Dagur - 12.03.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 12.03.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 12. marz 1958 D A G U R 7 Sfeingrímur Páisson (Framhald af 4. síðu.) lagði þar einkum stund á nám í íslenzkum fræðum, en jafnhliða náminu gerðist hann stunda- kennari við ýmsa skóla í höfuð- stað landsins, til þess að afla sér fararefna, ef svo má að orði kom- ast, því að efni fátækra náms- manna voru takmörkuð á þeim árum, ekki síður en nú er. Cand. mag. prófi mun hann svo hafa lokið frá Háskóla íslands árið 1942. Gerðist hann að því loknu fastur kennari við Vélskólann í Reykjavík, og þar var hann kennari til dauðadags. Eftir að Steingrímur hóf námsferil sinn skyldu leiðir okk- ar að miklu leyti, en þá við hitt- umst, sem nokkrum sinnum bar við, kom greinilega í ljós, að hann hafði ekki gleymt æsku- kynnum okkar. Eftir að hann hafði stofnað sitt eigið heimili í Reykjavík sótti hann fast að eg heimsækti sig, er fundum okkar bar þar saman, en sem því mið- ur varð minna úr en skyldi, af ástæðum sem ekki greinir hér. Steingrímur var fæddur að Völlum í Svarfaðardal þann 24. dag ágústmánaðar árið 1907. For- eldrar hans voru þau hjónin Páll - Ný bók og nýstárleg (Framhald af 8. síðu.) og hvílíkt forðabúr listrænnar snilli og mannlegrar djúphyggju ferskeytlan getur verið. (Sbr. hér 2. og 4. erindi): Örlögin hröktu mig goðagröm á glapstig í kvíðans veldi. Úrkula vonar á þagnar þröm þreyttur gekk ég að kveldi. Svartur varð himinn um sólarlag; sárlega þaut í björgum; féll eins og hrollstef í heljarbrag hlakkandi gól í vörgum. Hér er fjöldi af stökum og lausavísum, sem gaman væri að læra utanbókar og raula fyrir rnunni sér í rökkrinu, eins og við gerðum áður fyrr — Og það verður óefað gert enn á ýmsum stöðum. T. d. forspjalls- og loka- stökuna: Yfir haga fannafreðinn fornra laga tóninn ber líkt sem bragur langt að kveðinn ljós og fagur vitrist mér. Dularmögn frá eldri öldum óspillt þögnin dró að sér; rírnuð sögn af römmum völdum rökkurfögnuð veitti mér. Og svo mun fleirum reynast enn. Sem betur fer! Helgi Valtýsson. - Þitt iand er mitt land (Framhald af 2. síðu.) urinn minn. Frá þessum degi var eg stöðugt óttaslegin um líf hans og öryggi, og mér varð ljóst, að hyldjúp gjá aðskildi föðurland hans og lýðræðislöndin. (Framhald.) Hjartarson og Filippía Þorsteins- dóttir, bæði af þekktum ættum þar í Svarfaðardal og á Árskógs- strönd. Þegar eg man þau hjónin fyrst bjuggu þau að Ölduhrygg, og þar ólst Steingrímur upp ásamt 2 systkinum sínum og var hann þeirra elztur. Ekki man eg gerla hvenær þau hjónin brugðu búi að Ölduhrygg, en það mun hafa verið í kringum 1930, líklega litlu síðar, og fluttu þau þá til Hríseyjar og nokkru síðar til Siglufjarðar, þar lézt Páll fýr- ir nokkrum árum. Á námsárum sínum kynntist Steingrímur eft- irlifandi konu sinni, Emilíu Karlsdóttur frá Knútsstöðum í Aðaldal. Þeim varð þriggja barna auðið, eru tvö þeirra í æsku og sonur uppköminn. Er harmur að þeim kveðinn ásamt aldraðri móður hans, sem dvaldi á heim- ili þeirra hin síðari ár eftir lát manns síns. Mín kynni af Stein- grími voru þau, að hann var traustur að reyna, en fremur seintekinn, barst lítið á en var þeim mun drenglyndari, enginn hávaðamaður. Eg hygg að hann hafi verið góður námsmaður, enda ágætlega greindur og skyldurækinn. Og svo ertu horf- inn á miðjum starfsaldri, gamli vinur. Við, sem eftir lifum sökn- um þín sárt, en mestur er eðli- lega söknuðurinn meðal ástvina þinna. Við þökkum þér sam- fylgdina og samstarfið og óskum þér góðrar ferðar heim á eilífð- arlandið, þar sem við síðar eigum eftir að hittast að nýju. Stein- grímur andaðist í Reykjavík þann 15. febrúar sl. og var jarð- settur þann 25. sama mánaðar, Sigurjón Kristjánsson. Elzti Wynyard-búi lát- inn Sigríður Guðjóns- son frá Akureyri Laugardaginn 28. desember lézt Mrs. Sigríður Guðjónsson, Wynyard, Sask. Hún var há- öidruð, hefði haldið 100 ára af- mæli sitt 30. marz á þessu ári. Mrs. Guðjónsson var fædd á Akureyri á íslandi. Maður henn- ar, er hún giftist 1879, dó 1882. Kom hún vestur um haf sama árið með ungt barn þeirra, Rósu, (Mrs. Peterson, Wynyard). Hún settist að í N. Dak., og giftist þar Ásgeiri Guðjónssyni 1905. Eign- uðust þau þrjú börn. Er eitt þeirra, Ingi, á lífi. Maður hennar dó fyrir 6 árum, en synir þeirra tveir, Árni, 1914, og Alfreð, 1950. Tvö fósturbörn lifa, þau Miss Diana Baldwin í Wynyard og Miss Sigga Haldorson, Winnipeg. Mrs. Guðjónsson var elzti íbúi Wynyardbyggðar, cr hún lézt. Hún var góð kona og merk. Hún var grafin 30. desember frá Sam- bandskirkjunni í Wynyard af sr. Friðrik A. Friðrikssyni. (Heimskringla.) Frá Rauðakrossdeild Akureyrar Merkjasala Rauðakrossdeildar Akureyrar hér í bænum og ná- grenninu nam alls um kr. 13.000.00. Þá bárust deildinni margar góðar gjafir: Áheit frá Jóhönnu H. Jónsdóttur kr. 200. — Áheith frá konu kr. 100. — Gjöf frá öskudagsliði á syðri brekkunni (fyrirliðar Egill Eð- varðsson og Ragnheiður Guð- mundsdóttir) kr. 155.50. — Frá Stefáni Magnússyni og félögum kr. 10. — Frá ellefu krökkum af Eyrinni kr. 120. — Frá stelpna flokki Innbæinga (fyrirl. Árdís Björnsdóttir og Bergljót Rafns- dóttir) kr. 274.55. — Frá Jóm „hendara11 og félögum kr. 57.10. — Flokkur barna Norðurgötu 16 og Ránargötu 13 kr. 150. — Flokk ur barna á Brekkunni kr. 50. — Flokkur barna, ýmsum ónefnd- um kr. 35. — Frá drengj- um og stúlkum kr. 50. — Gjöf frá börnum kr. 15. — Gjöf frá börnum kr. 10. — Flokkur barna, Margrét Aðalsteinsdóttir o. fl., kr. 55. — Frá Sigurði Stef- ánssyni, Krabbast. 2, o. fl. kr. 55. — Frá Aðalsteini H. Bergdal kr. 15. — Frá ónefndum börnum kr. 150. — Frá öskudagsflokki, Helgamagrastr., kr. 75.00. Árbók Barðastrandar- sfslu 1955-1956 J Barðastrandasýsla er útgefandi. Árbók Barðastrandarsýslu, 8. hefti, hefur blaðinu borizt til umsagnar. Því miður hafa því ekki borizt hin heftin. En þessi nýútkomna bók, sem er um 120 lesmálssíður, hefur margt fróð- legt að geyma. Trausti Einarsson skrifar um Barð á Barðaströnd og nafngift sýslunnar. Frakkar á Vatneyri fyrir 100 árum, nefnist grein um komu þriggja franskra herskipa til Vatneyrar árið 1808, og at- bui'ði í sambandi við þá heim- sókn. Arngrímur Fr. Bjarnason skrifar um 1000 ára hátíð að Reykhólum 1874. Jón G. Jónsson ritar greinina, Fróðleiksmolar um jarðir í Barðastrandarsýslu. Þá er prestatal í Barðastrandar- prófastsdæmi og bændatal í Gufudalssveit. Jóhann Skaptason sýslumaður skrifar grein um fyrstu kynni sín af sýslunni og ýmsar framkvæmdir þar í seinni tíð. Ari Kristinsson sýslumað- ur segir frá stofnun sýslunnar og margir leggja til efni í fréttir úr einstökum sveitum. Þá eru nokkur Ijóð í Árbókinni, skrá yfir dána o. fl. Árbók Barðastrandarsýslu er hin fróðlegasta og mun einkum kær þeim, er til þekkja, eða kynnast vilja sýslunni sem bezt. Ritstjórar eru þeir Jón Kr. ís- feld og Tómas Guðmundsson. — Útgáfunefnd skipa: Ari Kristins- son, Jónas Magnússon og Jón G. Jónsson. Oll hefti Árbókarinnar kosta kr. 250.00 og fást þau á sýslu- skrifstofunni á Patreksfirði og í mörgum Bókabúðum. □ Rún 59583127 = Fhl.: □ Rún 59583147 = 2.: I. O. O. F. Rb. 2 — 1073128(4 — I. O. O. F. — 1393148I4 — Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Almenn samkoma næstk. sunnu- dag kl. 8.30 e. h. — Cand. theol. Gunnar Sigurjónsson talar. Allir velkomnir! Áheit á Grenjaðarstaðakirkju. Frá konu kr. 25.— Frá ónefndum kr. 30. — Frá Á. H. kr. 50. — Frá N. N. kr. 20. — Frá H. K. kr. 50. — Beztu þakkir. Ásm. Kristjáns- son. Frá Kvenfélaginu Hlíf. Félags- fundur verður haldinn fimmtu- daginn 13. marz í Ásgarði kl. 9 e. h. Fundarefni: Nefndarkosningar fyrir barnadaginn og fleira. Tak- ið kaffi með og mætið sem flest- ar. —• Stjórnin. Ferðafélag Akureyrar sýnir litkvikmyndina: „Fögur er hlíð- in“, annað kvöld í Geislagötu 5. Sjá augiýsingu í blaðinu í dag. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbankasalnum fimmtudaginn 13. marz kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg fundar- störf. Inntaka nýliða. Hagnefnd fræðir og skemmtir. Föstumessa í kvölcl í Akureyr- arkirkju kl. 8.30 e. h. Sungið úr Passíusálmunum: 15. sálmur, vers 1.—5. — 16. sálmur, vers 1. —8. — 17. sálm., vers 21.—27., og versið: Son Guðs ertu með sanni. P. S. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 208 — 231 — 387 — 215 og 261. — K. R. — Messað í skólahúsinu í Glerárþorpi kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. Sálmar: 208 — 390 — 370 — 675. — P. S. Sunnudagask. Akureyrarkirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 7—13 ára börn í kirkj- unni, en 5 og 6 ára börn í kapell- unni. — Næst síðasti sunnudaga- skóli á vetrinum. Aðalfundur Knatt spyrnufélags Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA (Gildaskálanum) miðvikudaginn 19. marz kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin. — Innanfélags skemmtun verður haldin í Lands bankasalnum næstk. laugardag og hefst kl. 9 e. h. Skemmtiatriði. Dans. — Sunddeild KA. Munið spilakvöld Léttis á föstu- daginn. Sjá augl. í blaðinu í dag. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anny Hjartardóttir, Þórunnarstr. 122, Akureyri, og Filip Höskuldsson, sjómaður frá ísafirði. Skaiitamót Akureyrar (Framhald af 1. síðu.) 1500 m. lilaup, B-flokkur. 1. Skúli Ágústsson 3,07,5 mín. 2. Orn Indriðason 3,07,6 mín. S. Bergur Erlingsson 3,27,2 mín. Stigakeppni. 1. Örn Indriðason 121,933 stig. 2. Skúli Ágústsson 125,300 stig. 3. Bergur Erlingsson 132,667 stig. 4. Þórhallur Karlss. 131,367 stig. 400 m. hlaup drengja 12—14 ára. 1. Geirmundur Kristjánsson 54,4 sek. 2. Stefán Árnason 56,1 sek. 3. Kristján Ármannsson 57,5 sek. Dánardægur. Sigríður Gísla- dóttir, til heimilis að Jai'ðbrú, lézt í janúar sl. Var hún um nírætt. Gift var hún Soffoníasi Júlíussyni, sem lifir konu sína. Þau hjón hafa lengi dvalið á Jarðbrú og verið hjá þremur ættliðum þar. Sigríður var kona hljóðlát, ýtti sér ekki fram. Hún vann sín verk af alúð og trú- mennsku. Hún var ákaflega trygglynd og vinföst og þakklát öllum, sem greiddu götu hennar. H. S. Slysavamakonur, Akureyri. — Aðalfundurinn verður í Alþýðu- húsinu þriðjud. 18. marz kl. 9 e. m. Vanaleg aðalfundarstörf. — Skemmtinefndin skemmtir. — Mætið vel og takið með kökur og kaffi. — Þá verður sama dag kl. 4.30 e. m. skemmtifundur fyrir litlu stúlkurnar í deildinni, á sama stað. — Borizt hafa kr, 500 til kvennadeildarinnar í Flug- vélasjóðinn frá gamalli konu og kr. 45 frá Birni og Skúla (ösku- dagspeningar). Beztu þakkir. — S. E. Rauðakrossdeildin þakkar kær lega allar öskudagsgjafirnarsömu leiðis þakkar hún öllum börnun- um, sem merki seldu og öðrum, sem aðstoðuðu við merkjasöluna, svo og þeim, sem merkin keyptu. Þá þakkar einnig deildin Borg- arbíó fyrir ókeypis aðgöngumiða fyrir merkjasölubörnin. Nýkomið! Barnavagnar Barnakerrur, m. skýli Járn- og gtervörudeild Húsnæði Ung, barnlaus hjón er vinna úti, vantar 2 herbergi Eldunarpláss ekki nauðsyn- legt. Uþþl. i sima 1230. BARNAVAGN 300 m. hlaup drengja 10—12 ára. 1. Hallgrímur Indriðas. 53,5 sek. 2. Örn Smári 119,4 sek. Silver-Cross barnavagn til solu. Uppl. i sima 2271.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.