Dagur - 12.03.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 12. marz 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. ur“ streymt inn í landið, rétt eins og gjaldeyrisvöntun væri hér óþekkt fyrirbrigði. Sennilega er komið að þeim tímamótum, að ís- lenzkir stjórnmálamenn geta ekki vikið sér undan tveimur meginaðgerðum: Að takmarka innflutning eyðsluvara og draga úr fjárfestingunni til samræmis við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Hingað til hafa allir stjórnfála- flokkar gengið í kringum þetta undirstöðuatriði heilbrigðs efna- hagslífs, „eins og köttur í kring- um heitan pott“. Það hafa þeir gert af hræðslu við háttvirta kjósendur. Ein og ein rödd hefur þó kveðið upp úr með þetta á undanförnum árum, en raunhæf- ar aðgerðir legið niðri og ráð- stafanir ríkisstjórna beinlínis aukið bæði eyðslu og fjárfest- ingu. Þjóðartekjur íslendinga eru svo miklar, að allir þjóðfélags- þegnar geta lifað mannsæmandi menningarlífi af þeim einum saman, og verða enda að byggja framtíð sína á þeim. Hitt er svo annað mál, hvernig þjóðartekj- unum er skipt og hversu það efnahagskerfi, sem við nú búum við, verður lagfært. Þjóðartekjurnar verða að nægja ÞEIR, SEM LESA hinar hatrömu árásir Morg- un blaðsins á núvei-andi ríkisstjórn, hljóta að hafa tekið eftir því, að það hleypur alltaf yfir einn kafla sögunnar, rétt eins og hann væri ekki til. Sá kafli er um það ástand, sem var, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Morgunblaðsmennirnir kæra sig ekki um að rifja það upp, að flestar meiri háttar framkvæmdir hér á landi, voru að stöðvast eða algerlega strandaðar vegna fjár- skorts, er þeir yfirgáfu stjórnarráðið. Utflutn- ingsframleiðslan var líka komin að stöðvun, þrátt fyrir bátagjaldeyri og stórfelldar uppbótar- greiðslur. Núverandi ríkisstjórn varð að byrja á því, að útvega útgerðinni hundruð milljóna kr. til hjálpar, til þess að hún stöðvaðist ekki, og þótti engum of mikil aðstoð veitt. Á þetta vill Morgunblaðið sem minnst minnast. En þessar staðreyndir eru engu að síður sá grundvöllur, sem fyrrverandi stjórn hafði búið framtíðinni. Einnig er það staðreynd, sem ckki verður móti mælt, að allt frá dögum nýsköpunar- stjórnarinnar frægu, undir forsæti Ólafs Thors, hefur þjóðin cytt meiru en aflað hcfur verið. Gullstraumar stríðsáranna og síðan tckjumiklar framkvæmdir varnarliðsins og Marshallgjafirnar höfðu vanafcst mjög mikla cyðslu og fjárfestingu. En þcgar þessar lindir liættu að streyma inn í cfnahagskerfið, var haldið áfram að lifa ríkmannlcga. Framleiðsl- an lamaðist og hinar fjárfrcku stórfram- kvæmdir innan lands sultu. Þá urðu stjórnarskipti. Án þess að til hafi kom- ið stríðsgróði eða gjafafé, var hinni stórfelldu uppbyggingu haldið áfram, en með erlendu láns- fé. Á hálfu öðru ári hefur rösklega 380 milljónum af erlendu lánsfé verið veitt inn í landið. Árang- urinn af því er: Stórfelldar roforkuframkvæmdir, á Austur- og Vesturlandi, virkjun við Sogið, bygging sementsverksmiðjunnar, aukin aðstoð við' ræktun landsins, efling Fiskveiðasjóðs og aukin framlög til atvinnuaukningar í kauptúnum og kaupstöðum. Framlciðslan hefur aukizt, atvinna verið meiri en oft áður og fjárfesting að sjálf- sögðu mjög mikil. En mcnn skyldu hafa það í huga, að til frambúðar getur þjóðin ekki eytt mciru cn hún aflar, svo sem nú er gert. Það lögmál stcndur óhaggað, en hefur vcrið sniðgcngið svo herfilega, að þegar utanaðkomandi öfl, svó sem hcimsstyrjöld og gjafapeningar, eru ekki lcngur fyrir hcndi, er gripið til lántök- unnar í stórum stíl, cn framlciðslan til út- glutnings ckki lögð til grundvallar eyðslu þjóðarinnar og fjárfestingar. Þótt jafnan kunni að verða skiptar skoðanir um það, hvenær og hve mikil lán sé réttmætt að taka erlendis, til framkvæmda innanlands og aukning- ar atvinnutækja, verður gjalddaginn ekki umflú- inn, né heldur það, að skuldirnar verður að greiða af útflutningsframleiðslunni. Framundan blasa við hin óleystu verkefni og svo mun jafnan verða. En hversu ört verða þau leyst? Um þriðjungur þjóðarteknanna hefur farið í fjárfestingu hér á landi undanfarin ár, og er það meira en flestar aðrar þjóðir, ef ekki allar aðrar, hafa getað leyft sér. Ennfremur hafa „luxusvör- ÞEGAR HRÍÐUM linnti, sólar naut og loks varð kyrrt veður og bjart, var fagurt um að litast. — Nær hvergi sá á dökkan díl, því að snjórinn er svo jafnt fallinn, loftið tært og heilnæmt og frost- ið 10—17 stig síðustu dagana. Þá loksins lagðist ísinn á Akureyr- arpollinn og skautamönnum voru engin takmörk sett um hraða eða hlaupalengd. En einn dag aðeins jar ísinn mannheldur, og var þá þegar haldið fyrsta skautamót vetrarins á Akureyri. Mörg hundruð manns brugðu sér á skauta og sleða og nokkrum datt í hug að veiða upp um ísinn og fá sér í soðið. En öll þessi dýrð stóð aðeins einn dag, þá hlánaði og ísinn varð meyr og viðsjáll á söltu vatninu. En unga fólkið hefur sannarlega i fleiri hús að venda um vetrar- íþróttir. Skíðabrekkurnar í næsta nágrenni hafa sjaldan verið betri en einmitt nú. UNDANFARNA DAGA hefur mátt sjá hópa af skólafólki á skíðum, með bakpoka og svefn- poka á baki, á leið til fjalla eða á leiðinni heim úr fjallaferðum. Gagnfræðaskólinn gaf skíðafrí einn daginn og mátti minna sjá. Hundruð ungmenna gripu skíðin fegins hendi og er það víst ekki tiltökumál eða harður dómur yfir skólanum, þótt þess sé getið, að þann morgunn geislaði hvert andlit af ánægju og eldmóði, venju fremur. Og Menntskælingar lögðu leið sína í Útgerð til að lifa útilegu- mannalífi eftir nýjustu tízku, einn eða tvo daga, undir umsjá og í fylgd með kennurum eða öðrum trúnaðarmönnum skólans. Margt skólafólk er fremur fölt á vangann af inniveru og bóklestri. Útilegur með tilheyrandi göngu- ferðum hleypa roða í kinnar og stæla líkamann. Án þess að rök- ræða um efnið og andann, eða hlut hvors um sig fyrirskólunum, held eg að útivist og íþróttum sé ekki gert of hátt undir höfði í skólum okkar yfirleitt. Á BREKKUNUM eru skólarn- ir með á þriðja þúsund nemend- ur, kirkja, sundhöll og íþrótta- hús, en niður á Oddeyri er unnið af kappi í hraðfrystihúsinu, því að Akureyrartogararnir fjórir talsins koma hlaðnir með stuttu millbili og losa afla sinn á land til vinnslu. Þar eru einnig mörg járn- og trésmíðaverkstæði, sem hafa næg verkefni og í miðbæn- um örvast verzlun og viðskipti eftir því sem vegirnir um sveitir opnast á ný. En þar hefur ríkt hið versta ástand undanfarnar vikur. Allir bílvegir lokuðust og eðlilegar samgöngur trufluðust. Mjólkin var flutt á stórum sleð- um, sem dregnir voru af jarðýt- um, því að bifreiðum var hvergi komið við. Hins vegar var gripið til bátanna um flutninga. Akur- eyringar höfðu alltaf næga mjólk en á fólksfáum sveitaheimilum var ótíðarkaflinn hinn erfiðasti og heggur auk þess drjúgt skarð í tekjurnar, þar sem flutningur hvers mjólkurlítra hefur farið yfir eina krónu. Þar sem vegirnir hafa verið ruddir, og að því er unnið af kappi síðustu dagana, eru ruðn- ingarnir og bílagöngin hið eina, sem sker hina endalausu og fag- urhvítu snjóbreiðu. En þeir, sem aka um vegina nú, sjá ekkert annað en veginn, ruðningana til beggja hliða og svo upp í heiðan himininn. OFANVERT við bæinn er hin nýja búfjárræktarstöð eyfirzkra bænda. Þar eru á annað hundrað nautgripir. Þrír hópar af tilrauna kvígum, sem eiga að sanna ágæti feðra sinna, sæðingarstöðin með tilheyrandi, tröllauknum kyn- bótatörfum, er taka lagið þegar ókunnugur kemur í fjósið. Bú- fjárræktarstöðin er enn til húsa á þrem stöðum, en nýbygging'ar að Lundi sýna, að þessa starfsemi á að færa saman. Á öðrum stað þar efra er fjall- að um hestana. Iiestamannafé- lagið Léttir hefur þar tamninga- stöð. Þar er margt hrossa og mis- jafnra og meðal þeirra reglulegir villihestar, sem eru svo trylltir og jafnvel skapvondir, að hættu- legt er að umgangast þá. Þar er unnið mikið þolinmæðisverk og er gaman að sjá þá breytingu á hestunum, sem oft verður á skömmum tíma, úr villtum, hræddum hesti, í taminn góðhest, sem ber traust til húsbónda síns. Yfirleitt er búskapur stundað- ur í útjöðrum bæjarins meira og minna. Byggingar fyrir hesta, kýr, kindur og hænsn þoka smátt og smátt fyrir útfærslu byggð- arinnar. En lítil hús úr hinum undarlegustu og stundum einnig litskrúðugustu byggingarefnum, rísa bara örlítið utar. Þessi hús standa lítið upp úr snjónum. En þar eiga margir yndisstundir hjá mállausum vinum. — x. Akureyri, 27. febrúar 1958. Fá styrki frá FAO Tveir Finnai', einn Noi'ðmaður og einn ísl. ei-u meðal þeirra vísindamanna er hlotið hafa styrki frá Matvæla- og landbún- aðarstofnuninni (FAO). íslend- ingurinn er Guðlaugur Hannes- son, sem fær styrk til fi-amhalds- náms í Boston. „Eitrun fyrir rcfi o. fl.“ í „Degi“, 4.—6. tbl. þ. á., bii'tist grein með þessari yfirskrift, eftir Guðmund B. Árnason, síðast bónda á Þórunnarseli í Kelduhvei-fi. Hann er góðvinur minn, og gömul i'efaskytta. í þessai'i gi'ein er hóg- væidega deilt — eins og vænta mátti — á skoðanir mínar, um áhrif sti-iknineitui's á íslenzka í-efastofn- inn. En — þar sem eg vona, að geta endursent al- vai-legi’i skeyti um þetta mál, á öðrum vígstöðvum, er það ekki ætlun mín, með þessum orðum, að fara hér í neitt tusk við þennan vin minn og starfs- bróður. Ástæðan fyrir því, að eg get ekki orða bundist, er sú, að Guðmundur beinir skeytum að tveimur afburða í-efaskyttum, þeim Jóni heitnum í Ljái'skóg um og Guðmundi á Brekku. Fyrir þá báða stendur mér næst að standa á verði. Eg er líka afrekum þein-a og reynslu talsvei't kunnugui'. ------o------- Þig grunar það, Guðmundur minn, að skoðun Jóns í Ljárskógum, um að bitdýrin séu „varfærn- ust afbrigði refanna“, sé ekki á rökum í'eist. Nú vil eg spyrja þig: Hefur þú aldi'ei verið í nágrenni við nýdrepið lamb, sem þú hefur eitthvað rótað við, og fengið tækifæri til að sjá, — og festa í minni —■ hvernig dýrið, sem drap lambið, hagar sér næstu nótt, er það vitjar þess? Vilt þú líka mótmæla því, að bitdýr, og einnig ýmsar fleiri tófur — nú orðið — beiti ekki oft hinni ótrúlegustu varfærni, við allt matai'kyns, áður en þær voga að snerta það? Þctta — er sú vai'færni, sem Jön í Ljái'skógum átti — fyrst og frernst — við. Og slík vai'fæi'ni byggist á bituri'i reynslu. Urn það er ástæðulaust að deila. Eg verð því að játa, að eg finn til, þegar gamlir og góðar refaskyttur, — halda þetta hugsanavillur, eða máske ímyndun, og — því meii’, þegar það eru vinir mínir, eins og þú. Þá virðist þér líka, að við Guðmundur á Brekku „flaski á því”, að hamla megi gegn yfirgangi refa, með skotvopnum einum saman. Hvað höfum við sýnt í verki? Og hver verður oftast endirinn, ef margir hjálpast að? Á því sviði hef eg reynt að vai-a alvarlega við amlóðaskapnum og eiturtrúar- dalalæðunni. Eða — óttast þú ekkert, hvernig enda muni einvígin við tæfur, ef alltaf fækkar þeim, sem leggja vilja á sig, að eltast við þær, en í stað þess sé ti’eyst á striknineitrun, í annað sinn? Eg sé ekki betur, en hér stirni í hið stórhættulega eðli trúarinnar. Á svipaða boða er líka stefnt með því, að alltaf fækkar þeim, er sækja vilja sjóinn, stikla við kýr og kindui’, og jafnvel — brölta bæj- arleið, eftir rennisléttum vegum, í sólskini. Það er þó ósvikin heilsubót. Þctta séi'ðu líka vel. Og þess vegna ertu svona beizkyrtur í garð íslenzkrar æsku, þar sem „mikill hluti hennar stritast nú við, að sitja á skólabekkjum, vetur eftir vetur, og dreymir þar um áframhaldandi setur, á mjúkum hægindum, í húsum inni eða bílum“, eins og þú orðar það. Nei, góði vinur. Slíkt fær ekki lengi staðist. Skapgerð íslenzka veðui’fai'sins er þannig vaxin, og — verður ávallt svo, bæði á sjó og landi, — að beita þarf hai'ðneskju, þreki og þolinmæði, ef — sigur á að vinnast. Það sama gildir einnig við íslenzka fjallarefinn. Það þekkir þú sjálfui'. Og þá í'öltum við aftur hlið við hlið. En þar sem mér finnst þú hafa fullmiklar áhyggjur yfir framferði æskunnar, á okkar blessaða landi, er mér sérstaklega ljúft, að segja við þig nokkur huggunai-orð, að — skilnaði: Mér virðist nefnilega margt benda til þess, að æskan sjái sjálf, þegar á herðii', að — værðarvoð- irnar gcta orðið háskagripir, hér við yzta haf. Og einmitt þcss vcgna kunna hinar mörgu, ágætu skyttur kaupstaðanna, að vakna, einhvern vorlang- an daginn, og ganga í lið með þeim, sem enn hökta, í einverunni, — um óbyggðir landsins, — á cftir fjallarefunum viðsjálu og varfærnu, alveg eins og þeir gerðu — vinirnir okkar — forðum, Jón í Ljár- skógum og Guðmundur á Brekku. Þá mega þeir vara sig. Því að þá verður líka þeirra eigin rödd mcð, í sókninni, en — hún er þeim hættulegust. 12. febrúar 198. Thcódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.