Dagur - 16.04.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 16.04.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Mið'vikudaginn 16. apríl 1958 Framsóknarfélögin á Akureyri: Kætt um fríverzlunarmál o. fl. á fundi n. k. suniiudag - Tveir ræðumenn úr Reykjavík Framsóknarfclögin á Akureyri efna lil almenns félagsfundar næstkomandi sunnudag, 20. apríl, kl. 3.80 e. h. í Landsbankasaln- um. I»ar verður rætt um fríverzlunarmálið og álrriennt um stjörn- málin. — Frummælendur verða Jón Arnþórsson sölustjóri og Jón Kjartansson, forstjóri Afengisver/lunar ríkisins. F.ins og áður hefur verið skýrt frá hér t blaðinu, var í fyrstu ætlunin, að Sigtryggur Klemen/son ráðuneytisstjóri taiaði á fundi þessum, en af því getur ekki orðið sökum mikilla ánna hans. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar, heldur tónieika í Nýja- Bíó á Akureyri þriðjudaginn 22. þ. m. kl. 9 e..h. í sveitinni eru 22 menn og hefur verið æft af kappi að undanförnu. Fólki mun ekki leiðast á þessum tónleikum, því að Lúðrasveitin er talin í hraðri framför. Frá Sauðárkróki: Heita vatnið jókst um helming Söngmót Kirkjukórasamband Eyjafarð- arprófastsdæmis mun hafa söng- mót hér á Akureyri annan í hvítasunnu. Sungið verður í Ak- ureyrarkirkju. Sex kórar munu taka þátt í móti þessu. — Nánar verður sagt frá þessu síðar hér í blaðinu. Iðnskóla Sauðárkróks var slit— ið 1. þ. m. Skólinn starfaði að þessu sinni í tveim bekkjum, I. og II. bekk, og voru nemendur alls 18. Eins og undanfarin ár hófst skólastarfið úr áramótum. Hæstu einkunnir í II. bekk hlutu Bragi Skúlason og Eiður Sigtryggsson, báðir I. ág. 9.05. — í I. bekk hlutu hæstu einkunnir Hilmar Jónsson 8.62 og Kári Þorsteinsson 8.22. — Skólastjóri Iðnskólans er Friðrik Margeirs- sin og kennarar Árni Þorbjörns- son, Ingi Helgason, Jóhann Guð- jónsson og Guðjón Ingimundar- son. —o— Kirkjukór Sauðárkróks hélt hljómleika undir stjórn Eyþórs Stefánssonar í Sauðárkrókskirkju á skírdag. Einsöngvai'i var Sig- urður P. Jónss.. Þótti söngurinn. takast ágætlega og söng kórinn að venju Ijúflega. Var kórnum þakkaður söngur- inn af Helga Konráðssyni pró- fasti. — Kirkjan var þéttsetin áheyrendum. Á annan í páskum kom hingað til bæjarins nýr 12 tonna bátur. — Smíðaður í Bátanausti h.f og hlaut nafnið „Jón formaður“. Eigendur bátsins eru Jón Jósa- fatsson, Magnús Magnússon, Rögnvaldur Þorsteinsson og Ingimar Antonsson. — Báturinn reyndist vel á leiðinni norður og er ganggóður. — Mun hann byrja róðra nú næstu daga. Áhugi fyrir útgerð lítilla dekk- báta er vaxandi hér og eru sjó- menn sumir hverjir að stækka trillur sínar og gera úr þeim dekkbáta, eða að leggja drög fyrir að kaupa báta 10—12 tonna. G. I. Ein milljón króna liandbær til framkvæmda Lántaka tryggð lijá Tryggingastofnun ríkisins upplýsingar um, að til er um ein millj. kr. í handbæru fé til frairi- kvæmdanna og að fyrir liggja upp- lýsingar um lánamöguléika hjá Tryggingastofnun ríkisins. A bæjarstjórnarfundinum í gær- kyöldi var í ráði að kjósa sérstaka byggingarnefnd, er hafi byggingu stofnunarinnar með liöndum fyrir kaupstaðinn. Virðist auðséð af þessu, að þetta nauðsynjamál, sem flestir munu einhuga um, sé þegar komið fyrstu skrefin. Eins og áður hefur verið getið í Degi smíðaði hitaveitustjórinn, Jón Nikódemusson, jarðbor til að bora eftir heitu vatni við Áshild- arholtsvatn. Upphaflega hófst borun eftir heitu vatni á þessum stað 1948 og fékkst þá heitt vatn úr þrem holum. Mest úr einni holu voru 10 sek.lítrar. Hitaveita Sauðárkróks var byggð og tekin í notkun 1. febrúar 1953. Hafði hitaveitan þá um 15 sek.lítra til ráðstöfunar og hefur það vatns- magn dugað allsæmilega til upp- hitunar íbúðarhúsa allt til þessa. Var þó nú orðið nokkur vatns- skortur vegna fjölgunar íbúðar- húsa og annarrar notkunar. Jón hóf borun með hinum nýja bor sínum 5. des. sl. Boruð var ein hola, 136 m. djúp, og streyma úr henni um 14 sek.l. Aðalvatns- magnið kom á 121—136 m. dýpi. Borinn er hið mesta hagleiks- smíði, 10 m. hár og knúinn 20 hestafla benzínvél. Hefur Jóni tekizt þessi framkvæmd öll með aíburðum vel, enda hinn mesti völundur við allar vélar. Meðfylgjandi mynd er tekin við borholuna, sézt vatnið, sem er /1 stiga heitt, streyma úr hol- Þegar myndin er tekin, er vatnsmagnið þó ekki nema 8V2 Á myndinni sézt og nokkur hluti borsins og þó óglöggt. Badmintonmót Undanfarið hefur staðið yfir innanfélagsmót hjá íþróttafélag- inu Þór, og lauk því sunnudag- inn 13. apríl síðastliðinn. Keppt var í einliðaleik karla og voru keppendur 14 að tölu. Pétur og Jón Bjarnasynir. Keppninni lauk þannig, að sig- urvegari varð Jón Bjarnason, nr. 2. Pétur Bjarnason. Jón vann alla sína leiki. Mikill áhugi ríkir nú fyrir þess- ari skemmtilegu íþrótt og hafa verið stöðugar æfingar á vegum félagsins í vetur og margt karla og kvenna stundað þar æfingar. Munu æfingar nú senn á enda á þessum vetri eða í apríllok, en hefjast aftúr strax að hausti. Þeirri hugmyrid hefur vaxið fylgi meðal bæjarbúa að byggt verði elli- heimili hér á Akureyri. Bæjarstjórn káus þriggja manna nefnd til að afla sér upplýsinga og gera tillögur um málið, sérstaklega vegna framkominna óska kvenfél. „Framtíðin", sem stóð til boða að taka við rekstri elliheimilisins í Skjaldarvík og leitaði til bæjarins um aðstoð. Nefndina skipuðu, auk bæjarstjóra, Árni [ónsson, Bragi Sigurjónsson, Eyjölfur Árnason og Brynjólfur Sveinsson. Nefndin hefur skilað svofelldu áliti: „Eftir að hafa athugað elliheim- ilismálið frá ýmsum hliðum, m. a. rætt við forstöðukonur ICvenfélags- ins „Framtíðin", skoðað elliheimil- ið í Skjaldarvík og kynnt okkur fjár- hagslega möguleika til að hefja byggingu elliheimilis í bænum, leggjum við til við bæjarstjórn Ak- ureyrar, að þegar verði hafizt handa um undirbúning slíkrar byggingar, kosin byggingarnefnd, ákveðinn staður og sótt um fjárfestingarleyfi. Rök nefndarinnar fyrir Jtessit á- liti sínu eru m. a. þessi: 1. Það virðist almennur vilji bæj- arbúa, að elliheimili Akureyrar sé staðsett í bænum. 2. Ef tekið yrði hinu annars rausnarlega tilboði Stefáns Jóns- sonar, mun óh jákvæmilegt að ráð- ast í allfjárfrekar endurbætur í Skjaldarvík, en það myndi væntan- lega tefja byggingu elliheimilis í bænum um ófyrirsjáanlegán tíma. 3. Læknisþjónusta er nærtækari og ódýrari, sé elliheimilið í bænum. og ætla má, að auðveldara verði að fá starfsfólk að því þar en utanbæj- ar. 4. Samgöngur yrðu ólíkt auð- veldari við clliheimili í bæ en utan. 5. Fjárhagslegir möguleikar til að hefja byggingu elliheimilis í bæn- uni virðast fyrir hendi, sbr. bókun nefndarinnar frá 2. apríl sl., sent fylgir hér með.“ Um síðasta liðinn liggja fyrir Mamamm.* -»*:au jMtæaifcíi* f? am Frá skipulagsnefnd Á fundi skipulagsnefndar nýlega mætti Zóphónías Pálsson skipulags- stjóri. Bærinn ver kr. 200.000.00 til skipulagsmála. Skipulagsnefnd er óánægð með framkvæmd skipulags- mála. Hún er sammála um nauðsyn jress að gera nýtt kort og samrýma það eldra skipulagi. Hún felur skipulagsstjóra að láta nú jregar skipuleggja Oddeyrina og strand- lengjuna i samráði við hafnarnefnd. Nefndin fól bæjarverkfræðingi að gera nýja tillögu af svæðinu við kjrkjuna. Hraðskákmót Akur- Júlíus Bogason. eyrar Hraðskákmóti Akureyrar er ný- lokið. Þátttakendur voru 32. — Keppt var í þremur riðlum. Síðan kepptu fjórir úr hvorum riðli til úrslita. B Fór úrslitakeppn in fram sl. föstu- 1 dag. Hraðskák- meistari Akur- eyrar varð Júlí- us Bogason með 9 vinninga, ann- ar varð Kristinn Jónsson með 8 vinninga, 3.—4. Margeir Stein- grímsson og Sigurður Óli Bryn- jólfsson 7 v. hvor. Kepptu þeir til úrslita um þriðja sætið og sigraði Sigurður Óli Brynjólfsson. —o— Skákjjingi Akureyrar verður slitið með kaffisamdrykkju að Hótel KEA sunnudaginn 20. apríl kl. 3 e. h. Fer þar fram verð- launaafhending fyrir bæði skák- mótin. Þátttakendur og aðrir áhugamenn í skák ættu að fjöl- menna. Frá bæjarráði Bæjarráð samjjykkir samkvæmt beiðni Norræna félagsins að bærinn taki á móti fulltrúum frá vinabæj- um Akureyrar 19.—21. júní næstk. F.nnfremur að hér verði haldið mót fulltrúa bæjarstjórna vinabæjanna siimu daga. Menntamálaráð íslands spyrst fyrir um það, hvort bæjarstjórn Ak- ureyrar telji æskilegt að gerð gerði höggmynd af pater Jóni Sveinssyni (Nonna) og henni valinn staður á Akureyri. Ennfremur, hvort bærinn vilji taka jjátt í kostnaði við gerð myndariunar, t. d. að einum jjriðja hluta. Bæjarráð telur æskilegt að gerð sé mynd af séra Jóni og henni valinn staður á Akureyri. en tekur ekki ákvörðun um kostnað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.