Dagur - 19.03.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 19.03.1958, Blaðsíða 2
D AGUR Miðvikudaginn 19. marz 1958 Kaupir þú „Kirkjuriíið" i Eins og alþjóð veit hefur Prestafélag íslands haldiS „Kirkjuritinu“ út í 23 ár sam- fleytt og gjörir það enn. Mun það nú orðið langlífasta kirkjulega málgagnið, sem komið hefur út hér á landi, ef eg man rétt. Nú síðari árin hefur það komið 10 sinnum út á ári og hefur hvert hefti þess verið um og yfir 45 'blaðsíður lesmáls. Hver árgang- ur. hefur þannig verið hátt á fimmta hundrað lesmálssíður, og mun yfirstandandi árgangur vart .minni verða. — Ritið er fallegt. Pappírinn er góður og prentið laglegt. Fjöldi ágætra mynda prýðir það. Verður ekki annað með sanni sagt, en að útgáfan sé vönduð. — Ritstjórar þess eru: Dr. Ásmundur Gúðmundsson, ’biskup, og sr. Gunnar Árnason frá Skútustöðum, báðir þjóð- kunnir rithöfundar. Nöfn þeirra tel eg fulla tryggingu fyrir góðu efni og frágangi. í ritið skrifa, auk ritstjóranna, ýmsir góðkunn- ir. rithöf. svo sem séra Benjamín Kristjánsson, dr. Magnús Jóns- son, prófastarnir séra Gísli Brynjólfsson og séra Friðrik A Friðriksson, skáldið Jakob J. Töskur - Vcski Nýjar sendingar vikulega. POKAR hentugir lil fermingargjafa teknir upp á morgun. Verzl. Asbyrgi h.í. íbúð óskast Vantar 2ja herbergja íbúð 14. maí. Uppl. i síma 1986. Nylon-teygju slankbelti Nvlon korselett Hlý ralaus brjóstaböld Ný tegund. Nylon tindirkjólar Nylon mittispils og pcrlonsokkar, með saum og saumlausir. ANNA & FREYJA Smári, séra Jakob Jónsson, séra Oskar J. Þorláksson o. fl. o. fl. — Má því óhætt fullyrða, að ritið flytur árlega ýmsar framúrskar- andi greinar, og fjölbreytt efni er á boðstólum. Eg verð að láta þá skoðun mína í Ijósi, að erfitt muni vera að fylgjast fyllilega vel með því, sem gjörist í kirkju- málunum og efst er þar á baugi hverju sinni, án þess að kaupa og lesa „Kirkjuritið“. Það flytur allar kirkjulegar fréttir og ályktanir kirkjulegra funda auk annars. Nú er það svo, að mál- eíni kirkjunnar snerta hvern einasta mann, hvort sem því er játað eða neitað og hvort sem menn vilja það eða ekki. Næst lægi því, að ritið væri keypt og lesið á hverju einasta heimili á landinu. „Kirkjuritið“ ætti að kornast „inn á hvert einasta heimiii,“ eins og Þórhallur bisk- up ætlaði gamla „Kirkjublaðinu sínu forðum daga. En það er víst síður en svo, að það hafi enn tek- izt. Eg hygg, að það vanti tilfinn- anlega kaupendur, hvað sem því veldur. En ef eg ætti nokkuð um orsakii-nar að tala, þá myndi eg telja, að það kynni að nokkru leyti að stafa af því, að það sé of lítið auglýst. Menn þekki það ekki svo vel og almennt sem skyldi. Eg skrifa þessar línur ótil kvaddur í þeim tilgangi, að vekja athygli manna á þessu tímariti sem eg tel bæði gott og þarflegt Vildi eg mega vona og óska þess, að þær yrðu til þess, að ein- hverjir gerðust kaupendur rits- ins. Þá væri tilgangi mínum náð Kaupir þú „Kirkjuritið1?1 — Ef ekki, þá gjörðu það nú. Með því styrkir þú útgáfuna, þó að í litlu sé, og gjörir sjálfum þér gagn, vona eg. „Kirkjuritið“ má fá hjá prest- unum víðast hvar og eins hjá afgreiðslu þess: Hringbraut 44, Reykjavík. Ennfremur hjá út- sölumönúum þess úti um sveit- irnar, Vakl. V. Snævarr. Sú prentvilía var í síðasta blaði „Dags“, í minningargrein um Steingrím Pálsson. Þar segir: og þar ólst Steingrímur upp ásamt 2 systkinum sínum, átti að vera ásamt 4 systkinum sínum o. s. frv. HEIMA ER BEZT Marzhefti „Heima er bezt“ er komið út og á leið til kaupenda. í það skrifar G. G. Hagalín um Þórð Jónsson á Látrum, ritstjór- inn þáttinn Ur vesturvegi o. fl. Lúðvík R. Kemp Á skammri stund skipast veður í lofti, Hólm- steinn Helgason um dularfulla ferðamenn, Stefán Jónsson Varist hætturnar og Heilabrot, sögur Magnúsar á Syðri-Hóli, þá er framhaldssaga Guðrúnar frá Lundi og Jenný (skáldsagan hollenzka) o. fl. Forsíðumynd er af Þórði Jóns- syni á Látrum. Margt mynda er í þessu hefti, sem í hinum fyrri. Og ekki má gleyma getraunun- um og ísskápnum. BANDARIKIN StaÓbœílir og land- kostir Útgefandi: Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna, Reykjavík. Þórð- ur Einarsson íslenzkaði. Bók þessi segir í myndum og stuttu máli frá loftslagi, gróðri, aýralífi, auðlegð landsins og íbúunum í ríkjunum 48, sem mynda hina voldugu stórþjóð, læknilegri þróun atvinnuveg- anna, jarðrækt, námugreftri, siglingum og hinum ótrúlegu en sönnu andstæðum í hinu víð- lenda ríkjasambandi. Mikill fróðleikur er hér saman kominn í 120 blaðsíðna bók og myndirnar, sumar í litum, eru yfirleitt mjög góðar og tala sínu máli. Hún er góð og skemmtileg landkynning og sannarlega ómaksins vert að lesa hana. Leiðrétting. í minningargrein um Brynleif Tobiasson í næstsíð- asta tölublaði Dags hafði frásögn ruglast þannig, að svo leit út sem Hver er maðurinn og íslendinga- ævir væru tvær bækur, en þetta er ein og sama bókin. íslendinga- ævir er aðeins undirtitill hinnar. í afmælisgrein um Kristbjörgu Jónatansdóttur í síðasta blaði hafði fallið úr ártal. Hún tók gagnfræðapróf vorið 1908, en kennaraprófi vorið 1910. Gvven Terasaki: Þstf land er mitt land (Framhald.) 5. Seinna á þessu sama ári flutt- um við til Havana, en þar var Terry gerður að konsúl og yfir- manni sendisveitarinnar. Terry hafði verið innrætt það frá blautu barnsbeini, að Japani skyldi ætíð vera dulur og fá- skiptinn, en öll samskipti hans við hina hreinskilnu og léttlyndu Mið-Ameríkumenn gengu þó prýðilega. Þar við bættist, að starfið var létt, og dvölin á Kúbu varð okkur því ánægjuleg og áhyggjulítil. En því meira brá okkur, er við vorum- send aftur til Shanghai tveim árum seinna. Hin glaðlega borg hafði hörmu- lega breytzt til hins verra. Japan var nú kominn í styrj- öld við Kína. Hernaðarsinnarnir höfðu komið í kring landamæra- árekstrum til þess að knýja hina borgaralegu kínversku stjórn til þess að grípa til vopna. Japansk- ur her hafði tekið Shanghai og var nú á leið upp Jangtsedalinn. FI TUGUR: Þann 17. þ. m. átti Guðmundur Guðmundsson, Helga magra stræti 43 hér í bæ, fimmtugsaf- mæli. Guðmundur fæddist í Reykja- vík, og voru foreldrar hans þau hjónin Guðmundur Kr. Bjarna- son togaraskipstjóri, af kjarn- miklum, vestfirzkum ættum, og Solveig Stefánsdóttir, ættuð úr Mýrdalnum. Guðm. Kr. Bjarna- son var m. a. skipstjóri á Frey, Otri og Gulltoppi. Hann lézt 1927, en Solveig í janúar síðastliðnurn. Guðmundur Guðmundsson byrjaði snemma að sækja sjóinn — eða 14 ára gamall. Var hann fyrst á togaranum Kára Söl- mundarsyni með hinum lands- kunna skipstjóra Aðalsteini Pálssyni, og síðan á ýmsum öðr- um togurum, bæði íslenzkum og enskum, í meira en tug ára. Árið 1932 lauk hann fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum, dvaldi síðan um skeið í Noregi og kom þaðan 1934 með línuveiðarann Olav hingað til Akureyrar. Var hann skipstjóri á því skipi í sam- fellt 8 ár og hefur æ síðan átt heima hér í bænum. Auk skip- stjórnarstarfsins stundaði hann áttavitaréttingar um langt árabil. Guðrnu.ndui' vai' hvatamaður að stofnun tögaraútgerðar á Ak- ureyri. Var honum falinn undir- búningur að stofnun Utgerðarfé- lags Akureyringa h.f., og ráðinn var hann forstjóri þess fyrirtækis frá upphafi og hefur gegnt því starfi síðan. Var þetta algjört brautryðjandastarf, og almennt var því ekki trúað áður, að unnt væri að gera út togara héðan frá Akureyri. — Guðmundui' tók þátt í félagsstörfum í bænum, áður en hann réðst til Útgerðar- félagsins, var t. d. um skeið for- maður Skipstjprafélags Norð- lendinga og fyrsti formaður Sjó- mannadagsráðs, en í meira en áratug hefur hann dregið sig í hlé og gengið óskiptur að hinu erfiða starfi sínu. Ekki get eg dæmt um útgerð- armál fremur en blindur maður um lit, en þó veit eg, að þar er hægra um að tala en í að komast, og um þann kóng hafa margir þeir talað undanfarna mánuði, „sem hvorki hafa heyrt hann né séð.“ Guðmundur var svo óhepp- inn að standa vanheill við stjórn- völinn í því efnahagsóveðri, að ekki varð varizt áföllum — og þess geldur hann nú. Hins, sem vel tókst, og alls þess, sem hann gerði ágætlega af dugnaði og trúmennsku, á hann að fá að njóta. Annað er ekki vanzalaust. Guðmundur er mikill og mynd- ai'legui' að vallarsýn, orðhvatur stundum og hefur utan um sig .skel, allharða. Mér leizt satt að segja ekkert sérlega vel á hann í fyrstu. En eg átti því láni að fagna að búa í húsi hans í mörg ár, og höfðinglyndari, hjartabetri og heiðarlegri manni hef eg aldr- ei kynnzt. Hef eg þó þekkt og þekki enn margt af ágætu fólki. Þeíta er ekkert afmælisoflof. Mér er fyllsta alvara. Guðmundur er kvæntur Guð- rúnu Jónsdóttur héðan úr bæn- um, hinni ágætustu konu, og eiga þau tvö börn. Eg óska Guðmundi til hamingju með afmælið, þakka honum vináttu, og bið honum og fjölskyldunni blessunar á ókomn um árum. Grn Snorrason. Hann hagaði sér ruddalega, og hernaðaryfirvöldin gáfu út slíkar fyrirskipanir, að Terry varð æfa- reiður. Sérhver Kínverji, hversu gamall, sem hann var, eða hvaða stöðu, sem hann gegndi í þjóðfé- laginu, skyldi lúta til jarðar, ef hann gengi fram hjá Japana, jafnvel þótt sá væri aðeins óbreyttur hei-maður. Slíkar auð- mýkingar vöktu ákaft hatur, og þó að útgöngubann væri sett á ýmsum tímum, þá var alltaf margt fólk á götunum, og því nær á hverri nóttu voru gerðar árásir á japanska menn. Margir létu lífið fyrir rýtingum Kín- verja. Terry reyndi að halda áfram sínu venjulega starfi, að svo miklu leyti sem það var hægt. Nefnd hafði tekið til starfa í borginni til þess að hjálpa þeim Gyðingum, sem flúið höfðu til Shanghai frá Þýzkalandi Hitlers. Terry starfaði í þessari nefnd, og hann reyndi hvað hann gat, enda í hans verkahring, að vekja vel- vild og traust þeirra þjóða, sem Japönum var nauðsyn að eiga verzlunarviðskipti við. Þegar bandarískur blaðamaður, Burgn- er að nafni, var settur í fangelsi fyrir að hafa tekið mynd á for- boðnum stað, sá Terry strax, að þetta atvik væri ekki til þess fallið að bæta sambúð Japana og Bandaríkjanna. Með oddveifu hinnar upprennandi sólar blakt- andi á bíl sínum ók hann í skyndi til fangelsisins, ýtti verð- inum til hliðar og lét opna fanga- klefann. „Allt í lagi, Burgner,“ sagði hann við hinn furðu lostna Bandaríkjamann. „Við skulum koma.“ Það voru flotayfirvöldin, sem etaðið höfðu að handtökunni, og þegar þau fréttu, að Terry hefði sleppt fanga þeirra úr haldi, urðu þau fokreið yfir því, að venjuleg- ur og óbreyttur konsúll skyldi voga sér að gera slíkt upp á eig- in spýtur. Símskeytin þutu á milli Shanghai og Tókíó, og um skeið var alveg óvíst, hvernig ut- anríkisróðuneytið myndi snúast í málinu. Að lokum gekk sendi- ráðið í lið með Terry, og flotinn neyddist til að viðurkenna mis- tök sín. Terry var bæði reiður og sár yfir ofríki japanska hersins í borginni. Allt það, sem hann var hreykinn af í fari þjóðar sinnar, var eyðilagt og fótum troðið. Það var honum þjáning að horfa á ruddameðferð hersins á kín- verskum mönnum. Þeir voru neyddir tíl að skríða í duftinu af kúgurum sínum og urðu daglega að þola tilgangslausar auðmýk- ingar. Að lokum varð tauga- spennan svo mikil, að hún var að verða Terry um megn. Er mér varð ljóst, að heilsa hans var að þrotum komin, þá heimtaði eg bókstaflega, að við færum frá Shanghai. Hann væri að eyði- leggja sjálfan sig, og eg væri þess (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.