefur hann verið trúr til þessa og getur nú loks gefið sig allan að ævilöngu hugðarefni sínu. Megi það verða sem lengst. E. D. Kvenúr fundið á Saurnastofu Gefjunar. 1 pplýsingar þar á staðnum. NÝKOMIÐ: Dömuyeski, aflöng, hanka- laus, í mörgum litum. SKEMMTILEGAR barnatöskur handa telpurn 5-12 ára. Verzl. Ásbyrgi li.f. Búskapurinn í Eyjaf. (Framhald af 8. síðu.) er því til muna meira hey en áð- ur. 1920 fengust 56 heyhestar eft- ir hvern búsettan mann í hreppn um, en nú fást 120 hestar. Nokk- ur góð engjalönd eru í hreppnum, og eru þau slegin enn, en allar lélegri engjar er lagt niður að slá. Mjög er landþröngt í hreppnum og vaxtarmöguleiki sauðfjárbú- anna má tqljast enginn, enda á hreppurinn ekki afréttarland, og Vaðlaheiði, sem hreppurinn ligg- ur meðfram, og sem margir bæir eiga land að, og á, er lítt gróið og lélegt sauðland. Beitiland fyrir kýr er svo til þrotið á mörgum bæjum og verður að beita þeim á ræktað land. Ræktunin hefur þó ekki enn verið við það miðuð, en mun á næstu árum breytast í samræmi við breytta staðhætti. Sumar jarðir í hreppnum hafa svo til raektað upp allt sitt land og eiga ekkert eftir af góðu landi fil ræktunar, þeir munu þó halda áfram að rækta það. í hreppnum qru jarðir sem hafa jarðhita í landi sínu, og er í sambandi við hann garðrækt bæði í gróður- húsum og úti í volgum jarðvegi. Ein jörð í hreppnum, þar sem stundaður er vepjulegur búskap- ur, hefur minna en 5 ha. tún, en 38 jarðir hafa yfir 10 ha. tún og 9 þeirra yfir 20 ha. Stærsta jörðin er Munkaþverá, sem enn er met- in í einu lagi, en á búa fleiri bændur. Þar er 17 ha. tún og all- ur heyskapur þar er 3440 hestar. Engjar eru þar ágætar og eru heyjaðir á þeim 1335 hestar. Búið er 54 nautgripir, 346 fjár og 9 hross. Líklega hafa Rifkelsstaðir breytzt einna mest. Þar var 3,8 ha. tún 1932, sem af fékkst 150 hestar. Nú er það 33,5 ha. tún og fást af því 2000 hestar. Búið er 49 nautgr., 203 kindur og 11 hross, og nú er verið að skipta jörðinni í tvennt og tekur sonur við öðrum hlutanum. Lík þessu hefur þró- unin orðið á fleiri jörðum, þó að þær verði ekki taldar upp hér. Þetta er hin eðlilega leið til að fjölga býlum í sveitinni. Fyrir og um aldamótin 1900 voru túnin í Dalasýslu stciei’st. Þá virtist vaxtarþroddurinn vera í búnaðinum þar, og hefur þar án alls vafa gætt áhrifa frá Ólafsdal. Kringum 1930 er hann kominn í Eyjafjörð. Þá eru framkvæmdir til umbóta mestar þar, og sér- staklega litíð upp til þeirra vegna ræktunarframkvæmda, sem bæði voru miklar og vel gerðar. Síðan hafa aðrar sýslur sótt á, og nú er hæpið að hægt sé að segja að Eyjafjarðarsýsla hafi forustuna í búskapnum, en víst er samt að hún er enn í fremstu röð, þegar allt er tekið með. Þegar nýræktinni sumarið 1956 er bætt við túnin, verður meðal- túnið í hrepp sem hér segir: Svarfaðardalshr. 12,3 ha. Árskógshreppur 11,6 ha. Arnarneshreppur 12,9 ha. Skriðuhreppur 12,4 ha. Qxnadalshreppur 16,5 ha. Glæsibæjarhreppur 11,9 ha. Hrafnagilshreppur 17,3 ha. Saurbæjarhreppur 16,0 ha. Öngulsstaðahreppur 15,9 ha. □ Rún 59582197 — Frl.: Atg.: I. O. O. F. — 1392218V2 — Föstumessa í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30. Þessir Passíu- sólmar vei’ða sungnir: 1. sálmur 1.—-8 v., 2. sálmur 16.—20. v., 3. sálmur 10.—13. v., 25. sálmur 14. vers. Sungin verður litania. K. R. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 59 — 24 — 370 — 121 og 97. P. S. — Messað í Barnaskól- anum í Glerárþorpi n.k. sunnud. kl. 2 e. h. Sálmar: 208 — 148 — 332 — 221. K. R. Fundur í drengja- deild kl. 10.30 f. h. á sunnudaginp. kemur. Akurfaxasveit og Starungasveit sjá um fundinn. — 1 4og 15 ára drengir velkomnir. Stúlknafundur í kapellunni n.k. sunnudag kl. 5 e. h. Vorperlu- og Gullbráarsveitir sjá um fundar- efni. Mætið vel og stundvisléga. Minningarspjöld kirkjuppar fást í Bókabúð Rikku. Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Almenn samkoma á sunnudags- kvöldið kemur kl. 8.30. Björgvin Jörgensson stjórnar. Allir vel- komnir. Guðspekistúkan Systkinaband- ið. Aðalfundur verður haldinn n.k. þriðjudag, . þ. m., kl. 8.30. — Venjuleg aðalfundarstörf og er- indi. Hjálpræðisherinn. Föstudaginn 21. þ. m.: Alþjóða bænadagur fyrir konur. Samkoma verður haldin hjá Hjálpræðishern- um kl. 20.30 e. h. Allar kon- ur velkomnar! —; Sunnudaginn kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 16: Helgunarsamkoma. Kl. 20.30: Al- menn samkoma. — Mánudag kl. 16: Útbreiðslufundur Heimilis- sambandsins. Kl. 20.30: Æsku- lýðssamkoma. Velkomin! Efri brúin á Glerá er hand- riðslaus annars vegar og því viðsjárverð yfirferðar. — Ber brýna nauðsyn til að lagfæra hana hið fyrsta. Dýralæknar. Helgidagavakt um næstu helgi og næturvakt næstu viku: Ágúst Þorleifssqn, sjmi 2462. Þakkir. Hér með þökkum við öllum þeim, sem gáfu okkur pen- inga og föt fyrir jólin til úthlut- unar á fátæk heimili og til ein- stæðra mæðra. Sérstaklega þökk qm við skátunum, sem unnu með ágætum að söfnuninni og útburði bréfa og böggla í vondu veðri og færð. Gerðu nefndinni þar með fært að inna af hendi þetta starf, sem hefur ómetanlega þýðingu til að gleðja og hjálpa mörgum illa stöddum fyrir jólin. — Okkar beztu óskir í nútíð og framtíð fylgi ykkur öllum. — Mæðra- styrksnefnd Akureyrar. Matreiðslunámskeið hefst aftur í Húsmæðraskólanum mánudag- inn 3. marz. Talið við kennslu- konuna sem fyrst milli kl. 5 og 6 síðdegis. — Sími 1199. Barnastúkurnar hafa fund í Barnaskóla Akureyrar næstk. sunnudag, Samúð kl. 10 og Sak- leysið kl. 1. Nánar auglýst í skól- unum. Skákfélag Akureyrar efnir til kennslu í skák fyrir unglinga í Verkalýðshúsinu í kvöld (mið- vikudaginn 19. þ. m.) kl. 8 e. h. Fer kennslan fyrst um sinn fram á miðvikudögum. Þeir, sem vildu vera þátttakendur, mæti á fund- inum í kvöld. Skógræktarfélag Ak. (Framhald af 8. síðu.) um eina og hálfa milljón plantna. f áætlun þeirri, sem gerð hefði verið um gróðursetninguna í vor, mndi yfir 100 þús. plöntui' koma í hlut Akureyringa og Eyfirð- inga. Væri því mikið verkefni framundan. Fundarmenn létu í ljósi það alit sitt, að þeim peningum er Skógræktarfélagið ætti nú í sjóði, væri ekki betui' vai'ið til annai-s en flýta sem mest gróður- setningunni. í stjórn Skógxæktarfélags Ak- ureyrar eru: Ti-yggvi Þorsteins- son, forrpaður, Hannes J. Magn- ússon, Sigurður O. Björnsson, Mai'teinn Sigurðsson, Árni Jqnsson og Eiríkur Stefánsson. Bæjarverkfræðingur hefur beð- ið blaðið að beina þeirri ósk þil húseigenda, að moka svo fx'á öskutunnunum, að gjörlegt sé, án tafa, að taka þæi' til losunar, eða hafa þær á þeim stöðum, sem auðvelt er að komast að þeim. Soi'phi-einsunin gengur of seint eins og nú er og geta bæjarbúar auðveldlega bætt úr því. Stúkan Ísafold-Fjaljkonan nr. 1 heldur fund 20. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Landsbankasalnum. Vígsla ný- liða. Bræði'akvöld. Skemmti- atriði og dans. — Stúkan Bi'ynja kemur í heimsókn. Æðstitemplar. B-lista skemmtimin sem haldin var sl. fimmtudag, fór hið bezta fram og var fjöl- mcnn. Ilenni stjórnaði Ás- grímur Stefánsson, en ræður fluttu Jóhann Frímann skóla- stjóri, og mælti fyrir minni Dags í tilefni af 40 ára afmæl- inu, en Ingvar Gíslason ræddi um stjórnmálin. Var ræðunum ágætlega tekið og skemmtu menn sér síðan við söng og dans fram eftir nóttu. Iðnaðarmanna, Trésmiða og Múrarafélögin á Akureyri ÞORRABLÓT verður haldið í Landsbankasalnum laugardaginn 22. þ. nr. og liefst með borðhaldi kl. 8 e. h. S KEMMTIATRIÐI: ? Aðgöngumiðar verða afgreiddir á sama stað föstud. 21. febrúar kl. 8—10 e. h. og laugard. 22. febrúar kl. 1—3 e. h. — Ekki samkvæmisklæðnaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.