Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 2. apríl. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 29. marz 1958 18. tbl. Fergusondráttarvél á snjóbeltum reynist öruggt flutningatæki. — (Ljósmynd: E. D.). Gamanleikurinn Afbrýðisöm eiginkona Afli glæðist Smásíldin, sem hér var í vet- ur, er nú öll á bak og burt. — Loðnu hefur orðið vart og vona menn að kraftganga sé skammt undan. Hún hefur veiðzt bæði á Skjálfandaflóa og Axarfirði síðustu daga. — Nokkur þorskur er hér í firð- inum, en vandhittur. Sumir hafa þó aflað vel, bæði á línu og handfæri. Eyfirðingar verða að lá ný farartæki til vetrarllutninga í snjó Beltadráttarvélar og snjóbílar í stað moksturs Ekkert er eins vonlaust og að aka venjulegum bifreiðum í miklum snjó. Það er ekki bifreiðum til óvirðingar, þótt full- yrt sé að j>ær liafi beðið margan og eftirminnilegán ósigur á J>essum vetri. Ekki hafa }>ær þó látið í minni pokann fyrir öðrum farartækjum, því að samkeppnin er engin hér um slóð- ir ,heldur fyrir snjónum. í samgöngumálum héraðsins hefur orðið tíðræddast um Dal- víkurbílana þrjá. Þeir hafa brot- ist áfram jafnt í færu sem ófæru og oft með hjálp jarðýtu, á meðan kostur var. En þessum bílum hefur farið sem öðrum þeim far- artækjum, sem ekki eru fram- leidd ssaeð það fyrir augum að vera Tiotuð í snjó, að þeir hafa gefizt upp og legið hjálparvana í einhverjum snjóskaflinum, kom- ist lengra en aðrar bílar, en uppgefist samt þegar ekki náðist lengur niður á fasta undirstöðu. „. .. . en væðir munu þeir þó vera.“ Þessir Dalvíkurbílar hafa þau einkenni trölla, að vera óhemju sterkir, en ekki að sama skapi vitrir. Hér er þó, hvað vitsmun- ina snertir, eingöngu átt við það, að halda slíkum bílum út til flutninga í miklum snjóalögum og ótíð, en ekki við þá ötulu og harðduglegu menn, sem sitja við stýrið. Það er illa farið að þessir menn skuiu þurfa að strita við jafn vonlaust verk, í stað þess að stjórna farartækjum, sem henta staðháttum — Norðlendingar verða að eignast farartæki, sem snjórinn ber uppi, í stað þess að vaða hann að hætti trölla Einbein og bræður lians. Trúlegt er, að innan skamms þyki mjólkurflutningalest á Dal- víkurvegi með jarðýtu í farar- broddi, síðan þrjá marghjóla trukka, minna óþægilega mikið á söguna um Einbein og bræður hans, sem toguðu, ásamt foreldr- unum, í kálfsrófuna þar til hún slitnaði. Og hvað þá um lélegri bíla? Þá mun mönnum hafa lærzt af reynslunni, að nota þau flutn- ingtæki í norðlenzkri vetrarveðr- áttu, sem ekki þarf að moka slóð fyrir eins og nú. Snjómokstur getur ekki bjargað í harðindatíð. Litið nær og f jær. Nú mun svo komið, og ekki vonum fyrr, að tíðrætt hefur orð- ið um önnur úrræði til að greiða fyrir samgöngum og þungaflutn- ingum. Snjóbílar björguðu Þingeying- um í vetur. Þar var ekki borið við að moka snjó af vegum. Snjó- bílarnir og síðan dráttarvélar og jafnvel jeppar óku troðnar slóðir með fólk og farangur. Og Fergu- son- dráttarvélin vann sigur á ísauðnum Suðurheimskautsins. Eyfirðingar eiga margar Fergu- sonvélar, en engan snjóbíl Á dráttarvélarnar vantaði aðeins liin frægu snjóbelti, svo að hægt væri að bjóða djúpum snjóalög- um byrginn. Bóndinn á Hálsi í Oxnadal, Ás- grímur Halldórsson, og Skóg- ræktin áð Vöglum hafa eignast slík snjóbelti, heilbelti, og hafa (Framhald á 7. síðu.) Svo nefnist fjórða og síðasta viðfangsefni Leik- félagsins á þessu leikári - Leikendur eru 9, ný- liðar eru fjórir og æfingar eru byrjaðar LEIKFÉLAG AKUREYRAR æfir um þessar mundir fjórða sjónleik sinn á þessu leikári. Heitir hann „Afbrýðisöm eiginkona" og er ástr- alskur að uppruna en þýddur af Sverri Haraldssyni. Leikstjóri er Jó- hann Ögmundsson. Ekki hefur leikur þessi verið sett- ur á svið hér á laydi fyrr en í vetur, að Hafnfirðingar tóku hann til með ferðar og sýna hann við mikla að- sókn um þessar mundir. Ekki er blaðinu kunnugt um efni leiksins að öðru leyti en því, að þetta er gamanleikur, sent ætti að geta orðið mjfig skemmtilegur, ef vel tekst. Alls eru níu leikendur í þessum gamanleik, og ]>ar af verða fjórir nýliðar á sviðinu hér. Þykir það jafnan góðs viti, þegar leikfélög leggja rækt við að „uppgötva" og þjálfa nýja leikkrafta. — Eins og áður segir, er leikst jórinn hinn'góð- kunni leikari og formaður L. A„ Jóhann Ögmundsson. Ast og ojurefli, sem rnjög hefur unnið á, og hlotið hinar ágætustu viðtökur, þegar menn komtist að raun um, að það var ómaksins vert að horfa á þann leik, verður Ieikinn í síðasta sinn á morgun, sunnudag. Tannhvöss tengdaniamtna verður svo væntanlega sýnd innan skamms, sennilega fyrra bluta aprílmánaðar, ef veður og færi leggja ekki snjó í Jóhann Ögmundsson, form. L. A. götu sveitafólksins, sem flest á eftir að sjá leikinn. Leiklistárskóli hefur starfað hér í bænum seinni partitjn í vetur. Hóf Ragnh. Steingrímsdóttir kennslu í janúar, en siðan tók Guðmundur Gunnarsson við og annast nú kennsluna. Nemendur eru tim 20. Sennilega sýna nemendurnir eitt- hvað við skólalok í vor. Mývetnskur bóndi á leið til Rómar Pétur Jónsson, bóndi og gest- gjafi í Reynihlíð, fréttaritari Dags þar eystra, leit inn á skrif- stofur blaðsins á mánudaginn. Honum sagðist svo frá, að harð- indi og samgönguleysi hefði ver- ið í Mývatnssveit síðan í byrjun febrúar. Snjóbílasamgöngur eru þær einu, sagði Pétur, og jeppar og dráttarvélar fara svo slóðina. Byrjað er að hleypa út fé á ein- staka stað, en jarðlaust er, að heita má. Lítil silungsveiði er í vatninu. Þó er verið með net og dorg. Dorgveiði byrjar aldrei að neinu ráði fyrr en ísinn fer að leysa, livort sem það er seint eða snemma. Vart hefur orðið við minka- slóðir bæði í Laxárdal og Aðal- dal, en ekkert dýr hefur þó veiðzt énnþá. Eins og kunnugir vita, verður Pétur í Reynihlíð sextugur í vor. Börn hans gáfu honum farseðil til Rómaborgar og var hann á leið til Reykjavíkur en flaug þaðan til ítalíu 28. þ. m. Mun hann verða samflota fjárveitinga- nefnd Alþingis, sem bregður sér þá til útlanda. Og Pétur kom færandi hendi. Hann afhenti 1000 króna gjöf til sjúkraflugvélarinnar nýju frá Slysavarnadeildinni Stefáni í Mývatnssveit. Skal þeim pening- um varið til skíðakaupa undir flugvélina. Lét hann svo ummælt að oft væri Norður- og Austur- land einn glampandi flugvöllur fyrir „skíðavélar“ og væri þvífull nauðsyn á að þann útbúnað vant- aði ekki á hina nýju sjúkraflug- vél Norðlendinga. Um leið og blaðið þakkar hina myndarlegu gjöf til styrktar góðtt málefni, óskar það Pétri farar- heilla. Nikitð Krústsjov fær alræðisvald fíin „samvirka forysta“ íir sögunni Á fimmtudaginn gerðist sá sögulegi atburður á sameinuðum fundi beggja deilda Æðsta ráðs Sovétríkjanna, að Nikita Krúst- siov var einróma kosinn í emb- ætti forsætisráðherra í stað Bulganins. Jafnframt var til- kynnt að hann myndi einnig gegna cmbætti aðalritara flokks- ins. Þar með hefur Krústsjov form- lega fengið þau völd í liendur, sem Stalin hafði áður. Alræðis- vald það, er mest var ráðist á fyrir 5 árum, cftir dauða Stalins, Síldarvcrksmiðjan á Dagverðareyri rifin Byrjað er að taka niður vélar síldarverksmiðjunnar á Dagverð- areyri. Munu þær eiga að fara til Vopnafjarðar og e. t. v. Norð- fjarðar. Mörgum mun þykja nokkur eftirsjá í þessu atvinnutæki, sem lengi hefur verið starfrækt hér við Eyjafjörð. Nú síðustu árin hefur, sem kunnugt er, vantað hráefni til verksmiðjunnar, þar sem síldin hefur fært sig um set, frá því sem áður var, og veiðizt nú mun austar en fyrrum. er nú aftur komið í hendur eins manns. Hin „samvirka forysta“, sem var ólíkt frjálslegri, er úr sögunni. Margir benda á, að þessi at- burður sýni enn einu sinni, að Sovétskipulagið leiði óhjákvæmi lega til einræðis, og er það vissu- lega staðfest. Kári í Staðarholti sjötugur Föstudaginn 28. þ. m. (í gær) varð Kári bóndi Arngrímsson í Staðarholti í Köldukinn sjötugur. Hann er kunnur íþróttamaður frá yngri árum, fór m. a. á Ólympíu- leikana 1912, er þrautreyndur hreppsnefndarmaður í Ljósa- vatnshreppi um margra ára skeið og enn hinn hressasti og ötulasti maður. Hann var póstur í Ljósavatns- hreppi í 25 ár, forsöngvari í Þór- oddsstaðakirkju nær fjóra ára- tugi, og var fyrsti blístjóri sýsl- unnar. í gær hélt kirkjukór Þórodds- staðakirkju honum samsæti að Yztafelli. Dagur sendir Kára Arngríms- syni beztu árnaðaróskir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.