Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 10. apríl 195S S E X T U G U R Gunnlaugur Gíslason, Sökku Þann 27. marz sl. varð Gunn- laugur Gíslason bóndi á Sökku í Svarfaðardal sextugur. Dvaldi hann þá í Landsspítalanum í Reykjavík, og áttu sveitungar Gunnlaugs því ekki þess kost að þrýsta hönd hans og flytja hon- um hamingjuóskir, en margur mun hafa hugsað hlýtt til hans á þessum tímamótum ævi hans. Gunnlaugur er fæddur á Syðra-Hvarfi í Skíðadal, en íluttist með foreldrum sínum að Hofi í Svarfaðardal árið 1904. — Foreldrar hans, þau Gísli Jóns- son og Ingibjörg Þórðardóttir kona hans, voru hin merkustu hjón, bæði gædd miklum kostum til líicama og sálar, og urðu víða þekkt fyrir afrek sín á vissum sviðum. Á Hofi sleit Gunnlaugur barns- skónum og bernskuárin liðu þar við fjölþætt sveitastörf. Heimilis- faragur á Hofi var ágætur, reglu- semi mikil og þrifnaður í hví- vetna'. Ekki voru börn þeirra hjóna alin upp í leti. Var þeim haldið til vinnu án þess að íþyngja um of, enda gafst nóg tóm til leikja og gleðskapar. — Margt fólk var jafnan í heimili á Hofi og mun oft tiafa vei'ið jrar glatt á hjalla. Vegna liollra heim- ilishátta, ásamt góðum erfðum, hefur -Gunnlaugur átt ærið vega- neáti, þegar hann hleypti heim- draganum rúmlega tvítugur og settist í Hólaskóla. Brautskráðist 'hann þaðan eftir tveggja vetra nám og hvarf þá heim aftur. Árið 1924, á sumardaginn fyrsta, kvæntist Gunnlaugur Rósu Þor- gilsdóttur á Sökku, ágætri konu. Hófu þau búskap á Sökku sama ár og hafa búið þar síðan. Nú hefur sonur þeirra tekið við hluta jarðarinnar. Búskapurinn á Sökku hefur jafnan verið til fyrirmyndar. Jörðin hefur batnað stórum sök- um ræktunarframkvæmda, hús öll reist úr varanlegu efni. Bæj- arhúsin hafa tvívegis verið bj'ggð í tíð Gunnlaugs. Fyrir rúmum tveim árum vildi það óhapp til, að bærinn brann til ösku og allt irinbú. Var það óhætanlegt tjón. Eyddust jiar gamlir munir, sem mikil efthsjá er að. Á brunarúst- unum er nú risið stórt og veglegt steinhús. Búið á Sökku hefur verið ali- stórt eftir svarfdælskurn mæli- .kvarða. Hitt skiptir J)ó meira, að afui>ðir búpeningsins eru miklar, enda hefur fóðrun verið afburða góð og aldrei skort hcyjaforða. Hii-ðusemi og snyrtimennska eru einkennandi fyrir Sökku- heimiiið. Hver hlutur virðist á sínum rétta stað, engin ringul- reið, ekkert í ólagi og sér það á, að bóndinn er prýðilega lagtæk- ur. Alls staðar er hreint og þrifalegt, jafnt úti sem inni. Það er alltaf viðkunnanlegt að koma á svona heimili, ekki sízt ef við- tökur fólksins eru ekki að sínu leyti lakari. Á Sökku verður heldur enginn fyrir vinbrigðum í þeim efnum. Gestinum mætir glaðlegt viðmót og hjartahlýja og hann finnur, að hér er hann vel- kominn. Já, þau eru samhent, Sökkuhjónin, að gera garðinn frægan. Gunnlaugur á Sökku er hlé- drægur maður og hefur ekki seilzt til áhrifa. En jirátt fyrir það hafa sveitungar hans falið honum margháttuð trúnaðarstörf og sýnir það bezt, hve mikið er í mannin spunnið. Hann hefur skipað formannsstöðu búnaðarfé- lagsins hvað eftir annað, setið í hreppsnefnd mörg ár og oddviti tvö kjörtímabil, verið í stjórn sjúkrasamlagsins frá stofnun þess auk fjölda annarra starfa, sem hann hefur verið kallaður til. Um eitt skeið var hann í stjórn Bún- aðarsambands Eyjafjarðar og lík- legt er, að hann hefði setið í stjórn þess enn, ef hann hefði gefið kost á endurkjöri. Sama má segja um ýmis önnur störf, að hann hefur kosið að víkja þeim af sér, en almenningur ekki tekið þau af honum. Þetta vitnar glöggt um það traust, sem Gunn- laugur nýtur. Það mun líka al- mæli, að Gunnlaugur hafi ekki níðzt á neinu, sem honum hefur verið trúað fyrir, heldur hafi hann rrekt hvert starf af alúð og trúmennsku og farið það vel úr hendi, enda á hann ótal kosti, sem stuðla að því. Hann hefur góða greind, er hygginn og gæt- inn, hirðusemin er honum í blóð borin. Hann leggur góðum og nytsömum málum ætíð lið, held- ur fast á sinni skoðun, en sýnir jió þeim, sem eru á öndverðum, lipurð og sanngirni. Ræður hans eru skýrar og rökfastar og meir vinnur hann með lagni en ofríki. Það er ánægjulegt að vinna með Gunnlaugi. Eg get vart hugsað mér betri mann í samvinnu. Gunnlaugur er skemmtilegasti félagi, glaður og kátur. í sínum hópi er hann oft hrókur alls fagn aðar. Hann kann ógrynni af kímnisögum og lætur þær óspart fjúka. Er frásögn hans með þeim ágætum, að bragðlitlar sögur verða lifandi og kátlegar í með- förum hans. Það er því aldrei deyfð, þar sem hann er staddur. Eg læt hér staðar numið. Þetta átti aldrei að vera nema örlitil afmæliskveðja. Eg get mér líka til, að Gunnlaugi sé lítið um það gefið ,að langt mál sé ritað um hann. Að lokum vil eg þakka þér, vinur, fyrir ánægjuleg samskipti okkar, þakka allar skemmtilegu stundirnar á heimili þínu, og svo óska eg þér góðs bata og bless- unar guðs. Helgi Símonarson. Hinn 6. apríl sl. gekk sumar- áætlun millilandaflugs Flugfélags íslands í gildi, en ferðum verður fjölgað í áföngum fram til 29. júní í sumar. Eftir það verða tíu ferðir vikulega til og frá íslandi á vegum félagsins. Ferðir verða til Kaupmanna- hafnar alla daga vikunnar og tvær á laugardögum. Til Stóra- Bretlands verða einnig ferðir alla daga. Frá 6. apríl verða 5 ferðir viku- lega frá Reykjavík og heim aftur. Frá 4. maí verða 6 vikulegar ferðir. Frá 1. júní verða daglegar ferðir. Frá 15. júní verða átta vikulegar ferðir. Frá 16. júní verða 9 vikulegar ferðir og frá 29. júní verða tíu vikulegar ferðir frá Reykjavík og heim aftur. Eftir að sumaráætlun milli- lnadaflugsins hefur að fullu gengið í gildi, hinn 29. júní, verða daglegar ferðir frá Reykjavík til Kaupmannahafnar kl. 8 hvern morgun. Þar að auki fer flugvél frá Reykj.avík til Kaupmanna- hafnar kl. 10 hvern laugardags- morgun, svo að tvær ferðir eru frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar hvern laugardag og tvær ferðir frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur hvern sunnudag. Til Stóra-Bretlands verður flogið hvern dag vikunnar. Þar af eru fimm ferðir til Glasgow og tvær til London. Til Oslóar vei-ða þrjár ferðir vikulega í stað tveggja í fyrra- sumar. Til Hambirgar verða einnig þrjár vikulegar ferðir. Sú breyting verður á Lund- únaferðum frá jiví í fyrra, að nú verða bóðar leiðir flognar án viðkomu í Glasgow. Ilins vegar verður seinni laug- ardagsferðin til Kaupmannahafn- ar farin með viðkomu í Glasgow, og er það gert með tilliti til mik illar eftirspurnar eftir fari milli þessara borga, en mörg sæti eru Jjegar pöntuð á þeirri leið á kom- andi sumri. Félagið vill vekja athygli vænt- anlegra flugfarþega á því, að tryggja sér far í tíma, og á það einkanlega við þá, sem ætla að freðast milli landa á mesta anna- tíma millilandaflugs í júlí og ág. Með tilliti til síaukinnar starf- semi Flugfélags íslands, hafa í vor verið gerðar, eða eru fyrir- hugaðar, nokkrar breytingar á störfum einstakra starfsmanna hjá félaginu. Sigurður Matthíassori, sem undanfarin ár hefur verið yfi'r- maður millilandaflugs félagsins, lætur nú af því starfi og verður fulltrúi forstjóra Flugfélags ís- lands. Birgir Þórhallsson, sem sl. sex ár hefur verið fulltrúi F. í. í Kaupmannahöfn, flyzt nú heim til Reykjavíkur, þar sem hann verður yfirmaður millilandaflug- deildar félagsins. Birgir Þorgilsson, sem lengi hefur starfað hjá Flugfélóginu og verið hefur fulltrúi jiess í Ham- borg frá því að félagið hóf þang- að flug fyrir tæpum þrem árum, flyzt nú til Kaupmannahafnar og verður yfirmaður skrifstofunnar og fulltrúi F. í. þar. Ilákon Daníclsson, sem um árabil starfaði hjá Flugfélagi ís- lands og síðar hjá Loftleiðum í New York, hefur að nýju ráðizt til starfs hjá félaginu og er nú fulltrúi þess og yfirmaður skrif- stofunnar í Hamborg. Gwen Terasaki: Þift land er mitt land 9. (Framhald.) Næstu 6 mánuði var okkar gætt ásamt Þjóðverjum í tveim hótelum, sem höfðu verið regíu- leg lúxushótel fyrir stríð. Þau lágu afskekkt, og var því auðvelt að gæta okkar vel. Ríkislögreglan hafði það ætíð hugfast, að yrði japanskur embættismaður særð- ur eða drepinn, þá myndu þeir Bandaríkjamenn, sem kyrrsettir voru í Japan, strax gjalda þess. Við reyndum á ýmsan hátt að „drepa tírnann". Við tókum að mála, við stofnuðum kór, komum á málanámskeiðum í spænsku, ensku og frönsku, horfðum á kvikmyndir í kvikmyndasal hótelsins og reyndum að færa okkur í nyt öll jrau þægindi, sem hótelið hafði útbúið fyrir hina fyrri gesta sína. Okkur var ekki leyft að hafa neitt samband við umheiminn, og við höfðum enga hugmynd um, hvenær við færum. En þjónustuliðið gerði allt hvað það gat til jiess, að okkur liði sem bezt. Margir Japananna höfðu aldrei fyrr lifað við annan eins lúxus. Þjóðverjarnir fóru á undan okkur. Þeir réttu fram beinan handlegg, er þeir kvöddu, og öskruðu: „Heil Hitler“, og þeir Japanar, sem vinveittir voru „öxlinum11, kepptust við að gera kveðjustundina sem áhrifarík- asta. Skömmu seinna var brott- för okkar ákveðin. Við vorum send til New York, og þar fórum við um borð í sænska hafskipið Gripsliolm. Við siglum af stað þann 18. júní 1942. Hið stóra skip var gult og blátt á litinn, og til jiess að koma í veg fyrir árásir kafbáta, hafði verið málað á skipshliðina orðið „Sendiráðsstarfsmenn“ með risabókstöfum, og allar nætur var siglt með fullum ljósum. — Skipið hefur vafalaust verið með glæsibrag miklum til að sjá, en innanborðs voru þrisvar sinnurp fleiri farþegar en venjulega, og þjónustuliðið varð að berjast við því nær óyfirstíganlega erfið- leika. Vatn var naumt skammtað, og því nær ekkert var afgangs til baða. Ekki batnaði ástandið, er við lögðumst að bryggju í Ríó eftir 14 daga. Þar bættust við 380 Japanir frá löndum Suður-Am- eríku. í allan þennan langa mánuð, sem við dvöldum á Gripsholm, spilaði Terry borðtennis við Mako og bridge við okkur hin, en eg vissi, að það var honum kvöl, Hann hafði verið Jijáður og óhamnigjusamur alla tíð síðan árásin var gerð á Pearl Harbor. Hann minntist aldrei á það, en eg vissi, að hann óttaðist — vegna skeytisins — um líf mitt og dótt- ur okkar í Japan. En þrátt fyrir það gerði hann sitt bezta til þess að eyða áhyggj- um mínum. „Gwen,“ sagði hann eitt sinn, er við stóðum á Jiilfar- inu og horfðum á kvöldstjörn- urnar. „Japan dó þann sama dag og hernaðarklíkan náði völdum. Við skulum þess vegna ekki harma svo mjög styrjöldina. Hún er bara útförin.“ En harin hafði engan glaðan dag lifað frá stríðs- byrjun. Þann 20. júlí komum við til hinnar hlutlausu hafnarborgar Liurenco Marqes í portúgölsku Austur-Afríku, en þar áttu skiptin að fara fram. Þar biðu tvi> japönsk skip með bandaríska sendiráðsmenn innanborðs. Jap- anarnir á Gripsholm ráku upp mikil fagnaðaróp, er þeir sáu fána hinnar upprennandi sólar blakta við hún á skipunum tveim, en sjálf varð eg hnuggin. mjög, því að eg vissi, að um leið- og eg færi frá Gripsholm, myndi eg slitna úr öllum tengslum við Bandaríkin og missa allt sam- band við ættingja mína þar. Það varð. Eg fékk nú engar fréttir þaðan um langt og hörmulegt árabil. Þýzki konsúllinn í LourencO' Marques og sá ítalski héldu nú ,,öxulveizlu“ til heiðurs nokkrum hinna helztu af sendiráðsmönn- um okkar, en hún varð ekkert ánægjuleg. Það voru haldnar margar ræður, og við dönsuðum langt fram á nótt, en enginn virt- ist þó skemmta sér reglulega vel. Stemningin var þyngslaleg, og mér fannst greinilega, að gest- 'gjöfum okkar væri í rauninní lítið um okkur gefið. Eftir því sem tímar liðu, komst eg svo að þeirri niðurstöðu, að þetta banda lag Jjríveldanna væri ekki vin- sælt hjá neinni þjóðinni. Á þess- um styrjaldarárum fann eg glöggt, hve óeðlileg reyndist Jjýzk-japanska samvinnan, og stundum varð beinlínis af hrein óvild. í aðeins eitt skipti á stríðs- árunum í Japan mátti eg þola fjandskap fólks. Það hélt, að eg væri Þjóðverji. En þátt ítala £ bandalaginu lýsti Terry ágæt- lega, þannig: „Meðal hinna við- stöddu mátti sjá. . . .“ Á síðasta hluta sjóferðarinnar á skipinu Asama Maru, færðist nær okkur óhugnanleiki stríðs- ins. Við vorum neydd til þess að halda ræður um ættjarðarást. Átti með því að þvo heilann hreinan af óæskilegum, vestræn- um skoðunum. Við komum snöggvast við í Singapore á leiðinni, en þá borg höföu Japanar nú hertekið. Allar smáskútur hafnarinnar komu til að fagna okkur. Þær sigldu margsinnis kringum skipið, fánar blöktu við hún, og skipslúðrar voru Jreyttir. Mako hljóp fram og aftur um þilfarið, stórhrifin af Jjessari fjölbreytilegu sjón. Hún vildi ekki missa af neinu. En sjálf féklc eg annað um að hugsa, er eg kom allt í einu auga á bandarískt eða brezkt flugvéla- flak, sem var hálft á kafi í fjöru- sandinum. Ósjálfrátt bað eg í hljóði fyrir flugmönnunum, sem (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.