Dagur - 26.04.1958, Síða 7

Dagur - 26.04.1958, Síða 7
Laugardaginn 28. apríl 1958 D AGUR irólíir sumar og vetur (Framhald af 8. síðu.) að meðgjöf bæjarsjóðs á hvert bað nemur kr. 2.30. Að meðaltali sóttu tæp 3% Akureyringa sundlaugina dag hvern, eða um 1% meira en Reykvíkingar sækja sína tvo sundstaði. Meðgjöf bæjarfélagsins með sundstaðnum nemur um kr. 1.84 þús. kr. Arið 1955, er sundlaugin var síðast rekin í heilt ár með Þitt land er milt land (Framhald af 2. síðu.) Saipan sem hæst, og hinir jap- önsku grannar okkar í Odawara voru mjög hnuggnir. Á hverju kvöldi settist fólkið við útvarps- tækin og hlustaði með öndina í hálsinum á meðan þulurinn las iiinn daglega nafnalista þeirra flugmanna, sem viljandi og sam kvæmt fyrirskipun höfðy rennt flugvélum sínum beint á ársar- mörkin. Það var varla hægt að þverfóta um járnbrautarstöð bæjarins fyrir endalausum röð- um af sjúkrabörum, sem í voru særðir hermenn, sem fara áttu í sjúkrahús í nágrenninu. Farþeg ar, sem biðu á stöðinni, gengu milli hinna særðu, hneigðu sig djúp og sögðu: „Gokuro sarna! — „Þökk!“ Á hverjum degi fékk eg sann- anir fyrir því, hve vonlaust ástandið var orðið. Eg sá 10—12 ára stráka afferma járnbrautar- vagna. Verksmiðjurnar voru fullar af börnum, og þau fengust þar við að framleiða hina ýmsu vörur, allt frá einkennisbúning- um til flugvélahluta. Starfið var skipulagt með aðstoð skólanna og þaðan komu börnin í hóp hvern morgun undir leiðsögu kennaranna. Makó hefði undir venjulegum kringumstæðum áreiðanlega verið tekin til ein- hvers starfs, en eftir hin löngu veikindi hennar í Tókíó, höfðum við tekið hana úr skólanum og fengið henni einkakennara. Hún var því ekki á nemendaskrá neins skóla, en tæki einhver að spyrja, þá höfðum við séð við því. Við höfðum samið við vin okkar einn, sem átti verksmiðju, er nauðsynleg var landvörnun- um. Hann hafði sett nafn Makóar á nafnalistann meðal starfsfólks verksmiðjunnar. Hillur allar í verzlunum voru nú auðar orðnar, og skammtur nauðsynjanna varð minni með hverjum degi. Stundum fengum við bókstaflega ekkei-t. Þá varð Kikuya, stúlkan okkar, að aka af stað til þess að útvega mat. Þess- ar ferðir hennar stóðu venjulega daglangt. Hún fór með lest út í s-veit og gekk svo marga kíló- metra, frá einum bæ til annars. Hún var hin geðugasta stúlka, og hún var sjálf alin upp í sveit. — Þetta dugði henni oft til þess að ná í eitthvað ætilegt, ef slíkt var annars fáanlegt nokkurs staðar. En hún kom líka oft heim seint á kvöldin, uppgefin og allslaus. (Framhald.) mla fyrirkomulaginu, voru 110 þús. kr. greiddar úr bæjarsjóði Akureyrar, sem halli vegna reksturs sundlaugarinnar. Þau íþróttalegu verkefni, sem hér bíða úrlausnar, er fullnaðar- smíði skálans í Hlíðarfjalli, smíði búningsklefa og áhorfendastúku við leikvanginn, skipulagning framtíðaræfingasvæða íþróttafé- laganna og uppsetning tæknilegs útbúnaðar til þess að viðhalda skautasvell og skautabraut. Ilverjar eru hciztu fréttir úr næstu sveitum og sýslum? För mín var einnig gerð til Húsavíkur, en þar er nú unnið að innréttingum í búnings- og baðklefum sundlaugar kaupstað arins. Sundstaður þessi verður hinn vandaðasti. Þegar innrétt- ingum er lokið, vantar 300 metra röraleiðslu og dælu til þess að unnt verði að þrýsta heitu vatni neðan úr fjöru og til laugarinnar. Húsvíkingar eru nú orðnir langeygðir eftir lokum fram- kvæmda við þennan sundstað, en eg hef bent þeim á, að fram- kvæmdir við suma sundstaði hefur tekið rúm 10 ár og mikil- yægt að taka slík mannvirki í notkun vönduð og fullgerð. Þá er einnig langt komið að reisa leik- fimisal við hið myndarlega barna skólahús, sem nú er í smíðum í Ilúsavík. skólahús það, sem Menntaskólinn starfar nú í og var byggt yfir gagnfræðaskóla í byrjun aldar- innar. Þegar nú eru byggð hin svokölluðu félagsheimili, þá verð ur of mörgum starsýnt á dans- samkomurnar, sem smalað er til með töluðum og prentuðum aug- lýsingum, og oft fer nokkuð orð- spor af, en hið kyrrlátara og yf- irlætisminna félagsstarf, sem ekki er hægt að fara með langt frá starfsvettvangi sveitaheimila eins hrepps, gleymist um of, en í því liggur megin kjarninn og að honum verður að hlú. Eg skoðaði Freyvang nú í fyrsta sinni eftir að húsið var tekið í notkun og var hrifinn að sjá vistlega umgengni. Hið vand- aða hús og forstaða hússins leggjast hér á eitt að náðst hefur góð umgengni. Reksturskostnaður félagsheim- iia er töluverður, sérstaklega þar sem eigi nýtur jarðhita, en þó þekki eg ekkert félagsheimili, þar stm reksturskostnaðurinn hefur orðið eigendum sá baggi, að hann hafi sligað þá. Eg er sannfærður um, að eftir því sem árin líða og félagssam- tökum lærist að notfæra sér möguleika félagsheimilanna tii aukinnar fræðslu og samgleði, þá mun innan veggja þeirra mynd- ast skóli hins starfandi fólks — þess annað heimili, sagði íþrótta- fulltrúinn að lokum. — E. D. Með sundlauginni og leikfimi- húsinu eignast Húsvík sín fyrstu íþróttamannvirki. Leikfimi hefur verið kennd í erfiðri aðstöðu í litlum sal í samkomuhúsi kaup- staðarins. Ennþá á Húsavík eng- an íþróttavöil, en nú mun nær ákveðið af bæjarstjórn, að fá hluta úr Húsavíkurtúni inn: kaupstaðnum, undir gras- og malarvöll. Það er undravert hvað í Húsa- vík hefur oft verið þróttmikið íþróttalíf, þrátt fyrir vantandi íþróttaaðstöðu. Er eg dvaldi í Húsavík var ný afstaðið skíðamót, bæði skólanna og svo héraðsins, en skautaiðk- anir voru enn miklar. Þar var hópur unglinga við iðkun ís- knattleikjar. Börn og unglingar Húsavík eru sérlega táp- og þróttmikil. Flest félög í Húsavík, ásamt bæjarstjórninni, hafa tilnefnt fulltrúa til þess að athuga um stofnun félags til þess að reisa nýtt eða endurbæta gamla sam- komuhúsið. Sat eg fund með 'þessum fulltrúum. Félagsiieimilin ? Eg verð þess var, að mikið er rætt hér á Akureyri og í Eyja- firði um félagsheimilin, sem reist hafa verið og er verið að reisa í hreppunum þrem í framanverð- um Eyjafirði. Marga hneyksla þessar framkvæmdir. Mönnum sézt yfir það, að í þessum þrem hreppum voru fyrr meir starf- í ækt 3 samkomuhús og að það er ekkert nýtt, að stórt sé byggt hér við Eyjafjörð, t. d. má telja fram Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. (Sumarkoman.) Sálmar: 510 — 219 — 507 — 506 — 511. — P. S. 8.30 e. h. Áskriftarsími og afgreiðsla Tímans á Akureyri er 1166. Dýralæknar. Helgidagavakt um helgina og næturvakt næstu viku: Ágúst Þorleifsson, sími 2462. Dagur fæst keyptur í Sölu- turninum, Ilverfisgötu 1, Rvík. Munið barnaskemmtunina í Samkomuhúsinu á morgun, sunnudaginnn 27. apríl, kl. 2 og kl. 5 e. h. Mörg góð skemmti- atriði. — Kvenfélagið Hlíf. Dregið var á sumardaginn fyrsta (24. þ. m.) í happdrætti IV. sv. skáta. — Upp komu þessi númer: 1. vinningur nr. 273. — 2. vinningur nr. 79. — 3. vinning- ur nr. 64. — 4. vinningur nr. 357. — 5. vinningur. nr. 314. — Vinn inga skal vitjað til Eiríks Þor kelssonar, Brekkugötu 35. Frá happdrætti Kvenfél. „Hlíf“. Þessi númer hlutu vinning: Nr. 419 mynd, nr. 272 dúkur, nr. 399 bók, nr. 346 ávaxtastell, nr. 2 veggteppi. — Vinningarnir sækist til Helgu Ingimarsdóttur, Kaup- vangsstr. 23. Birt án ábyrgðar.) Frá Skíðaráði Akurcyrar. — Brunkeppni Skíðamóts Akureyr- ar, sem frestað var vegna veðurs, fer fram í Hlíðarfjalli í dag kl. 4 e. h. Farið verður frá Hótel KEA kl. 1.30 e. h. Mishermi. í blaðinu Degi í dag er það mishermt, að eg sem hlut- hafi hafi lýst mig fylgjandi til- lögu Braga Sigurjónssonar á Ut- gerðarfélagsfundinum á mið- vikudaginn. — Eg sagði: Að í sporum þeirra, sem tillagan beindist að, hefði eg síður en svo verið henni andvígur efnislega. 2.3. apríl 1958. Sveinn Bjarriason. Næturlæknar: Föstud. 25. Ól- af Ólafsson, sími 1211. — Laug- ard. 26. Erlendur Konráðsson. — Sunnud. 27. Sami. — Mánud. 28. Bjarni Rafnar. — Þriðjud. 29. Sigurður Ólason. Þann 20. marz sl. burt kallaðist af þessum heimi Jón Kristján Jónsson, fyrrv. bóndi í Holtakoti, Ljósavatnshreppi, 72 ára að aldri. Jón Kristján var sonur Jóns Jóhannssonar, bróður Björns Jó- hannssonar bónda á Ljósavatni, föður þeirra Þórhalls smíðakenn- ara á Laugum og Tómasar kaup- manns á Akureyri. Móðir Jóns hét Mekkín Jóhannesdóttir, ætt- uð úr Þingeyjarsýslu. Þau Jón Jóhannsson og Mekkín áttu, auk Jóns Kristjáns, dóttur,Ingibjörgu að nafni. Hún var gift Grími bónda Friðrikssyni á Rauðá, bróður Jónasar frá Hriflu og Kristjáns og Friðriku ljósmóður í Fremstafelli. Ingibjörg var um áratugi rausnarhúsfreyja á Rauðá, en er önduð fyrir nokkr- um árum. Jón Kristján var gift- ur Sigríði Friðriksd. frá Skógar- seli. Var hún systir hins merka fræðimanns Sigurgeirs bóka- varðar í Reykjavík. Systir áttu þau, Sigríður og Sigurgeir, sem María hét. Var hún mörg ár hjá Sigríði systur sinni og manni hennar í Holtakoti, og andaðist þar 1928. Þau, Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn, tvær dætur, Guðrúnu og Emilíu, og einn son, Jón að nafni. Hefur hann byggt myndarlegt nýbýli í Glaumbæj- arlandi í Reykjadal, er hann nefnir Grundargil. Fyrir nokkrum árum hættu Jón og Sigríður búskap í Ilolta- koti. Fluttist þá Sigríður að Grundargili til Jóns sonar síns, en Jón Kristján dvaldi hjá frændum og vinum til skiptis. En einhvern veginn var það svo, að þegar Jón Kristján var búinn að farga öllum sínum skepnum og yfirgefa Kotið — jörðina sem hann hafði erjað með svo mikilli árvekni til fjölda ára, þá var eins og fram kæmi í lífi hans rótarslit. Honum gekk illa ð eira lengi á sama stað. Hann vantaði hestinn sinn, kindurnar sínar og kýrnar. Lífsstarf hans hafði verið, að sinna um þessa málleysingja, og gert það af hinni mestu kostgæfni. Eg minnist þess ekki, að hafa séð betur fóðrað búfé, né þriflegar um gengið, e.n hjá Jóni í Holtakoti. Enda bar Jón aldrei neinn rudda fyrir sín- ar skepnur. Það er í minnum haft hvernig Jón í Holtakoti gat æfin- lega undantekningarlaust náð heyi sínu óhröktu og grænu í garð, þótt hey væru hrakin í stórum stíl hjá öðrúm bændum. Það var nokkuð föst regla, að Jón Holtakoti byrjaði slátt hálfum mánuði á undan öðrum. Og eftir að hann byrjaði heyskapinn, var þrotiaus vinna. Aldrei litið af heyinu fyrr en það var komið í hlöðu. Jón í Holtakoti var árdegis- maður. Það var sjaldan sem hann leyfði sólinni að fara á fæt- ur á undan sér. Vor og sumar var Jón oft búinn að vinna góða stund áður en geislar morgun- sólarinnar hrundu yfir landið. — Jón í Holtakoti var vel gerður frá náttúrunnar hendi. Þrekmikill og vel greindur. Hann var mikill skapmaður en hreinlyndur. Og ef honum mislíkaði við einhvern var hann ekki myrkur í máli. Jón í Koti var hann kallaður daglegu tali. Það var gott að koma í Kotið til þeirra, Jóns og Sigríðar. Það var hlýtt kot. Þar sat hin íslenzka gestrisni í hásæti. Þar var enginn hlutur fastur, sem horfði tii greiðasemi. Við Ljósvetningar þökkum og munum þær viðtök ur. Það er von mín, að Jón í Koti finni nýja jörð og nýjan himinn, þar sem bíða næg störf við hans hæfi. Sig. Geirfinnsson. Sagt á síðasta ári „Það er betra að gera tilraunir með Rússana en sprengjurnar. . “ Gaitskell, formaður brezka Verkamannaflokksins. * „Flest sjálfsmorð eru framin með hníf og gaffli. . . . “ Næringarfræðingurinn Walter Seitz. -K „Happasæll stjórnmálamaður verður að geta sagt fyrir atburði morgundagsins, næstu viku og næsta árs — og hann verður auk þess að vera fær um að gefa skynsamlegar skýringar á því, hvers vegna forspárnar rættust ekki. . . . “ Winston Churchill. -K „Það er ekki hægt að flýja £rá nútíðinni í fortíðina — heldur aðeins inn í framtíðina. .. . “ Rithöfundurinn George Orwell. -K „Það er oft mjög erfitt að vera á sama tíma bæði mannþekkjari og mannvinur. . . . “ Rithöf. Thornton Wilder. -K „Sá er munurinn á karli og konu, að konan horfir líka á kvensokka án innihalds. . . . “ Kvikmyndaleikarinn Robert Mitchum. „Verkurinn í höfðinu er venju- legast verstur á morgnana, ef maður hefur ekki notað það kvöldið áður. . . . “ Kvikmyndaleikarinn: Bob Hope. í í>v. :rt X i. a 11S s HO"! Herbergi til leigu í Gránufélagsgötu 16.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.