Dagur - 29.05.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 29.05.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 29. maí 1958 DAGUR reíðar Hesfamannafélagsins Léffis Þátttaka meiri en áður - Margir fagrir og fljótir gæðingar sýndir og reymlir Hestamannafélagið Léttir á Akureyri efndi til kappareiða og góðhestasýningar um hvítasunn- una á skeiðvelli sínum á Eyja- fiarðarárbökkum. Þrír góðhestar voru valdir til keppni á Lands- mót hestamanna á Þingvöllum í sumar. Hestarnir voru yfirleitt mjög vel hirtir og ágætlega fóðr- aðir og blandaðist engum hugur um, að margt var þar góðra hesta og gæðingsefna. Kappreiðarnar á skeiðvelli Léttis bera ótvírætt vitni um mikla framför í meðferð hesta. Einnig um mikinn áhuga al- mennings fyrir góðhestum. Yfir í Annar í röðinni varð Kol- skeggur. Eigandi Aðalgeir Ax- elsson, Torfum. Dómsorð: Sköru- legur, tilþrifamikill gæðingur, ekki laus við ofríki. Höfuðburður ekki gallalaus. Kolskeggur er 6 vetra. Þriðji varð Villingur, 6 vetra. Eigandi Arni Magnússon, Akur- eyri. Dómsorð: Óvenju glæsilegt yfirbragð, mjúkar, léttar og reið- hestlegar hreyfingar. Eðlishæfi- leikar miklir, en ekki búinn að ná fullri gerð. Hann er á tann- ingastöðinni á Akureyri. Ofantaldir hestar, sem fengu Jarpur, Árna Magnússinar og Svalur, Björns Jónssonar (Ljósm. ED) €00 manns sóttu mótið. Fjörutíu og fjórir skráðir hestar mættu til keppninnar, en á annað hundrað hestar voru þarna samankomnir, því að margir komu ríðandi. Úrslit í góðhestakeppninni. Sigurvegari sem alhliða góð- hestur varð Svalur Björns Jóns- sonar, Melum. Hann er grár og sjö vetra. Dómsorð: Glæsilegur og fjölhæfur gæðingur með öll- iim gangi, hreinum og sniðföst- um. Hlaut hann bikar, gefinn af hjónunum Guðborgu Brynjólfs dóttur og Albert Sigurðssyni. beztan dóm góðhesta, munu all- ir verða sýndir á Landsmóti hestamanna á Þingvöllum í sum- ar. Klárhestar með tölti. Þar sigraði Jarpur Árna Magn- ussinar, 8 vetra gamall, og hlaut bikar þann, er eigandi hans gaf fyrir nokkrum árum. Hann fékk þennan dóm: Ljúfur, vel reist- ur, mjög fallegur, vel þjálfaður með háu og fallegu tölti. Næstir urðu, Flosi, 14 vetra, eigandi Helgi Hálfdanarson, og Bleikur, eigandi Ingólfur Magnússon. Kappreiðarnar. Folahlaup, 250 metrar. Fífill Pálu Björnsdóttur, Mel- um, Akureyri, sigraði á 20,5 sek. Stökk, 300 metrar. Gráni Kristjáns Jónssonar og Haukur Péturs Steindórssonar, Krossastöðum höfðu jafnan tíma, 23,8 sek. En á þeim var aðeins sjónarmunur. Þriðji varð Ljóska, eigendur Hugi Kristinsson og Vilhelm Jensen, á 24 sek. 350 metra stökk. Logi, eigandi Alfreð Arnljóts- son, 27,9 sek. Sörli, eigandi Vil helm Jensen, 28,0 sek. Stjarni, eigandi Guðborg Brynjólfsdótt- ir, 28,4 sek. Skeið. Hrafnhildur Péturs Þorvalds- sonar, sem gerði mikla lukku á skeiðvellinum, fékk sérstök heið- ursverðlaun fyrir skeið. Hún ein rann skeiðið á enda án þess að fipast. Veður var gott. Veðbanki var starfandi. Hæsti vinningur á veð- miða gaf 75 krónur. Hestamenn munu fjölmenna á Landsmót hcstamanna á Þing- völlum 19. og 20. júlí í sumar. Héðan frá Akureyri og úr Eyja- firði mun farið með margt hrossa. Fyrst og fremst góðhesta þá, sem áður voru nefndir eða þá sem næstir voru, en þeir eru: Hrafnhildur, áður nefnd, Skjóni Bergvins Halldórssonar, Skútum og Draumur Eiríks Brynjólfs- sonar. Islenzki hesturinn er lífsföru- nautur þjóðarinnar allt frá land- námstíð. Hlutverki hans virtist að mestu lokið þegar vélvæðing- in gjörbreytti atvinnuháttum. — Svo er þó ekki, en hann hefur skipt um hlutverk að nokkru. Hann er að verða sporthestur, sérstaklega í bæjum, og til þess er hann vel fallinn. s» • "?S é*B::^*'". ._¦ \ agfc -***ð? ¦ •**# *$ .¦~.!"3r ¦?>' :iA X&&* Úrslitaspretturinn hafinn (Ljósm. E. D.) Mestu góðhestarnir á kappreiðum „Léttis" (Ljósm. E. D.) Áfökin innan Þegar Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gengu í stjórn með Alþýðubandalaginu 1956, var það gert að vel athuguðu máli og miðað við aðstæður, eins og þær voru eltir hin óheppilegu kosninga- úrslit, þar sem ekki náðist sá meiri- hluti miðblakkarinnar, bandalags I'Yamsóknar- og Alþýðuflokksins, er vænzt haiði verið. Eins og kunnugt er, var Alþýðu- bandalagið stofnað íyrir forgöngu SósíalistaflokksinS og stefnt gegn kosningabandalagi Framsóknar- flokksins og Alþýðullokksins, en ó'ttinn við samstöðu þessara tveggja lýðræðisflokka knúði kommúnista til aðgerða, þar sem þeir voru sjálf- ir fyrir fram dæmdir úr leik, ef þeir byðu fram einir og ó'studdir. — Sá mótleikur kommúnista, að neyða Hannibal Valdimarsson til iylgis við sig og láta hann þannig svíkja geíin loforð gagnvart sínum eigin llokki, Alþýðuflokknum, og um- bótabandalaginu, hafði að sjálf- sögðu úrslitaáhrifin um það, að um- bótabandalagið náði ekki meiri- hluta, því að Hannibal fylgdi mikið lið Alþýðuflokksmanha og fleiri vinstri manna, sem stöðu þó fjarri kommúnistum. Sjálfur er Hannibal Valdimarsson ekki kommúnisti, \>ó að atvikin og örlögin hafi borið hann inn á áhrifasvæði þeirra, en kommúnistar hafa kunnað að not- færa sér þehnan hjartaprúða ridd- ara, sem verkamenn hafa jafnan borið traust til. Alþýðubandalagið er því fjarri því að vera byggt upp af kommún- istum einum saman. — Þessa stað- reynd verður ávallt að hafa í huga, og það var einmitt fyrir þá sök, að kommúnistar létu ekki mikið á sér bera í röðum bandalagsins, að þess var frcistað að mynda stjórn með því og fá þannig verkalýðshreyfing- una með Hannibal Valdimarsson í broddi fylkingar til jákvæðra upp- byggingarstarfa í stað þess að stunda niðurrifsstarfsemi í anda hirinar neikvæðu og byltingakenndu stefnu kommúnista, sem raunverulega er fjarri skapi öllum íslenzkum verka- mönnum. Hermanni Jónassyni tókst að samcina þessi öfl og honum tókst að móta stefnu hinnar nýju stjórnar svo, að hvergi örlaði á áhrifum kommúnista, heldur var stefnuskrá stjórnarinnar um alla hluti full- komlega lýðrœðisleg og alls ekki rót- tækari en verið hefði, þótt Alþýðu- llokkurinn og Framsóknarflokkur- inn helðu staðið einir að stjórninni. Hróp andstæðinganna um það, að stjórnin væri kommúnisk, kaln- aði fljótlega, enda átti það ekki við nein rök að styðjast í raun og veru. Þótt viðurkennt sé, að komm- únistar áttu aðild áð Alþýðubanda- laginu, sem aftur var þátttakandi í ríkisstjórninni, þá ber að leggja á það höfuðáherzlu, að áhrif þeirra voru orðin svo útþynnt, þegar til mótunar stefnuskrár ríkisstjórnar- innar kom, að þeir gátu alls engu ráðið um gerðir eða yfirlýsingar stjórnarinnar. Þetta verður strax augljóst, ef litið er til þeirra mála, þar sem mest ber á milli kommún- ísta og lýðræðissinna, utanríkismál- anna. Kommiinislar íiafa algerlega verið dhrifalausir i utanrikismálum (enda annað óforsvaranlegl), og er það glcggsta sönnunin fyrir órétt- niæti allra getsaka um „kommún- isk" áhrif í ríkisstjórninni. Hitt er svo annað mál, að innan Alþýðubandalagsins eru Moskvu- trúarmenn nógu sterkir til þess að geta komið þar nokkurri óró af stað mcð sífelldu nuddi og undir- róðri. Moskvumenn, með Brynjólf og Einar í broddi fylkingar, geta ekki til þess hugsað, án þess að þeim verði illt fyrir brjósti, að- .menn þeirra beini starfskröftum sínum að jákvæðum verkefnum með frjáls- lyndum umbótamönnum. Þessir menn leggja að sjálfsögðu allt kapp á-að gera núverandi stjfirnarsam- starf að engu. Þeir eru eins og sýkl- ar í sári, sem eitra út frá sér. Við þessu mátti raunar alltaf búast, þvi sanntrúaðir kommúnistar eru ekki Stilltir á sömu bylgjulengd og venju legt fólk, og þeir kunna raunveru- lega ekki til annarra starfa en þeirra, sem miða til niðurrifs, en í þvi eru þeir að sjálfsögðu vel færir. Þcss vegna verður að halda þcssum mönnum niðri og láta þá ekki koma fram í dagsljósið. Ef Alþýðuljanda- laginu cr alvara með að halda á- fram stjórnarsamstarfi með hinum lýðræðissinnuðu umbótaflokkum og cf það ætlar að leggja sitt af mörk- um til góðs árangurs, eins og rétt er að viðurkenna að það gerði í byrjun stjórnarsamstarfsins, þá verður það að gera scr grcin fyrir því, að það dugir ekki að láta menn vaða fram með þá ósvífni, sem -Ein- ar Olgeirsson hefur haft i frammi að urídariförnu, og láta Þjóðviljann hamast með illmælgi gegn þeirri' stjórn, sem hann ætti vitanlega að styðja, ef hann gæti orðið annað og meira en neikvætt niðurriisblað í höndum blindra kommúnista. Það má með rökum halda því fram, að ekki sé við því að búast, að Þjóð- viljinn breyti háttum sínum, og er kannske ekki ástæða til að stökkva upp á nef sér, þótt hann sé alla tíð í stjórnarandstöðu. En þeim Alþýðubandalagstuönn- um, cr farið hafa yfir í þenna ilokk íif eins konar þreytu og óþolinník'ði gagnvart Alþýðuflokknum, skal bent á það, að cf þeim er annt um áframhaldandi tilveru þessa bauda- lags, þá geta ]jeir ckki tryggt það betur en mcð því að varpa Moskvu- trúarmönnum þeim, er þeir dragn- ast með, fyrir borð, því að þeir eru líkið í lestinni. Þeir eru óþurftar- menn í öllu jákvæðu uppbyggingar- staffi og eiga cnga samleið mcð lýð- ræðissinnuðum mönnum. Núverandi stjórnarsamstarf var (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.