Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 8
8 Bagub Miðvikudaginn 7. maí 1958 FRA bæjarrádi r L:i"t fram erindi frá veiðimála- stjóra. og sendir hann mcð því lög frá 1957 um eyðingu refa og minka ásamt bráðabirgðareglum um fram- kvæntd laganna. Er bcnt á, að skylt sé að ráða nú þegar mann eða rnenn til að vinna að eyðingu rninka og refa í liverju sveitarfélagi. Þá liefur borizt bréf frá ITaraldi Skjóldal, þar sent hann býðst til að taka að sér eyðingu þessara mein- dýra á þann hátt, sem lög og reglu- gerðir mæla fyrir um, en tekur fram að liann óski eftir heimild til að velja sér aðstoðarmann, þegar nteð þarf. Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að semja við Harald Skjóldal um starf það, er hann sækir um. Möl og Sandur h.f. sendir rcikn- inga fyrirtækisins fyrir árið 1957. Rekstrarhagnaður á árinu némur kr. 12.020.00. Jafnframt er óskað eftir að bæjarstjórn tilncfni mann í stjórn félagsins til eins árs. Bæjarráð leggur til, að Þorsteinn Stefánsson, bæjarritari, sem verið he'fur í stjórn félagsins sl. ár, verði tilnefndur í stjórn félagsins fyrir yfirstandandi reikningsár. Lagt fram erindi frá félaginu Sjálfsvörn í Kristneshæli viðvíkj- andi umræðum um að leggja niður heilsuhælið í Kristnesi og breyta því í geðveikrahæli. Er þess farið á leit, að bæjarstjórn beiti áhrifum sínum til þess að horfið verði frá því ráði fyrst um sinn að leggja Kristneshæli niður fyrir berklasjúklinga. Með tilvísun til fyrri samþykktar bæjarstjórnar samjrykkir bæjarráð að beinft erindi þessu til stjórnar- nefndar Ejórðungssjiikrahússins. Stjórn Fegrunarfélags Akureyrar fer þess á leit. að bæjarstjórn hlut- is( lil um ]j;tð, að komið verði upp heppilegu tjaldstæði. svo að hægt veiði að veita ferðafólki Jjessa þjón- ustti á komandi sumri. Bæjarráð leggur til, að svæðið sunnan sundlaugarinnar verði tekið fyrir tjaldstæði fyrir ferðafólk og bæjarverkfræðingi falið að láta koma fyrir nauðsynlegum hreinlæt- istækjum í sambandi við tjaldstað- inn. > Lagt fram erindi frá Fjáreigenda- félagi Akureyrar viðvíkjandi ágangi sauðfjár í garða og lóðir í bænum. Einnig um fjárgirðingar í bæjar- landinu, og er skorað á bæjarstjórn að sjá um gott viðhald á ]>eim. Fjár- eigendafélagið telur, að leggja Juirfi af hæjarins hálfu meiri kostnað við vörzlu en verið hefur undanfarin sumur. Bæjarráð tekur fram. að sérstakur maður verðttr ráðinn til viðbótar til fjárvörzlu-í bænum á sumri kom- anda og að ráðstafanir verði gerðar til þess, að girðingum verði vel við haldið. Lagt fram erindi frá Útgerðarfé- lagi Akureyringa h.f. með tillögu frj. stjórn félagsins Jjess efnis, að bæjarráð og félagsstjórnin komi sér saman um að tilnefna lögfræðing- ana Jónas G. Rafnar og Guðmund Skaftason ásamt bæjarstjóra og Gísla Konráðssyni til að gera drög að samningum við bæjarstjórn um yfirtöku Akureyrarbæjar á rekstri togaraútgerðarinnar og iiðru, sem máli skiptir í ]>essu sambandi. Meiri huti bæjarráðs fellst á Jjessa tillögu, en tilnefnir til viðbótar í samninganefndina Jón Ingimars- son varabæjarfulltrúa. Bragi Sigurjónsson biður bókað, að hann telur rétta leið í Jjessu máli, að stjéjrn Ú. A. gcri fyrst til- liigtir sínar unt yfirtöku Akureyrar- bæjar á rekstri togaraútgerðarinnar. en síðan taki bæjarstjórn tlliigumar lil meðferðar og geri gagntilboð, ef henni lízt svo. Aflatregða í Húsavík I Bærinn er orðinn snjólaus, sagði Stefán Sörensson, frétta- maður Dags í Húsavík, í símtali við blaðið fyrir helgina, og farið að grænka ögn í görðum, þar sem bezt lætur. Vegirnir eru mjög erfiðir fram til sveita, vegna aur- bleytu. í nýrri áætlun Flugfé- lagsins verður flogið á flugvöll- inn í Aðaldal tvisvar í viku, á sunnudögum og miðvikudögum. Er það hin mesta samgöngubót. Aflabrögð hafa verið léleg hér. Tveir af fimm Húsavíkurbátum, sem syðra voru í vetur, eru komnir heim og ætla að hefja róðra héðan. Vona menn að fisk- ur komi á miðin eins og í fyrra. En þá var ágætis afli um tíma. Guðmundur Jónasson, bifreiða- stjóri í Húsavík, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, nýlega, var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 29. apríl sl. — Hann var 52 ára og vel látinn maður. Nýlega andaðist hér Helga Guðnadóttir, ekkja Aðal- steins Kristjánssonar, fyrrum kaupmanns. Hún var á 83. ald- ursári. Barnaskólanum var slitið sl. miðvikudag kl. 2 síðdegis. Fulln- aðarprófi luku 22 börn. Alls voru 215 börn í skólanum í vetur. — Skólastjóri er Sigurður Gunn- arsson. Vonir standa til að næsta haust verði nýi barnaskólinn tekinn í notkun og að þessi skólaslit verði hin síðustu í gamla barnaskólahúsinu. Fundur á fund ofan Sigurður bónda á Fosshóli seg- ir að nú séu daglegir fundir eftir að samgöngur komust í sæmilegt horf. Sé nú orðið svo áskipað, að stundum séu tveir fundir haldnir sama daginn á fundarstað. Aðal- fundur K. Þ. verði á mánudag og Jjriðjudag næstkomandi og sýslu- fundi hafi lokið 1. maí. Búnaðar- sambandsfundur var haldinn að Laugum 1. maí. Baldur Bald- vinsson var kosinn fulltrúi á Búnaðarþing. Stjórn sambands- ins skipa: Hermóður Guðmunds- sin, formaður, Baldur Baldvins- son og Tryggvi Sigtryggsson. Veiði er enn mjög treg í vötn- um. Mikill snjór er yfir að líta, en víðast eða alls staðar komin sæmilega góð jörð fyrir sauðfé. Sauðburður er ekki byrjaður að ráði ennþá, segir Sigurður. Þó eru nokkrar ær bornar hjá mér og eru tvílembdar og ekkert lambið hvítt. Búið er að sleppa fé í Þingey og um næstu helgi verð- ur rekið úr utanverðum Bárðar- dal til afréttar. Þegar blaðið talaði við frétta- I mann sinn, Salomon Einarsson í Eíaganesvík í Fljótum, nú fyrir helgina, sagðist .honum svo frá: Útlitið hér er mjög illt. Hörku- frost eru á hverri nóttu og fann- fergi mikið, nema rétt við sjóinn. Til dæmis er enn eins til tveggja metra þykkur snjór á láglendinu fram við Stíflu. Fé og hestar eru því algerlega á húsi nema á sjávarjörðunum, Og virðist fyrir- sjáanlegt að fé beri í húsi að Jjessu sinni. Búið er að ryðja veginn til Hofsóss og jeppafært þangað. Knýjandi nauðsyn er að ryðja snjó af vegunum og opna þá, því að mikil þörf er á flutning um, svo sem fóðurbæti og öðr- um þungavörum fram í sveit- irnar. Til marks um það, hve lítið leysir, er það, að uppistaðan í Stíflunni er minni nú, og vatns- borðið lægra, en Jjað var þegar það var lægst í vetur. Hins vegar komst önnur vélasamstæða raf- orkustöðvarinnar í lag fyrir hálf- um mánuði. En hún bilaði í fyrravor. Skíðamót var haldið hér við Ketilás í Holtshreppi. Var það félagsmót Skíðafélags Fljóta- manna. Mótstjórar og dómarar voru Guðmundur Árnason og Skarphéðinn Guðmundsson frá Siglufirði. Stökk. Baldur Björnsson 133,5 stig. stig. stig. — Trausti Sveinsson 133 — Ingólfur Steinsson 121,5 100 ára • Ólöf Elíasdóttir Hóli Ongulsstaðahreppi Merkiskonan Ólöf Elíasdóttir ér fædd að Ongulsstöðum 5. maí 1858. Foreldrar: Elías Elíasson bóndi á Öngulsstöðum (flutti 1858 að Olöf Elíasdóttir. Svig. Brautin var 450 metra Iöng og hæðin 150 metrar. Hlið 30. — Hermann Guðbjörnsson 99.5 sek. — Trausti Sveinsson 100.5 sek. — Sigurjón Steinsson 102.9 sek. Ganga, 15 km. Lúðvík Ás- mundsson 158 stig. — Benedikt Sigurjónsson 151,8 stig. — Óskar Guðbjörnsson 126,9 stig. 15—1G ára, 12 km. Trausti Sveinsson 159,4 stig. — Þráinn Kristjánsson 153,4 stig. — Frí- mann Ásmundsson 163,4 stig. 12—14 ára, 8 km. Þorsteinn Jónsson 159 stig. — Stefán Steingrímsson 151.8 stig. — Sveinn Árnason 140,8 stig. 8—11 ára, 5 km. Númi Jónsson 159,4 stig. — Ari Már Þorkelsson 149.9 stig og Hermann Björn Haraldsson 149 stig. Bakkaseli í Timburvalladal og bjó þar til 1860 eða ’61, að hann lézt) og ráðskona hans, Kristín Sigurðardóttir bónda á Krónu- stöðum, Gottskálkssonar. En Elí- as var þá orðinn ekkjumaður. Ólöf var yngst 9 systkina. — Smábarn fór hún í fóstur til Magnúsar Sæmundssonar bónda á Bakka í Fnjóskadal og ólst þar upp til 16 ára aldurs að fóstri hennar lézt. Réðist hún þá sem vinnukona í Sörlastaði. Til 30 ára aldurs var hún í vistum á fremstu bæjum í'njóskadals: Sörlastöðum, Hjalta dal og Tungu. Snemma mun námsþorstinn hafa gert vart við sig í huga Ól- afar, en umkomulausir unghngar áttu fárra kosta völ á þeim árum. Þrítug að aldri ræður hún sig til frú Valgerðar Þorsteinsdóttur, skólastýru Kvennaskólans á Laugalandi, með því skilyrði, að mega jafnframt vinnumennsk- unni stunda nám í skólanum. — Með dugnaði sínum og viljafestu var hún áður búin að afla sér þeirrar tilsagnar í saumaskap, að hún var orðin fullfær sauma- kona á karlmannafatnað, þegar hún kom í skólann. Svo mikils mat frú Valgerður Ólöfu, að hún greiddi henni hæsta vinnukonukaup fyrir Jjau störf er hún innti af höndum jafnhliða náminu. í skólanum var hún tvö ár og áfram vinnukona hjá frú Valgerði, þar 'til 1893 að hún giftist Jóni Benjamínssyni í Hól, og hófu þau búskap sama ár í Hól og bjuggu þar síðan til árs- ins 1946, að Jón dó. Jón og Ólöf eignuðust þrjú börn, Kristján og Sigríði, er hafa búið í Hól síðan faðir þeirra lézt, og Soffía, er var yngst systkin- anna, dáin 1951. Ólöf var mikil atgerfis- og dugnaðarkona og ágætlega vel greind. Notaðist henni því skóla- gangan mjög vel, þó að stutt væri. Hefur hún oft minnst veru sinnar í -Laugalandsskólanum og handleiðslu frú Valgerðar með miklu þakklæti. Líkamskraftar Ólafar eru nú. mjög á þrotum. Sjón og heyrn orðin afarlítil. Eru dagarnir að vonum lengi að líða fyrir konu, sem vann meðan dagur var. — Rumföst'hefur Ólöf verið slí 12: ár, í skjóli barna sinna, og notið frábærrar umhyggju þeirra og umönnunar. . Um leið og Dagur sendir Ólöfu Elíasdóttur hamingjuóskir á ald- arafmælinu, vonar hann að ævi- kvöld hennar megi verða milt og bjart, svo sem vorkvöldin geta bezt verið í æskudalnum hennar kæra, Fnjóskadalnum. Síðasti bændaklúbbs- fundnrinti - Síðasti Bændaklúbbsfundur var haldinn á mánudaginn. Dýra- læknar héraðsins höfðu framsögu um búfjársjúkdóma og aukið eft- irlit með hreinlæti í fjósum og heilbrigði nautgripa. En fjósa- skoðun verður framkvæmd á samlagssvæðinu í sumar, svo sem. lög mæla fyrir um, og nú er að- staða til að gera, þar sem dýra- læknar eru orðnir tveir. Á fundi þessum mættu 120 bændur og voru umræður bæði fjörugar og fróðlegar. Tveir fundarmenn létu fjúka í kviðlingum. Bændaklúbbsfundir hafa verið vel sóttir í vetur, þegar færi hef- ur ekki hamlað. Nora Brockstedt, norska söngkonan góðkunna, sem undant’arið hefur sungið í Rvík við góðan orðstír, kemur son hingað til Akureyrar og syng- ur í Nýja-Bíó 9. þ. m. til styrktar fyrir Barnaheimilið Pálmholt. Er þess vænzt að bæjarbúar styðji gott málefni um leið og þeir hlýða á góðan söng. Frá HóJum cg Hvanneyri 36 búfræðin«ar útskrifuðust frá bændaskólun- um að Hólum og Hvanneyri í vor Bændaskólunum að Hólum og Hvanneyri var slitið 30. apríl sb og brautskráðust þann dág’36 búfræðingar, 16 frá Hólum og*20 frá Hvanneyri. Alls voru -36 nemendur að Hólum í Hjaltadal. Þar voru kenndar tamningar í vetur. Kennari var Páll Sigurðs- í Varmahlíð. Hæsta meðal- einkunn við brottfararpróf Haf- steinn Ævar Hjartarson frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal. Bezta einkunn fyrir búfjárrækt Hólmar Bragi Pálsson. Verðlaun fyrir bezta meðfei'ð búvéla hlaut fyrir Hilmar Guðmundsson og is^íJSi-Bigurður, Greipsson. Á • Hvanneyri voru nemendur ‘55 í vettxr og útskrifuðust 20, eins og- áður er sagt. í háskóladeild eru auk þessa • 7 nemendur.— Hæstu einkunn við burtfararpi’óf hlaut Gretar Jónsson frá Há- varsstöðum í Melasveit. Fyrir bezta tamningu hlaut Þórður Ól- afsson verðlaun. Tveir nýir kennarar störfuðu við skólann í vetur: Jónas Jónss. frá Yztafelli og Þorsteinn Þoi’steinsson frá Húsafelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.