Dagur - 29.05.1958, Síða 8

Dagur - 29.05.1958, Síða 8
8 Dagur Fimmtudaginn 29. maí 1958 Fjórir sjaldséðir íuglar á Akureyri Kettir eru skaðvaldar um varptímann, segir ián Geirmundsson Kristjí Blaðið hitti Kristján Geir- mundsson sem snöggvast í gær og spurði frétta af fuglalífi í ná- grenninu. Heíir þú séð nokkra sjaldgæfa iugla í vor? Já, fjallafinku, sem er í ætt við þrestir og aðrir smáfuglar, sem allir hafa yndi af, geti ungað út í friði. Og svo segir Kristján að síð- ustu, að auk kattanna séu til ung- lingar, sem ekki viti að eggjataka TT- I og fugladráp sé bannað í bæjar- solsknkjuna. Hun er litfogur með & & v landinu. Þar þurfi foreldrarnir að svartan haus, ljósleit að neðan og gulflekkótt á bakinu. Bókfinku sá eg lika. Hún er af sömu ætt, brún- leitur fugl og grár á vængjum með hvítar randir á vængjum. Grá- brystingur sást hér einnig. Hann er skyldur steindepli, svartur með randir á vængjum og rautt stél og skógardúfu hef eg séð. Hún er stærri en dúfurnar okkar í bæn- um, gráleit með hvíta bletti á hálsi og framan á vængjum. Ekki legg- ur hún lag sitt við „heimafólk" enda algerlega villtur fugl. Skóg- ardúfu hefi eg aðeins séð þrisvar sinnum á Akureyri. Eru allir farfuglar komnir? Óðinshaninn kom síðastur far- fuglanna og sást hér 23. maí sl. Nokkuð sérkennilegt við fugla- lifið nú; venju fremur? Ymsar breytingar verða, svo sem á fjölda tegundanna, en slíkt tekur jafnan mörg ár. Skógar- þrösturinn e rtil dæmis búinn að yfirgefa skógana að miklu leyti og er kominn í þéttbýlið til okk- ar og verpir á öllum hugsanlegum stöðum, jafnvel í hýbýlum manna ef gluggi stendur opinn. Nú er hann sem óðast að unga út. En margar hættur bíða unganna, sem yfirgefa hreiðrin ófleygir. Fjöld- ann allan hirða kettirnir og ætti að loka alla ketti inni um varp- tímann. Fólk ætti að hafa samtök um að gera það tafarlaust svo taka í taumana um þá uppfræðslu, sem ekki dugar við kettina. Blaðið þakkar fyrir góð svör og fuglarnir munu senda honum góð ar kveðjur. Minningargjöf Kirkjunni á Möðruvöllum hafa verið gefnar kr. 1500.00 til minn- ingar um Guðröði Sigurjónsdóttur í Brakanda í Hörgárdal, en hún lézt 15. mai sl. og foreldra henn- ar, Sigurjón Jónsson og konu hans, Sólveigu Gottskálksdóttur á Bóndastöðum í Bakkafirði. Guðríður heit. var kona Jóns J. Fanndal og bjuggu þau um fjölda ára í Seyðisfirði. Einkasonur þeirra er Þorsteinn bóndi í Brak- anda. * Útför Guðriðar var gerð á Möðruvöllum sl. fimmtudag og var hún fyrst allra jarðsett í nýj- um grafreit þar á staðnum og fór vígsla hans fram við það tækifæri. Frá Barnaskóla Húsavíkur 211 nemendur - 22 börn luku barnaprófi og 4 þeirra með ág.einkunn - Skólastjóri er Sigurður Gunnarsson Barnaskóla Húsavíkur var sagt upp í Húsavíkurkirkju miðviku- daginn 30. apríl, klukkan 14, að viðstöddum fjölda aðstandenda. Skólastjórinn, Sigurður Gunn- arsson, flutti ýtarlega greinargerð um starfsemi skólans á árinu, og ávarpaði barnaprófsbörnin sér- staklega í lok ræðu sinnar. 211 börn stunduðu nám i skól- anum í vetur. 22 börn luku barna prófi og hlutu fjögur þeirra ágætiseinkunn. Verðlaun og viðurkenningu fyrir ágæta námsrækni og fram- komu hlutu sex börn. Heilsufar var með afbrigðum gott allan skólatímann. 16 börn nutu ljósbaða. Skólinn hélt tvo foreldrafundi Gróðurseining í Kjarnaskógi • 30.000 Skógræktarfélag Akureyrar hefur sett sér það takmark að gróðursetja 30.000 plöntur í Kjarna- - 25.000 skógi á þessu vori. Fyrsta gróðursetningarferð- in var farin laugardaginn 17. maí, og voru þá - 20.000 gróðursettar á annað þúsund birkiplöntur. Mánudaginn 19. maí mættu 34 nemendur 4. — 15.000 bekkjar í Gagnfræðaskóla Akureyrar ásamt Sigursveini Stefánssyni kennara. Þeir gróður- — 10.000 settu um 1700 plöntur. Með þessu myndarlega átaki 4. bekkjar hefur skólinn þátttöku sína í — 5.000 skógræktarstarfinu á þessu vori og á hann heið- ui' og þakkir skyldar fyrir það. — Síðar þennan sama dag mættu 38 sjálfboðaliðai' til gróðursetningar, þar á meðal Magnús Guðjónsson bæjarstjóri og frú hans ásamt nokkrum bæjar- starfsmönnum. Þessi hópur gróðursétti um 1300 plöntur. Þrátt fyrir mjög óhagstætt veður þriðjudaginn 20. maí fóru kenn- arar 'barnaskólanna og nokkrir aðrir og gróðursettu um 1700 plönt- ur. — Laugardaginn 24. maí mættu svo nokkrir starfsmenn frá veiksmiðjum S. í. S. svo nú.cr gróðursetningin í Kjarnaskógi orðin 7200 plöntur á þessu vori. Um leið og Skógræktarfélag Akureyrar þakkar þá góður aðstoð, sem það hefur jjegar fengið skorar það á bæjarbúa að taka nú al mennari þátt í skógræktinni en nokkru sinni fyrr. Gróðursetjum 10.000 plöntur fyrir næstu helgi. Fylgist með línuritinu yfir gróður setninguna í Kjarnaskógi. Gróðursetningarferðir eru á mánudögum, þriðjudögum og fimmtu dögum. — Farið frá Hótel K.E.A. kl. 7,20. „Þorsteinsdagur“ er á laugardaginn 7. júní. á námstímanum og þrjá opinber- ar samkomur, sem allar voru vel sóttar, til styrktar ferðasjóði barnanna. Skólafélagið, barnastúka skól- ans, starfaði mikið og vel. Sala sparimerkja nam aðeins kr. 824.00 að þessu sinni. En alls hefur skólinn selt sparimerki fyrir kr. 46.000.00 frá því að sú starfsemi hófst. Sýning á handavinnu, vinnu- bókum, skrift og teikningu nem- enda var opin 30. apríl og 1. maí. Þar var margt að sjá, og var sýn- ingin fjölsótt. Kennarar við skólann, auk skólastjóra, eru þessir: Arn- heiður Eggertsdóttir, Ingimundur Jónsson, Jóhannes Guðmundsson Njáll Bjarnason, Sigurður Hall- marsson og Vilhjálmur Pálsson. Miðvikudaginn 7. maí fóru 50 nemendur frá skólanum til sund- náms að Laugum. Verður það síðasta skipti, þar sem Sundhöll Húsavíkur verður væntanlega lokið á næsæta ári. Frá ársþingi H.S.Þ. Ársþing Héraðssambands S,- I beztu getu. Fulltrúar voru mjög Dingeyinga 1958 var haldið að einhuga í þessu máli og töldu eðli Yzta-felli, dagana 3. og 4. maí, í boði ungmennafélagsins „Gam- an og alvara“V Tuttugu og átta fulltrúar sátu þingið, auk stjórn- ar og nokkurra áhugamanna. Formaður sambandsins, Oskar Ágústsson kennari á Laugum, setti þingið með ræðu. Minntist hann stofnunar ungmennasam- takanna í sýslunni 1914 og gat þess, að þetta væri elzta héraðs- samband landsins og 45. aðalfund ur þess. Formaður flutti og starfs skýrslu fyrir liðið starfsár er bar það með sér, að störf sambands- ins hafa verið með mesta og víð- tækasta móti á liðnu ári og félags áhugi er mikill og vaxandi í hér- aðinu. Meðal ályktana þingsins má nefna: Þingið lýsir ánægju sinni yfir íþróttavikunni og telur þar .stefnt í rétta átt. Jafnframt skoí'ar það á Frjálsíþróttasamband íslands að koma á svipaðri keppni fyrir drengi 10—14 ára, og gera stiga- útreikning milli sambanda rétt- látari en verið hefir. Þingið skorar á U.M.F.Í. að beita sér fyrir því, að hafið verði víðtækt og öflugt landgræðslu starf meðal ungmennafélags hreyfingarinnar í landinu, er miði fyrst og fremst að því að græða upp örfoka mela og sanda. Enn- fremur var ákveðið að leita sam- starfs við búnaðarsamtökin í sýsl unni um þetta mál og leggja fé til þess á komandi árum eftir legra, að landgræðslustörf beind- ust fremur í þá átt að klæða landið grasi og skjólbeltum en samfeldum skógi. Skorað var á þingeyska æsku að standa vörð um íslenzka hest- inn og þann sess, sem hann hefir unnið sér í íslenzku þjóðlífi. Ákveðið var að ráða þjálfara á vegum sambandsins í sumar bæði fyrir knattspyrnu og frjáls- ar íþróttir. Einnig að fá erlend- an skíðakennara í norrænum greinum næsta vetur í samráði við önnur sambönd. Margar fleiri ályktanir voru gerðar varðandi menningar og framfaramál. Einn af stofnendum sambands- ins, Jón Sigurðsson bóndi Yzta- Felli, ávarpaði fundinn og ræddi ýmis framtíðarmál héraðsins. Fyrra fundarkvöldið sátu full- trúarnir að kaffidrykkju í boði U. M. F. „Gaman og alvara11,. ásamt gestum. Meðal þeirra var Stefán Sörensson, fulltrúi í Húsa vík, sem var afhent heiðursmerki F. R. í. fyrir störf í þágu sam- bandsins og íþróttaafrek. Her- mann Stefánsson kennari Akur- eyri, formaður Skíðasambands íslands, afhenti „Lindubikarinn“, verðlaun til Þingeyinga fyrir bezta þátttöku af sýslum landsins í skíðalandsgöngunni 1957. Allir verðlaunagripir sambands ins voru þarna til sýnis og var saga þeirar rakin undir borðum. Einnig var sungið og margar ræð (Framhald á 7. síðu.) Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar á aðalfundi hverfisfé- lagsins Glerárborg á Akureyri 8. maí sl.: „Aðalfundur í hverfisfélaginu Glerárborg, 8. maí 1958, sam- þykkir að skora á fræðsluráð og bæjarstjórn Akureyrarkaupstað- ar, að láta hefja nú þegar undir- búning að stækkun barnaskólans Áburður í kartöflugarðana Til athugunar mcðan kartöflurnar spíra og garðlöndin þorna Um leið og útsæðiskartöflurn- ar eru settar til spírunar, eru þau afbrigði valin, sem rækta skal á þessu sumri. Sennilegt er að spír- urnar verði óhæfilega langar, nema kartöflurhar hafi verið sett- ar í svalari og bjartari stað, því niðursetning hefst síðar en búizt var við. Góðar eru þær spírur taldar, sem eru gildar, grænleitar og 1—2 sm. að lengd. Margir leiðbeiningabæklingar eru til um kartöflurækt. Eitt atriði er jafnan mjög mikill þátt- ur ræktunarinnar. En þar er átt við áburðinn. I Vasahandbók bænda segir, að í 1002 lands eigi að nota 4.6 kg af 33.5% N-áburði, 4 kg 45% P-áburði og 4.5 kg K- áburði 50%. Auk þessa 16 kg garðaáburður. Þessi áburður mið- ast við að tilbúni áburðurinn. sé eingöngu notaður. Talið er að áburðarmagn þetta sé um meðal- lag og oftast nægilegt ef .hirðing garða er í góðu lagi og sæmileg ræktunarskilyrði. Oft er áburður notaður í slíku óhófi að hann dreg- ur úr vexti og spillir auk þess mjög bragðgæðum kartaflnanna. Sérstaklega á það við um köfnun- arefnisáburðinn. í Glerárhverfi. Er algerlega ó- viðunandi, að þar skuli vera aö- eins tvær kennslustofur fyrir 100 börn, engin aðstaða fyrir handa- vinnu drengja, og mjög ófull- komin hreinlætis- og snyrtitæki. Börnum í hverfinu mun fjölga. ört á næstu árum, og sennilega mjög snögglega, er leyfðar verða íbúðarhúsabyggingar norðan. Glerár. Er óhyggilegt að bíða þess í aðgerðaleysi." „Aðalfundur hverfisfélagsins Glerárborg, 8. maí 1958, sam- þykkir að bera fram þau tilmæli við bæjarstjórn Akureyrarkaup- staðar, að hið fyrsta verði gerður barnaleikvöllur í Glerárhverfi. Eru það eindregin tilmæli fund- arins, að leikvallartæki Aðal- stéins Hallssonar, fimleikakenn- ara, verði 'fengin á leikvöll þenn- arr.1 ■'. Áðalfundur S.N.E. var háldinn í gær að Hótel KEA. Eyfirzkir bændur eru að gera þýðingarmiklar tilraunir í bú- fjárrækt, sem ekki verða fram- kvæmdar nema á félagslegum grundvelli. Frásögn af fundinum verður að bíða næsta blaðs vegna túmleysis.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.