Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 19.02.1958, Blaðsíða 8
8 Bagum Miðvikudaginn 19. febrúar 1958 PALL ZOPHONIASSON: Búskapurinn í EyjaljarSarsýslu Fréttabréf úr Skagafirði Frostastöðum, 7. febr. 1958. Þriðjudaginn 14. jan. sl. hélt Bændaklúbbur Skagafjarðar fund í Varmahlíð. Ingi Sveinsson vélvirkjameistari á Sáuðárkróki flutti framsöguræðu og sagði frá för sinni til Bandaríkjanna. En hann var einn af þeim landbún- aðarvélamönnum, sem boðið var þangað á sínurn tíma. Var erindi hans hið fróðlegasta. Undir umræðum var hann spurður að því, hvort hann hefði ekki séð mikið af tækjum er komið gætu íslenzkum bændum í góðar þarfir. Ingi taldi, að hann hefði að vísu sitt hvað hafa séð, er hann taldi að henta mundi hér, en þess bæri þó að geta, að einstök bú í Bandaríkjunum væru yfirleitt stærri en á íslandi og þó væri munurinn einkum sá, að þar væri búskapurinn miklu sérhæfari en hér. Skagfirðingar hafa löngum ver- ið frægir fyrir stóðeign sína. — Áhugi á þeirri búgrein fer nú dvínandi og mjög að vonum. — Aftur á móti virðist glæðast skilningur á gildi hrossaræktar. Erfiðleikar á að fá hross tamin, er þar þó illur Þrándur í Götu. Hestamannafélagði Stígandi rak í nokkur vor tamningastöð fyrir dráttarhesta og hafði til þess styrk frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Sú starfsemi lagð- ist þó niður vegna ónógrar þátt- töku. Markaðurfyrirdráttarhesta þrengdist stöðugt, vegna vaxandi dráttarvélanotkunar. Stígandi hefur nú tekið upp þráðinn að nýju og rekur nú tamningastöð fyrir reiðhesta. Er hún staðsett í Varmahlíð. Munu nú 20 hestar þar í tamningu, en hartnær jafn mörgum varð að víst frá, því að skilyrði voru ekki fyrir hendi til að taka fleiri í einu. Tamninguna annast þeir Pétur Sigfússon, bóndi í Álftagerði og Gísli Höskuldsson frá Hofstöðum í Borgarfirði. Þeim til aðstoðar er svo Páll Sigurðsson í Varmahlíð, hinn kunni langferðabílstjóri, hestamaður og gestgjafi. Búnað- arsamband Skagfirðinga og Stíg- andi styrkja starfsemina, svo að kostnaður er ekki þungbær hestaeigendum. Tíðarfar hefur verið stirt hér um slóðir allt frá jólum. Gekk þá í suðaustan rosa með snjókomu öðru hvoru. Upp úr miðjum jan- úar brá til norðanáttar og hefur hún verið ríkjandi síðan. Færð er erfið í héraðinu og truflar mjög mjólkurflutninga. Vegum hefur þó að sjálfsögðu verið haldið opnum eftir föngum, en það gerist nú æ erfiðara, eftir því sem traðir dýpka. Mjög er orðið illt til jarðar í vestanverðri sýsl- unni og' einnig að austan, eftir að kemur út fyrir Viðvíkursveit. í Blönduhlíð hefur það verið (Framhald á 7. síðu.) Frá Skógræktarfélagi Ákureyrar 18 þúsimd plöntur gróðursettar. - 430 mann í sjálfboðavinnu. - Stórt átak framunclan í skógræktarmálum (Niðurlag.) 7. Hrafnagilshreppur. Byggðar jarðir í hreppnum voru 32, en eru nú 33. Meðaltún- ið var 5 ha. 1920, en er nú 16,3 ha. og hefur því meir en þrefaldast. Á meðaljörðinni var heyjað 153 + 279 = 432 hestar. Nú er hey- skapurinn á meðaljörðinni 672 + 163 = 835 hestar. Áhöfn meðal- jarðarinnar 1920 voru 6 nautgrip- ir, 109 fjár og 6,3 hross, en eru nú á meðaláhöfn 19,5 nautgr., 76 fjár og 2,9 hross. Nautgripum hefur fjölgað um 13,5, sauðfénu fækkað um 33 og hrossum um 3,4. 1920 var heyið í minnsta lagi handa búfénu, en nú er það til muna meira, og nægilegt þó all- harður vetur komi. Utheyskap- urinn hefur minnkað, og nú má heita að hætt sé að slá annað land, utan túns en ágætar engjar, er Eyjafjarðará ber á árlega. Hreppurinn á ekkert upprekstrar land. Hrafnagilskirkja átti upp- rekstur á Bleiksmýrardal vestan ár og mun hann dálítið not- aður úr hreppnum, en erfitt ef að nota hann, og ekki vel séð af Fnjóskdælingum, enda ekki lík- legt að það verði gert til fram- búðar. Grundarbændur ráku um skeið fé sitt á Nýjabæjarafrétt í Austui'árdal í Skagafirði, en heita má það ógerningur að nota hann frá Grund eins og nú er. Vaxtar- möguleiki sauðfjárbúanna er því Htill eða enginn í Hrafnagils- hreppi, nema búnaðarhættir eða aðstaða breytist, jarðhiti er nokkur í hreppnum og við hann Smásagnasamkeppni Tímaritið Samvinnan hefur nú efnt til þriðju smásagnasam- keppni sinnar og verða fyrstu verðlaunin ferð með Sambands- skipi til meginlandsins og heim og 2000 krónur að auki. Hefur þátttaka í hinum fyrri smásagna- keppnum verið geysimikil, en Indriði Þorsteinsson vann hina fyrstu og Jón Dan hina aðra. — Sögur skulu berast ritinu fyrir 15. apríl næstkomandi, en í dóm- nefnd sæti þeir Andrés Björns- son magister, Andrés Kristjáns- son blaðamaður og Benedikt Gröndal ritstjóri. í smásagnakeppninni mega taka þátt allir íslenzkir borgarar, ungir og gamlir, hvirt sem þeir hafa áður birt eftir sig sögu eða ekki. Handrit skal senda sam- vinnunni, Sambandshúsinu, Reykjavík, og skal fylgja nafn og heimilisfang höfundar í lokuðu umslagi, en umslagið og sagan vera auðkennt á sama hátt. Auk þeirra fyrstu verðlauna, esm getið var, eru 2. verðlaun 1000 krónur og 3. verðlaun 50 krónur. Þar að auki mun Sam- vinnan kaupa 10—20 sögur, sem berast, gegn venjulegum ritlaun- um. garðrækt í gróðurhúsum og í volgri jörð. Hænsnahald er meira en gerist og egg seld til Akureyr- ar. Stækkun búanna í Hrafna- gilshreppi liggur í stækkun kúa- búanna, aukinni garðyrkju og fjölgun hænsnanna. Ein jörð hef- ur minna en 5 ha. tún (3,7), en 25 jarðir hreppsins hafa stærra tún en 10 ha. og 11 af þeim stærra en 20 ha. Grund hefur verið stærsta jörðin og haft stærsta búið. 1932 var túnið orðið 21,3 ha. að stærð og þa var Grund ein jörð. Þá var búið á Grund talið með stærstu búum landsins. Af túninu fengust 500 hestar og á Grundarengjum, sem eru góðar, voru slegnir 1100 hestar. Búið var 18 nautgripir, 350 fjár og 12 hross, og Nýjabæj- arafrétt var notuð. Nú er Grund orðin að' tveim jörðum, Grund I og II. Túnin á þeim báðum eru 64,2 ha. og gefa af sér 2740 hesta, en á engjunum eru heyj- aðir 900 hestar. Á Grund I og II eru nú 83 nautgr., 511 kindur og 30 hross, og væri Grund enn ein jörð, væri þar enn eitt stærsta bú landsins. En það hafa margar fleiri járðir í hreppnum breytzt en Grund, og sumar tiltölulega meira, þótt Grundar sé hér minnzt, af því að þar er stærst bú. Finnastaðir höfðu 5,7 ha. tún 1932, en hafa nú 32,8 ha. tún og 1425 hesta töðu. Áhöfn þar er 40 nautgr., 93 kindur og 5 hross, fleiri jarðir má segja svipað um í hreppnum eins og Möðrufell, sem komin er með 40 ha. tún o. s. frv. Bæði Finnastaðir og Möðrufell eru nú að fæða af sér ný býli, synir feðranna að fá hluta af jörðunum handa sér og hyggjast þá reka kúabú fyrst og fremst. 8. Saurbæjarhreppur. Býggðu jarðimar voru 64, en eru nú 59 og hefur því fækkað um 5. íbúarnir voru 567, en eru nú 375. Meðaltúnið var 5 ha., en hefur stækkað, og er nú 15,5 ha. Á meðaljörðinni var heyjað 135 + 242 = 377 hestar, en nú er heyjað á meðaljörðinni 613 + 121 = 734 hestar, eða um helm- ingi meira. 1920 fengust 42 hest- ar eftir hvern mann búsettan í hreppnum, en nú 115 hestar, svo að afköstin hafa aukizt verulega, þó ekki sé hægt að segja, hvað margt af íbúendum hvert árið var vinnandi, né hve margt kaupafólk var, en saman ber mönnum um, að það sé færra nú, og fari fækkandi með ári hverju. Áhöfn á meðaljörðinni hefur verið: 1920 voru nautgr. 5,2, sauðfé 100 og hi-oss 6,3, og hefur því heyið verið í það minnsta. Nú er áhöfnin á meðalbúið oi'ðin 14,6 nautgr., 112 fjár og 5,3 hross og enn er heyfóðrið í knappasta lagi. Beit er þó betri hér að vetrinum fyrir sauðfé en í hinum hreppum sýslunnar. Hrossum hefur fækk- að tiltölulega lítið í hreppnum, og má undarlegt heita, því að lestaferðir eru niður lagðar og notkun hrossa hefur mjög minnkað, enda virðast hrossin á einstaka bæjum vera höfð meir til skemmtunar en til að gefa tekjur. Á nokkrum jörðum í hreppnum eru góðar engjar og má heita að á þeim jörðum sem þær hafa sé enn heyjað á engjum, en hætt að slá engjar á hinum bæjunum, sem ekki hafa nema lélegar engjar, þótt slegnar væru meðan fólk var margt og ódýrt. Af öllum hreppum sýslunnar er mest undanfæri fyrir sauðfé í Saurbæjarhreppi, og þar et' möguleiki til að fjölga sauðfé töluvert, þegar heyskapur vex, en fyrr ekki. Sama má segja um kúabúin, þau geta líka stækkað, en hvorugt má stækka, fyrr en samhliða og í samræmi við það sem túnin stækka og heyskapur vex. Og þó nokkrar jarðir í hreppnum hafi erfiða aðstöðu til stækkunai' túnanna eru útrækt- unarskilyrði yfirleitt góð og sums staðar mjög góð. Ein byggð jörð í hreppnum — nýlega stofnað ný- býli — hefur ekki enn 5 ha. tún, en 50 jarðir af þeim 59, sem byggðar eru, hafa yfir 10 ha. tún og 11 yfir 20 ha. Margar jarðir í hreppnum eru með stórbú, eins og Núpufell er hefur 32 nautgr., 201 kind og 2 hross. Möðruvellir er hafa 45 nautgr., 53 kindur og 1 hross, Fellshlíð — sem er nýbýli — með 24 nautgr., 162 kindur og 10 hross (til hvers?), Saui'bær með 34 nautgr., 245 fjár og 8 hross, Hvassafell með 29 nautgr., 231 kind og 10 hross o. s. frv. Ef til vill er Saurbæjarhreppur sá hréppur sýslunnar sem á léttast með að stækka búin, og auka framleiðsluna. 9. Ongulsstaðahreppur. Byggðu jörðunum hefur fjölgað úr 43 í 55, eða um 12. Fólk búsett í hreppnum var 416 árið 1920, en er 387 árið 1953. Meðaltúnið var 4,4 ha., en er nú 14,7. Heyskapur- inn á meðaljörð var 155 + 386 = 541 hestar. Á þetta hey var sett 5,9 nautgr., 115 kindur og 7,6 hross og mátti það ekki fleira vera. Nú er heyskapurinn á með- aljörðinni 651 + 192, eða 843 hestar. Á hey er nú sett 18,1 nautgr., 79 kindur og 3,5 hross og (Framhald á 7. síðu.) Merkisafmæli Sextugur varð sl. mánudag Svavar Guðmundsson bankastj. á Akuretyri. Blaðið sendir honum árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Frú Vilhelmína Sigurðardóttir Þór varð sjötug 14. þ. m. Hún er Akureyringum og mörgum að góðu kunn. — Fjölmargir vinir hennar sendu henni hlýjar kveðjur á þessum tímamótum. Á sunnudaginn hélt Skógrækt- arfyélag Akureyrar aðalfund sinn. — Formaður félagsins, Tryggvi Þorsteinsson, flutti skýrslu stjórnarinnai'. Á síðastliðnu vori var hafinn sterkur áróður fyrir sjálfboða- vinnu við gróðursetningu trjá— plantna, en með minni árangri en ætla mátti. Þó voru farnar gróð- ursetningarferðir í hin ýmsu skógræktarsvæði í nágrenninu, og tóku þátt í þeim um 430 manns sem sjálfboðaliðar. Alls voru gróðursettar um 18 þúsund plöntur. Unnið var í sumar að þurrkun Kjarnalands og vél- grafnir 1600—1700 lengdarmetr- ar í skurðum og fullþurrkað það svæði er þurfti. '— Eitt af verkefnum félagsins er að gróðursetja trjágróður í Brekkuna hér í bæ. Eru þegar gróðursettar þar 11500 plöntur, og auk þess hafa margir húseig- endur í Innbænum fengið ókeypis plöntur til gróðui'setning ar, en of margir hafa þó ekki notfært sér þessa aðstöðu. Hinar bröttu brekkur, sem ekki verða byggðar eða nytjaðar á annan hátt, geta orðið hin mesta bæjar- prýði, þegar þær hafa allar verið klæddar skógi. Vágestir og óvinir skógi’æktar- innar hér í bænum eru einkum tveir: sauðkindin og snjórinn. — Um snjóalög ráðum við ekki, en skógræktarmönnum finnst hart að geta ekki unnið að þessum hugðarefnum sínum vegna ágangs búfjár í bæjarlandinu. — Samþykkti fundurinn áskorun á bæjarráð um þetta efni. Um 10 dagsverk voru nnnin í sjálfboða- vinnu í Brekkunni. í unglingadeild eru börn frá 11—14 ára að aldi'i og tóku þau allmikinn þátt í gróðui’setningar- fei'ðum. En alls eru í Skógrækt- arfélaginu 323 manns. Sæmundur G. Jóhannesson, Sjónai’hæð, sendi félaginu psn- ingaupphæð að gjöf. Ármann Dalmannsson, skóg- arvörður, sagði frá því, að skóg- ræktarstöðvarnar í landinu myndu hafa til sölu á næsta vori (Fi'amhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.