Dagur - 29.05.1958, Síða 6

Dagur - 29.05.1958, Síða 6
 D A G U R Fimmliidaginn 29. maí 1958 *£*frii* 'J* 'J* 'J*v+ fyr&rá+'ö' Mnnum Islendinga vestan Iiafs í byrjun júní-mánaðar kemur á markaðinn rit sem Edda nefnist, og nokkra sérstöðu hefir í bóka- og blaða- útgáfu hér á landi. Fjallar það nær eingöngu um sameiginleg málefni Islendinga austan hafs og vestan, upphaf vesturferðanna, íslenzka landnámið í Norður-Ameríku, dug og manndóm Vestur-íslendinga, margvísleg tengsl þeirra við ísland, starf þeirra að þjóðræknismálum vestan hafs og stuðning þeirra við ýms stórmál okkar hér heima. Aðalefni ritsins eru tillögur í 40 liðum, eftir Árna Bjarnarson, um samskipti íslendinga báðum megin hafsins og hvernig stórauka megi þau nú, á öld hraðans, báðum aðilum til liagsbóta og menningarauka. Fylg- ir tillögum þessum formáli og ýtarleg greinargerð, sem allir þyrftu að kynna sér rækilega. Þá skrifa auk þess í ritið 36 þjóðkunnir íslendingar, báðum rnegin hafsins, og eru þeir þessir: Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson: Ávarp. Biskup íslands, herra Ásmundur Guðmundsson: Samstarf að kristindómsmálum. Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi: Símaskrárnar þrjár. Benedikt Gröndal, alþingismaður: Landar í bræðslupotti. Benjamín Kristjánsson, prestur: Gömul ræða. Sami: Tvö vestur-íslenzk skáld. Bjarni Benediktsson, alþingismaður: Treystum forn frændsemis- bönd. Björn Björnsson, ræðismaður, Minneapolis: Nánari kynning nauðsynleg. Bragi Friðriksson, prestur: Vinátta í verki. Egill Bjarnason, auglýsingastjóri: Styrkjum blöð og tímarit Vestur-íslendinga. Erlendur Einarsson, jorstjóri: Viðskiptin við Vesturheim. Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri: Vinarhönd að vestan. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri: Máttugasta vopnið. Gylfi Þ. Gislason, mcnntamálaráðherra: Ávarp. Hallgrimur Fr. Hallgrimsson, aðalrœðismaður: Nokkur orð um samstarfið. Hákon Bjarnason, skógrœklarstjóri:' Klæðum ísland skógi. Harald S. Sigmar, prestur: Árlegt heimboð æskumanna. Helgi Eliasson, fræðslumálastjóri: Maður er manns gaman, Hermánn Jónasson, forsæl'isráðherra: Ávarp. Jakob Jónsson, prestur: Þegar Nýja-ísland var sjálfstætt ríki. Jónas Jónsson, fyrrv. dómsmálaráðherra: Þökk og kveðjur til Vestur-íslendinga. Jónas Þorbergsson, fyrrv. útvarpsstjóri: Landnámabók íslendinga liin nýja. Karl Kristjánsson, alþingismaður: ,,Þeir sýndu það svart á hvítu.“ Ólafur Sigurðsson, óðalsbóndi: Ameríkuferðirnar. Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráðherra: Þið vörpuðuð ljóma yfir ættjörðina. Páll V. G. Kolka, héraðslceknir: Víkingar í Vesturheimi. Pétur Ottesen, alþingismaður: Hin andlega bn'i yfir hafið. Pétur Sigurgeirsson, prestur: „Römrn er sú taug.“ Pétur Sigurðsson, erindreki: Réttum yfir hafið hönd. Richard Beck, prófessor: íslenzka eylandið í þjóðahafinu vestan Iiafs. Steindór Steindórsson, yfirkennari: Vitinn. Steingrímur Steinþórsson, fyrrv. försœtisráðherra: Ávarp. Sigurður Sigurgeirsson, bankaritari: Með Vestur-íslendingum. Thor Thors, sendiherra: Treystum tryggðaböndin. Eflum raun- hæft samstarf: Vilhjálmur Þ. Gislason, útvarpsstjóri: Nýtt land og gamalt. Vilhjálmur Þór, aðalbankastjóri: Þökkum dug og drengskap. Þorsteinn M. Jónsson, fyrry. skólastjóri; Það gaf okkar metnaði flug. ' , ' V> Er hér að sjálfsögðu samankominn margvíslegur fróðleikur um vestur íslenzka þjóðarbrotið, skrifaður af þjóð- kunnum og ritfærum mönnum, sem flestir hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma meðal landa okkar vestan hafs. Ættu allir íslendingar að kynna sér hvað þeir hafa til málanna að leggja, um samstarf Vestur-íslendinga í framtíðinni. — Ritið verður í stóru broti yfir i yfir 200 blaðsíður, prýtt fjölda mynda, meðal annars allra sem greinar eiga þar, en til þess að allir geti eignazt ritið, verður það selt mjög ódýrt, eða aðeins kr. 50.00. Gerist því áskrifendur sem fyrst, til að tryggja ykkur eintak. Nokkur eintök eru enn þá til af 1. og 2. árgangi Eddu, sem fást hjá útgáfunni. Allir, sem vilja aukið samstarf og samvinnu við landa okkar vestan Atlantsála, kaupa og lesa Eddu. Skrifið eða hringið strax í dag. TÍMARITIÐ EDDA - Pósthólf 242 Sími 1852 AKUREYRI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.