Dagur - 11.06.1958, Page 1

Dagur - 11.06.1958, Page 1
XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. júní 1958 33. tbl. Byrjðð að búa nokkur skip á síld en mörg eru enn á togveiðum Vooast eftir góðu síldarári - Norðmenn komnir á miðin - Sílclar orðið vart Karlakór frá vinabænum Álasundi Mandssangsforening undir stjórn Edvin Solem Einsöngvari er P. Schjell Jacobsen Undirleikari Fritz Weissappel Karlakórinn Mandssangsforen- ingen frá vinabænum Álasundi kemur hingað til bæjarins 18. júní og syngur í Nýja-Bíó undir stjórn söngstjóra síns, Ed- vins Solem. Hefst söngurinn kl. 7.15. Einsöngvari P. Jacobsen. Undirleikari Fr. Weisschappell. En þegar kórinn kemur í bæ- inn þann 18. verðui' móttökuhá- tíð á Ráðhústorgi til að fagna frændum og gestum vinabæjar- ins, sem höfðinglega hafa tekið á móti tveim kórum frá Akureyri, Geysi og Barnakór Akureyrar. Er þess vænst að bæjarbúar fjöl- menni á torgið. Kórinn syngui' að Freyvangi daginn eftir kl. 9, í Skjólbrekku á laugardaginn á sama tíma og í Húsavík kl. 4 á sunnudaginn, 22. júní. Sundlaugin á Akureyri. (Ljósmynd: E. D.). Sundmeislaramót Islands háð á Akur- eyri m síðastliðna helgi Forsetahjónin heiðruðu það með nærveru sinni Þr jú íslandsmeLvoru sett á móti þessu Sundmeistaramót íslands var að þessu sinni háð á Akureyri við hina ágætu sundlaug bæjarins dagana 7.-8. júní. síðastl. Sundstaðurinn var fánum prýddur og sólin stráði geislum sínum yfir hinn mikla mannfjölda, sem þar var saman kominn. Forsetahjónin við sundlaugina. Lúðrasveit Akureyrar lék und- ir sfjórn Jakobs Tryggvasonar. — Þegar forsetahjónin gengu til stúku sinnar, bauð Hermann Stefánsson þau velkomin með Maður nærri drukknaður í Hrafna- gilslaug síðastl. laugardagsnótf Raknaði við eftir hálfrar kluldkustundar lífguiiartilrauuir þar á staðnum Síðastliðna laugardagsnótt ók maður einn héðan úr bæ fram að Hrafnagili með nokkra farþega, sem sennilega fyrir mikinn áhuga f.vrir sundíþróttinni bessa daga, brugðu sér í bað í Hrafnagilslaug, klukkan var þá að ganga fjögur. Eftir æði stund fannst bílstjór- anum einum færra í lauginni. Sá hann manninn brátt í botninum og var honum þegar kippt upp úr og lífgunartilraunir hafnar. Mað- urinn hafði drukkið mikið og var hann farinn að blána á hörund. Eftir um það bil hálftíma báru lífgunartilraunirnar tilætlaðan árangur, og bað hinn sjúki um brennivín og sígarettur fyrst orða. Voru þær óskir þegar upp- fylltar. Eftir það var ekið á Fjórðungssjúkrahúsið og síðan fór hver til síns heima. Geta má þess, að farið var heim í Hrafnagil og bóndi harka- lega upp vakinn og hann beðinn að síma eftir lækni til Akureyrar. Símasamband náðist sem snöggv ast, en síðan rofnaði það og náð- ist ekki aftur þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. — Segja má með sanni að tilviljun hafi ráðið að ekki fór verr í Hrafnagilslaug og ennfremur er vert að geta þess, að viðstaddir voru fleiri en einn, sem læi't hafa „hjálp í viðlögum“ og var það ómetanlegt hér, sem oftar. Sem betur fór, fékk þessi bíl- ferð að Hrafnagili ekki illan endi. Vöskum mönnum verður sjaldan meint af að fá sér bað, jafnvel í köldu vatni. Það mun þó frenrur hafa verið hið heita vatn, sem olli yfirliðinu í Hrafnagilslaug. En þetta litla sundmót að Hrafna gili gefur tilefni til fullrar var- kárni á sundstöðum. stuttu ávarpi, en Lúðrasveitin. lék þjóðsönginn. Að því loknu setti Ármann Dalmannsson sundmeistaramótið með ræðu.Ræðurnar eru áöðrum stað í blaðinu í dag og Erlingur Pálsson flutti einnig ræðu. Hófst svo keppnin. íslandsmct sett á mótinu: í 3x50 m. þrísundi kvenna: A- sveit SRR á 1:50,5 í 200 m. skriðsundi karla: Pét- ur Kristjánsson SRR á 2:16,4, er hann synti sem fyrsti maðui' í A- sveit SRR í 4x200 m. skriðsundi. Og að síðustu setti Helga Har- aldsdóttii' SRR met í 200 m. bak- sundi í mettilraun, sem hún gerði að loknu meistaramótinu og synti á 2:57,3. Vigdís Sigurðardóttir synti með henni og synti á 3:32,8. Siðari mótsdagur var fremur kaldur, en samt voru fjölmai'gir (Framhald á 2. síðu.) Meistaramót í hand- knattleik karla á Ak. Handknattleiksráði Akureyrar (HKRA) hefur verið falið að sjá um íslandsmeistaramót kai'la í handknattleik á þessu sumri, og fer það fram héi' á Akureyri dag- ana 16.—18. ágúst. Þátttökutilkynningar ber að senda formanni HKRA, Jóni Steinbergssyni, Aðalstræti 58, fyrir 1. ágúst næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið heiui’ aflað sér hjá útgerð- armönnum í bænum, er nú haf- inn nokkur undirbúningur undir síldveiðar. Beinist undirbúning- úriiin fyrst og fremst að þeim bátum, sem verið hafa á Suour- landsvertíð og eru nú komnir læim. Svo sem eðlilegt er, er ekki talin ástæða til þess að gera þessa báta út til þorskveiða það sem eftir er til síldveiðitímans. Undanfarið hafa skip héðan úr bænum og nágrenni verið á tog- veiðum. Er búizt við að þau haldi áfram við þann veiðiskap fram undir 25. þ. m. Hefur afli tog- bátanna verið góður undanfarnar vikur, en hins vegar telja sjó- menn margt benda til þess, að síldargöngur komi nú síðar en verið hefur undanfarin ár. Ráða þeir það m. a. annars af því, að engin síld hefur enn fengizt í vörpur togara fyrii' Vestur- og Norðvesturlandi, svo sem reynd- in hefur verið undanfarin ár á þessum árstíma og nokkru fyrr. Munu norðlenzk skip því al- mennt ekki verða send á síld- veiðai' svo snemma sem oft áðui'. Hins vegar gera menn sér vonir um, að þetta boði öruggari síld- argöngur í sumar en verið hefur undanfarið og sé því ástæða til bjartsýni, að því er veiðar varð- ar á komandi síldarvertíð. Norsku síldarskipin eru kom- in á miðin fyrir Norðurlandi. — Talið er, að Vestmanna- eyjabátar og fleiri sunnanbátav verði fremur snemma á ferðinni til síldveiða fyrir noi'ðan. — Ægir, sem er við síldarrann- sóknir fyrir Norðurlandi, hefur orðið var við minni rauðátu nú í ár en undanfarið á sama árstíma. Eins eru síldartorfur þær, sem hann hefur lóðað, færri og dreifð ari en í fyrra og sjór kaldur. Um 130 skip hafa fengið síld- veiðileyfi, en eflaust bætast fleiri í hópinn. Samið hefur verið um sölu á 150 þús. tunnum síldar til Rússlands og samningar standa yfir um sölu síldar til Bandaríkj- anna. Síðustu fregnir herma, að fyrstu síldartorfurnar á þessu sumri hafi sézt í fyrradag út af Stranda grunnshorni. Norskir línuveiðai'- ar sögðu þessar fréttir. Engin ísl. skip munu enn kom- in á miðin. Norðmenn eru hins vegar komnir og aðrir á leiðinni. Svíar ætla að senda 37 skip á síld armiðin fyrir Norðurlandi. EDVIN SOLEM söngstjóri. F ramsóknar menn! Munið fulltrúaráðsfund Fram- sóknarfélaganna í Eyjafjarðar- kjördæmi 21. þ. m. Sjá augl. í blaðinu í dag. Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út fímmtu- daginn 18. júní. /

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.