Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 26.02.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 26. febrúar 1958 D A.G U R 7 - Gi$jón Jónssc (Framhald af 5. síöu.) skemmtunar, því lítill var bóka- kostur og lítill tími. Að mér só'tti einhvers konar leiði. Ég var mjög táplítill og viðkvæmur og veikgeðjá, og oft skældi ég mikið í einrúmi. Helztu ánægjustundir mínar voru, þégar ég gat verið með hálfsystkin- um mínum í Hringverskoti. Mcð okkur tókst hin bezta vinátta, sem haldizt hefur æ síðan. Á fullorðins- árum heimsóttum við hvert annað. Var ég þeim mjög þakklátur fyrir þeirra órofa vináttu í minn garð. Nú eru aðeins tvö af þessum syst- kinum mínum á lífi. Þegar cg var 16 ára, réði marhma mig í vinnumennsku að Völlum í Saurbæjarhreppi, og fór ég þangað um vorið. Og nú urðu þáttaskipti í lífi mínu, scgir Guðjón, og það er eins og bir.ti yfir gamla manninum, því nú þyrpast sýnilega að í huga hans ýmsar björtustu minningar lífs hans. Og svo hefnr þú orðið sjrílfs þín rríðnndi og gerzt vinnumaður hing- að og þnngað? Það var nú ekki víða, sem betur fór. Þegar ég kom að Völlum, var ég mjög þreklítill allavcga, enda ráðinn þar aðeins sem matvinnung- ur fyrst í stað. Auk fæðis og nokk- urra spjara fékk ég rauðmálað púlt, sem mér þótti liinn bezti gripur og átti lengi. Ekki fékk ég annað í kaup. En húsbændurnir voru mér mjiig góðir. Hafði ég aldrei of mik- ið að gcra og né>g að borða. Térk ég nú skjótum framförum að vexti og burðum og fór skrápurinn heldur að koma út á mér, enda steinhætt- ur að skæla. Frá Völlum fór ég í Hvassafell. Þar var mannmargt heimili og glaðværð mikil. Þar fannst mér - Þitt land er mitt land (Framhald af 2. síðu.) herra var hinn þverasti. Fimm starfsmenn hans höfðu þegar fengið sér maka af erlendu kyni, og honum fannst það væri nóg. Hann sagði m. a., að Terry væri einn af efnilegustu ungu mönn- unum sínum, og bandarísk kona gæti' orðið honum alvarlegur fjötur um fót á framabrautinni. Og þar að auki, ef löndin tvö lentu nú í stríði hvort gegn öðru — hvað þá? En þennan mögu- leika vildi Terry ekki heyra nefndan, það kæmi aldrei fyrir. Hann hélt fast við ákvörðun sína, og að lokum símaði sendi- herrann hálfnauðugur til Tókíó, að það þyrfti víst að gera sér- staka undanþágu fyrir okkur. — Eftir það kom hið nauðsynlega leyfi. Þá um haustið giftum við okk- ur í Washington. Debuchi sendi- herra sagði seinna, að sér þætti leitt að hafa reynt að hindra giftingu okkar; hefði hann vitað, hve vel þetta hefði gefizt, þá hefði hann aldrei reynt slíkt. Og svo sagði hann angurvær sömu orðinn og eg hafði einnig heyrt af vörum annarra Japana: „Það er sjaldgæft, að Japani fái tækifæri tail þess að hljóta ástina sína á svo rómantískan hátt.“ (Framhald.) n, Finnastöðum menning meiri á ýmsa lund en ég li'afði áður kynnzt. Síðan fór ég að Miklagarði. Þar var einnig margt manna í heimili og bjart yfir. En bjartast hefur mér sjálfsagt þótt yfir heimasætunni, enda var luin lirók- ur alls fagnaðar. Hún hét Andrea Margrét Árnadóttir og var fóstur- dóttir Ketils Sigurðssonar og Sig- ríðar Jakobsdóttur í Miklagarði. Við felldum hugi saman, og er svo ekki að orðlengja það, að við geng- um í lieilagt hjónaband árið 1893. Árni faðir Margrétar var albróðir Þórdísar móður minnar. Margrét var tæpu ári eldri en ég. í Mikla- garði eignuðumst við fyrsta barn okkar, dreng, sem t ið misstum á jjriðja ári. Fórstu svo nð búa? Nei, ekki var það nii strax. Jarð- næði lágu ekki á lausu þar í sveit um ]rær mundir. Urðum við því að hrekjast í luismennsku á ýmsum stöðum næstu sex árin. Arið 1898— 99 vorum við á Espihóli, og þar fæddist Þórir sonur okkar. En vor- ið 1899 fékk ég ábúð í Kálfagerði í Saurbæjarhreppi. Það þótti mér vænt um, að þá gat ég tekið mé>ður mína til mín og veitt henni húsa- skjói og aðhlynningu þáu ár, sem hún átti ólifuð, og greitt henni þannig að nokkru gamla skuld og ástríki. Var nú bústofninn ekki heldur litill til að- byrja með? Ojú, hann var það. Með kúgildis- ám voru ærnar 20, ein kýr og eitt hross. En þegar ég fór frá Kálfa- gerði 1908 í Eyvindarstaði, var ég orðinn mun ríkari. Auk þess, sem sauðfénu fjölgaði, áttum við néi þrjá hrausta og efnilega drengi, og voru þeir vitanlega aðalauðævin okkar. í Kálfagerði fæddust þeir Ketill og Þorvaldur. Á Eyvindar- stöðum bjuggum við svo til vorsins 1923. En það vor fengu þau ábúð á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi, Ketill sontjr okkar og kona hans, Hólmfríður Pálsdóttir, og fluttumst við þangað með þeim. Síðan hef ég átt þar lieíma til þessa dags, að tveimur árum undanskildum, sem við lijónin vorum á Akureyri. Konu rnína missti ég árið 1928. Síðan hef ég verið á vegum Ketils og Hölmfríðar, sem hefur hlynnt að mér eins og góð déittir. Er langt 'síðan þú heettir að hirðn sauðfé og gnnga að slœtti? Það eru tvö ár, síðan ég hætti að fást við fjárhirðingu, en ég sló dá- lítið síðastliðið sumar. Ég hefði haft þol til að slá miklu meira, cn mig bagaði sjóndepran. Þú erl búinn að vera lengi kaup- félagsmaður, en hvar hefur þú verið i flokkapólitikinni? Ég hef verið í Framsóknarflokkn- um síðan .hann var stofnaður, og tel mér sóma að, eins og ég sagði um daginn kunningja mínum, Sjálf stæðismanni, er þessi mál bar á góma. Áður var ég Heimastjórnar- maður. — I kaupfélagið gekk ég ár- ið 1894 og er því á þessu ári búinn að vera félygsmaður í Kaupfélagi Eyfirðinga í 64 ár. Viðskipti mín við félagið byrjuðu þannig, að haustið 189-1 átti ég einn sauð tvævetran. Lét ég hann til lé- lagsins, því þá var enn sauðasala til Englands. Um áramótin áfhenti deildarstjórinn mér 18 króna gull- pening fyrir sauðinn og þótti mér mikið. Það er sá eini gullpeningur, sem ég hef eignazt um mína daga. Konur mótmæla Hér í blaðinu hefur áður verið minnst á sjúkraflugvél fyrir Norðurland. Nofðlendingar hafa peningana í höndunum, flugskýl- ið er þegar byggt, en hið opin- bera leyfir ekki flugvélakaupin. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á Akureyri tók mál þetta fyrir á fjölmennum fundi. Voru þar mættai' 180 konur. Var eftir- farandi samþykkt gerð einróma: „Fundurinn skorar á stjórn deildarinnar að vinna að því á allan hátt að fengin sé sjúkra- flugvél fyrir Norðurland. Deild- in treystir því fastlega að gjald- eyrisyfirvöld dragi ekki lengur að veita hið margumbeðna gjald- eyrisleyfi til flugvélrakaup- anna. Að áliti deildarinnar er ekki vanzalaust, hversu mikill seinagangur hefur verið á því að koma máli þessu í höfn. . . . “ - Söíigur Geysis . . . (Framhald af 5. síðu.) rún Kristinsdóttir, Þyri Eydal, Þórgunnui' Ingimundardóttir, Árni Ingimundarson, Þorbjörg Halldórs og Vigfús Sigurgeirs- son og sennilega fleii'i. Viðfangsefni Geysis hafa verið mörg, bæði eftir innlenda og er- lenda höfunda. I því efni hefur kórinn notið í ríkum mæli tón- skáldanna Björgvins Guðmunds- sonar og Jóhann O. Haraldsson- ar og sungið fjölda mörg lög eft- ir þá, sem síðan eru svo að segja á hvers manns vörum. Sveinn Bjarman orti og þýddi marga er- lenda texta, fyrir kórinn og skammt hefur jafnan verið á skáldafund, þar sem Davíð Stef- ánsson er. Víst er það, að lög þau og textar, sem Geysir hefur sungið, hafa þðtt vel kynnt. Ekki eru tök á, í stuttri blaða- grein, að drepa á nema örfá atriði úr merkri starfssögu 35 ára karlakórs. En skylt er að þakka sönginn í öll þessi ár, ekki sízt vegna þess, að hann hefur frem- ur einkennst af eldmóði og æsku krafti stjórnandans, en því tára- mjúka tónaregni, sem bezt hent- ar blautgeðja fólki. Megi Geysir enn syngja langan dag — syngja hreysti og þor í hug og hjarta samtíðarmanna í önnur 35 ár. Nú lít ég á klukkuna og sé, að hún er orðin ellefu. Ég vil því ekki lengur lialda vöku fyrir gamla manninum. Geri ráð fyrir, að hann vilji ganga tímanlega til náða eins og gerði Njáll forðum. Margt hefur verið spjallað, þvi margs er að minnast frá langri ævi. En það er heiðríkja yfir hug Guð- jóns og rósemi. A kvöldhimni ævi hans sjást engin ský. Sorti uppvaxt- ar- og hrakningsáranna cr horfinn. Nú er hann glaður og þakklátur forsjóninni fyrir þá sólskinsbletti, sem hún gaf honum að sitja í og ylja sér. Nú ber þctta hæst í huga hans, og hann sér varla annað. Ég kveð hann mcð þökk fyrir kvöldið og óska honum góðs og rólegs ævikvölds í skjóli ástvina sinna. H. Þ. □ Rún 59582267 == 2.: I. O. O. F. Rb 2 — 1072268V2 I. O. O. F. — 1392881/2 — Síðasta matreiðslunámskeið Húsmæðraskóla Akureyrar hefst mánudaginn 3. marz. Sjá augl. í blaðinu í dag. Skógræktarfélag Tjarnargerðis heldur aðalfund að Stefni næstk. miðvikudag, 26. febrúar, kl. 20.30. Inntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Takið með ykk- ur kaffi. — Stjórnin. 75 ára varð 18. þ. m. Marteinn Pétursson, Holti í Glerárhverfi. Sextug varð 18. þ. m. frú Ósk Jóhannesdóttir, Fjólugötu 8. Leiðrétting. í síðasta tölublaði misritaðist tala sláturfjár í Ak- ureyrardeild KEA. Var 1150 en ekki 11500 eins og þar var sagt. Dánardægur. Þorleifur Sigur- björnsson, bifreiðastjóri, Brekku götu 19, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu 21. þ. m. Hann var tæplega fimmtugur að aldri. Til Fjórðungssjúkrahússins. — Áheit frá N. N. kr. 100.00. — Gjöf frá Kristjáni Runólfssyni til áhaldakaupa kr. 500.00. — Frá N. N. kr. 100.00. — Áheit frá Rósu kr. 500.00. — Ónefnd kona kr. 100.00. — N. N. kr. 100.00. — S, L. kr. 100. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbankasalnum fimmtud. 27. þ. m. kl. 8.3 e. h. — Dagskrá: Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýliða o. fl. Hagnefnd fræðir og skemmtir. Yngri embættismenn stjórna. Austfirðingar! Munið Aust- firðingamótið á laugardaginn. Aðalfundur Hestamannafélags- ins Léttis verður haldinn í Ás- garði, Hafnarstræti 88, fimmtu- daginn 27. þ. m. kl. 8.30 e. h. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 2. marz kl. 14: Sunnudaga- skóli. Kl. 20.30: Almenn sam- koma. — Mánud. 3. marz kl. 16: Heimilissambandið. Kl. 20.30: Æskulýðssamkoma. Munið eftir dúkkunum í verzl. Vísi. KA-félagar! Innanfé- lagsmót í sundi verður XmJ háð í Sundlaug Akur- eyrar (innilauginni) n. k. mánudag og hefsf keppnin kl. 7 e. h. Keppt verður í mörgum sundgreinum, yngri og eldri. Nánari upplýsingar gefur fsak Guðmann, sími 2021 eftir kl. 7 á kvöldin. Sunddeild K. A. — Ingibjörg Ilclgadóttir frá Krist- nesi var jarðsett frá Munkaþverá sl. mánudag. Hún var 93 ára er hún lézt. Hjúskapur. 21. febr. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Hugrún Stein- þórsdóttir, Brekku götu 31, Ak- ureyri, og Helgi Ármann Al- freðsson, Spítalaveg 21, Akur- eyri. Heimili þeirra verður að Spítalaveg 21. íþróttafélagið Þór efnir til skíðaferðar á sunnudaginn hér um nágrennið. Verður lagt af stað frá sundlauginni kl. 9. Far- arstjóri verður Tryggvi Þor- steinsson, og eru allir velkomnir, sem þátttakendur. Skíðamenn! Stórhríðarmótið: Stökkkeppni, allir flokkar, við Miðhúsaklappir n.k. laugardag kl. 4 e. h. — Skíðaráð. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Sigurður Guðmundssn á Grenjaðarstað prédikar. — Þessir sálmar verða sungnir: 209 — 291 — 130 — 264 g 219. — K. R. Föstumessa í kvöld í Akureyr- arkirkju kl. 8.30 e. h. — Passíu- sálmar: 5. sálmur vers 1.—5., 6. sálmur vers 1.—7., 8. sálmur vers 17.—25. og Son guðs ertu með sanni. — Fólk er vinsamlega beðið að hafa með sér Passíu- sálmana. — P. S. Þau börn, sem eiga að fermast í Lögmannshlíðarkirkju á þessu vori, eru beðin að koma til við- tals í skólahúsið í Glerárþorpi sem hér segir: Til séra Péturs Sigurgeirssonar föstudaginn 28. febr. og til séra Kristjáns Ró- bertssonar laugardaginn 1. marz kl. 5 e. h. báða dagana. Akureyringar! — Samkomur verða í Fíladelfíu, Lundargötu 12, fimmtudag, föstudag, laugar- dag og sunnudag kl. 8.30 síðdegis alla dagana. Ræðum.: Tryggxú Gíslason frá Reykjavík. Allir eru velkomnir. — Fíladelfía. Sunnudagaskóli Ak.kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. 5—-6 ára börn í kapellunni og 7— 13 ára börn í kirkjunni. Bekkjar- stjórar mæti allir stundvíslega. Dýralæknar. Helgidagavakt um næstu helgi og næturvakt næstu viku: Ágúst Þorleifsson, sími 2462. Innanfélagsmót á skíðum, drengjaflokkar og kvennaflokk- ar, verður háð við Miðhúsa- klappir næstk. sunnudag og hefst kl. 10.30 f. h. — Lagt af stað frá Sundlauginni kl. 10 f. h. Nánari upplýsingar gefa Magnús Guð- mundsson og Halldór Ólafsson. — Skíðadeild KA. Frá Starfsniamiafélagi Akureyrarbæjar Aðalfundur Starfsmannafélags Ak.bæjar var haldinn sunnu- daginn 2. ferbrúar 1958. Fór fram kosning nýrrar stjórnar og hlutu þessir kosningu: Formaður: Björn Guðmunds- son, varðstjóri. Ritari: Gunnar Steindórsson, brunavörður. Gjaldkeri. Sigurður Elalldórs- son, skrifstofumaður. Meðstjórn.: Þorsteinn Stef- ánsson, bæjarritari, og Steinunn Bjarman, bæjarstjóraritari. Þá voru og kosnir fulltrúar á þing B. S. R. B. þessir: Þorsteinn Stefánsson, bæjar- ritari. Björn Guðmundsson, varðstj. Gunnar Steindórsson, brunav. Einnig átti að fara fram kosn- ing tveggja manna í Eftirlauna- sjóð Akureyrarbæjar til næstu fjögurra ára, fram kom einn listi þannig skipaður: Aðalmenn: Bjarni Halldórsson, skrifstofu- stjóri. Björn Guðmundsson, varðstj. Varamenn: Sveinn Tómasson, varaslökkvi- liðsstjóri. Ólafur Magnússon, sundkenn- ari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.