Dagur - 19.03.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 19.03.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 19. marz 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Aígreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa f Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Argangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlf Prentverk Odds Björnssonar h.f. KRISTNESHÆLI NÝLEGA VAR framtíð Kristneshælis til um- ræðu í bæjarráði Akureyrarkaupstaðar. — Til grundvallar lágu tvö bréf, frá stjórn Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og yfirvöldum heil- brigðismála. Hið fyrra var útdráttur úr fundargjörð stjórnar sjúkrahússins, dagsetttri 11. marz 1958, undir- skrifuð af þeim Sigurði O. Björnssyni, Sigríði Þorsteinsdóttur og Sverri Ragnars og hljóðar svo: „Vegna erindis hæstvirts Heilbrigðismálaráðu- neytis í bréfi, dags. 31. des. f. á., samþykkir stjórn Fjórðungssjúkrahússins svofellda ályktun: Stjórnin leggur til að bæjarstjórn gefi kost á samningaumleitunum milli heilbrigðisyfirvald- anna annars vegar og bæjarstjórnar Akureyrar hins vegar um þá lausn á berkla- og geðveikimál- unum hér norðanlands, sem lögð er til í áður- nefndu bréfi ráðuneytisins. Vill stjórn sjúkrahússins í því sambandi sér- staklega benda á, að tauga- og geðveikihæli í Kristnesi mundi bæta mjög úr brýnni og aðkall- andi þörf á bættri aðstöðu í þeim þætti sjúkra- hússmálanna hér norðanlands og reyndar í land- inu öllu, og telur eðlilegt, að Akureyri Ieggi því máli lið eftir aðstæðum og ástæðum. Hins vegar bendir stjórn sjúkrahússins jafn- framt á, að hér er um viðurhlutamikið og engan veginn áhættulaust nýmæli að ræða í rekstri sjúkrahússins og skírskotar í því sambandi til viðræðufundar bæjarráðs og stjórnar sjúkrahúss- ins 7. marz síðastliðinn. Varar stjórn sjúkrahússins eindregið við því, að gerðar verði af hálfu bæjarstjórnar nokkrar bind- andi samþykktir um byggingaframkvæmdir í þessu skyni fyz-r en gengið hefur verið frá fulln- aðarsamningum við heilbrigðisyfii-völd i-íkisins um væntanlegan rekstur berkladeildar við Fj órðungssj úkrahúsið. sjúkrahússins undir uppástungur þær, er fram komu í nefndu sam- tali, en þær voru þessar: 1) Akureyrarsjúkrahús komi upp 15—20 rúrna sérdeild fyrir berklasjúklinga. Að svo miklu leyti sem ný- byggingar er þörf, hljóti sjúkrahúsið að sjálfsögðu ríkissjóðsstyrk til bygging- arinnar samkvæint sjúkra- húsalögum. 2) Á meðan þessi berkladeild verður rekin, launi ríkið að fullu einn lækni til starfs við Sjúkrahús Akureyrar, að því tilskyldu, að hann sé sérfróður um berklalækn- ingár, enda annist hann sér- staklcga berkladcildina og starfi jafnframt að berkla- vörnum á Akureyri. 3) Að öðru leyti fari um vist úrskurðaðra, styrkhæfra „Ekki sér hann sína mcnn, svo að hann ber þá líka.“ íhaldinu er það ljóst, að hin svokallaða „bændai’áðstefna“ þess reyndist algerlega misheppnuð leiksýning, þrátt fyrir áratuga pólitíska þjálfun hins alkunna Olafs Thoi's, í því að setja slíkar sýningar á svið. Fjai’stæðu- kenndar fullyrðingar forsjár- manna ráðstefnunnar hafa vakið almennan aðhlátur um allt land. Úr því sem komið var, átti íhaldið engan kost góðan, en þann þó skárstan, að virða sýn- inguna gleymsku með því að minnast ekki á hana meir. En gæfuleysi íhaldsins er þó meira en svo að þess yi’ði kostur. Eru öðru hvoru að birtast greinar í ísafold, þar sem ráðstefna þessi er talin landssögulegur atburður. Annai’s er orðbragð greinarhöf- undar fremur óþrifalegt og áhuginn fyrir málefninu mjög takmarkaður. berklasjúklinga á umræddri deild eftir sérsamningi við heilbrigðisstjórnina, og sé við það miðað, að sjúkra- húsið beri ekki halla af rekstri deildarinnar.“ Af ofanski’áðu er augljóst, hvernig þessi mál standa í dag. En þau eiga langt í land og ber margt til. Saga Kristneshælis er baráttu- og sigui’saga Norðlendinga. Fram gangur málsins var því að þakka fyrst og fremst, að deilumál framámanna og annaiTa voru lögð á hilluna, en samhugur og óskiptur vilji féllu í einn farveg. Þótt mikið hafi áunnizt í 30 ára bai’áttu við hvíta dauðann, er enn langt í land að sigur sé unninn og tölulegar staðreyndir sýna, að ennþá er of snemmt aðslíði’avopn in gegn vágesti þessum. Það er enn of snemmt að ieggja Krist- neshæli niður sem bei’klahæli það sé ekki, því að ella sannar hann það eitt, að sjálfur er hann viðbúinn að birta grófustu blekkingar, svo að ekki sé meira sagt, málstað sínum til hugsan- legs framdráttar, til að villa fyrir þeim, sem illa fylgjast með. í nefndaráliti Jónasar Jónsson- ar um byggingar- og landnáms- sjóð, sem 3 flm. gáfu út á Alþingi 1926, segir svo um fyrii-hugaðar styrkveitingar til bygginga í sveitum: „Þessir styrkir mættu ekki skoðast sem lán. Hann ætti aldrei að endurgreiðast og um rentur væi’i ekki að tala. Styi’k- urinn væi’i sem innstæða, sem ábúendur nytu mann fram af manni. Dánarbú eða fráfarandi skili þessari innstæðu til næsta ábúanda cða kaupanda, ef býlið væri selt og aldrei mætti ábúandi eða kaupandi býlis selja þessa innstæðu eða veðsetja, liún stæði jafnan tryggð með fyrsta veðrétti í eigninni.“ Leggur stjórn sjúki-ahússins til, að bæjarstjói’n Akureyrar kjósi þi’iggja manna nefnd til slíkrar samningagerðar eða veiti stjórn Fjórðungssjúkra- hússins umboð til hennar.“ Bæjarráð afgreiddi þetta mál á svofelldan hátt: „Lögð fram fundargerð stjórnarnefndar sjúkra- hússins, dags. 11. marz 1958, varðandi sérdeild fyrir bei'klasjúklinga í sambandi við Fjórðungs- sjúkrahúsið. Bæjarráð leggur tll, að bæjarstjói-n feli stjórn Fjórðungssjúki’ahússins, ásamt bæjar- stjóra, að taka upp samninga við heilbi’igðis- stjórnina á grundvelli samþykkta sjúkrahúss- stjórnarinnar frá 11. marz sl., enda verði væntan- legt samningsuppkast lagt fyrir bæjarstjórn til fullnaðarsamþykktar.“ Bréf ráðuneytisins, áður um getið, sem dagsett er 31. des. sl., er svohljóðandi: „Með skírskotun til samtals, er fram fór á Ak- ureyri á næstliðnu sumri af hálfu heilbrigðis- stjórnarinnar við forráðamenn Sjúkrahúss Akur- eyrar, um nauðsynlegar ráðstafanir, er gera þarf, þegar ekki telzt lengur henta að reka Kristnes- hæli sem berklahæli og það verður tekið til ann- arra nota, vill ráðuneytið hér með leita eftir því við háttvirta stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, hverra undirtekta megi vænta af hálfu j f ísafold frá 11. des. birtist ein ritsmíðin. Er þar meðal annars rætt um 17. gr. jarðræktarlag- anna frá 1936 og þykist greinar- höfundur heldur betur hafa náð sér niðri. Þurfi nú ekki framar vitna við um innræti hinnar há- bölvuðu Framsóknar. Því að með 17- greininni hafi þeir beinlínis stefnt að því, að stela jörðunum af bændum landsins. Tilgangur- inn með 17. gr. var sá, að þeim verðmætum, sem framlag ríkis- ins skapaði á viðkomandi jörð, yrði nokkurs konar fylgifé jarð- arinnar, sem gengi frá einum ábúanda til annars, en yrði ekki flutt burt við sölu. Og sá tilgang- ur var tvímælalaust réttur, þótt vel megi vera, að þeim ákvæðum, sem að þessu lutu, hefði mátt koma fyrir á annan hátt og heppilegri en gert var í 17. gr. á sínum tíma. En hefur nú greinarhöfundur ísafoldargreinarinnar nokkra hug mynd um, á hverja hann er að deila? Hans vegna vona eg að Tveir skrifa undir nefndarálit- ið með þessum fyrirvara: „að þeir hallist heldur að því, að ein- hverjar rentur, t. d. 3%, yrðu teknar af innstæðum þeim, er ríkisjóður leggði hverju býli.“ Beri menn þetta nú saman við 17. gr. Vill nú höfundur ísafold- argreinarinnar bera það á þessa samherja sýna, að þeir hafi ætlað að stela jörðunum? Eða heldur hann, að það sé tízka í sveitum, að byggingarnar á jörð og jörðin sjálf, sé selt sitt í hvoru lagi? Eg held að það sakaði ekki neitt að hann kynnti sér það mál betur áður en hann skrifar næstu grein. Kannski vildi hann líka vera svo vænn, að líta í lög um nýbýli og samvinnubyggðir, sem ihaldið og Bændaflokkurinn fluttu árinu seinna, þegar þeir ætluðu að vera góðir við bændur. Mig minnir nefnilega, að finna megi ákvæði hliðstætt 17. gr. eða ef nokkuð er, ennþá strangara. Magnús H. Gíslason. Ánægjuleg æskulýðsliátíð í kirkjunni Æskulýðshátíðin fór fram í Akureyrarkirkju fyrra sunnudag. Séra Kristján Róbertsson setti há- tíðina og bauð alla velkomna. — Ræðu flutti Hann- es J. Magnússon skólastjóri. Flutti hann Æskulýðs- félaginu árnaðaróskir og ræddi um gildi trúarinnar. Sagði hann frá sinni reynslu í þeim efnum og hve þýðingarmikið það væri, að byggja líf sitt á fagn- aðarboðskap Jesú Krists. GUNNL. KRISTINSSON fyrsti formaður ÆFAK. EINAR GUNNARSSON, núv. formaður ÆFAK. f kapellumii. Að því búnu var gengið í kapelluna og setzt að sameiginlegri kaffidrykkju. — Ávörp fluttu Ásta Einarsdóttir, Orn Ingólfsson og Ingimundur Árna- son. — Heiðdís Norðfjörð stjórnaði spurningaþætti og þar sigraði Björn Arason. — Ennfremur fór fram getraun, hve mörg brúðkaup hefðu farið fram á Akureyri sl. ár. Einn kom með rétta tölu, 65. Var það Árni Jónsson. Afmælisóskir. Milli ræðuhalda voru sungnir æskulýðssöngvar. Jóhann Konráðsson söng og talaði af hálfu gest- anna. — í hófinu voru nokkrir af stofnendum Æ. F. A. K. Fyrir þeirra hönd flutti Gunnlaugur Kristinsson ávarp og tilkynnti að þeir gæfufélaginu vandaðan bikar til sveitakeppní um beztu fundar- sókn. Ræðumenn bentu á þýðingu þess fyrir æsku- lýðinn og bæjarfélagið í heild, að félagið hefði vei'- ið stofnað. Afmæliskveðjur bárust frá Æskulýðs- félaginu á Siglufirði og Róðrarklúbbnum. Ónefnd kona færði félaginu 50 krónur og þrír félagar 300 krónur í afmælisgjöf. Myndasýning. Hófinu í kapellunni stjórnaði séra Pétur Sigur- geirsson. Er staðið var upp frá borðum sýndi hann litskuggamyndir frá æskulýðsmóti í sumarbúðum lútersku kirkjunnar í Ameríku, en það mót sótti hann ásamt konu sinni sl. sumar. — Undirleik í kirkjunni og kapellunni annaðist organisti kirkj- unnar, Jakob Tryggvason. Hátíð þessi var mjög ánægjuleg. Formaður afmælisnefndar var Einar Gunnarsson félagsforingi. Fuglatalningadagur Fyrir sl. mánaðamót birti Tíminn bréf frá Krist- jáni Geirmundssyni á Akureyri. Segir þar m. a.: „Nú er hér vetur, svipað því sem var í gamla daga, og sér varla á dökkan díl. Undanfarna vetur hafa nokkrar rjúpur haldið til í Gróðrarstöðinni og í trjágörðunum hér í bænum. En nú í vetur hefur þeim fjölgað mikið og eru nú algengar um allan bæinn. 13. febr. sá eg heilan rjúpnahóp í Lystigarð- inum, og var það skrýtin sjón að sjá trén þakin rjúpum upp í topp. Þar sátu þær og gæddu sér á tætlum, sem þær slitu af birkinu. Mikið hefur ver- ið hér af snjótittlingum í vetur. Þó hafa þeir mikið horfið hér inni í Fjörunni upp á síðkastið og valda því smyrlar, sem halda til í Gróðrarstöðinni og herja þaðan á snjótittlingana. Þá hafa branduglur einnig átt sinn þátt í því að hræða fuglana, en þær hafa verið að slæðast hér líka. Þá hafa þrír fálkar verið hér á sveimi og herja þeir á hettumáfa- hópana hér á Leirunum og verður vel ágengt, og eru ófeimnir við að rífa þá í sig við nefið á vegfar- endum og standa fast á bráð sinni. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.