Dagur


Dagur - 04.06.1958, Qupperneq 1

Dagur - 04.06.1958, Qupperneq 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út laugar- daginn 7. júní. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 4. júní 1958 31. tbl. Tunnustaílar á Akureyri bíða síldarinnar. — (Ljósmynd: E. D.). Mikilsverður áfangi í efnahagsmálum Sundmeistaramót ís- lands á Ak. um helgina Forseti íslands mætir seinni dag mótsins, og mun halda ræðu. Forsetinn hefur gefið veglegan bikar, sem keppt verður um á þessu móti, og hann mun afhenda þeim kepp- anda, sem skilar bezta stigaaf- reki mótsins. alfundur Kaupfélags EyfirSinga Heildar söluaukning erlendra vara, framleiðslu verksmiðja og afurðasölu nam röskum 9% eða um 20 milljónum króna - Hauks Snorrasonar ritstjóra minnzt á fundinum Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga hófst í gær í Nýja-Bíó og lýkur í dag. Þórarinn Eldjárn á Tjörn, formaður félagsstjórnar, setti fund og bauð gesti vel- komna með stuttri ræðu. Við það tækifæri minntist hann Hauks heitins Snorrasonar ritstjóra, og vottuðu fundarmenn honum virð ingu sína og þakklæti fyrir störf hans í þágu samvinnustefnunnar. Ármann Dalmannsson og Ketill Guðjónsson tóku síðan við fund- arstjórn, en fundarritarar voru þeir Björn Jónsson Olduhrygg og Stefán Árnason Dunhaga. Skýrsla formanns. Formaður félagsstjórnar, Þór- arinn Eldjárn, flutti síðan skýrslu stjórnarinnar. í henni er m. a. eftirfarandi atriði: Grímseyjarhr. var veitt 60 þús. kr. lán til hafn- arbóta, samþykkt að taka þátt í byggingu verkamannaskýlis við liöfnina, opnuð ný kjöi'búð, flutt- ar vélar kjötbeinaversmiðjunnar og bætt við vélakost, lokið nið- ursetningu á viðbótarvélasam- stæðu í nýja vélahúsinu í hrað- frystihúsi félagsins á Oddeyri og hafin viðbótarbygging frystihúss ins og frystigeymsla við frysti- húsið í Grenivík, hafin bygging við Skipasmíðastöðina, lokið við byggingu smur- og benzínstöðvar við Þórshamar, verksmiðjuhús byggt fyrir kaffibætisgerð og kaffibrennslu, hafin bygging verzlunarhúss í Grímsey. Smásíldarvciði er hafin á ný hér á Pollinum. — Krossanes tók á móti 160 málum í gær. Talið er að síldarmagn sé mikið í sjónum, en ennþá er óvíst hvort veiðar verða stundaðar að ráði. Fyrirhugað er, ef fjárfestingar- leyfi fást, að halda áfram bygg- ingu við fx-ystihúsið, byggja við- bótarbyggingu við Odda, ljúka við byggingu Skipasmíðastöðvar- innar, hefja framleiðslu á máln- ingarvörum í Sápuverksmiðjunni Sjöfn og auk þess eru ráðgerðar minni háttar breytingar á ýmsum deildum fyrirtækisins. Skýrsla framkvæmdastjóra. Jakob Frímannsson, fi'amkv.stj., flutti ýtarlegt yfirlit um rekstur og hag félagsins á liðnu ári. Heildarniðurstöður um verzlun- Jakob Frímannsson. ina voru þær helztar, að heildar söluaukning erlendra vara, fram- leiðsla verksmiðja og afurðasala varð um 20 milljónir króna. Innstæða ágóðareiknings til ráðstöfunar fyrir aðalfundinn nam kr. 1.142000,00, og nægir það til að úthlutun geti orðið 3% af ágóðaskyldri vöruúttekt félags- manna í stofnsjóð, ennfremur 6% endurgreiðsla af úttekt félags- manna í lyfjabúðinni, af upphæð þeirri, sem félagsmenn hafa sjálfir greitt. Verður hún greidd í reikninga félagsmanna. Aukning sameignarsjóða nam um 800 þús. krónum, en aukning stofnsjóða um 2,5 millj. kr. Fasteignir og vélar félagsins höfðu verið afskrifaðar sam- kvæmt venju. Framkvæmda- stjórinn skýrði frá hag og rekstri hverrar einstakrar deildar kaup- félagsins. Hafði sala flestra auk- izt nokkuð og sýndu flestar þeirra sæmilega verzlunaraf- afkomu, þrátt fyrir hina mjög takmörkuðu, lögboðnu álagningu. Verður nánar skýrt frá skýrslu framkvæmdastjórans í næsta blaði og fleiri fréttir sagðar af aðalfundinum, sem vaí ágætlega sóttur þegar í upphafi. En full- trúarétt höfðu 181 úr 24 félags- deildum. . Fulltrúar og gestir nutu rausn arlegra veitinga að Hótel KEA og félagið bauð þeim að hlýða á söng Geysis að loknum fyrri fundardegi Aðalfundur F.U.F. í Eyjafirði næsfk. sunnudag Félag ungra Framsóknannanna í Eyjafirði heldur að- alfund sinn að Hótel KEA, Akureyri, sunnudaginn 8. júní næstk. kl. 1.30 e. h. — Fyrir fundinum liggja venju- leg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á þing Sam- bands ungra Framsóknarmanna. — Félagar eru minntir á að fjölmenna og taka með sér nýja félaga. Kaflar úr útvarpsræðu Hermanns Jónassonar í útvarpsumræðum þeim er hófust á mánudagskvöld, og átti að ljtika í gær, flutti Hermann Jónasson mjög ýtarlega ræðu um efnahagsmálin og hin nýju lög Alþingis um Út- flutningssjóð o. fl., og afhjúpaði um leið hið dæmafáa stefnu- leysi íhaldsins. — Fara nokkrir kaflar hér á eftir. Furðuleg framkoma. — Það, sem einkennt liefnr ræður hv. þm. Sjálfstæðisflokksins í umræðnnnm um efnahagsmálin, hefur verið og er það, að þeir hafa ehkert sjálfir til málanna að leggja, ekki eina einustu tillögu í mesta vandamáU þjóðarinnar, ekki eitt orð um það, sem flokkur þeirra vill gera. Eg fullyrði, að naumast mun á byggðu bóli íinnast stjórnarand- staða fjölmeríns stjórnmálaflokks, sem engar tillögur hefur fram að bera i vandamálum þjóðarinnar. Grundvallarregla Jringræðis og lýðræðis er sú, að ríkisstjórn leggi fram tillögur, eti að stjórnarand- staðan geri, að minnsta kosti í stærstu málunum, grein fyrir því, hvað hún vill gera. Síðan er hvort tveggja rökrætt fyrir opnum tjöld- um og að því biínu dæmir þingið og þjóðin, þótt síðar verði. Þessi regla hefur að vísú verið brotin sums staðar, nú síðast um árabil í Frakklandi, með Jreim afleiðingum, scm þar blasa við og ekki þarí að ræða hér. Hver er ástreðan til þess, að Sjálf- stœðisflokkurinn brýtur á þennan hátt almennar þingrteðisreglur? Það cr til þess að geta leikið tveimur skjöldum, það er til þess að gela Itomið betur við neikvœðu ábyrgð- arleysi, lýðskrumi, sem hann álitur liklegast til að halda kjósendafylgi. Shýring Björns Olafssonar. Háttvirtur Jungmaður Björn Ol- afsson sagði það raunar skýrt, að vísti með óbeinum orðttm, ltver á- stæðan væri. Ilann sagði hér á Al- Jtingi nýlega, að allir flokkar vildvt leysa efnahagsmálin, en að enginn þýrfti að ímynda sér, að það væri framkvæmanlegt án J>css, að það hefði í för með sér nokkurn sárs- auka í bráð. Hér hafa menn skýr- inguna. Til þess að útflutnings- framleiðslan stiiðvist ekki, verður að flytja til hennar fjármagn, en ]>ctta fjármagn verður einhvers staðar að taka. Til þess að það valdi ekki óá- neegju hjá neinum, vill Sjálfsteeðis- flokkurinn eklii gera tiUögur um, hýar eigi að taka þessa peninga. Til þess að geta alið á óántegjunni hjá öllum, kallar hann tilfcersluna DAGUR kemur næst út laugardaginn 7. júní. — Auglýsingar þurfa að hafa borizt fyrir hádegi á föstudag. Nýja sjúkraflugvélin tilbúin Hún bíður nú skipsferðar í New York Sjúkraflugvél sú, sem NorS- lendingar hafa lengi þráð að eignast, er nú tilbúin og bíður ferðar til íslands. Tryggvi Helga- son, flugmaður frá Akureyri, fór nýlega vestur um haf til að taka á móti farkostinum. Fór hann alla leið til Kansas, tók á móti vélinni og flaug henni til New York, um 2 þús. km. vegalengd. Var upphaflega áætlað að Trölla- foss tæki hana til landsins í þess- um mánuði. En ferðir hans breyttust, og er hann nú í leigu- ferð til Cuba, en kemur sennilega 4. júlí til Reykjavíkur og með honum sjúkraflugvélin. — Þar verður hún svo sett saman að nýju, en síðan flogið hingað norður. Hér bíður hennar skýli á Akureyrarflugvelli og verið er að bæta aðstöðuna að öðru leyti, m. a. þarf að setja upp sérstakan benzíntank. Tryggvi Helgason lét svo um- mælt, að vélin hefði reynzt hin ágætasta í flugferðinni vestra. Hún er alveg ný og af sömu gerð og sjúkraflugvél Björns Pálsson- ar, sem allir kannast við. Flug- maður verður Jóhann Helgason, svo sem áður er frá sagt. Frá Ferðafélagi Ak. Næstk. sunnudag verður fyrsta ferð félagsins: Skagafjörður. — Ekið að Silfrastöðum, um nýju brúna hjá Skeljungshöfða, að Merkigili. Gengið að Ábæ. Farið yfir Jökulsá í kláf, að Skatastöð- um. Verður ]>á bifreiðin komin þangað. Heim um Tungusveit og Varmahlíð. Eins dags ferð. — Þátttakendum er bent á að láta skrá sig tímanlega hjá formanni ferðanefndar, Jóni D. Ármanns- syni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.