Dagur - 11.06.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 11. júní 1958 Forsctinn afhcndir Ágústu Þorsteinsd. Pálsbikarinn. Ljósm.: M. G. - Sundmeistaramóf Islands (Framhald af 1. síðu.) áhorfendur. Þegar keppni hafði staðið nokkra stund kvaddi for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, sér hljóðs og flutti mjög skemmtilega ræðu, sem væntan- lega verður birt í næsta tölublaði. Færði hann Sundsambandinu .fagran verðlaunabikar, sem veita skal fyrir bezta afrek einstakl- ings á meistaramótum í sundi. Erlingur Pálsson þakkaði gjöf- :ina fyrrr hönd þessarar íþróttai og fyrir þá sæmd er föður sínum væri sýnd með þessum verð- launagrip. Ágústa Þorsteinsdóttir hlaut nú þennan bikar, sem nefndur er Pálsbikar, fyrir 100 metra skrið- aund, er gaf 868 stig. Sundmeistaramótinu lauk sío- •degis á sunnudag. Allt fór þar fram með stakri prýði, svo að sómi var að. Hins er svo einnig vert að geta, sem raunar ætti ekki að þurfa að minna á, að Akureyringar þurfa mjög að •tierða róðurinn í þessari íþrótt. Að vísu er fljótlegra að byggja sundhöll en læra sund, svo að kveði að á alþjóðamælikvarða. — Sundhöllin er til staðar og hún er á margan hátt mjög fuilkomin. — Sundíþróttinni, hefúr líka fleýgt fram, það skal viðurkennt. En betur má ef duga skal. Við ger- um bæði kröfu til almenns sunds til heilsubótar og líkamsræktar ag ennfremur til afreksmanna í oessari íþrótt íþróttanna. Mótsstjórn: ísak J. Guðmann, Jónas Einarsson, Ingólfur Krist- insson, Gísli Guðmann og Gunn- ar Lórenzson. Yfirdómari Erling- ur Pálsson. Dómarar: Hermann Stefánsson, Ólafur Magnússon og Ármann Dalmannsson. Úrslit í einstökum greinum: 100 m. skriðsund karla. 1. Pétur Kristjánsson SRR 59,7. 2. Guðmundur Gíslas. SRR 60,3. 3. Guðmundur Sigurðsson ÍBK 1:02,6. 400 m. bringusund karla. 1. Einar Kristinsson SRR 6:00,9. 2. Sigurður Sigurðsson ÍA 6:12,3. 3. Tórfi B. Tómasson SRR 6:13,3. 100 m. skriðsund drengja. 1. Erling Georgsson SIi 1:07,2 2. Hörður Finnsson ÍBK 1:07,9. 3. Sigurjón Hannesson SH 1:09,5. 50 m. bringusund te’pna. 1. Sigrún Sigurðard. SH 43,0. 2.-3. Jóhanna Sigurþrósd. ÍBK 44,9. 2.—3. Helga Haraldsd. SRA 44,9 1-00 m. baksund kvenna. 1. Helga Haraldsd. SRR 1:21,5. 2. Vigdís Sigurðard. SRR 1:37,1 3. Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir SH 1:43,4. 100 m. bringusund drengja. 1. Hörður Finnsson ÍBK 1:22,2. 2. Sæmundur Sigurðssson SRR 1:24,9. 3. Reynir Jóhanness. SRR 1:27,7. Frá v.: Ari, Guðm. Helgi, Pétur. \ íV ■ -v ' '/v- 200 m. 'bringusund kvenna. 1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir SRR 3:13,4. 2. Sigrún Sigurðard. SH 3:16,6. 3. Ásta Pálsdóttir SRA 3:42,4. 4x100 ni. fjórsund karla. 1. A-sveit SRR 4:49,6. 2. B-sveit SRR 5:40,6. 100 m. flugsund karla. 1. Pétur Kristjánss. SRR 1:12,3. 2. Guðm. Gíslas. SRR 1:14,8. 3. Guðm. Sigurðss. ÍBK 1:22,1. 400 m. skriðsund karla. 1. Helgi Sigurðsson SRR 5:00,3. 2. Björn Þórisson SRA 5:40,3. 3. Sigurjón Hanness. SH 5:54,3. 100 m. skriðsund kvenna. 1. Ágústa Þorsteinsd. SRR 1:08,1 2. Erla Hólmsteinsd. SRA 1:21.9 3. Sigríður Þórðar SH 1:24,0. 100 m. baksund karla. 1. Guðm. Gíslas. SRR 1:11,8. 2. Jón Helgason ÍA 1:15,2. 50 m. skriðsund telpna. 1. Ágústa Þorsteinsd. SRR 31,0. 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir SRR 33,7. 3. Erla Hóimsteinsd. SRA 34,5. 100 m. baksund drengja. 1. Hörður Finnsson ÍBK 1:20,1. 2. Vilhj. Grímss. SRR 1:22,7. 200 m. bringusund karla. 1. Sig. Sigurðss. ÍA 2:53,3. 2. Einar Kristinsson SRR 2:54,7. 3. Valgarður Egilss. HSÞ 2:57,4. 3x50 m. þrísund kvenna. 1. A-sveit SRR 1:50,5. 2. A-sveit SH 2:06,8. 3. B-sveit SRR 2:08,6. 4x200 m. skriðsund karla. 1. A-sveit SRR 9:23,2. 2. B-sveit SRR 11:41,3. Eiiginn sjómannadagur Sjómannadagurinn var fyrri sunnudag. Þess sáust lítil merki á Akureyri. Akureyrartogararnir voru allir á veiðum og fleiri skip fjarverandi. Segja má því að sjó- mennirnir hafi ekki getað skemmt bæjarbúum, eins og oft áður. Hins vegar hefði mátt minnast sjómanna á verðugan hátt og enda skylt með almenn- um hátíðisdegi, svo sem til er ætlazt, og verðugt hinni hraustu og fjölmennu sjómannastétt. í Akureyrarkirkju var fásótt sjómannamessa, merki voru seld í hús og dansleikir voru haldnir til ágóða fyrir dvalarheimili sjó- manna á Akureyri. En hinn ytri svipur bæjarins bar þess engan vott að munað væri eftir sjó mönnunum, þrátt fyrir blíðskap- ar veður og hina beztu aðstöðu til fjölmennra hátíðahalda undir berum himni. Leyniráð Sjálfstæðisflokksins Amtsbókasafnið á Almreyri 1957-58 Bókarauki 920 bindi. Gefendur: Elísabet Eiríksdóttir 9 bindi, Sendiráð U.S.S.R., Rvík, 1 bindi, Steinþór Jóhannsson .1 b., Landsbókasafn 5 b., Bóka- fulltrúi 3 b., Brezka sendiráðið, Rvík, 1 b. og sendiráð USA, Rvík, 6 b. Upplýsingaþjónusta USA 3 timarit, sendiráð USSR 3 tímarit, norska sendiráðið 1 tímarit, Ak- ureyrarblöðin send af útgefend- um, I-Ieimskringla og Lögberg, Vísir, Hagtíðindi og Hagskýrslur sendar af útgefendum, einnig Stjórnar- og Alþingistíðindi. Lesstofan: Gestir 1029. Miero filmusafn: Gestir 512. Alls 1541. Útlán: Notendur 785. íslenzkar skáldsögum 2.361. ísl. ljóð 317. Barnabækur 2140. Erl. skáldsög- ur þýddar 7238. Saga, þjóðlegur fróðleikur, ævisögur 3197. Onnur ísl. rit 1291. Erl. rit 3785. Alls lánað út 20429 bindi. Af ísl. höfundum er II. K. Lax- ness oítast lónaður, næst kemur Guðrún frá Lundi. I sumar verður safnið opið til útlána á miðvikudögum kl. 4—7. Opnað 4. júní. Bókavörður. Aðalspurningin í nýafstöðnum útvarpsumræðum var: „Hver eru ráð Sjálfstæðisflokksins í efna- hagsmálunum?11 Enginn hinna mörgu ræðumanna flokksins svaraði þessari spurningu hrein- lega og skorinort, og þrátt fyrir langar ræður, er þjóðin engu nær um það, hvað Sjálfstæðisflokkur- inn vill í efnahagsmálunum. Ef plokkuð eru út úr ræðum Sjálfstæðismanna þau orð, sem virðist mega skoða sem einhvers konar svör við umgetinni spurn- ingu, þá er algerlega ókleift að henda reiður á hver sé sameigin- leg stefna þeirra, svo loðið er orðalagið og merking þess teygj- anleg, líkt eins og orð véfréttar- innar í Delfí forðum. Ólafur Thors sagði: „Sjálf- stæðisflokkurinn er á móti geng- islækkun, og hann hefur álltaf verið á móti gengislækkun.“ Og svo bætir hann við þessum maka lausu orðum: „Og þó hefur flokkurinn átt hlut að gengis- lækkun oftar en einu sinni!“ Sigurður Bjarnason sagði: „Gengi íslenzkrar krónu er fall- ið.“ Og til frekari áherzlu endur- tók hann: „Það er fallið!“ Á Sig- urður Bj. þá við það, að Sjálf- stæðisflokkurinn vilji enn gengis lækkun, sem hann er á móti, eftir því sem flokksformaðurinn segir? Jón Pálmason taldi það höfuð- úrræði sitt í efnahagsmálum, að Eysteini Jónssyni yrði vikið frá sem fjármálaráðherra! Annað hafði hann ekki til málanna að leggja! Ingólfur á Hellti upplýsti þjóð- ina ekki um, hver væru ráð Sjálfstæðisflokksins fremur en hinir aðrir ræðumenn flokksins. Hann var þó einna drýgstur með sig og lét í það skína, að Sjálf- stæðisílokkurinn hefði úrræði á reiðum höndum, ef á þyrfti að halda, en þeim ágætu (!) ráðum yrði ekki ljóstrað upp meðan svo bág stjórn sæti að völdum sem nú væri. Sjálfstæðisflokkurinn fer þannig með úrræði sín eins og hygginn kaupsýslumaður með viðskiptaleyndarmál sín. Fer það raunar að vonum, því að svo mjög setja kaupmangarar svip á Sjálfstæðisflokkinn, að eðlilegt er að rekstur þessa stórfyrir- tækis heildsalanna beri nokkurn keim af kaupmennsku. Gunnar Thoroddsen talaði sem jafnan áður með sínum tillærðu tilburðum í ræðumennsku, sem falla í fastmótað form, eins og Allar stærðir GRÁNA H.F. ljóðbrot góðskáldanna, sem hann kryddar ræður sínar með til þess að magna lcynngi þeirra. Hann hefur sjálfsagt þótzt gera betur en kollegar hans, því að hann flutti langa skrá um úrbætur þær, sem hann taldi nauðsynleg- ar á efnahagsvandanum. En þeg- ar nánar er aðgætt, verður fljótt ljóst, að ræðumaður fór kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut. Þessi óskalisti Gunnars Thoroddsens gefur í raun og veru alls ekkert svar við spurningunni um það, hvað Sjálfstæðismenn vilja gera í efnahagsmálunum. Til þess hefði hann þurft að taka skorin- orðar til máls um málefni líðandi stundar. En það gerði hann alls ekki. Sumt af því, sem Gunnar var að tala um, eins og sparnað í opinberum rekstri og aukinn sparnað almennings, afnám skrif- finnsku, aukningu framleiðsl- unnar, lengri gildistíma samn- inga um kaup og kjör verkafólks, stóriðju og nýtingu auðlinda landsins og afnám vísitölukerfis- ins, — eru allt hlutir, sem hver einasti hugsandi maður, hvar í flokki sem er, gæti tekið undir, og G. Th. og aðrir Sjálfstæðis- menn vita ofurvel, að það er ekki síður vilji núverandi ríkisstjórn- ar en annarra stjórna, að kippa þessu í lag. Nær allt þetta eru hinir sjálfsögðu hlutir stjórnmál- anna. Sjálfstæðismenn eiga því enn ósvarað spurningunni: „Hvað viljið þið gera í efnahagsmálun- um?“ Þeir bregðast skyldu sinni gagnvart kjósendum sinum og jafnframt skyldunni við þing- ræðið, ef þeir vilja teljast heiðar- legir stjórnarandstæðingar. — Þeir deila aðeins einhliða á gerðir ríkisstjórnarinnar, en koma ekki með neinar tillögur, sem nota megi til samanburðar við þær tillögur ríkisstjórnarinn- ar, sem nú eru orðnar að lögum. X. lý sending Tökum upp í dag alls konar BORÐBÚNAÐ Verzliin Franeh Miehelsen Sími 2205 Kjörseðill til IIúnaúai:]>ingskosninga, sem fram fara jafnhliða sveitarstjórnarkosningum, lítur þannig út fyrir Eyjafjarðars.: IUÖRSEÐILL B-LISTI 1. Ketill Guðjónsson 2. Garðar Ualldórsson 3. Helgi Símonarson 4. Sigurjón Steinsson D-LISTI 1. Árni Jónsson 2. Árni Ásbjarnarson 3. Eggert Davíðsson 4. Jón Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.