Dagur - 10.04.1958, Síða 1

Dagur - 10.04.1958, Síða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagui DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 16. apríl. XLI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 10. apríl 1958 20. tbl. Síldarverksmiðjan á Dagverðareyri er elzta síldarvverksmiðjan við Eyjafjörð. Nú er verið á taka vélar hcnnar niður til brottflutnings og uppsetningar í Vopnafirði og Neskaupstað. — (Ljósmynd: E. D.). Síldarverksmiðjðn á Dagverðareyri rifin Vélarnar verða fluttar til Vopnafjarðar og Neskaupstaðar, en liúseignum óráðstafað Skíðalandsmótið um páskana Magnús Guðmundsson Akureyri og Jón Krist- jánsson Þingeyingur urðu tvöfaldir ísl.meistarar Siglfirðingar mestir stökkmenn Síldarverksmiðjan á Dagverð- areyri er elzta síldarverksmiðjan við Eyjafjörð. Hún var fyrst byggð á þessum stað af norsku félagi árið 1912. Meðeigandi og framkvæmdastjóri var Hans Hansen. Vélar verksmiðjunnar gátu unnið úr 800 málum síldar á sólarhring. En þessi verksmiðja brann. '—1 Á rústum þescsarar fyrstu verksmiðju var önnur reist árið 1924. Eigandi var Norðmaðurinn Gustav Evanger. Afköstin voru aðeins 200 mál á sólarhring. Starfstíminn var tvö ár. '—> Árið 1934 keyptu nokkrir Ak- ureyringar verksmiðjuna og mynduðu hlutafélag um eignina, er þá nefndist Síldarbræðslu- Sambandsþing U.M.S.E. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar heldur ársþing sitt að félags- heimilinu í Freyvangi um næstu helgi, svo sem auglýst er á öðr- um stað í blaðinu í dag, og boðað liefur verið til félaganna. Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi ríkisins mun væntanlega mæta á þinginu. Fyrir þinginu liggja rnörg mál til umræðu og úrlausnar. 40—50 fulltrúar ungmennafélaganna munu sitja þing þetta, auk gesta. Hið árlega þing eyfirzku ung- mennafélaganna eru oft mjög skemmtileg og nú er fundarstað- urinn glæsilegri en nokkru sinm fyrr. stöðin Dagverðareyri h.f. Hefur nafnið haldist síðan. Skipt var um vélar og nýjar fengnar, sem unnu úr 1000 málum síldar á sólarhring. Framkvæmdastjóri var J. Jentoft Indbjör til ársins 1948. '—i H.f. Djúpavík keypti verk- smiðjuna árið 1941 af Akui’eyr- ingunum og gei'ði á henni gagn- gei'ðar breytingar. Flest hús voru endurbyggð og settar niður nýjar aflvélar og vinnsluvélai'. Var mjög til þessa vandað. Afköst vex'ksmiðjunnar ui'ðu eftir þess- ar breytingar 5500 mál. Nýtt íbúðai’hús var reist. Þar eru þrjár íbúðir og mörg herbergi að auki. Kunnugir telja að Síldarverk- smiðjan Dagvei'ðai-eyi-i h.f. hafi, eftir þessa breytingu, vei-ið hag- kvæmasta síldarveiskmiðja lands ins og á ýmsan hátt sú bezta. Hana var hægt að reka með mjög litlum vinnukrafti og vélakost- urinn var hinn vandaðasti. En þetta góða mannvirki hefur ekki verið stai'frækt síðasta ár, síldar- söltunai'stöðin ekki heldur. Vélar verksmiðjunnar eru seldar tii Vopnafjarðar og Neskaupstaðar. Um húsakost staðai'ins er ennþá óákveðið. Það vekur óneitanlega nokki'a eftii-sjá, að hið mikla atvinnutæki er rifið niður. Sú spurning hefur óefað vaknað, hvort ekki hefðu vei'ið tök á því að hagnýta að- stöðuna á þessum stað í staðinn fyrir verksmiðjuna í Ki'ossanesi, sem Akureyrarkaupstaður á og rekur. Of seint mun að endur- skoða þann möguleika nú. En ólíkt hefði það verið ánægjulega, ef vinnuflokkur sá, sem nú stai'f- ar við hina gömlu en góðu verk- smiðju á Dagverðai'eyi'i, hefði verið að undii'búa síldarmóttöku í stað þess að í'ífa niður vélakost- inn til brottflutnings. Blaðið liitti að máli Guðna Þórðai'son, vei'kstjóra á Dag- verðareyri, sem er trúnaðarmað- ur fyrirtækisins, og gaf hann of- angreindar upplýsingar. Ritgerðir og miimingar Um skeið hefur vei'ið í undir- búningi útgáfa stuttra í'itgei'ða og minninga eldri og yngri stúdenta frá Menntaskólanum ó Akui'eyri. Er þar brugðið upp svipmynd- um úr skólalífinu fi'á ýmsum tímum, sagt frá skemmtilegum viðburðum og þeirn venjum og siðum, sem skapazt hafa í þessaii gömlu menntastofnun og hafa ekki hvað sízt sett svip sinn á skólann og mótað þann menning- aranda, sem jafnan hefur ríkt innan veggja hans. Utkomu bók- ax-innar er að vænta á næsta ári. Lögð verður áherzla á að vanda allan frágang hennar, svo og að stilla verði í hóf, og mun verð heinnar vart fara fram úr kr. 150,00. Hafa útgefendur tekið það ráð að leita áski'ifta og mun upp- lag bókarinnar verða að mestu takmai'kað við fjölda áskrifenda. Þeir, sem hug hefðu á að tryggja sér eintak, eru því vinsamlega beðnir að ski-á sig hjá Þórði Gunnai'ssyni á pósthúsinu á Ak- ureyri. Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson standa fyx'ir útgáfu þessari. Á landsmóti skíðamanna, sem fram fór um páskana í nágrenni Reykjavíkur, voru allir beztu skíðamenn landsins. Keppni var viða höi'ð og tvísýni og góður ár- angur náðist í möi'gum gi'einum. Urslit urðu þau, að ísfirðingar hlutu 4 meistax-a, Reykvíkingar 3, Akureyringar, Siglfirðingar og Þingeyingar 2. Þingeyingar miklir göngumenn. í 15 km. göngu sigruðu Þing- eyingar með miklum yfirburð- um, áttu 4 fyrstu menn með Jón Kristjánsson í broddi fylkingar. Fyrstur varð Jón og fyrsti sigur- vegari mótsins. Með þeim sigri hefur hann hlotið íslandsmeist- aratitil í 8. sinn í þessari keppni. í öðru sæti varð Steingrímur bróðir hans, 43 ára gamall, og er hann nýlega byrjaður að keppa í skíðagöngu. í stórsvigi sigraði Eysteinn. Ej'steinn Þórðarson, Reykjavík, sigraði í þessari grein, en Magnús Guðmundsson, Akureyri, veitti honum harða keppni og munaði aðeins broti úr sek. á þeim. í kvennaflokki sigraði Marta Guðmundsdóttir, ísafirði. Talið er að um mikla framför sé að ræða hjá íslenzkum svigmönnum. Boðgangan. í boðgöngunni hefði mátt vænta. öruggs sigurs Þingeying- anna. Það urðu þó ísfirðingar, sem þar urðu snjallastir og komu þar á óvart. A sveit Þingeyinga varð önnur í röðinni, þá Stranda- menn, Fljótamenn og B-sveit Þingeyinga. Keppni í bruni. Magnús Guðmundsson, Akur- eyri, sigrað,i með yfirburðum í bruni. Annar varð Svanberg Þórðarson, Reykjavík. Magnús hlaut í þessari grein fyrir meist- aratitil sinn á mótinu fyrir Ak- ureyri. Siglfirðingar báru af í stökki. Siglfirðingar sigruðu algerlega í stökkkeppninni, enda er sú iþrótt þeirra „þjóðaríþrótt“. — íslandsmeistari varð Skarphéð- inn Guðmundsson, sem sagður var í sérflokki vegna yfirburða sinna. En auk þess áttu þeir 5 fyrstu menn í þessari grein. Norræn tvíkeppni. Matthías Gestsson, Akureyri, og Haraldur Pálsson, Reykjavík, höfðu jafnan stigafjölda í göng- unni, en Sveinn Sveinsson, SSS, varð þó sigurvegari, vegna þess hve hann bar af hinum í stökki. Haraldur hlaut annað sæti og Matthías þriðja. Alpa-þríkeppni (brun, stórsvig, svig). Sigurvegari varð Magnús Guð- mundsson, Akureyri, annar Stef- án Kristjánsson, SKR. í kvenna- flokki sigraði Marta Guðmunds- aóttir, ísafirði. 85 ára Ingimar Eydal, fyrrv. ritstjóri Dags á Akureyri, varð 85 ára niánudaginn 7. apríl. Hann er heilsuveill orðinn, en andlega hress og óbugaður. Hefur hann fótavist dag Hvern, hlustar á út- varp og fylgist af áliuga með því sem gerist. — Dagur sendir hin- um aldna hciðursmanni heztu árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Nýr tenorsöngvari Árni Jónsson, tenór, sem ný- lega er kominn heim til íslands aftur eftir margra ára söngnám og sungið hefur í Reykjavík ný- lega, við mikla aðsókn og hrifn- ingu áheyrenda, er væntanlegur til Akureyrar næstk. mánudag og mun syngja í Nýja-Bíó þriðju dagskvöldið 15. apríl kl. 9. Þessi konsert verður fyrir styrktarfélaga Tónlistarfél. Ak- ureyrar og gesti og tilheyfir tón- leikum liðins árs. Nýir félagar geta snúið sér til gjaldkera fé- lagsins, Haraldar Sigurgeirsson- ar (símar 1139 og 1915). Verið er að senda aðgöngumiða heim til félagsmanna þessa dagana. Ekki mun það draga úr aðsókn að þessari söngskemmtun, að ungfrú Guðrún Kristinsdóttir verður við hljóðfærið. Er hún nýlega komin heim aftur eftir annálaðan einleik sinn með Sin- foníuhljómsveit íslands.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.