Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 8
8 Daguk Laugardaginn 26. apríl 1958 Hvert var einkum tilefni komu þinnar norður? För mín hingað norður varðaði ýmiss konar verkefni hér á Ak- ureyri, Húsavík og frammi í Eyjafirði. Eitt erinda minna var að sitja ársþing íþróttabandalags Akureyrar, en fyrri þingdagur þess var miðvikudagurinn 26. marz sl. Það er ávallt lífrænt að sitja þessi ársþing héraðssam- bandanna eða íþróttabandalag- anna. Viltu fræða okkur eitthvað um íþróttasambönd og íþróttahéruð? Eins og kunnugt er eru þessi sambönd samtök þeirra félaga, sem vinna að íþróttum í hverju íþróttahéraði. Samkvæmt íþrótta lögum frá 1940 var landinu skipt í 28 íþróttahéruð. íþróttahéruðin eru misstór, t. d. eru Múlasýsi- urnar báðar, ásamt Neskaupstað og Seyðisfirði, eitt hérað (ÚlA) og Ólafsfjarðarkaupstaður ásamí sveitinni annað. Hér á Akureyri mynda 6 félög íþróttabandalagið. Félagafjöldi er um 1100, og eru þar af um 300 konur. Þar sem bæjarfélagið veitir þessum sam- tökum málefnalegan og fjárhags- ]egan stuðning, þá er bezta kvitt- un félagssamtakanna til bæjar- íélagsins sú, að þau dragi upp nokkra mynd af starfi sínu í þágu æskulýðs bæjarins, og íþróttafé- lögin sex hafa á liðnu starfsári gengist fyrir iðkun 12 íþrótta- greina af þeim 17, sem nú eru iðkaðar hérlendis og hefur iðk- entlafjöldinn verið sá, að hann nemur því, að um 1600 manns, þar af 400 konur, hefðu iðkað eina og sömu íþróttagrein. Sam- svarandi tala fyrir starfsárið 1956 var um 1000. Mun tilkoma innilaugarinnar og bættrar að- stöðu við útilaug, svo og þýzki knattspyrnuþjálfarinn, eiga höf- uðþáttinn að þessari aukningu. Hvaða íþrótt finnst athyglis- verðust hér? Athyglisverðust er iðkun sk a utaíþróttarinnar. Skautaf élag Akureyrar er eina íslenzka fé- lagið, sem gengst fyrir verulegri iðkun skautahlaups og ísknatt- leikjar. Notuðu íþróttamenn ann arra byggða sér eins vel þau svellalög, sem náttúran bíður upp á eða ynnu að skautasvæð- um, þá myndi þessi ágæta vetr- aríþrótt skipa verðugan sess með þjóð, sem býr við heimskauts- baug. Er það ekki fordæmi gott, að leita upp til fjallavatna þegar í september? Því ekki að heim- sækja fjöll og heiðar meðskauta- iðkanir eins og skíðaíþróttir? — Ferð þeirra skautamannanna til Noregs er gott dæmi um íþróttamennsku og frammistöðu þeirra félaga á alþjóðlegu skautamóti í Lille-Hammer var góð, og frábær var fæmi Björns Maldurssonar í Þrándheimi, þar sem hann hlaut viðurkenningu frá hendi hins fræga skauta- hlaupara Hjalmars Andersen. Þegar eru áhrif hinnar bættu sundaðstöðu komin fram. Tímar Birgis Þórissonar sýna þessi áhrif bezt. Knattspyrnan? Þó að 1. flokks lið ÍBA hafi Viðtal við Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa: íþróttir sumar og vetur Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, var hér á ferð fyrir sl. mánaðamót og greip blaðið tækifærið til að leggja fyrir hann nokkrar spurningar og ræða við hann um íþrótta- málin á Norðurlandi. fallið úr 1. deildarkeppninni á sl. ári, þá bætti sigur 3. flokks gegn 3. fl. íþróttabandalags Akraness, sem eru íslandsmeistarar, upp þetta tap. Val Ragnars Sig- tryggssonar í landslið í heims- Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi. meistarakeppni, svo og val Jak- obs Jakobssonar í pressulið, og að hann fór sem lánsmaður í Færeyjaför með Knattspyrnufél. Reyni í Sandgerði, sýna að á Akureyri alast upp góðir knatt- spyrnumenn. Róður? Róður er stundaður sem íþrótt aðeins í Reykjavík og á Akur- eyri, en Akureyri er eini staður- inn, sem á konur sem róðraiðk- endur. Til þess að fullkomið samræmi fáist í róðurinn hér og i Reykjavík, þurfa ráðrariðkend- ur á Akureyri að eignast viður- kennda kappróðrarbáta af sömu gerð og Reykvíkingar róa. Handknattleikur? Handknattleikur kvenna er góður. Heimboð stúlknanna frá Sandavogi í Færeyjum var Akur- eyri til sóma, Frammistaða Ak- ureyrarstúlknanna á Meistara- móti íslands í utanhússhand- knattleik á Sauðárkróki sl. sum- ar var góð, er þær náðu 3. sæti meðal 7 liða. Mikilsvert er fyrir íþróttalíf landsmanna, að á Akureyri séu virkir íþróttamenn ,sem nýta þá íþróttaaðstöðu, sem fengist hefur á Akureyri með sundlauginni, íþróttahúsinu og leikvanginum. Þegar áhorfendasvæði, ásamt búningsherbergjum hafa verið reist við leikvanginn, skíða- hótelið í Hlíðarfjalli fullsmíð- . að, þá býr Akureyri að ein- hverri þeirri beztu aðstöðu, sem til er á íslandi nú til íþróttaiðkana, að sumar- sem vetrarlagi. Fram að því, að Jón Þorsteins- son reisti íþróttahús sitt í Reykja vík, þá voru það skólar landsins, sem veittu íþróttafélögunum að- stöðu til innanhúss íþróttaiðk- ana. Hér á Akureyri er aðstaðan enn á vegum skólanna, eða rétt- ara sagt salir þeir, sem til eru, hafa verið miðaðir við, hvað stærð snertir, iðkun skólaíþrótta. Nú er þetta að breytast í sumum ísl. kaupstöðum. Ráðagerðir eru uppi um að reisa íþróttahús, sem hafa sali að gólfleti allt að 20x40 m., en búnir þeim útbúnaði að skipta má salnum þvert í tvo sali. Svíar, sem frá því 1939, í 11 ár, byggðu enga leikfimisali, reisa nú slík íþróttahús, sem geta svarað þörf skóla, íþróttafélaga og almennings. Slíkt íþróttahús er nú afráðið að reisa í Hafnar- firði. Hefur Alþingi samþykkt fjárframlög til þessa húss, að því marki er samgilti því fé, sem Al- þingi þyrfti að veita í skóla-leik- fimisal við Flensborg. Nýtt íþróttahús. Vegna þess, að nú eru salirnir tveir í íþróttahúsi Akureyrar orðnir ónógir barnaskóla og gagnfræðaskóla, svo að rætt er um byggingu salar við barna- skólann á Oddeyri, sem gæti leyst þarfir þess skóla og Gler- árþorps, þá hefur þótt rétt að athuga, hvort eigi sé rétt að hætta við að reisa þriðja salinn við íþróttahúsið og sameina þarfir skólanna í Glerárþorpi og á Oddeyri, svo og íþróttafélag- anna og almennings, í einn stór- an sal, sem má tvískipta með færanlegum vegg, og reisa hann, ásamt nauðsynlegum húsakynn- um, norðan við íþróttavöllinn við Klappirnar. Myndi við þetta sparast mikil fjárfesting og myndast aðstaða til íþróttaiðkana skóla, félaga og almennings, og það fyrir langa framtíð. Jafnvel gætu þarfir ann- arra þátta í bæjarlífi Akureyrar leystzt með slíku húsi. Málefni þetta kom til meðferð- ar á þingi ÍBA, en enn er það á byrjunarstigi. Málið hefur verið kynnt skólastjórum barnaskól- anna, fræðsluráði Akureyrar, vallarnefnd og bæjarstjóra. Mun það brátt verða lagt fyrir bæjar- ráð. Heildarstarf íþróttafélaganna? Áður en eg hætti að ræða um störf íþróttafélaganna að íþrótta- riiálum, þá þykir mér rétt að draga upp mynd af starfi þeirra í tölum. Á árinu hafa félögin greitt fyrir 315 keypt kennslu- dagsverk (7 st), en í-þegnskap- arvinnu munu einstakir áhuga- menn hafa innt af höndum um 150 kennsludagsverk. Munu kennarar og leiðbeinendur hafa verið alls rúml. 30. Stó.r „skóli", sem hefur 1600 nemendur, 12 námsgreinar og um 30 kennara. Til viðbótar þessu koma svo stjórnar- og nefndastörf, móta- undirbúningur og framkvæmd móta og keppnisferðalög. Myndi eigi svipur bæjarlífsins verða tilkomuminni, ef eigi nyti rekstrar þessa „skóla"? Um 6 tugir ára eru síðan hann var stofnsettur hér á Akureyri, 1906, og 1907 bárust áhrif hans um allt land, þá voru íþróttagreinar hans glíma, leikfimi og sund. Nú er glíman horfin úr „skólanum", og eitt félaganna lét iðka leikfimi 1957 og voru iðkendur 17. At- hyglisverð eru þessi breyttu viðhorf og vildi eg óska þess, að íþróttafélögunum á Akureyri tækist að efla leikfimina og end- urvekja glímuiðkanir. Nú, þegar rætt er um á Alþingi, að fela rík- isstjórninni að láta framkvæma glímukennslu í öllum skólum, og segjum svo að slíkt tækist, þá væri eigi vanzalaust að íþrótta- og ungmennafélögin létu eigi íþróttaiðkendur sína æfa glímu. Sundlaugin. Arið 1957 er fyrsta heila árið, sem Sundlaug Akureyrar er rek- in í hinu endurbætta formi. —• Umgengni á sundstaðnum er með ágætum, enda starfsfólkið mjög samhent um að viðhalda þar vist leika. Af heildarreikningi og ársskýrslu um rekstur Sundlaug- ai Akureyrar má lesa þennan fróðleik. Heildarreksturskostnaður 485.5 þús. kr. Rekstursstundir 3895 og því reksturskostnaður á stund kr. 124.64. Vegna afnota skóla eiga að greiðast úr bæjarsjóði og ríkis- sjóði 189 þús. kr. Baðgestir í 2502 almennings- tímum urðu 58163 eða 23 að með- altali á rekstursst. Hefðu þeir átt að greiða allan kostnað að fullu hefði hver þurft að greiða aS meðaltali kr. 4.83, en þeir greiddu að meðaltali kr. 2.53, svo» (Framhald á 7. síðu.) Fimmtugir bræður Jón Jónsson. Þann 5. apríl sl. áttu tvíbura- bræðurnir frá Mýri í Bárðardal, þeir Páll Helgi og Jón Jónssynir, fimmtugsafmæli. Páll H. Jónsson hefur lengi verið kennari á Laugum í Reykja dal. Hann hefur haldið merki söngsins hátt á lofti í Þingeyjar- sýslu, verið söngkennari við hér- aðsskólann og húsmæðraskólann á menntasetri sýslunnar, for- söngvari í kirkju sveitarinnar, form. í söngfélagasamtökum hér- aðsins og stjórnandi Karlakórs Reykdæla um langt árabil. Hann hefur unnið ómetanlegt starf í þessum þáttum menningarmála, af því að hann ann þeim og vinn- ur að þeim af heilum hug. Auk þess hefur hann gefið sig að skáldskap og fleiri fögrum list- um. Kona Páls er Rannveig Kristjánsdóttir frá Fremstafelli í Kinn og eiga þau 5 börn. Og þeg- ar hún kemur mér í hug verð eg að gæta tungu minnar. Hún er mér kærust kvenna í Reykjadal, síðan það bar við fyrir svo löngu, að ekkert okkar var þá farið að hugsa um þrítugsafmæli, hvað þá meir, að hún barg dreng frá drukknun með snarræði. Tilvilj- un gat hafa ráðið því, að hún var Páll H. Jónsson. þarna nærstödd, en hitt ekki, hve skjótt og giftusamlega hún brá við á hættustund og fráleitt var það tilviljun, að eg átti snáðann. Eg mundi síðastur manna mæla á. móti því, að Páll sé vel giftur. Jón, hinn tvíburabróðirinn, er bóndi að Fremstafelli í Kinn og á fyrir konu Friðriku systur Rann- veigar. Þau eiga 5 börn. Þeir bræður, Jón og Páll, eru um margt líkir og vel gerðir menn báðir, mótaðir af þeim kjarna landsins og mannfólksins, sem. vex upp við rætur öræfanna. En. störf þeirra sýnast ólík. Jón yrk- ir jörðina og á flest sín ljóð skráð þar. Hann handleikur plóginn, en. bróðir hans tónkvíslina, og víst er munurinn mikill. En fjarri sé það mér að dæma þar á milli. Hn trúlegt má þó telja, að ef söngur- inn nær til hæða, muni ilmur jarðar einnig bei-ast þangað. Af margra ára samstarfi við Pál á Laugum, og lítil en góð kynni af Jóni á Fremstafelli, v.eit eg, að báðir erm þeir hraeður traustir og góðir samferðamenn, og þá óferauðastir til allra dáða, þegar góðum málum liggur mest á. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.