Dagur - 29.05.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 29.05.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Finuntudaginn 29. maí 1958 r I DAGUR Aðalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurint kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Efnahagsmálin enn í síðustu viku stóðu málin þannig í ríkis- stjórninni að tvísýnt var um samkomulag stjórn- arflokkanna um lausn í landhelgismálinu. Stjórnarandstæðingarnir óskuðu ríkisstjórninni skammlífis og birtu daglega fyrirsagnir yfir þver- ar síður um væntanleg stjórnarslit. Hér á Akur- eyri voru minni spámennirnir á þönum dag hvern til að segja sem flestum hin miklu tíðindi um fall stjórnarinnar og gleymdu því stundum, að stjórn- in sat enn við völd. Hin heita óskhyggja, sam- fara grunnfærni, opnaði hús nokkurra íhalds- manna fyrir gestum og gangandi og þar biðu hin- ir girnilegustu hátíðarréttir í mat og drykk. En þessi veizluhöld voru ekki tímabær. Samkomu- lag varð um landhelgismálið og efnahagsmálin eru aftur komin á dagskrá Alþingis. Vonbrigði íhaldsins voru mikil og nú er það tekið til við fyrri iðju, að leggjast þversum í hverju máli, án þess að hafa nokkra tilburði um aðra lausn stærstu mála, en fram kemur frá hendi stjórnar- flokkanna. Ef marka mætti hina dauðu hönd íhaldsins í stjórnmálabaráttunni allt frá stjórnarskiptum og alveg sérstaklega síðustu daga og vikur, er ekki hægt að skilja annað, samkvæmt Morgunblaðinu og Vísi en hið umtalaða efnahagsmálafrumvarp, um Utflutningssjóð o. fl., sem auðvitað hefir í för með sér aukin gjöld borgaranna, sé einhver hefndarráðstöfun ríkisstjórnarinnar gegn þegn- unum. Þeir skella skollaeyrum við þeirri stað- reynd að fé vantaði bæði í Útflutningssjóð og ríkissjóð og það verður ekki annars staðar tekið en hjá skattborgurunum í einhverri mynd. Hið nýja frumvarp felur í sér margar breytingar til bóta, sem viðurkenndar eru, jafnvel af stjórnar- andstöðunni og gerir uppbótar- og niðurgreiðslu- kerfið auðveldara og réttlátara. Frumvarpið er því spor í rétta átt hvað þetta snertir og með því er forðað algeru strandi atvinnuveganna, sem blasa við að öðrum kosti. Frumvarpið miðar að hallalausum rekstri útflutningsatvinnuveganna og ríkisbúskaparins, jafnar aðstöðu atvinnuveg- anna, forðar atvinnuleysi og skorti. Á opinberum vettvangi hefur enginn efazt um nauðsyn atvinnuveganna fyrir þann stuðning, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Tekjuöflun útflutn- ingssjóðs og ríkissjóðs miðast auðvitað við þá þörf. Er því enganveginn hægt að átelja stjórn- arvöldin fyrir of miklar álögur, nema bent sé á hvar takmarka eigi aðstoð þess opinbera. Að minnsta kosti situr það illa á stærsta stjórnmála- flokknum, sem þar að auki hefur lýst því yfir, að hann hafi ekkert fram að færa í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Frumvarpið um Útfhitningssjóð var afgreitt frá neðri deild Alþingis í fyrrakvöld. Efri deild tók það til meðferðar í gær og var búizt við að það hlyti afgreiðslu þar í gærkvöldi eða nótt. Sjálf- stæðismenn sitja með hendur í skauti þegar at- kvæðagreiðslur fara fram. En blöð þeirra reyna eftir megni að gera hverja ráðstöfun í efnahags- málum tortryggilega. Þinglausnir munu fara fram eftir fáa daga eða sennilega næsta miðvikudag, því stjórnarandstaðan hefur lagzt á móti því, að eldhúsdagsumræður fari fram fyrir helgi og er sennilegt að þær verði á mánudags- og þriðju- dagskvöld. Landhelgismálin eru nú í at- hugun hjá samstarfsnefnd allra þingflokkanna. Ágreiningur var um framkvæmd stækkunar land- helginnar, en þjóðareining um kjarna málsins. Hinsvegar er allt í óvissu um viðbrögð þeirra þjóða, sem mestra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við fyr- irhugaða breytingu. Ennfremur, hversu íslendingar geta fram- kvæmt svo stórfellda útfærslu landhelginnar, sem fyrirhuguð er, og þjóðinni er lífsnauðsyn. FIMMTUGUR: Kristján Karlsson, skólastjóri Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum átti fimmtugsafinæli hinn 27. maí. Þótt liann sé fyrir löngu þjóðkunnur maður, má ég ekki án þess vera að geta lians nokkrum orðum. En með því að ekki er á sama degi afmæli skólastjóra og út- gáfa blaðsins, varð ég tveimur dög- um seinna á ferð en vera átti. Kristján fæddist að Landamóti í Suður-Þingeyjarsýslu, sonur Karls Arngrímssonar bónda þar og konu hans, Karitasar, systur Sigurðar bún- aðarmálastjóra. Bjuggu þau þar, og síðar í Veisu, myndarlegu búi, við rausn og skörungshátt. Er því Krist- jáni í eðli borið framtak og stór- hugur í ræktun og búnaði. Snemma kom í Ijós, að Kristján var vel liðtækur, hvort sem hann gekk að starfi eða námi. Ttítugur að aldri Iau khann búfraéðiprófi á Hvanneyri og reyndist þá jtegar í fremstu röð námsmanna. Síðan fór líann til Danmerkur og vann þar á búgarði um sinn. Innritaðist svo í búnaðarháskóla Dana í Kaup- mannahöfn og lauk prófi þaðan 1933. Sagt hefur mér merkur maður, er var í Danmörku samtímis Kristjáni, og hitti að ntáli verkstjórann á bú- garðinum, þar sem liann vann, að rnjög hafi verkstjórinn rómað af- köst Kristjáns og talið, að hann leysti jrar af höndunt jafn mikið starf einn, sem tveir höfðu unnið áður. Að loknu námi réðst Kristján bú- stjóri að Gunnarsholti og jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Suð- urlands. Arið 1935 var honum veitt skólastjórastaðan á Hólum. I-Iefur hánn gegnt Jiví starfi síðan, 23 ár, og lengur en nokkur fyrirrennara hans. Þarf ég ekki að segja Jtað, sem allir vita, að skólastjórn og bústjórn hefur honum farið prýðilega í liöndum. Kennari er hann ágætur og flestum betur gæddur skilningi á ungum mönnum og liæfileika til Jtess að laða fram hið bezta, sem í; hverjum þeirra býr. Er honum sem skólastjóra ekki skapfellt að beita valdi með strangleika. Hitt er eðli Itans að laða og leiða, reynast nem- öndum sínum sem eldri og reyndari bróðir. Mér kemur í hug, er ég minnist Kristjáns sem yfirboðara, annar maður ágætur, er höf. Njálu lýsir svo: „--gaf hann upp Jirisv- ar útlögum sínum hina sömu sök, en ef þeir misgerðu oftar, ]>á lét hann dæma Jtá að lögum.“ Hér er Jjví lýst af glöggsýni, hversu vel má sameina umburðarlyndi og alvöru, hollvilja og stjórnsemi. Um bústjórn Kristjáns Jjarf ég ekki að hafa mörg orð. Hann hefur sameinað í starfi sínu stórhug og framsýni og jafnan fylgzt af áhuga með öllu, sem unnið liefur verið, smáu sem stóru. Hann er líka gædd- ur hinum beztu eigindum bóndans: að unna alhugað gróandi jörð og gleðjast við gengi fagurrar hjarðar. Og ekki verður fram Iijá Jjví geng- ið, er ég get urn búrekstur Kristjáns á Hólum, að nær öll Jiau ár, sem við Kristján vorum grannar, naut skólabúið Jtess, að [jar var verkstjóri Sigurður bróðir Kristjáns. Það er alkunnugt, hve öldin er fundvís á allt jjað, sem miður er eða afleiðis fer í opinberum rekstri. Þó hef ég engan vitað deila á rekst- ur skólabúsins á Hólum. Hitt er í almæli, nær sem fjær, að þar sé traustur og vökull maður að starfi og á öruggum kili siglingin. Lengi mun hið góðfræga höfuð- ból bera minjar Kristjáns skóla- stjóra. Víst er Jjað mikilsvert að reisa varanleg mannvirki og gæða moldina gróðrarmætti, láta mörg strá vaxa Jjar sem óður óx eitt. Þó Jjykir mér, eftir 20 ára náin kynni, mest um vert manninn sjálfan, traustleik hans og trygglyndi, hlý- liug og hreinskilni. Ég átti með þeim Kristjáni og konu hans, lrú Sigrúnu Ingfólfs- dóttur, margar góðar, ógleymanleg- ar stundir, sem ég þakka alhugað. Sendi ég Jjeint, á Jjessum tíma- mótum, fyrir mína hönd og konu minnar, heilhuga óskir unt, að þeim mé'gi jafnan allt til auðnu horfa. Kolbeinn Kristinsson. Sænskir hundar leita uppi jarðsprengjur Sænska hersveitin í liði Sam- einuðu þjóðanna í Gaza hefir fengið hunda sér til aðstoðar við að leita uppi sprengjur í eyði- mörkinni. Hundar þessir, sem eru af sháfer-kyni, hafa staðið sig vel í Gaza. Þegar hundur hefir fundið stað, þar sem jarðsprengja er grafin krafsar hann í kringum hana, þar til hann hefir rutt svo miklum sandi frá, að sprengjan kemur í ljós. Síðan sest hann og bíður eftir Jjví, að húsbóndi hans komi. í eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna í Gaza ríkir mikil ánægja með hundana, Jjví jarð- sprengjurnar hafa reynst liðs- mönnum hættulegar og orðið nokkrum að fjörtjóni. Frá Flugfélagi íslands Fyrstu fjóra mánuði ársins 1958, gekk starfsemi Flugfélags Islands mjög að óskum og fjölgaði far- þegum á flugleiðum félagsins á þeim tíma, miðað við sama tímabil í fyrra. Milíilandaílué. Farþegar milli íslands og útlanda og milli staða erlendis, voru fyrstu fjóra mánuði þessa árs, 3472 en voru 2212 á sama tíma í fyrra. Aukning er 57%. Aukningin stafar að miklu leyti frá fjölgun far- þega á flugleiðum félagsins milli staða erlendis, en farþegum þar hefir farið sífjölgandi síðan Viscount- flugvélarnar voru teknar í notkun. Vöruflutningar milli landa jukust einnig á tímabil- inu um 27% og voru í ár fluttar 88 lestir á móti 69 lestum í fyrra. Innanlandsflug. Þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar um tíma í vetur og vor, hefir orðið veruleg aukning á farþegaflutning- um innanlands, eða sem svarar 16%. Frá áramótum til 30. apríl sl. voru fluttir innan- lands, 11.626 farþegar en 10.025 á sama tíma sl. ár. Vöruflutningar voru og með mesta móti með flug- vélum félagsins, því að á fyrrgreindu tímabili í ár fluttu flugvélar þess 518 lestir innanlands, es 416 lestir á sama tíma í fyrra. Aukning í vöruflutningum innanlands nemur 24 af hundraði. Póstflutningar voru hins vegar nokkru minni í ár. Flutt voru á tímabilinu 60.824 kg. í ár en 67.150 á sama tíma í fyrra. Rýrnun á póstflutningum nemur 10.4%. LeiguilufS. Frá áramótum til aprílloka voru farin fimmtán leiguflug á vegum félagsins. Flestar leiguferðir voru farnar milli Islands, Dan- merkur og Grænlands en einnig milli íslands, Ítalíu og Frakklands. Það sem af er maímánuði, hafa verið farnar sex leiguferðir en sjö eru fyrirhugaðar á næstunni. Frá Áfengisvarnarráði Samkvæmt upplýsingum frá Áfengisverzlun ríkis- ins í árslok 1957, nemur áfengisneyzla hér 1.6894 1. á mann af 100% vínanda, er þá miðað við fólks- fjölda í árslok 1956, eða samtals 162.700 1. Árið 1956 var neyzlan 1.28 og hefir því hækkað allveru- lega frá því. Til samanburðar eru hliðstæðar tölur frá þessum árum: 1955 1.45 1. 1954 1.56 1. 1946 til 1950 meðaltal á ári L76 1. 1896 til 1900 meðaltal á ári 1.96 1. 1881 til 1885 meðaltal á ári 2.38 I. Lægst var þetta á árunum 1916 til 1920, en þá var meðaltal 0.37 1. á mann. Stofnuð hafa verið félög áfengisvarnanefnda í átta sýslum. Hið síðasta var stofnað að Hellu í Rangár- vallasýslu 26. apríl síðastl. A sýslufundi Rangvellinga, er haldinn var um miðjan maímánuð, var nýstofnuðu félagi áfengis- varnanefnda veittar tvö þúsund krónur til starfa sinni, úr sýslusjóði. Það mun vera í fyrsta sinn sem íélagi áfengisvarnanefnda er veitt fjárupphæð úr sýslusjóði og ber það vott um glöggan skilning á því, hve nauðsynleg eru talin öll þau störf er miða að aukinni bindindisstarfsemi og auknu siðgæði. Síðan árið 1953 hafa tólf sýslur samþykkt reglu- gerðir um löggæzlu á samkomum. Árið 1953 Borgarfjarðar- og Mýrasýsla. 1956 Skagafjarðarsýsla 1957 Eyjafjarðarsýsla Suður-Þingeyjarsýsla Norður-Þingeyjarsýsla Suður-Múlasýsla Árnessýsla Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Austur-Húnavatnssýsla 1958 Norður-Múlasýsla V estur-Húna vatn ssýsla Rangárvallasýsla. Framhald á bls. 7.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.