Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardgainn 29. marz 1951 GOLD MEDAL hveitið er viðurkennt fyrir GÆÐI. Fæst í VOKUHUSINU H.F. VÆNTANLEGT Steinlausar rúsínur LIBBY’S ávextir í dósum. Blandaðir í l/l og V> dós. Pt'rur í 1/1 og ]/2 dósum Ferskjur í 1/1 og ]/2 dós. VÖRUÍIÚSIÐ H.F. TÍL Sjónaukar Myndavélar Myndaalbúin Bakpokar Tjöld, 2 og 4 manna Svefnpokar Seðlaveski Veiðistengur og lijól Manntöfl Reiðhjól karla og kvcnna Jdrn- og glervörudeild Prófarkapappír Reikningsstrikaðar ar kir Stórar og smáar. TIL SOLU ■vegna brottflutnings, skáp- ur, skrifborð, náttborð og dívan. Tækifærisverð ef samið er strax. SÍMI 1997. Járn- og glervörudeild Amerísk bifreið til sölu model 1954, lítið keyrð. SÍMI 1651. HREINGERNINGAR Tökum að okkur hrein gerningu. Uppl. i sima 1271. Guðmundur Jóhannsson. Skjaiatöskur Járn- og glervörudeild Poilabuxurnar eru kömnar. Verð frá kr. 89.75. Verzl. Ásbyrgi li.f. GAMACHÍUR ?'ir ull. Verð frá kr. 62.00. Verzl. Ásbyrgi h.f. Húsnæði til leigu hentugt sem iðnaðar eða lagerpláss. Ingvar Eiriksson. Sími 1313. Fyrir stúlkur: Undirfatnaður Náttföt Náttkjólar Sokkabandabelti Sokkar, m teg. Hanzkar Veski Fyrir drengi: Skyrtur, hv., misl. J Slaufur, hv. og sv. Bindi NæiTöt Náttföt Sokkar Belti Vasaklútar Vandaðar vörur. - Sanngjarnt verð. Til sölu er 6—9 hesta Albinvél, ný uppgerð. Upplýsingar á sunnudag- inn i sima 2343. íbúð óskast 2—3 herbergi og eldlnis, 14. maí í vor. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. UppL á afgr. Dags. Barnavagn til sölu mjög lítið notaður, kostaði nýr 1800 kr. sl. sumar. Selst á 1200.00 kr. Uppl. i sima 1497. Rafmagnshjólsög Vefnaðarvörudeild til sölu. Hentug fyrir iðn aðarmenn eða sveitaheimili Uppl. i sima 1276 eftir kl. 7. Karlmannsreiðhjól í óskilum. Uppl. i síma 2486, milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Vil kaupa notað UPPSLÁTTARTIMBUR Tilboð um magn, stærð og \ ei'ð leggist inn á afgr. Dags fyrir 10. apríl, merkt: ,,Timbur“. Ávaxtasett Kökuföt Skálar Tertuföt Öskubakkar Véla- og búsáhaldadeilc íwen Terasaki: Þitt land er mitf land (Framhald.) Vorið al941 var Terry sendur aftur til Washington og gerður að 1. sendiráðsritara. Bróðir hans, Taro, var nú orðinn forstjóri Deirrar deildar utanríkisráðu- neytisins, sem fór með mál varð- andi Bandaríkin. Vildi hann koma Terry í stöðu þessa, til þess að hann gæti aðstoðað Nomura endiherra við það að koma á friðsamlegu samkomulagi við Bandaríkjamenn og hindra hern- aðarsinnana frá því að skaða þá samninga, sem gerðir kynnu að verða. Sambúð Japans og Bandaríkja- manna hafði stöðugt farið versn- andi, en Nomura var kunnur fyr- að vera mjög frjálslyndur í skoðunum, og þar sem hann var þar að auki mjög vinveittur Bandaríkjunum, þá vonaði jap- nska stjórnin, að honum myndi fremur öðrum takast að ná sam- komulagi. En refsiaðgerðir Roosevelts forseta gegn Japan í efnahagsmálum höfðu komið sér mjög illa, og auk þess höfðu jap- önsku hernaðarsinnarnir sín áhrif í Washington. Þeir höfðu bundið stýrið fast og sigldu í þá átt, að til átaka hlaut að koma. Þeir höfðu unnið, er þeir köstuðu í fyrsta sinn hinum blóðugu stríðsteningum í Mansjúríu árið 1931. í næsta teningskastinu, árið 1937, þá töpuðu þeir. Þessi 4 ár höfðu kostað óhemju mikið, og japanski herinn var nú bókstaf- lega strandaður í Kína. Nú eygðu þeir möguleika til þess að rétta sinn hlut. Áform þeirra var að leggja undir sig Suðaustur- Asíu, og þeir gerðu ekki ráð fyr- ir, að Bandaríkjamenn væru færir um að leggja alvarlegar hindranir í veginn, ef þeim heppnaðist þriðja kastið — að koma bandaríska flotanum að óvörum og eyðileggja hann. Samningaviðræður halda áfram í Washington allt þetta sumar, en enginn vai'ð árangur. Bæði No- mura og hinn sérlegi sendimaður, Kurusu, sem sendur var honum til aðstoðar, gerðu allt hvað þeir gátu. En þeir höfðu ekkert um- boð til að bjóða brottflutning japanska hersins frá Kína eða gera aðrar þær tilslakanir, sem Bandai'íkjamenn kröfðust, svo að í rauninni höfðu þeir harla lítið upp á að bjóða í viðræðunum. Þann 16. október, á meðan samningaviðræðurnar stóðu enn yfir, þá urðu stjórnarskipti í Japan. Konoye fursti lét af völd- um, en ráðuneyti hans hafði ver- ið tiltölulega hófsamt. Við tók Tojo, og í ráðuneyti hans voru hernaðarsinnarnir allsráðandi. — Bróðir Terrys alét strax af satrfi sínu sem stjórnandi Bandaríkja- máladeildar utanríkisráðuneytis- ins, og Nomura sendiherra sím- aði til Tokíó, að væri land hans að búast til þess að leggja út í eitthvert ævintýri utan venju- legra stjórnmálaleiða, þá myndi hann líka segja starfi sínu lausu. Hann fékk skorinort svar og skipun um að halda áfram samn- ingaviðræðum og vera búinn að komast að einhverju samkomu- lagi fyrir 29. nóvember. Nomura leizt ekkert á þennan tiltekna frest. Hann svaraði með skeyti: „Eg er heiðarlegur maður. Eg neita að eiga nokkurn þátt í svikum og tvöíledni. .. . “ Um leið baðst hann lausnar frá Starfi. Það kom ekkert svar frá Tókíó. Terry var nánasti samstarfs- maður Nomura. Hann hafði þrælað nótt sem nýtan dag og haldið sér vakandi með kaffi og vindlingum. Því meir sem sortn- aði í lofti, því örvæntingarfyllri varð hann. Hann fann, að ógæfan nálgaðist óðfluga og ákvað að reyna öll hugsanleg ráð til þess að bægja henni frá. Síðustu daga nóvembermánað- ar var enn ekki sjáanleg nein von um samkomulag, og þá var tekið að ræða djarflegt áform í sendi- ráðinu. Tijo var ekki æðsti valda maðurinn í Japan. Hví ekki leggja til við Roosevelt forseta, að hann símsendi friðaráskorun beint til keisarans, hins eina manns í Japan, sem enn hafði vald til þess að stöðva hernaðar- sinnana? Keisarinn blandaði sér að vísu sjaldan í stjórnmál, en ókvæði hann a<ý gera það, væri enginn ofi á, að allir japanskir stjórnmálamenn, einnig hermála- ráðuneytið, myndu lúta vilja hans. Samþykkt var að reyna þetta, og Terry var falin framkvæmdin. Hann tókst þetta á hendur, þótt honum væri Ijóst, að ef upp kæmist, yrði hann talinn land- ráðamaður. „Þetta getur kostað þig lífið,“ sögðu vinir hans, „og ekki aðeins þjtt iitddur alla íjiil- skyldu þíná/' ’* Fyrst varð Terry að fá ein- hvern meðalgöngumann. Hann sneri sér til dr. E. Stanley Jones, hins kunna meþódista, sem var einn af vinum Roosevelts. Þann 3. des. gekk dr. Jones á fund forsetans og skýrði honum frá tillögunni. Roosevelt fékk strax áhuga á málinu. „En þetta er ekki svo einfalt," sagði hann. „Eg get ekki farið á símstöðina og sagzt ætla að senda skeyti til Japanskeis- ara.“ Hann hugsaði sig um sem snöggvast. „En eg get sent það til Grew. Hann er sendiherra og á rétt á því að fá viðtal. Hann get- ur skilað þessu milliliðalaust til keisarans." Er dr. Jones var að fara, bætti forsetinn við: „Segið unga Jap- anuanum, hr. Terrasaki, frá mér, að eg virði hugrekki hans. Eg skal aldrei segja frá því, hvaða þátt hann hefur átt í þessu máli. Beyndarmál hans er vel geymt hjá mér.“ Símskeytið var langt, og það var ekki sent fyrr en 5. desember — tveim dögum áður en heimur- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.