Dagur - 19.03.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 19.03.1958, Blaðsíða 1
Fylgiszt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 26. marz. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 19. marz 1958 16. tbl. Búnaðarmál rædd á BúnaÖarþingi Nokkrar samþykktir í stuttu máli Búnaðarþing hófst í Reykjavík 20. fekrúar og hefur það haft mörg þýðingarmikil mál landbúnaðarins til meðferðar. Þorsteinn Sigurðsson, forseti B. í. setti þingið með ræðu og landbúnaðarráð- herra, Hermann Jónasson, flutti ávarp við það tækifæri. — Land- búnaðarráðherra lagði áherzlu á það í ræðu sinni, hve áríðandi það væri að beina framleiðsluaukningu landbúnaðarvaranna að þeim þáttum, er bezt hentuðu erlendum mörkuðum. Merk bæjarmál rædd í bæjarráði Skjaldarvík - Safnahús - Ú. A. - Slökkvistöðin Bréf Björns Jónssonar o. fl. Hrossasala. — Tamningastöðvar. Á fundi B. í. 5. marz var tillaga búfjárræktárnefndar, varðandi ræktun hrossa og útflutning þeirra, til síðari umræðu. Sam- þykkti þingið að fela stjórn B. f. að hlutast til um, að Gunnar Bjarnason, ráðunautur í hrossa- rækt, verði leystur frá kennara- störfum á Hvanneyri að öllu eða einhverju leyti um eins árs skeið, svo að hann geti helgað sig eingöngu hrossaræktinni. Búnað- arþing telur nauðsynlegt að komið verði á fót tamninga- stöðvum víðs vegar á landinu á vorin og sumrin, svo að ekki verði skortur á tömdum hestum til heimanotkunar og væntan- legrar sölu á erlendan markað. Þingið ályktar að skora á Sam- band íslenzkra samvinnufélaga að taka að sér útflutning og sölu hrossa í Þýzkalandi og öðrum þeim löndum, sem til greina koma í því sambandi. Um jarðhita. Búnaðarþing fellst á að sett v.erði lög um eignarrétt jarðhit- ins og umráðarétt. Hins vegar mótmælir þingið því, að lög- bundinn verði eignarréttur ríkis- ins á öllum jai-ðhita 100 metra undir yfirborði jarðar, Þó telur Iringið eðlilegt að ríkið hafi for- gangsrétt til virkjunar slíks hita í almenningsþágu. En jafnframt verði landeigendum tryggð end- urgjaldslaus afnot jarðhitans til heimilis og.búþarfa, Landsmót hcstamanna. Búnaðarþing mælir með því að Landssamband hestamanna fói að halda landsmót á næsta sumri í Skógarhólum, skammt frá Þingvöllum. En þar hafa hesta- menn komið sér upp skeiðvelli og girðingum, svo að þar er góð aðstaða til stórra móta hesta- manna. Um óþurrkalánin. Þetta mál hlaut afgreiðslu Búnaðarþings fyrir helgina, eftir miklar umræður þar og í sunn- anblöðunum. Ályktun allsherjar- nefndar, sem hér fer á eftir, var samþykkt með því nær öllum at- kvæðum: Firmakeppni Skíðaráðs Akur- eyrar var haldin sunnudaginn 16. marz. 57 firmu tóku þátt í keppn inni. Keppt var í Vaðlaheiði, hvasst var og færið slæmt. Ur- slit urðu þau, að Skógerðin Ið- unn vann. Keppandi Bragi Hjartarson. 2. Verzl Eyjafjörður (Kristinn Steinsson). 3. Herrab. (Viðar Garðarss.). 4. Almennar tryggingar h.f. (Halldór Ólafsson). „Búnaðarþing lítur svo á, að mál þetta hafi fengið þá af- greiðslu hjá Alþingi og ríkis- stjórn með afhendingu lánanna til Bjarðráðasjóðs, að bændur geti vel við unað. Vill Búnaðarþing treysta því, að stjórn Bjargráðasjóðs, að fengnum ábendingum hrepps- nefnda, meti réttilega ástæður bænda til greiðslu á lánunum og hún taki til athugunar, hvort ekki væri rétt að gefa eftir vexti og lengja lánstímann t. d. í 10 ár og gefa lánin eftir að einhverju eða öllu leyti þeim bændum, sem erfiðastar ástæður eiga við að búa.“ Mörg mál voru enn á dagskrá og óafgreidd um síðustu helgi. 5. Efnagerð Akureyrar (Bragi Hjartarson). 6. Halldór Ólafsson úrsmiður (Ottó Tulinius). 7. Verzl. Skemman (Sævar Hallgrímsson). 8. Gefjun (Halldór Ólafsson). 9. Brauðgerð Kr. Jónssonar (Jón Bjarnason). íþróttafélagið Þór sá um mótið, mótstjóri var Ásgrímur Stefáns- son skipasmaður. Blaðið Dagur vann bikarinn síðastliðið ár. Skjaldarvík. Lagt var fram bréf frá kvenfél. Framtíðinni, þar sem tilkynnt er, að eigandi elliheimilisins í Skjaldarvík, Stefán Jónsson, hafi boðið að afhenda félaginu stofn- unina til fullra umráða, sem yrði síðan rekin sem sjálfseignar- stofnun. í bréfinu er tekið fram, að kvenfélagið sé hlynnt því, að þessi afhending fari fram, en treysti sér þó ekki til að reka hælið án aðstoðar bæjarins. — Á fundinum mættu til viðræðna við bæjarráð, sem fulltrúar kvenfél. Framtíðin, frúrnar Ásta Jónsson, Ásta Sigurjónssdóttir, Gunnhild- uar Ryel og Ingibjörg Halldórs- dóttir. Bæjarráð samþykkti eftirfar- andi: „Bæjarráð leggur til, að bæjar- stjói'n kjósi 4. manna nefnd, sem ásamt bæjarstjóra starfi á breið- um grundvelli að lausn elliheim- ilismálsins og geri um það tillög- ur sínar til bæjarstjórnar hið allra fyrsta. Nefndin taki meðal annars til athugunar erindi kvenfél. „Framtíðin“, dags. 5. f. m., til bæjarráðs.” Safnahús. Bæjarráð leggur til við bæjar- stjórn, að keypt vei'ði húseign Ki'istins Jónssonar, Hafnai'sti'æti 81 A, fyrir allt að kr. 440.000.00, er gx'eiðist á 10 árum með jöfnum afboi'gunum og 7% vöxtum, þó með því skilyrði, að undanþága fáist frá lögum um afnot íbúðar- húsa í kaupstöðum, samanber samþykkt bæjai'stjói'nai'fundar 25. f. m. Húsnæði þetta er ætlað til að bæta úr húsnæðisskoi'ti náttúru- gi'ipasafns og byggðasafns. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Lagt fram erindi Utgerðarfél. Akureyringa h.f., þar sem þess er óskað, að bæjarábyi'gðin vei'ði fi'amlengd. Bæjai'ráð leggur til að ábyx'gð bæjarins fyrir rekstri togaranna verði fi-amlengd til 15. api'íl n.k. Sömu skilyrði fylgja fx-amleng- ingunni um eftirlit af bæjarins hálfu og gilt hafa frá febrúar- byrjun. Eftii'litsstai'fið hefur Gísli Kon- ráðsson haft á hendi. Slökkvistöðin. Erindi frá bæjarverkfræðingi varðandi Slökkvistöðina við Geislagötu. Bendir hann á nauð- syn á því, að eitthvað verði gert fyrir Slökkvistöðina. Segir hann að mikill leki sé kominn í plötu og hún fai’in að molna upp af völdum vatns og fi'osts, ennfrem- ur eru járn öll að ryðga í sundur. Segir hann að um tvær leiðir sé helzt að ræða: I. Byggt vei’ði bráðabirgðaþak yfir húsið, battingaþak, verð ca. kr. 100.000.00, eða þakstólpaþak, verð kr. ca. 250.000.00. II. Húsið verði byggt upp og áætlaður kostnaður við að gera það fokhelt ki'. ca. 2 millj. Bæjarráð leggur til, að slökkvi- liðsstjóra vei'ði falið að sækja um fjárfestingai'leyfi fyrir allri bygg- ingunni og athugaðir verði möguleikar á lántöku til bygg- ingar, en ef ekki fæst fjárfesting- arleyfi verði byggt þak ofan á húsið til bráðabii'gða. Frá Vatnsveitunni. Ei'indi frá Vatnsveitustjóra, dags. 13. mai'z 1958, þar sem hann sækir um leyfi til að festa kaup á dráttarvél, vegna fyi'irhugaðra framkvæmda á næsta sumri. — Gerir hann helzt ráð fyrir að kaupa dráttarvél af gei'ðinni Foi'dson Major, sem ásamt fylgi- tækjum kostar kr. 53.950.00, en samkv. vinnuáætlun yrði tíma- kaup fyi'ir vélavinnu, ef leigð væi’i, um kr. 65.600.00. Bæjarráð leggur til að Vatnsveitustjóra verði heimilað að festa kaup á dráttai'vél af gex'ðinni Fordson Majoi’. Frumvarp til umsagnar. Björn Jónsson, alþingismaður, hefur sent bæjarráði til umsagn- ar frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 88, 24. des. 1953, um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjái'festingarmála o. fl. Flutningsmenn eru Bjöi-n Jónsson, Fx-iðjón Skarphéðinsson og Bei'nhai'ð Stefánsson. Bæjai'i’áð er sammála um að mæla með því að frumvai'p þetta verði samþykkt á Alþingi. Tóbak og sælgæti. Erindi frá Steinþór Jensen, þar sem þess er farið á leit, að hann fái í'éttindi til þess að hafa kvöldsölu á sælgæti, tóbaki og gosdrykkjum. Bæjari'áð leggur til að um- sækjandi fái sams konar leyfi og veitt hafa vei'ið. Samþykkt HieS 3 samhljóða atkvæðum. Næsti bændaklúbbs- íunL.ir verður mánudaginn 24. þ. m. á sama stað og tím;u Framsögu hefur Eirik Eylands vélfræð- ingur um landbúnaðarvélar. — Duglegustu keppendurnir í firmakeppninni. Frá vinstri: Viðar Garðarsson, Bragi Hjartarson og Kristinn Steinsson. Firmakeppni Skíðaráðs Ákureyrar Skógerðin Iðirnn hreppti bikarinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.