Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 5
Fimmludaginn 10, apríl 1958 D AGUR 5 DR. JON DUASON: Er landnám orðið glæpur? Sú var tiðin, að ekkert þótti meiri sæmd með vorri þjóð ,en að íinna og nema ný lönd. Þegar listaskáldið góða vildi vekja þjóð sína af andlegum dvala og eggja hana til dáða, kvað hann: „Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu austan um hyldýpis haf. . . .“ Kvæðið kunna allir. Og sá skáld- snillingur þjóðar vorrar, sem Jónasi er andlega skyldastur, enda úr sama skáldadalnum, kvað: „Heill þér norrænu hetjur! Heill þér norrænu landnáms- menn.“ Aldrei hafa neinir menn verið frábitnari þrældómi eða ofbeldi en þessar loftungur landnáms- hugs j ónarinnar. Svipað má raunar segja um hugsjóna, lærdóms- og ágætis- manninn Arngrím Þorkelsson Vídalín, bróður Jóns biskups, er hann 1703 eggjar konung á að hefjast handa og nema aftur vor fornu lönd á Grænlandi og í Vesturheimi og setja þar upp menningarboðs og trúboðsstöðv- ar; hann ritar: „Því hvað getur verið eða upp- hugsast lofsverðara en að hans hátign leggi kapp á að finna og nema gott og frjósamt land, sem forðum hefur tilheyrt og enn til- heyrir Króndanmörku, og hefur Verið notað af báðum ríkjunum með mesta hagnaði, en síðan í tíð Margrétar drotningar hefur liðast frá.“ Og þegar skammsýnir menn fundu upp á því nú á þessari öld, að gera nýbýli og hefta framtíð ísl. æskumanna, sér til pólitísks íramdráttar, í kotum, í stað þess að byggja upp á höfðingjasetrum feðra vorra á Grænlandi, þá hug- kvæmdist þeim að kalla þessi lúalegu heimskurstrik sín land- nám, nýtt landnám, þótt þessi kotagerð væri ekkert landnám, heldur hið þveröfuga við það. Svo vinsæl var landnámshug- sjónin þá. En nú er landnám búið að fá annan hljómgrunn með drjúgum hluta þjóðarinnar. Það er í um- dæmi þeirra orðið ofbeldis- og níðingsathöfn, þótt hvorugur þeirra Jónasar eða Davíðs sé enn komnir á blað meðal níðinga sög- unnar. Það var enn í minni núlifandi manna, að Vestur-Evrópuþjóð- irnar voru nýlenduveldi og ný- lendurnar hornsteinn tilveru þeirra. Tvær hörmulegar óláns- styrjaldir hafa gert enda á þessu, og um áratugi hafa tvö öflugustu stórveldi heims háð harðvítuga baráttu gegn nýlendupóitík Vesutr-Evrópuþjóða, annað þeirra, þó mesta og sterkasta ný- lenduveldi heims, í þeim tilgangi, að koma Vestur-Evrópuþjóðun- um á kné, hitt til þess, að ryðja verzlun sinni og fjárfestingu til rúms um allan heim, jafnvel þótt það verði á kostnað landa og þjóða, sem því eru skyldar, og það vill vel, og hefur enda sýnt ýmislega vinsemd. En nýlendurógurinn gengur sinn gang, og allt það versta í samskiptum manna er kennt við nýlendur. Og boðberar beggja þessara stórvelda hafa mikið látið til sín taka hér á landi. Einkan- lega er það blærinn frá austri, sem borið hefur þennan nýja boðskap inn yfir vort land. Getur þá verið um það að vill- ast, að þjóð vor er fædd í synd og smán, og að saga hennar er einn óslitinn glæpur? Feður vor- ir hröktu Papana á burtu héðan. Ekki þó svo, að þeir gerðu þeim mein eða ömuðust við veru þeirra hér. Ónei, en þeir spilltu aðeins fyrir sjálfpíningum þeirra með því að breyta landinu úr eyðimörk í byggð, og hvaða heimild höfðu þeir til þess? Sýnu skárra var þetta þó, hvað Grænland snertir. Þar fundust engir menn, og þar var engum stökkt á flótta. En hver er kom- inn til að segja um það, hvort guð hafi ætlað íslendingum landið fremur en öðrum. „Enginn á það, sem hann hefur ekki bréf upp á,“ sagði Bessastaðaböðullinn, og slíkt hafa fleiri sagt. Þó kastaði fyrst tólfunum, þeg- ar ólukkan kenndi Bjarna Herj-r ólfssyni að finna nýja heimsálfu, og vor seka og synduga þjóð tók að nema þar víðáttumikil lönd og setjast að í bróðerni og friði inn- an um frumbúana þar. Papa- skammirnar komust þó óspilltir á sál sinni og trú til síns kristná heimalands, en þessum vestrænu frumbúum fannst syndin sæl með íslendingum, blönduðust við þá, tóku fegins hendi við þeirri verk legu, norrænu menningu, sem þeir komu með, og búa að henni enn. Þessi fólksstraumur frá Græn- landi vestur í heim gæti vel hafa staðið fram í byrjun 18. aldar. — Svo leið meira en öld þangað til tekið var upp á því, að fara til Brazilíu, svo og nema lönd, sem Bandaríkjamenn og Kanadamenn höfðu rænt frá Rauðskinnum. Það kváðu vera þessir fyrr- nefnd, sem næst mest hamast gegn nýlendupólitík. Væri þeim þá ekki nær að skila Rauðskinn- unum aftur löndum þeirra, og hví er vor óhappa þjóð að þiggja þessi rændu lönd. „Þjófurinn þrífst, en þjófsnauturinn ekki,“ stendur einhvers staðar skrifað. Samt er ekki sagan öll. Um heilar tvær aldir og aldarfjórð- ung betur hafa Danir rænt og rúið afkomendur landa vorra á Grænlandi með meira miskunn- arleysi en dæmi eru til. Lengi urðum vér og, sjálfir nauðugir að sæta sömu kjörum af Dönum. Eii nú hafa margir alvörumenn bundizt samtökum um það, að Danmörk skuli krafin skila á umboði því frá valdskonungi ís- lands til þess að fara með stjórn- arathöfnina á Grænlandi. Og nú hrópa sendlar Dana og danskir íslendingar: nýlendupólitík, ný- lendukúgun. Og sendlar Rússa og skaðabræður þeirra gelta með. íslendingar hafa aldrei dregið eyris virði frá neinni sinni ný- lendu, eigi heldur beitt hana kúgun eða ofríki. Og á slíkt hyggur heldur enginn vor, er skipað hefur sér í Landssamband íslenzkra Grænlandsáhugamanna. En vér krefjumst þess nú, að réttlætið fái fullan framgang Grænlandi til handa, Vér sjáum það og finnum til þess, að þar sem ísland á yfirráaðréttinn yfir Grænlandi og hefur nú fengið utanríkismál sín í eigin hendur og getur látið Danmörk sæta. ábyrgð, bcr Island sjálft ábyrgð á meðferð Dana á Grænlandi. En þá ábyrgð viljum vér ekki bera: Vilt þú, sem þessar línur lest, bera ábyrgð á meðferð Dana á Grænlendingum? Viljir þú það ekki, þá kastaðu ekki steini á oss, fyrr en þú hefur bctur gert en vér, jafnvel þótt þú sért sendill Dana eða Rússatrúar eða dansk- ur íslendingur. Gagnvart Grænlendingum hef- ur stefna Landssambands ísl. Grænlandsáhugamanna verið orð uð þannig: „Að beita sér fyrir gagnkvæm- um skilningi og samstarfi milli íbúa beggja landanna og vinna að efnalcgum og menningarlegum framförum, er snerta samskipti þeirra.“ En framkvæmd sérhverrar vin- áttuyfirlýsingar mun reynast erf- ið, meðan Danir halda Grænlandi í slíkum heljargreipum, að eng- inn íslendingur fær að stíga þar á land, en Grænland er harðlæstar, danskar þrælabúðir undir dönsku átthagalandi og miskunn- arlausri kaupþrælkun, svo að ef Grænlendignur kemst hingað leyfislaust, er hann frá dönsku sjónarmiði strokufangi. Grænland getur aldrei eignast Skaftárelda eða eitruð öskugos, er leysi börn þess úr hinni egypsku ánauð Dana. Erfðaréttur fslands einn megnar að sprengja upp lása þrælabúðanna á Græn- landi og gera Grænlendinga frjálsa. Og væri nú ekki mál til komið, að vér réttum Grænlend- ingum bróðurlega hjálp'arhönd? ___ .1 .. 18. marz 1958. Jón Dúason. Barnahjálp S. Þ. Stjórn Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) hefur samþykkt að verja samtals 7,379,500 dollurum til að hjálpa nauðstöddum börnum í 43 lönd- um. Um helmingur fjárins renn- ur til að aðstoða mæður með brjóstmylkinga á framfæri sínu. 2,230,000 dollurum verður varið til baráttu gegn malai'íu, og það sem afgangs er til berklavai'na, holdsveikivai-na og lækninga á hitabeltissárasótt er yaws nefnist. Stefán Einarsson frá Litlu-Hániundarstöðum Nokkur minningarorð O „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þcssa hcimtar köld. — Eg kcm á eftir, — kannske í kvöld. . . . “ in“, en þó „hneit mér hjarta nær“, og svo mun fleirum fai'ið hafa. Ekki var einasta það, að þá færi alltof snemma frá konu Alltaf setur menn hljóða og þeir hrökkva við, þegar andláts- fregn berst, jafnvel þó að búizt lxafi verið við henni. Enn skipar dauðinn hið mikla rúm í hugum okkai'. Stöðugt er hann hinn dul- arfullri og ógurlegri, sem „slær allt, hvað fyrir er.“ Þrátt fyrir sannfæringuna um æðri heim og betra líf fi'amundan, eru þó dauðsfallatíðindin jafnan einna stærstar frétta. Þegar mér barst sú fregn aust- ur á Fjörðu, að, Stefán Einarsson frá Litlu-Hámundai'stöðum væri dáinn, gat eg að vísu glaðzt yfir því, að „hin langa þi'aut var lið- Stefán Einarsson. sinni og börnum ástríkur og um- hyggjusamur heimilisfaðir, held- ur einnig vinsæll og mikilsvirtur nágranni og samstarfsmaður. Er sveitinni hans mikill missir að honum, því að Stefán var einn þeirra manna, sem aldi'ei brást (Framhald á 7. síðu.) Farfuglarnir koina ílrossagaukurinn Hér á landi hefur hi'ossagauk- urinn orðið eins konar spáfugl og var álitið að öll vorhai'ðindi væru búin, þegar hann fæi'i að hneggja á voi'in. En svo var annað mei'ki- ati-iði, sem gerði hann að spá- fugli. Það er það, í hvaða átt maður heyrir hann hneggja í fyrsta sinn á vorin. Menn höfðu talsverða trú á því, og um það er þessi gamla þula: í austri auðsgaukur, í suðri sælsgaukur, í vestri vesælsgaukur, í noi'ðri námsgaukur uppi unaðsgaukui', niðri nágaukui'. Það hafa vei'ið miklar deilur milli náttúrufræðinga um það, með hverjum hætti hnegghljóðið myndaðist hjá hrossagauknum. En almennast mun þó vera álitið að hljóð þetta myndist þegar hann stingur sér úr háalofti nið- ur á við í sveig og út á við með miklum hraða, með titrandi vængjum og útþanið stél, og þegar loftið streymir, við flug- hraðann, fram hjá titrandi vængj ununm og milli hinna stinnu yztu stélíjaðra, setja þeir það í sveifl- ur, sem framleiða hljóð, sem líkt er við hnegg hrossa. Þegar fer að líða á apríl fara hrossagaukai'nir að koma. Það ber lítið á þeim fyrst, nema þegar þeir heyi'ast hneggja hátt í lofti, og ef hret koma, þá leita þeir lxeim undir bæi, og hér í bænurn heim í garða við húsin. Komi þá ixiikið fi-ost og standi dögum saman, verður bjargai'laust fyrir þá, því að þeir þurfa að bora með nefinu niður í jörðina eftir fæðu og falla þá margir þeirra úr hungi'i, þegar svo ber undir. Hi'ossagaukurinn lifir mest á ánamöðkum og öðrum ormum, en einnig á alls konar skordýr- um, lirfum þeirra og á smásnigl- um. Þau dýr, sem lifa niður í jai'ð- veginum, ánamaðka, orma og lirfur, nær hann í með því að boi-a hinu langa, viðkvæma nefi svo djúpt, að hann fínnur dýrin hreyfast. Þá grípur hann þau og kmpir þeim upp í einum rykk,, Hrossagaukurinn er mjög lag- inn að leynast. Hann kúrir graf- kyrr undir þúfu eða á svipuðum stað, með ncfið beygt niður á við, og er hann svo samlitur um- hverfinu, að menn ganga oftast fram á hann, án þess að veita honum athygli fyrr en hann flýgur snögglega upp og vei'ður þá mörgum bilt við. Seint í maí eða júní byi'jar varpið. Hreiðrinu er búinn stað- ur oftast í eða undir þúfu, í mýri eða í grasi á slétti'i jöx'ðunni. Það er aðeins laut í grasið eða jarð- veginn, með þurrum sti'áum og blöðum í. Eggin eru 4, tekur klaktíminn 2% til 3 vikur. Ung- arnir fai'a strax úr hreiðrinu og annast móðirin aðallega uppeldi þeirra. Þegar óvini ber að garði reynir hún að leiða þá afvega með því að bera sig aumlega eins og í'júpan og lóan. Um það bil mánaðar gamlir eru ungarnir orðnir fleygir. í ágústbyi'jun eru ungarnir orðnir sjálfbjarga og þá yfirgefa foreldrarnir þá. í sept- emberlok eða í byrjun október hvei-fa svo hrossagaukarnir héð- an af landi burt. Kr. Geirnumdsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.