Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringutn okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út laugar- daginn 10. maí. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 7. maí 1958 25. tbl. Þessi 20 tonna ketill á leið um borð í Hvassafell. Mun það stærsta stykkið, sem þar hefur verið tekið um borð. Myndin tekin á Dagverðareyri. (Ljósmynd: E. D.). I Mikill sn jór, skíðafæri gott og glampandi só! Skíðamót Norðurlands var háð í Hlíðarfjalli við Akureyri um síðustu helgi á vegum Skíðaráðs Akureyrar, svo sem auglýst hafði verið. Hófst það klukkan 4,30 á laugardag með setningarræðu Hermanns Stefánssonar, form. S. K. í. Mótstjóri var Svavar Otte- sen. Fyrst fór fram keppni í stór- svigi, en gangan, sem einnig átti að fara fram þá, féll niður vegna þess hve margir þátttakenda, sem skráðir höfðu verið, heltust úr lestinni og mættu ekki til leiks. Á sunnudaginn var keppt í 4x5 km. boðgöngu. Vegna vanhalda lá við að hún félli niður, en Þing eyingar, sem þó voru ekki skráð- ir til leiks í þessari grein, drifu upp göngusveit á síðustu stundu og björguðu þannig piálinu. Síð- an var keppt í stökki og að síð- ustu í svigi. Skíðafæri var gott, snjór firna mikill í fjallinu og veður svalt en glampandi sólskin. Veitingar voru seldar í skála Ferðamálafél. Akureyrar og fóru allar képpnis- greinar fram í nágrenni hans. En þar er mjög fjölbreytt aðstaða fyrir skíðamenn. Áhorfendur voru allmargir síðari daginn. — Mótið fór vel fram. Gestir mótsins voru: Haraldur Pálsson, Marteinn Guðjónsson og Ásgeir Ulfarsson, Reykjavík. — Gestirnir náðu góðum árangri í mótinu. Haraldur varð 4. í stökki og svigi, Marteinn varð 2. í stór- svigi og Ásgeir Úlfarsson 1. í svigi. Marteinn og Ásgeir eru B- flokksmenn. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig. Norðurlandsmeistari Magnús Guðmundsson A. 1.10.9 mín. B-flokkur: 1. Hákon Ólafsson S. 1.05.7 mín. C-flokkur: 1. Hallgrímur Jónsson A. 51.3 sek. 4x5 km. boðganga: 1. Sveit Akureyringa 1.35.32 klst. Fjörutíu ára afmæli Samvinnu- skólans að Bifröst í BorgerfirÖi Skólanum var slitið að Bifrösi við háti&le«a at- höfn h mah lónas lónsso» fyrrttm ráðherra og skólastjóri Samvinnuskólans var heiðursgestur Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði var slitið 1. maí sl. í fertugasta sinn. 66 nemendur dvöldu í skólanum í vetur, 31 í yngri deild og 35 í eldri deild. — Sex nemendur annars bekkjar hlutu ágætiseinkunn og 25 fyrstu einkunn. Hæstu einkunn, 9,42, hlaut Guðríður Benediktsdóttir og' einnig verðlaun skólans. — Margir gestir 'voru viðstaddir skólaslitin og bárust stofnuninni gjafir frá eldri nemendum. Jónas Jónsson, sem þennan dag varð 73 ára, flutti, ásamt fleiri viðstödd- um, ræðu við þetta tækifæri. í sveit Akureyringa voru: Guðmundur Þorsteinsson, Hauk- ur Jakobsson, Stefán Jónasson, Kristinn Stéinsson. Skíðastökk. Norðurlandsmeist- ari: Kristinn Steinsson A. 209.8 stig. 15—16 árá flokkur: 1. Jón Halldórsson E. 208.2 stig. Svig. A-flokkur. Norðurlands- meistari: Hjálmar'Stefánsson A. 226.5 sek. B-flokkur: 1. Hákon Ólafsson S. 125.7 sek. C-flokkur: 1. ívar Sigmunds- son A. 78.6 sek. Frá Laugaskóla í Reykjadal 122 nemendur í skólanum í vetur Sunnudaginn 13. apríl var' stjórinn, Sigurður Kristjánsson, handavinnusýning kvenna haldin afhenti prófskírteini og flutti í Laugaskóla fyrir gesti og heima j skólaslitaræðuna. Hann lagði út af orðunum: „Vertu trúr yfir litlu, yfir mikið mun eg setja þig-“ Próf í gagpfræða- og lands- menn. Var þar margt fagurra muna. Sungu kórar skólanna við það tækifæri. 27. apríl var sýning á smíðisgripum pilta í smíðasal skólans. Smíðisgripirnir voru mjög margir og verðmæti þeirra geysimikið. Þar gaf meðal ann- ars að líta skápa, stóla, borð, hefilbekki, mörg skrifborð og margt fl. Fimleikasýning var og haldin í skólanum um svipað leyti. Setti hver sýning sinn sérstaka svip á þessa sýningardaga og margir voru gestkomandi, því að Lauga- skóli er tengdur traustum bönd- um við sveit sína og sýslu. Alls stunduðu 122 nemendur nám í skólanum í vetur. 36 í gagnfræðadeild, 43 í eldri deild, 41 í yngri deild og 12 í smíða- deild. Fæðiskostnaður vai-ð kr. 22.30 á dag fyrir pilta og kr. 17.85 fyr- ir stúlkur. Nemendur þyngdust um rúm 4 kg. yfir veturinn. Enda var heilsufar gott. Hæstu einkunn í eldri deild hlaut Ólafur Ketilsson, Ytra- Fjalli í Aðaldal, 8,97, og í yngri deild Jón Þór Þóroddsson, Syðri- Bakka í Kelduhverfi, 8,39. Að kveldi hins 29. apríl söfn- uðust nemendur og kennarar saman í hátíðasal skólans. Þar fluttu kennarar ávörp og skóla- prófsdeild hefjast 13. maí. Handavinnusýning i Gagnfræðaskólanum Á sunnudaginn var sýning á handavinnu nemenda í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Var þar gestkvæmt og marga góða muni að sjá. Námsmeyjar hafa unnið alls konar hannyrðir: ísaumaða púða, dúka, borðrenninga, veggmyndir, prjónles, ennfremur fyllir fatn- aður 3 stofur. Ber þar mest á kvenfatnaði. Sveinar hafa unnið að smíðum og bókbandi. Þar er einnig margt góðra gripa. Handavinna er kennd í öllum deildum skólans nema 1. Er hún því mikil og í vexti. Handavinnu kennarar eru Freyja ntonsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Mar- grét Steingrímsdóttir, Guðmund- ur Frímann, Guðmundur Gunn- arsson og Oddur Kristjánsson. — Teiknikennslu annast þeir Guð- mundur Frímann og Haraldur M. Sigurðsson. Myndirnar skreyttu veggi sýningardeildanna og vöktu vatnslitamyndirnar sér- staka eftirtekt. ff Mðffhíasarfélagið á Akureyri síðasiliðirm mánudag tr stofnað Jónas Jónsson fyrrmn ráðherra kjörinn heiðurs- félagi á stofnfundi. - Formaður félagsins er Marteinn Sigurðsson framfærslufulltrúi Á mánudaginn var nýtt félag stofnað í kirkjukapellunni á Ak- ureyri, „Matthíasarfélagið á Ak- ureyri“. Tilgangur þess er sá, að heiðra minningu séra Matthíasar Jochumssonar. Hyggst það beita sér fyrir stofnun safnhúss hér í bænum, er hafi að geyma sem flesta muni hans og minni á starf hans og ritverk. Annað hvort Sigurhæðir, skammt frá kirkj- unni, eða Aðalstræti 50, koma helzt til álita sem væntanlegt Matthíasarhús, því að hann bjó 17 ár í hvoru þeirra, og ekki annars staðar hér á Akureyri. Marteinn Sigurðsson var fund- arstjóri, reifaði mál þetta á fund- inum og var síðan kosinn for- maður hins nýja félags. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi skor- aðist eindregið undan kosningu. Aði’ir í stjói’n eru: Steindór Steindórsson ritari, Kristján Rögnvaldsson gjaldkeri, Hannes J. Magnússon og Eyþór Tómas- son meðstjói’nendur. — Vara- menn: séra Kristján Róbertsson son og Guðmundur Guðlaugsson. Tillaga frá Guðmundi Guð- laugssyni foi’seta bæjai’stjórnar og Jónasi G. Rafnai’, fyrrv. al- þingismanni, um að gei’a Jónas Jónsson, fyrrum í’áðherra, að heiðursfélaga í þakklætisskyni og virðingai’skyni fyrir forgöngu hans um, að heiði’uð verði.minn- ing þjóðskáldsins, var samþykkt samhljóða. Stofnendur hins nýja félags teljast þeir, sem láta skrá sig sem félaga fyrir 1. júlí næstk. — Frú Laufey Pálsdóttir, Haukur Snorrason og Steindór Stein- dói’sson hafa um skeið stai’fað að söfnun muna. Bærinn hefur sl. tvö ár lagt nokkra fjárhæð til hliðar í því skyni, m. a. að varð- veita hús skáldsins. Kemur hún sér nú vel, þegar í’óðurinn hefst af fullum krafti. Söng Þuríðar Pálsdótt- ur vel fagnað Þuríður Pálsdóttir söng í Nýja Bíó á Akui’eyri á sunnudaginn. Var það fyi’sta söngskemmtunin á tónlistarviku Tónlistarfélags Akureyi’ar. Húsið var fullskipað áheyrendum og söngkonunni ágætlega fagnað. — Undir- leik annaðist Guðrún Kristins- dóttir. Á moi-gun syngur Guðrún Á. Símonar og á föstudaginn Guð- mundur Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.