Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 26. febrúar 1958 Gwen Teraski: t>iit Iðnd er mift land 2. Er eg lá alein í svefnherberg- inu okkar þessa nótt — en eg sá mann minn ekki fyrr en mörgum dögum seinna — þá gat eg ekki sofnað. Minningar frá hjóna- bandsárunum svifu fyrir sjónum mér. Við höfðum alltaf reynt að byggja brú vináttu á milli land- anna tveggja, sem okkur þótti svo vænt um. Þetta höfðu verið hamingjusöm og vonglöð ár, en nú var kannske úti um allt. Það voru liðin nær 11 ár, frá því við hittumst fyrst. Eg ólst upp í Johnson City, lítilli borg í fjallahéruðum Tennesseeríkis. — Vetrardag nokkurn árið 1930 settist eg inn í járnbraútarvagn; eg var á leið í heimsókn til frænku minnar í Washington. Á meðan eg dvaldist þar í borginni, var okkur boðið í tvö gestaboð er vera skyldu sama daginn. Annað boðið var frá franska sendiráð- inriú, hitt frá því japanska. Við ákváðum að taka heldur jap- anska boðinu, því að frænka mín hélt, að þar sæi eg frekar eitt- ihvað óvenjulegt og spennandi. Er viö ruddurn okkur braut gegnum salinn til þess að heilsa húsráðendum, þá tók eg eftir því, að ungur og laglegur Japani gaf gætur að okkur. Ilann var hár vexti, jafnvel þótt rniðað væri við landa mína, og gnæfði hátt yfir sendiherrann, hinn lágvaxna Debuchi, sem stóð við hlið hans. Þessi ungi Japani var grannur og mjög beinvaxinn. Augu hans voru stór og.dökk, og eg fann það einhvern veginn, að þau hvíldu alltaf á mér. Er eg var kynnt Hidemari Terasaki augnabliki seinna, þá komst cg að því, að : hann talaði ensku reiprennandi. Hann sagði mér, að hann hefði rétt lokið- ársnámi við Brown- ■háskólann og væri nú bókari í sendiráðinu. Eg hafði alltaf haldið, að stjórn arerindrekar og sendiráðsmenn töluðu af ákaflega mikilli gát, en þessi gerði það ekki, hann sagði það, sem hann meinti. Hann trúði mér fyrir því, að hann væri orð- :inn dauðþreyttur á því að snúast :í kringum kerlingar og svara heimskulegum spurningum þeirra um Japan. Eg væri eina unga stúlkan, sem komið hefði í boð sendiráðsins um langt skeið. Eg var þá 23 ára gömul. — Eg hafa aldrei fyrr hitt mann frá Japan og vissi ekkert um landið, og áður en eg vissi af var eg far- in að spyrja hann í þaula. En það var eins og honum þætti spurn- 'tngarnar ekkert heimskulegar, því að hans svaraði af eins mikl- um ákafa og eg spurði. Þetta .kvöld fór eg sárnauðug frá sendiráðinu — og hr. Terasaki. Daginn eftir sendi hann mér gulan rósavönd. Hann langaði auðsýnilega til þess að kenna þessum nýja nemanda sínurn meira um Japan, því að hann lét ýmsar japanskar bækur og myndir fylgja með rósunum. — Frænka mín bauð honum til te- drykkju, og eftir það hittumst við oft. „Terry“ en eg tók brátt að kalla hann því nafni, hafði stundað nám við Hinn keisara- lega háskóla í Tókíó, og hann hafði valið ensku sem aðalfag, af því að hann stefndi að því að komast í utanríkisþjónustuna. — Iionum þótti vænt um Banda- ríkin, og eg fann brátt, að föður- landsást hans hreif mig með sér. Han var ákafur golfleikari, prýði legur sundmaður, og hann gerði mig oít lafhrædda í ökuferðum, er hann var að reyna hve hratt hann gæti ekið bifreið sinni á beinum vegi. Þegar Terry spurði mig eitt sinn, hvort eg vildi giftast sér, þá kom sú spurning mér ekki á óvænt. Hann benti mér á, að þetta yrði erfitt fyrir okkui' bæði. Margir landar okkar, Jap- anar og Bandar,íkjamenn, myndu vafalaust líta okkur skilnings- sljóum augum. Við yrðum að vera við því búin að vera á stöð- ugum faraldsfæti, umkringd framandi mönnum, sem aðra siði hefðu en við. En um leið og hann benti mér á þetta, bað hann mig innilega að' svara bónorðinu ját- andi. Eg gat ekki sv’arað strax. Að vísu gat eg ekki hugsað mér að hverfa frá honum heim til John- son City, en eg vildi vera örugg um sjálfa mig í þessu máli. Osk- aði eg þess í rauninni að giftast honum? Myndi mér ekki þykja undarlegt að heita Gwen Tera- saki? Hvað eftir annað frestaði eg ákvörðun í málinu. Það var þá fyrst, ei' eg var í þann veginn að stíga upp í járnbrautarvagn og ætlaði heim, að allur efi hvarf. Eg svaraði játandi þarna á jár.i- brautarpallinum, og þá var fram- tíð mín ákveðin. En enn var ýmislegt eftir. Eg vildi, að foreldrar mínir skildu mig og samþykktu ákvörðun mína. Báðir fo.reldrar Terrys voru dánir, svo að Taro, eldri bróðir hans, sem um þetta leyti var varai'æðismaðui' í New York, var samkvæmt japönskum venj- um, oddviti ættarinnar. Þess vegna vildi Terry að sínu leyti, að Taro samþykkti hjónaband okkar. Og svo varð loks að fá leyfi japanska utanríkisráðu- neytisins, sem ekki var sérlega tilkippilegt í slíkum málum fremur en önnur utanríkisráðu- neyti og leit mjög óhýrum augum öll milliþjóða-hjónabönd starfs- manna sinna. En við í'uddum hindrununum úr vegi, einni á eftir annarri. — Foreldrar mínir lofuðu að standa með mér. Taro studdi bróður sinn og lýsti auk þess yfir, að einnig hann myndi hvei'fa úr ut- anríkisþjónustunni, ef okkur væri meinað að giftast. Stuðning- ur Taros var okkur mjög dýr- mætur, því að Debuchi sendi- (Framhald á 7. síðu.) NYKOMIÐ: Eyrnalokkar í fjölbr. úrvali. Langar hálsfestar nýjasta tízka. Armbönd Men * Kafsel Manchethnappar Kapuskildir Bókmerki Ferðapelar Sígarettukassar Sígarettukveikjarar (bæði borð og vasa- kveikjarar). Prjónagarn (Lukki) 50% ull og 50% perlon, ] 6 litir. Sauml. nælonsokkar Sokkapokar Gluggatjaldaefni (Bóbinet) Breidd 150 cm. á kr. 45.00 pr. m. Ilvítt léreft, einbr. og tvíbreitt. Damask (röndótt) Amerískir, vatteraðir útigallar á börn. Fallegur barnafatnað- ur til sængurgjafa. Verzlunin London Sími 1359. Þórsfélagar! Innanfélagsmnt í sundi vcrður þriðjud. 4. marz kl. 7.30 e. h. í sundiauginni. Kcppt verður í öllum grein- um karla, kvenna, drengja og stúlkna. SUNDDF.ILD. Skíðamenn! Stórhríðarrnót: Stökkkeppni allir flokkar við Miðhúsa- klappir n. k. laugardag kl. 4 e. h. SKÍÐARÁÐ. . 0 : (M / / | /'.'xinuRits! Ncesta mynd: A SVÍFRANNI illeimsfræg, ný, amerísk j stórmynd í litum og íSagan hefur komið semj :framhaldssaga í Fálkanumí og Hjemmet. — Myndin er< hekin í einu stærsta fjöl-| ’leikahúsi heimsins í París.j ■í myndinni leika listanrenn? ’frá Ameríku, Ítalíu, Ung-: verjalandi, Mexico og Spáni. SOL-OÚA SÓL-KREM Verzl. Ásbyrgi lii. KhkbWbKhWhKHKhKBKhKBS#^ Ðömutöskur Dömubanzkar Dömuliálskliitar Fallegt úrval. Verzl. Ásbyrgi hi. Skipagötu 2. Sími 1555. KKHKBKHKBKHKHKHKBKBKíri-íK' NYLON- imgbarsiakjólar tilvaldar sængur- gjafir. ÁGÆTIR skírnarkjólar Verðgkr. 130.00. Enn fremur allskonar ongbarna- fatnaðnr. r Verzl. Asbyrgi b.f. KfrirKHKHKHKHSrKHKKri-riÖÍHKH;. íbúð til sölu Uppl. í sima 1741. Iðnaðarpláss fyrir léttan iðnað tii leigu. Uppl. i sima 1277. Hin margeftirspurðu ódýru dívanteppi komin. Óbreytt verð. Rólstruð húsgögn Ii.f. Nýkomnar eftirtaldar stærðir af hinum heims- þekktu W eed gadda- keðjum. V.-gaddar: 550x15 590x15 * 550x16 640x15 700x14 600x16 670x15 750x14 650x16 670x16 825x20 Tvöf. 900x20 Tvöf. Þverbönd: 700 - 750x20 825 - 900x20 1000 - 1100x20 550 - 590 - 640 600 - 650 - 670 Þverbandakrókar Takmarkaðar birgðir af hverri stærð. Véla- og búsáhaldadeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.