Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 30. apríl. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 26. apríl 1958 23. tbl. Húsabakki, heimaivstarbarnaskólinn í Svarfaðard. (Ljósm.: E. D.). Húsáakki íékk góðar gjafir Á sunnudaginn var komu i menn til þess að standa vörð um nokkrir Svarfdælir saman að Húsabakka þar í sveit. Skóla- nefndin bauð til kaffidrykkju, og meðan setið var undir borðum, kvaddi sóknarpresturinn, séra Stefán Snævarr, sér hljóðs. Bauð hann gestina velkomna í nafni skólanefndar og hreppsnefndar í heild, og sagði tilefnið vera það, að samvizkan hefði verið farin að ónáða þessa ráðamenn sveitar- innar. Þeir hefðu nefnilega gleymt að þakka fyrir góðar gjafir, sem skólanum að Húsa- bakka hefðu verið færðar og skyldi nú úr því bætt. — Nefndi hann síðan nokkra gefendur. — Björn Árnason á Grund gaf ljós- lækningatæki, Magnús Gunn- laugsson, Akureyri, gaf 100 bindi af góðum bókum, Vald. V. Snæ- varr á Völlum gaf fjölritara og fræðslumyndir, Stefán Hallgríms son, gjaldkeri, Dalvík, 1000 kr. til að fegra umhverfið, Snorri Sigfússon námsstjóri veggskjöld gerðan af Ríkarði Jónssyni til verðlauna í skíðaíþróttum, Hjört- ur Þórarinsson, Tjörn, gaf eggja- safn, Þórarinn Eldjárn, Tjörn, gaf skólanum Guðbrandarbiblíu' og Jóhann Pétursson (risinn úr Svarfaðardal) hluta af andvirði vandaðra kvikmyndavéla og Kvenfélagið Tilraun gaf sauma- vél og hefilbekki og ennfremur gáfu nokkrar konur gluggatjöld. Prestur þakkaði hverja gjöf fyrir sig og samhug og stuðning hreppsbúa yfirleitt við hinn nýja og myndailega skóla. Við þetta tækifæri fluttu þeir Þórarinn á Tjörn og Stefán Hallgrímsson ræður og hvöttu „Si íi eiHsen og ">•> Da gny (.'. Unnið er við uppgröft við tog- arabryggjuna nýju og botnleirinn notaður til uppfyllingar á smá- bátadokkinni við Strandgötu. Akureyrarhöfn á „Dagnýju" frá Siglufiiði og þar er stóri bæj- arkraninn um borð, og vinna þau sameiginlega þarft verk. velferð stofnunarinnar, svo að hún mætti þjóna sínu hlutverki, svo sem bezt mætti verða. Húsabakki er myndarlegur heimavistarskóli. Tók hann til starfa haustið 1955. Þar er heima vist fyrir 30 börn, en nú eru 55 börn í skólanum, en heimavistin ekki notuð að fullu. Kennari er Gunnar Markússon. Húsabakki er rétt sunnan við Tjörn, rúma 5 km. frá Dalvík. — Skammt þaðan er Sundskálinn og hinar volgu lindir, sem eflaust verða rannsakaðar innan skamms með meiri hagnýtingu jarðhitans fyrir augum. lorðlenzku logararnir afla sæmilega Samkomulag stjórnarfl. í efnahagsmálum Samkvæmt fréttum frá Reykja- vik í gær, er blaðið var að fara í pressuna, mun hafa náðst endan- legt samkomulag innan stjórnar- flokkanna um ráðstafanir í efna- hagsmálunum. Má því búast við að frumvarp þar að lútandi verði lagt fram á Alþingi mjög bráð- lega. — Undanfarnar vikur hefur látlaust verið unnið að mjög ýt- arlegri athugun á efnahagskerf- inu með aðstoð sérfræðinga. Er mál þetta mjög umfangsmikið, og ráðstafanir þær, sem nú verða væntanlega gerðar, eru miðaðar við að þær njóti skilnings og vel- vilja starfsstéttanna í landinu, sem styðja núverandi ríkisstjórn. Lítill fiskur hjá línuhátum við Eyjafjörð Það sem af er þessu ári hafa norðlenzku togararnir aflað sæmilega og oft vel, svo sem áð- ur hefur verið getið í fréttum. — Kaldbakur kom til Akureyrar sl. miðvikudag og landaði hér 238 tonnum af karfa og þorski. Hann hafði áður landað úr sömu veiði- ferð 15 tonnum á Flateyri. Afla sinn, samtals 253 tonn, fékk hann á Jónsmiðum. Harðbakur kom hingað í gær með 200 tonn af þorski. — Slétt- bakur kom af Jónsmiðum í fyrri- nótt með um 240 tonn og landaði á Sauðárkróki. —¦ Svalbakur er á veiðum og mun einnig hafa hald- ið vestur á Jónsmið. Væntanleg- ur hingað úr helgi. — Norðlend- ingur landaði á þriðja hundrað tonnum fiskjar á Sauðárkróki á Kristjáns Jónsscnar í Glæssbæ minnzt við messugjörö Sunnudaginn 13. apríl sl. var Kristjáns Jónssonar, fyrrum bónda í Glæsibæ, minnzt við messugjörð í Glæsibæjarkirkju. En þá voru liðin 100 ár frá fæð- Sæmilegur afii í Lofoten í Lofoten í Noregi hefur ver- tíðaraflinn orðið sæmilegur að þessu sinni og búizt við, að hann nái að verða milli 40—50 þús. smálestir. í upphafi vertíðar var mikil aflatregða, og óttuðust menn, að þannig myndi öll ver- tíðin verða, eins og var í fyrra, þegar heildaraflinn varð minni en nokkru sinni fyrr og síðar í sögu fiskveiða í Lofoten. Það var þorskanetaveiðin, sem þáttaskil- um olli, en hún hófst um miðjan marz. Deilur hafa staðið um það meðal fiskimanna í Noregi, hvort netaveiðin væri skaðleg fiski- Kartöfluskortur Talið er að íslenzkar kartöflur séu senn á þrotum. Er það raun- ar ekki ný saga í landi okkar, þótt vissulega sé hægt að rækta allar þær matarkartöflur, sem þjóðin þarfnast og því óþarft að sækja þær út fyrir landsteinana. í vor verða keyptar hollenzkar kartöflur og ennfremur pólskar. Á Akureyri verður þó enginn kartöfluskortur til maíloka, ef að líkum lætur, en í höfuðstaðnum bera menn sig illa, enda þessi vörutegund á þrotum þar. stofninum, en segja má, að þeir sem halda uppi málstað neta- veiðanna hafi þar borið sigurorð af andstæðingum sínum, eftir að Gunnar Sætersdal, fiskifræðing- ur og forstöðumaður þorskrann- sóknardeildar Hafrannsóknar- stofnunarinnar, hefur kveðið upp úr með það með vísindalegum rökum, hvers vegna netaveiðarn- ar geti ekki verið orsök síauk- innar eyðingar þorskstofnsins við Lofoten. Hann segir, að orsökin liggi í ofveiði togara á Barents- hafi og með norsku ströndinni, aðallega rússneskra togara, sem veiði að heildarmagni til jafn- mikið og Englendingar og Norð- monn til samans. Gef jun vann Firmakeppni Bridgefélags Ak- ureyrar lauk sl. þriðjudag með sigri Ullarverksmiðjunnar Gefj- unar, en fyrir hana spilaði Örn Pétursson og hlaut 320 stig. Næst að vinningum ui'ðu: Efnagerðin Flóra (Þórir Leifsson) 314 stig. Frystihús KEA (Ingólfur Þor- móðsson) 312 stig, Viktor Krist- jánsson (Sigurbjörn Bjarnason) 307 stig og Slippstöðin h.f. (Bald- ur Árnason) 306 stig. ingu hans. Séra Kristján Ró- bertsson, sóknarprestur á Akur- eyri, messaði þann dag í fjarveru prófastsins og minntist þessa af- mælis við það tækifæri. Kristján Jónsson. var, sem eldri mönnum er kunnugt, merkis- maður fyrir margra hluta sakir. Hann var framkvæmdasamur bóndi, stundaði einnig sjósókn og var smiður góður. Söngrödd hafði hann mikla og góða og óvenjulega mikið raddsvið, svo að til þess var sérstaklega tekið. Kristján barðist ótrauður fyrir bindindismálum á sinni tíð og var um mörg ár formaður Bindindis- sameiningar Norðurlands. Kom sér þá vel mælska hans og bar- áttukjarkur. Kona hans var Guð- rún Oddsdóttir frá Dagverðar- eyri. Sex börn þeirra hjóna voru viðstödd og gáfu þau rafmagns- ljósasamstæðu í kór kii'kjunnar af þessu tilefni. mánudaginn. — Kaldbakur fer í slipp í Reykjavík, en mun vænt- anlega fara á saltfiskveiðar að því loknu. Snæfellið landaði 40 tonnum í Dalvík og Hrísey fyrir síðustu helgi. Súlan kom með 22 tonn til Akureyrar á þriðjudaginn. Bæði skipin eru á veiðum. Um 300 mál smásíldar hafa veiðzt hér skammt undan. Hefur hún farið til vinnslu í Krossa- nesi og einnig verið notuð í beitu. Afli er sáralítill á línu, að því er fréttir herma úr verstöðvunum við Eyjafjörð. Fá Eyfirðingar snjó- bíl fyrir næsta vetur? Hreifing mun nú komin á snjó- bílsmálið. Tveir ungir dugnaðar- menn hafa boðizt til að kaupa snjóbíl og starfrækja hann hér, fái þeir nokkurn styrk eða lán til kaupanna. Slysavarnadeild og Rauðikrossinn munu styðja að framgangi þessa máls. Ennfremur hefur KEA tjáð sig fúst að leggja slíku máli lið með einhverjum. hætti. Er þess því að vænta, að hinir ungu menn, sem vel er treystandi og sjálfir vilja leggja fi'am það fjármagn, sem þeir hafa yfir að ráða, fari ekki bónleiðir til búðar, er þeir leita stuðnings við þetta nauðsynjamál. Vel kann og að vera, að fleiri aðilar hafi snjóbílakaup á dagskrá, þótt blaðinu sé ekki um það kunnugt, og væri þá vel að fleiri snjóbílar væru keyptir í héraðið og fyrir því hugsað einmitt nú, því að undirbúningur tekur sennilega alllangan tíma. Eins og áður er frá sagt, skoruðu ungmennafé- lagar á sýslunefnd að vinna að því að slíkt farartæki yrði keypt í öryggsiskyni og hafa þeir góð- an skilning og mikinn áhuga fyr- ir því að málið verði ekki látið niður falla. Enn er snjór á Akureyri, þótt sumar sé komið. (Ljósmynd:: E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.