Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 26. apríl 1958 DAGUR Er við heyrum Edinborgar get- ið verður okkur fyrst í huga hin fræga hátíð, sem þar er haldin ár hvert og stendur yfir þrjár vikur í ágúst og september. Síðan stofnað var fyrst til hátíðahalda þessara hafa þau gefið heildar- mynd þess, sem efst er á baugi í tónlist, leiklist, myndlist og öðru því, er horfir til aukinnar menn- ingar, auk þess sem kynnt eru klassisk skozt og ensk verk, t.d. mun Shakespeare vera fastur liður á hátíðinni. Það er líf og fjör á Edinborgarhátíðinni og þar er meira að sjá og heyra en nokkur einn getur komist yfir. Það hýrnar yfir borginni í þrjár vikur, hversdagssvipurinn, sem hér er oft blandinn stífni og formfestu víkur fyrir brosmildu viðmóti alþjóðlegs leikvangs þar sem þúsundir ferðamanna hvað- anæva úr heiminum eru saman komnir. Borgin gjörbreytist og fleygir fyrir borð flestum þeim venjum, sem annai-s eru haldnar af stífni. Veitingahúsin eru opin fram á rauða nótt, það spretta upp næturklúbbar og „kabarett- ar", sem skotar eiga ekki að venjast, tónleikahöllum er jafn- vel breytt í hátíðarklúbba og mótstaði fyrir þessa marglitu hjörð. Það er sem borgin láti einskis ófreistað til að gera þeim. sem gestkomnir eru, dvölina sem yndislegasta, fléttar saman græskulaust gaman og háleita list, svo að hver sá, er hátíðina sækir á sér fagrar minningar, hvort sem hann undi við forkunn arfögur trjágöng og rósabeð í skrúðgörðum eða sækir skemmt- anir í leikhús borgarinnar, sem auka á virðuleik sinn með súlna- röðum og bogagöngum. En við, sem dveljum hér við Frægar myndir í Nýja-Bíó Eins og kunnugt er hefur Nýja- bíó sýnt að undanförnu stór- myndirnar „Eg græt að morgni" pg „Stúlkan við fljótið", sem hafa nú fengið fádæma aðsókn. Næsta mynd sem Nýja-Bíó sýnir er svo stórmyndin „Anastasia", sem er byggð á ævi stúlkunnar, sem deilt er um, hvort sé Anas- tasia keisaradóttir, eða er hún bara svikari? Þótt myndin sé all- írrjög frábrugðin staðreyndunum þá byggist hún samt í aðalatrið- um á lífi þessarar óhamingju- sömu konu. Aðalhlutverkið er leikið af hinni frægu leikkonu Ingrid Bergmann og Yul Brynn- er,. Bergmann fékk Oslar-verð- launin fyrir leik sinn í þessari mynd. Yul Brynner er talinn nrjög sérkennilegur leikari, sem hefur á skömmum tíma aflað sér mikilla vinsælda og frægðar. Kvenfólki þykir hann hafa mik- inn kynþokka (þrátt fyrir krúnu rakaðan skallann — eða kannske einmitt þess vegna) — og þykir hann leyndai'dómsfullur í meira lagi. — Þar næst mun Nýja-Bíó sýna „írskt blóð" eftir sam- nefndri skáldsögu Helgu Moray, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Aðalhlutverk: Susan Hayward og Robert Taylor. — „Svikarinn" (Betrayed) með Clark Gable og Lönu Turner í aðalhlutverkinu. — „Carmen Jones", en mynd þessi er færð í nútímabúning eftir óperunni „Carmen". STÍLKORN FRÁ EDINRORG nám mætum Edinborg í hvers- dagsbúningnum, og sem slík er hún þvinguð og formföst, og ugg- ir mig að íslendingum þyki dauft hér, en þó er Edinborg alltaf fög- ur, og það er „sjarmi" yfir venj- um Skotanna og stolti, en glettni- leg stemning yfir byggingunum sumum ævafornum. Sögufræg- asta bygging borgarinnar og stolt hennar er kastalinn. Raunar veit enginn upphaf kastalans, en hæð in, sem hann er byggður á er hið bezta vígi frá náttúrunnar hendi og illsótt frá öllum hliðum. Kast- alinn var fyrst konunglegt að- setur í byrjun 11. aldar, er Malc- olm II. hafði þar búsetur, en á fylgjandi öldum urðu þar hinir blóðugustu atburðir í styrjöldum Skotlands og Englands, en einn- Hluti kastalans séður frá Princes Street. ig höfðu konungarnir aðsetur þar, er þeir börðu á aðalsmönnum, sem reyndust þeim uppvöðslu- samir. Enn getur maður skoðað herbergið, þar sem Maria Stuart ól son sinn, er síðar varð Jakob I. í gegnum aldirnar hefur kast- alinn verið endurbyggður hvað eftir annað, svo að elztu bygg ingarnar sem nú standa eru frá 15. öld. Það er sem að flefta upp í sögubók er kastalahliðið opnast, og maður gengur yfir vindubrúna á vit þessara öldnu hernaðar- mannvirkja og konungsbústað, sem einnig var blóðugur vígvöll- ur og vettvangur galdrabrenna og harðvítugra vígaferla. Ein fegursta byggingin á kastala- klettinum er þó ný. Kapellan, sem reyst var til minningar um hina tvö hundruð þúsund Skota, er féllu í heimstyrjöldinni fyrri. Byggingin er lystilega felld inn í hinn forna stíl kastalans og styng ur hvergi í stúf. Að innan er kap cllan hátíðleg alsett lágmyndum, er minna á hinar föllnu hetjur. Her er engum gleymt, jafnvel dýranna, sem urðu að liði, er get- ið. Gluggar byggingarinnar eru gerðir af mikilli list og segja fram sögu þjóðarinnar í stórum drátt- um og glóandi litum. Þó að kast- alinn sé virðulegastur og merki- legastur fornra minja og bygg- inga er þó undragrúi minnis- merkja, sem bera vitni um bar- áttu og þróupn þjóðarinnar ogmá vafalítið telja Edinborg ganga London næst brezkra borga hvað víkur reisn sögulegra minja, enda fékk Edinborg borgarréttindi ár- ið 1128 og hefur lengst af verið höfuðbbrg þjóðarinnar. Mér býr í grun, að einhverjir heima hefðu ef til vill áhuga á lífi og samtökum íslendinga á þessum sögufræga vettvangi, og Kristinn G. Jóhannsson. því gerði eg það að setjast að stíl- korni þessu. Meginstoð samtaka landa hér er félag það, sem ber nafnið „Félag íslendinga í Skot- landi". Félag þetta var upphaf- lega myndað af sex stúdentum, sem mættu á stofnfundinum, er haldinn var 19. júní 1945 og báru þá samtökin stúdentafélagsnafn, en síðan var hliðrað til og öllum leyfileg innganga. Þó að nafn- breytingin hafi orðið, ríkir þó enn hinn sami og glaðværi stú- dentaandi í félaginu, og stundar enda meginþorri meðlimanna há- skólanám hér. Svo segir í félags- lögum, að megintilgangur félags- ins sé að viðhalda félagslífi ís- lendinga í Skotlandi, iðka þjóð- lega siðu, efla með sér samheldni og samvinnu og halda uppi sem nánustu sambandi við heima- landið. En til þess að ná þessum tilgangi sínum efnir félagið reglulega til gleði- og fræðslu- funda. Svo virðist mér, er eg les yfir fundargerðir félagsins, að það hafi verið trútt tilgangi sín- um og staðið með sóma í stöðu sinni. Það hefur verið mér alls óblandín ánægja að sækja fundi þá, er félagið hefur efnt til í vet- ur, og er það þá fyrst ærið ánægjuefni að leggja til hliðar sína bækluðu skozku og tala móðurmálið, enda er mikið talað og af móði. Ymist brestur mál- Minnismerki um Sir Walter Scott við Princes Strcet. flóðið niður bröttuhlíð bíræfinna stjórnmálaskoðana eða stillist og staðnar á sólvangi ljúfra minn- inga, er rifjaðar eru upp góðra vina fundir heima á Fróni. Menn ræða nám sitt fram og aftur og leita ráða þeirra, er þegar hafa gengið undir eldskírn háskólaa- ^námsins, og svo er líka sungið, — og hvílíkur reginhávaði. Eg veit ekki hve listilegur söngurinn er, en innlifunin er undraverð og lýsir sér í hverju andliti. Stund- um ber það við, að við fáum ferðamenn á fundi, og eru þeir ætíð velkomnir og mestu aufúsu- gestir. Við slíkt tækifæri álít eg að steinningin veiði svipuð og þegar ferðamaður gisti bóndabæ fyrr á tímum og settist að veit- ingum í baðstofunni. Heimilis- fólkið þyrpist um gestinn og fregnar helztu atburði umheims- ins. Okkur verður dæmi bað- stofubúanna og spyrjum gestinn í þaula á gamla vísu um veðurfar og vinstristjórn, minna um skepnuhöld í hans heimasveit. Allir fara fundirnir vel og skipu- lega fram og eru sæmilegir þeim er að þeim standa. Það var sl. fe- brúar að fundur var haldinn að Maitland hóteli, West End. Mót þetta bar aðalfundarnafn, og svo sem venja er, var þá gengið til stjórnarkjörs. Svo fór, að for- maður var kjörinn Gylfi Ás- mundsson, er stundar hér sálar- fræði, Ingólfur Ármannsson, er les veðurfræði var útnefndur gjaldkeri, en Kristinn Jóhanns- son, sem stundar listnám, ritari. Fráfarandi formaður var Páll S. Árdal, sem hefur á höndum kennslu í heimspeki við háskól- ann. Það er yon hinnar nýkiörnu stjórnar, að hún megi standa sig eigi síður en sú, er frá fór, og halda uppi félagsstarfsemi ís- lendinga í Skotlandi enn um sinn. Svo sem fyrr greinir byggist félag okkar að mestu á stúdent- um þeim, er stunda nám við há- skólann. Háskóli þessi var stofn- aður árið 1582, og má því segja, að hann standi á gömlum merg. Höfuðstöðvar háskólans eru í virðulegri byggingu á Suðui'brú, en á síðari árum hefur skólinn fært út kvíarnar, og standa byggingar hans dreifðar um- hverfis gamla skólahúsið. Mikið orð fer af skólanum, og einkum af læknadeildinni, sem þykir gefa hina prýðilegustu menntun. Nú munu sækja skólann rúm sex þúsund stúdenta, er sækja fyrir- lestra hjá þeim 50 prófessorum, sem við hann starfa. Þar eð eg stunda ekki nám við háskólann, ætla eg mér ekki þá dul að fella neinn dóm um hann. En eg sé háskólalífið fyrir mér sem listilegan glitvef mannvits og þekkingar, æskufjör og gáska stúdentanna, sem glitrandi ívaf. Menn koma hér saman til að æfa og styrkjar vængi þekkingar sinnar, að þeir verði hæfari til hugarflugs, hefji sig yfir forsælu- dál fordóma og fáfræði, en hverfi á vit betri heima, þar sem yfir- veguð íhugun er ofstæki betri, og ófriður víkur fyrir stilltri meðalgöngu. Eg er nú orðinn nokkuð lang- orður um þessa aðra heimaborg okkar íslenzkra námsmanna í Skotlandi og þar eð eg sé, að þrösturinn flýgur fyrir gluggann minn, bið eg hann að skila kveðju minni og félaga minna heim, og eg veit að vorboðinn ljúfi kemur kveðjunni til skila. Edinborg 15. apríl 1958. Kristinn Jóhannsson. IfcSSSí- Farfuglarnir koma SANDLOAN Nú eru sandlóurnar komnar, og sá eg fyrstu fimm fuglana hér á Leirunum á miðvikudaginn 23. apríl. í fyrra komu þær fyrst hér á Leirurnar 21. apríl. Það mun nú bætast smátt og smátt við þær, þar til seinnipartinn í maí, að þær verða að mestu eða öllu leyti komnar. Þá fara þær að hverfa héðan úr fjörunum og dreifa sér víðs vegar og vitja varplandanna. (Nokkur hluti af sandlóunum hér í fjörunum, eru sandlóur, sem eru á leið lengra norður, til Norð-austur Græn- lands. Þær hafa hér viðdvöl í nokkrar vikur á meðan snjóa er að leysa þar norður frá, en halda svo áfram norður eftir seinustu dagana í maí. í Grænlandsleið- angri Náttúrugripasafnsins sáum við fyrstu sandlóuna þar norður frá 26. maí.) Sandlóan heldur mest til á söndum og ieirum við sjó og vötn. Aðalfæða hennar er skordýr, einkum skordýralirfur, marflær, flugur, smábjöllur og ormar. Varpstaði velur hún sér á mal- arkömbum við sjó, melöldum eða grýttum eyrum. Hreiðrið er of- urlítil lægð í mölina eða sandinn, og raðar hún smærri steinum í botn og hliðar þessa litla bolla. Þarna verpir hún eggjunum og eru þau svo samlit umhverfinu, að erfitt er að finna þau, enda neytir hún allra bragða til þess að villa fyrir mönnum. Jafnvel þegar maður er langt frá hreiðr- inu er sandlóan komin á móti manni og reynir að narra mann í allar áttir frá hreiðrinu. Hún hleypur spöl, stanzar andartak og tekur svo aftur á sprett með svo tíðum fótaburði, að varla festir auga. Varpið byrjar venju- lega í byrjun júní, fer þó nokkuð eftir tíðarfari. Eggin eru tíðast 4 og tekur klakið um þrjár vikur. Ef óboðinn gestur nálgast hreiðr- ið þegar eggin eru orðin mikið unguð eða þegar ungarnir eru rétt skriðnir úr eggjunum, bera foreldrarnir sig mjög illa. Þau kvaka aumlega og skríða um eins og helsærð og rejma á þann hátt að leiða athyglina að sér og bjarga með því afkvæmum sín- um. Eftir 2—3 vikur eru ungarnir farnir að flögra og nær fullfleygir fjögurra vikna gamlir. Seinni hluta ágústmánaðar fara sandló- urnar, ungar og fullorðnir fuglar, að safnast í hópa í fjörurnar og á leirur við sjóinn og dvelja þar um tíma og safna kröftum undir fiugið yfir hafið, til vetrarheim- kynnanna. Héðan hverf^a þær í september ásamt sandlóunum frá Grænlandi, sem fylgja þeim suð- ur yfir hafið. Kr. Geirmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.