Dagur - 16.04.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGU DAGUK kemur næst út miðviku- daginn 23. apríl. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 16. apríl 1958 21. tbl. f Gróðrarstöðinni á Akureyri. Uppeldisstöð Skógrræktarfélags Eyfirðinga. — (Ljósmynd: E. D.). — Frá aíalfundi Skógrækfarfél. Eylirðinga Gróðursettar voru 48 þús. trjáplöntur - 24 þús. trjá- og garðþlöntur afhentar úr uppeldisstöðinni Á laugardaginn hélt Skógrækt- arfélag Eyfirðinga aðalfund sinn að Hótel KEA. Formaður félags- ins Guðmundur Karl Pétursson flutti starfsskýrslu stjórnarinnar. Gróðrarstöðin var rekin á lík- an hátt og áður. Séð varð 6 teg. trjáfræs, 15,393 kg. í 417 m 2 lands, en auk þess haustsáning runna og reynifræs í 40 m2. Dreifsetttar voru 62,864 plöntur. Afhentar voru úr stöð- inni vorið 1957 22,343 trjáplöntur til skógræktar og 1,846 garð- plöntur. Félagið gróðursetti í skógarreiti samtals rúmlega 48 þús. plöntur. Skátar og ung- mennafélagar veittu nokkurt lið við gróðursetninguna. Reksturs- halli var kr. 7,297,11. Niðurstöður fjárhagsáætlunar 205 þús. kr. Framkvæmdastjóri félagsins, Ármann Dalmannsson, flutti fundinum ýmsar upplýsingar frá fulltrúafundi skógræktarfélag- anna. Hann gat þess einnig, að ákveðin væri skógræktarferð til Noregs í vor, á tímabilinu frá 6. —20. júní. Kostnaður fyrir hvern þátttakanda væri 2800.00 kr. Og enn minnti hann á, að um- ræður væru uppi um minningar- hatíð í tilefni 150 ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar. For- maður nefndar þeirrar, sem sér um Minningarlund Jónasar Hall- grímssinar gat þess, að ákveðið væri að reisa í lundinum útsýnis- skífu og síðan yrði hann afhent- í stjórn Skógræktarfélags Ey- firðinga eru: Guðmundur Karl Pétursson, formaður, Þorsteinn Davíðsson, Ármann Dalmanns- son, Helgi Eiríksson, Björn Þórðarson og prestarnir Benja- mín Kristjánsson og Sigurður Stefánsson. Á f undinum sýndu þeir Ár- mann Dalmannsson og Brynjar Skarphéðinsson skuggamyndir frá Alaska, Noregi og einnig inn- lendar myndir. Formaður flutti hvatningarorð í fundarlok. Ritari fundarins var Steindór Steindórsson og er hér stuðzt við fundargerð hans. Lánfaka í Vesfur-Þýzkalandi Framkvæmdabankinn tekur 33 milljón króna lán - Vextir 4% og lánstími 20 ár Fréttatilkynning fjármálaráðu- neytisins um lán þetta er svo- hljóðandi: „Hinn 11. þ. m. undirritaði dr. Benjamín Eiríksson, banka stjóri, fyrir hönd Fram- kvæmdabanka fslands vegna íslcnzku ríkisstjórnarinnar, samning um l»n hjá Kredit- anstalt fiir Wiederaufbau í Frankfurt/Main í Þýzkalandi. Lánið er 8,4 milljónir þýzkra marka (DM). Lánstími er 20 ár og vextir 4%. Lánið er afborg- unarlaust í 2 ár. Lánsfénu verður varið til þess að stand- ast áfallinn kostnað við fjár- festingarframkvæmdir á veg- um ríkisstjórnarinnar." Er þetta fyrsta lánið til langs tíma, sem íslendingar taka hjá Þjóðverjum með góðum kjörum. Vestur-þýzka sambandsstjórnin hafði milligöngu um þessi við- skipti. Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra flutti greinargerð um lántökuna í útvarpið fyrir helgina. Á tæpum tveimur árum hefur ríkisstjórnin útvegað erlend lán til nauðsynjaframkvæmda í land inu, sem nemur 418 milljónum króna. Til flugvélakaupa 94 millj. Til flökunarvélakaupa 24 mill- jónir. Til stórframkvæmda: Sogs- virkjunar, raforkuáætlunar dreif býlisins, Sementsverksm. Fisk - veiðasjóðs: og Ræktunarsjóðs hafa farið 300 millj. Frá sambandsþingi U.M.S.E. Eyfirzkir ungmennafélagar vilja heiðra minningu Jónasar Hall- grímssonar á næsta vori Þinghald að Freyvangi - Iþróttamálin efst á baugi - Þróttmikil störf félaganna við Eyjaf jörð Bændaklúbburinn Fundurinn á mánudaginn, 21. þ. m. Olafur Jónsson hefur framsögu um nautgriparækt- ina. Búnaðarþingsfréttir. Um síðustu helgi var hið árlega þing Ungmennasambands Eyja- ijarðar halclið í félagsheimilinu Freyvangi í Öngulsstaðahreppi. Efórtán félög eru í UMSE, og fjöru- tíu fulltrúar sátu þingið. Þorsteinn Einarsson, Stefán Runólfsson, Her- mann Stefánsson og Ármann Dal- mannsson voru gestir þingsins og fluttu ræður og unnu við nefndar- störf. I upphafi þingsins, sem var það 37. í röðinni, kvaddi Jónas Hall- dórsson bóndi að Rifkelsstöðum, sér hljóðs og bauð fulltrúa og gesti velkomna á þennan nýuppbyggða stað, lýsti í stuttu máli byggingu og ætlunarverki fclagsheirnilisins og óskaði þinginu heilla. Síðan. setti sambandsstjóri Þór- oddur Jóhannsson þctta 37. ársþing UMSE. Fyrsti forseti var kosinn Guðmundur Benediktsson, Breiða- þóií. I skýrslu stjórnarinnar, sem var hin merkasta, var meðal annars drepið á eftirfarandi: Ráðinn var scrstakur íþróttakennari, Einar Helgason, og starfaði liann sumar- langt og leiðbeindi í frjálsum í- þróttum og leikfimi hjá hinuni ýmsu félögum. Sambandið hafði yfirumsjón með skíðalandsgöng- unni í héraðinu. Varð þátttakan mjög mikil, og hlaut sambandið bikar að launum, sem gefinn var af Skógerð Iðunnar á Akureyri. Skák- mót var háð með sjö sveitum. Sigr- aði Umf. Skriðuhrepps. — Þriggja manna sveit var send á Skíðamót íslands. Samkvæmisdansar og viki- vakar voru kenndir á námskeiðum. Sveit UMSE sigraði á víðavangs- hlaupi 1 R í Reykjavík og hlaut verðlaunabikar. Keppt var í maí- boðlilaupi á Akurcyri. — Einnig keppti UMSE við Akureyringa í írjálsum íþróttum 17. júní og sigr- aði í 5 greinum af 7. Sambandið hélt héraðsmót. Þrcttán eyfirzk met voru sett á árinu í Irjálsíþróttum. Farin var hóplerð til Þingvalla á landsmót UMFÍ. Þar urðu Eyfirð- ingarnir sigursælir, sigruðu í frjáls- íþróttum og hlutu Morgunblaðs- hikarinn. Stighæsti keppandi karla var Stefán Árnason og kvenna Matt hildur Þórhallsdóttir. UMSE sigraði á Norðurlandsmeistaramóti í frjáls- um íþróttum, sem haldið var að Eaugum. Og enn má telja knatt- spyrnumót Og sundmót. Bak við allt þetta, sem hér hefur verið nefnt, liggur mikið starf ung- mennafélaga, og sýnir það, að ey- firzkur ungmennafclagsskapur er öflugur. Það sýnir ennfremur, að íþr<)ttirnar skipa öndvegið í félags- starfinu. A þinginu í Freyvangi voru að vanda gerðar margar samþykktir og ályktanir um framtíðarstarfið. Mótuðust þxr af meiri bjartsýni en oft áður, þrátt fyrir erfiða fjárhags- afkomu. Scrstiik ánægja er að geta sagt frá því, að á þessu J>ingi var gerð lyrsta samþykkt um Jónasarhátíð, sem blaðið hefur fregnir af. Ungmenna- fclagar vilja vinna með öðrum fé- lagasamtökum að því, að vegleg minningarhátíð fari fram í Öxna- dal á næsta vori eða sumri í minn- ingu 150 ára afmælis Jcmasar Hall- grímssonar. Var í umræðum vitnað í ummæli og uppástungu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskcígi um þetta efni, sem birtist einmitt í þessu blaði í haust. Þingið samþykkti líka að vinna að því með bændasamtökum sýsl- unnar að halda bændadag með svip- uðu sniði og sl. sumar. Samþykkt var viljayfirlýsing og áskorun til sýslunefndar, um að hún beiti sér fyrir því, að keyptir verði, eins fljótt og mögulegt cr, snjcibíll eða snjóbílar í öryggisskyni vegna sjúkraflutninga. Vill sambandið styrkja það mál eftir getu. Hér er vissulega J>arft mál tckið á dagskrá, sem án efa hlýtur að ná fram að ganga. UMSE hefur mikinn áhuga fyrir sk<)grækt og samþykkti myndarlega áætlun um gróðursetningarferðir í sumar. Eins og fyrr segir, taka íþróttirnar (Framhald á 7. síðu.) Síðustu þingfulltrúanna beðið á tröppum Freyvangs. Ljósm.: E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.