Dagur - 14.05.1958, Side 1

Dagur - 14.05.1958, Side 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 21. maí. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 14. maí 1958 27. tbl. nn ver öld Karlakór Akureyrar hefur samsöng í Nýja-Bíó á morgun, uppstigningardag, kl. 2, og á laugardag kl. 5 e. h. Söng- stjóri Áskell Jónsson, einsöngv- arar Jóhann og , Jósteinn Kon- ráðssynir og Eiríkur Stefánsson. Undirleik annast Guðrún Kristinsdóttir. Karlakórinn fer söngför 5. júní tii Reykjavíkur og syngur þar og víðar sunnanlands. Kórinn hefur æft af kappi að undanförnu í til- efni þessarar ferðar. Haukur Snorrason ritstjóri látinn Sú harmafregn barst liingað á sunnudaginn, að Haukur Snorrason ritstjóri hefði andazt í Hamborg sl. laugardag, 10. maí. En hann var á ferðálagi í Þýzkalándi í boði Bonnstjórn- arinnar ásamt tveinr öðrum íslenzkum blaðamönnum. Hann veiktist skyndilega á föstudaginn og reyndist ekki unnt að bjarga lífi hans. Haukur var rúmlega fertugur að aldri. Hann var á annan áratug ritstjóri Dags á Akureyri, ennfrem- ur Samvinnunnar, en síðustu árin annar af tveim ritstjórum Tímans í Reykjavík og fluttur þangað. Haukur Snorrason var hinn bezti drengur og miklum mannkostum búinn, og verður hans nánar minnzt í næsta tölublaði. Sár liarmur er kveðinn við andlát hans, og sendir blaðið ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Veglegt íþróttahús? Undanfarið hefur farið fram athugun á því, hversu bezt yrði leyst úr vöntun á fimleikahúsi hér í bæ. Gert var ráð fyrii' stækkun íþróttahússins. Nú vex þeirri hugmynd mjög fylgi að byggja nýtt og vandað íþróttahús — íþróttahöll — norðan íþrótta- vallarins, með 20x40 m. fimleika- sal, er fullnægi venjulegri iþrótta starfsemi innanhúss, er íþrótta- félög þurfa, svo og skólarnir á Oddeyri og Glerárþorpi. Vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda í sumar við íþróttavöll- inn, þarf að ákveða hvar eða hvort nýtt, stórt íþróttahús verð- ur byggt. nýja frumvarp um efnahagsmálin Nokkur atriði J>ess stytt og endursögð Tekjuþörfin 241,6 millj. Tekjuþörfin vegna uppbóta og niðurgreiðslna er áætluð alls 241 milljón og 600 þús. krónur. Teknanna verður aflað sem hér segir: 1) Hækkun á yfirfærslugjaidi og innflutningsgjaldi af innflutn- ingi, að frádregnum gjöldum af rekstrarvörum og framleiðslu- tækjum útflutningsins kr. 162,1 millj. 2) Hækkun á yfirfæx-slugjaldi af öðru en innflutningi umfram svokallaðar yfii-færslubætur kr. 39 milljónir. .3) Hækkun á aukatekjum út- flutningssjóðs kr. 40,5 milljónir. Yfirfærslugjald liækkar í 30—55%. Lögfest skal alm. 55% yfir- fæislugjald á allar greiðslur í erl. gjaldeyri, nema ýmsar brýnustu nauðsynjavörur (neyzluvörur), náms- og sjúkrakostnað, sem fellur undir 30% yfix'færslugjald. — 16% yfirfærslugjaldið og inn- flutningsgj. fellur hér eftir niður. Aðflutningsgjöld hækka af hátollavöru. Aðflutninngsgjöld skulu hækk- uð af hátollavöru, benzínskattur hækkar um 62 aura og renna 6 aurar i brúasjóð, 6 aurar í vega- sjóð og 50 aui-ar í útflutnings- sjóð. Verðhækkunin á benzíni vei'ður svipuð tiltölulega og á olíu. — Heimilt er að vei'ðbæta allar útflutningsvöi'ur. 55% yfirfærsluuppbætur. 55% yfirfæi'sluuppbætur vei’ði greiddar á gjaldeyristekjur yfir- leitt, og er þar átt við farmgjöld, flug- og ferðagjaldeyi'i o. s. frv. Útflutningsuppbætur hækka. Útflutningsuppbætur eru flokk- aðar í þx-ennt og hækka til þess að mæta kauphækkunum, hækk- un á rekstrarvörum o. s. frv. — Útflutningsuppbætur verða: 1) Bátaafurðir á þorskveiðum og togarafurðir 80%. 2) Faxasíld 70%. 3) Norðurlands- og Aust- urlandssíld 50%. Vinnsluuppbætur vegna smá- fisks haldist og séruppbætur vegna ýsu og steinbíts. Útflutn- um en ekki árum Mikið starf framundan hjá Skógræktarfélagi. Akureyrar. — Sjálfboðavinna er undirstaða framkvæmdanna. í vor þarf að gróðursetja um 30 þúsund plöntur. Stjórn Skógræktarfélags Ak- ureyrar og fi-amkvæmdastjóri boðuðu fréttamenn á sinn fund á sunnudaginn og létu þeim í té ýmsar upplýsingar varðandi fyr- irhugað skógræktarstarf á þessu vori og sumri. En þann dag fyrir 28 árum síðan var Skógrækt- arfélagið stofnað. Meðal annars var á það minnt, að nú hefjast gróðursetningarferðirnar, og var raunar ætlunin að þær væru þegar hafnar, ef hið stirða veður- far hefði ekki lagt þar stein í götu. En þessar gróðursetningar- ferðir byggjast eingöngu á áhuga almennings og sjálfboðavinnu. — Áætlun um ferðir þessar eru birtar annars staðar í blaðinu í dag. En til frekari áherzlu er rétt að minna á, að þær verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í Kjarnalandi, en á laugardögum til annarra skóg- ræktarstaða í héraðinu. trjám.) Alaskaöspin vex í risa- skrefum, jafnvel yfir 1 metra á sumri hverju. En hún reynist ekki vel í hretviðrum lífsins og þarf að njóta skjóls og góðrar aðbúðar. — Ársvöxtur mældist á 10 trjám vera 87 sm til jafnaðar. ingsuppbætur á landbúnaðaraf- urðir verði eins og verið hefur og jafnliáar þeim uppbótum, sem bátaútvegurinn nýtur samtals á þorskveiðum. 5% alm. grunnkaupshækkun. Lögboðin verði almenn 5% grunnkaupshækkun, en þó engin á hæstu laun og nokkru meiri á allra lægstu laun (7%). — Land- búnaðarafurðir hækki samsvar- andi. Kaupgjald og mjólkurafurðir hækki 1. júní næstk. — Engin vísitöluuppbót verði greiddvegna næstu 9 stiga. Vonast er eftir, að vísitalan hækki ekki meira en 8 —9 stig fram til 1. sept., en frek- ari hækkun talin óumflýjanleg seinustu mónuði ársins. Vöruverð greidd niður. Gert er ráð fyrir óbreyttri niðurgreiðslu á vöruverði innan- lands, og er útflutningssjóði ætl- að að standa straum af niður- greiðslunum. Innflutningsgjald af bílum Ríkisstjórninni verði heimilað að innheimta sérstakt gjald af innflutningi bifreiða og bifhjóla. (Framhald á 7. síðu.) Skógræktarfélag Akureyrar hóf starf í Kjarnalandi árið 1952. Nú hefur það gróðursett þar 93,5 þús. trjáplöntur. En Skógræktar- félag Eyfirðinga, sem á þarna land samhliða, hefur gróðursett 34 þús. plöntur. Að Miðhálsstöðum hófust fram- kvæmdir árið 1952 og hafa þar verið gróðursettar um 32 þús. plöntur. Vaðlaskógur átti 20 ára afmæli á síðasta sumri. Þar eru í upp- vexti rúrnl. 130 þús. plöntur. Góður vöxtur trjáplantnanna í öllum skógarreitum Skógræktar- félags Eyfirðinga og Akureyr- inga hvet.ur til enn örari fram- kvæmda. Mælingar, sem fram- kvæmdar voru sl. haust, gefa nokkra vísbendingu um vöxtinn. í Vaðlaskógi þrífast trén víða vel, en landið er mjög misfrjótt. Alls staðar kemur það skýrt í ljós, hve trén þurfa langan tíma til að ná eins til eins og hálfs metra hæð, til dæmis greni, lerki og fura. Síðan verður vöxt- urinn mun hraðari og árvissari. Skógræktin er þolinmæðisverk. Skógræktarmenn verða að hugsa í öldum en ekki árum. Það verð- ur aldrei áhlaupaverk að klæða landið skógi, hversu miklu fjár- magni sem til þess væri varið. Tíminn verður að hafa hönd í bagga og undir það lögmál verða allir að beygja sig, sem vilja rækta skóg. En skógurinn heldur líka áfram að vaxa eftir að við, sem nú lifum, höfðum safnast til feðranna. Þess vegna er hvert einasta handtak við þessa ræktun unnið með hag framtíðarinnar fyrir augum. Og með það sjónar- mið í huga ætti hverjum að vera ljúft að leggja nokkuð af mörk- um, ef ekki skylt. í Gróðrarstöðinni á Akureyn voru 10 síberísk lerkitré mæld. Þau voru að meðaltali 10,22 m á hæð og 22,5 sm í þvermál (um 1 meter frá jörð). Þessi fré höfðu hækkað um 20 sm á ári til jafn- aðar. Rauðgreni, sem orðið er 8,18 metarar á hæð og 25 sm í þvermál hafði ekki hækkað nema um 15 sm að jafnaði. Síberíulerki hafði hækkað um 18 sm. Allar þessar tölur teknar sem meðal- talstölur af nokkuð mörgum trjám á hverjum stað. Sembra- fura eða lindifura í Grundar- skógi, sem orðin er 6,31 metri á hæð, er frá 1905 og hefur því vaxið mjög hægt lengi framan af, en er beinvaxin. (Meðaltal af 12 Skógræktarmanna á Akureyri bíður nokkurt starf á þessu vori. 30 þús. trjáplöntur þarf að gróð- ursetja. Það eru nú að vísu ekki nema tæpar 3% plöntur á mann, svo að ekki er ástæða til að vera kvíðandi fyrir ofþjökun. Það væri meira en vansæmandi og blátt áfram til háborinnar skammar fyrir íbúa þessa bæjar, ef ekki tækist að hola þessum plöntum niður í gróðurmoldina og það með sjálfboðavinnu einni saman. Stjórn Skógræktarfélags Ak- ureyrar þarf aðeins að skipu- leggja ferðir og stjórna verki. Margir verða kallaðir til starfa. Enginn má bregðast skyldunni við framtíðina. Hraðskákmót U.M.S.E. fór fram á Akureyri 11. maí sl. — Keppendur voru 27, víðs vegar að úr héraðinu. Urslit urðu þessi: 1. Guðm. Eiðsson, Umf. Skriðu- hrepps. 2. Steingrímur Bernharðsson, Umf. Svarfdæla. 3. Halldór Helgason, Umf. Ár- roðinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.