Dagur - 11.06.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 11.06.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. júní 1958 D A G U R 5 Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu á ferð um Norðurland Sýnir sjónleikinn „Horft af brúnni“ eftir A Miller undir leikstjórn Lárusar Pálssonar Leiknum frábærlega vel tekið á Akureyri Þjóðleikhúsið er musteri leik-' listarinnar á íslandi. Þangað vilja allir koma, bæði til að sjá bygginguna, sem er listaverk, og til þess að sjá, hvað þar fer fram. En það geta færri en vilja. En nú kemur Þjóðleikhúsið til fólksins úti á landi með dramatískan sjónleik, „Horft af brúnni“, eftir Arthur Miller, undir leikstjórn Lárusar Pálssonar. Fyrsta sýn- ingin hér á Akureyri var sl. sunnudagskvöld. Leikhúsið var fullskipað, leikurinn var áhrifa- mikill og leikhúsgestir fögnuðu meira í leikslok, en dæmi eru til, hér á Akureyri. Harmleikurinn, Horft af brúnni, gerist á Manhattaneyju á heimili hafnarverkamanns. En þótt bak- svið leikritsins sé fátækrahverfi milljónaborgarinnar, er svið leik- ritsins alþjóðlegt. Róbert Arnfinnsson fer með aðalhlutverkið og gerir það af- burða vel. Ást hans og ástríður, hatur og metnaður leika fjórhent í sál hans, orðum og athöfnum. Hin miklu örlög Eddie í meðferð Róberts Arnfinnssonar mun fá- um úr minni líða. Hér verða ekki íleiri leikarar gerðir að umtals- efni, þar sem mikið hefur þegar verið rætt um leik þennan og leikarana. syni. Sagði hann að leikflokkur- inn færi, að loknum tveim sýn- ingum, til Húsavíkur og sýndi þar á þriðjudag og miðvikudag (í gær og dag), þaðan að Skjól- brekku á fimmtudag og síðan til Austfjarða. Þar verða sýningar á Reyðarfirði, Seyðisfirði og Eski- firði. Til Akureyrar verður komið aftur 17. júní og sýnt þann dag og hafðar sýningar 18., 19 og 20. júní. Á Siglufirði verður sýnt 21. og 22. júní og þaðan farið til ísa- fjarðar og haldnar nokkrar sýn- ingar á Vestfjörðum, á ísafirði fyrst, þann 24. júní. Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjcld, Ólafur Jónsson, Aóbert Arnfinns- son og Regína Þórðardóttir. Endurnar farnar af Andapollinum Rottur og rusl komið í staðinn fyrir fuglana Lárus Pálsson, leikstjórinn, leggur höfuðáherzluna á hið mannlega og harmlega í leikn- um. Leikur þessi er mikill við burður í þessari listgrein, að minnsta kosti á norðlenzkan mælikvarða. Óhætt má hvetja alla, sem þess eiga kost, að sjá þennan sjónleik Þjóðleikhússins. Rlaðið náði sem snöggvast tali af fararstjóranum, Klemens Jóns. ÞEIR SEM LEIÐ EIGA að Andapollinum á Akureyri, en þeir gerast nú færri en áður, sjá þar lítið af fuglum, en því meira af rottum. Meira en tugur al- géngra íslenzkra andategunda gáfu Andapollinum sérstæðan og fagran svip. Endurnar voru að sjálfsögðu vængstýfðar og því dvalargestir árið um kring. Jak- ob Karlsson og Kristján Geir- mundsson, sem komu Andapoll- Eddic: Róbcrt Arnfinnsson. inum upp með eigin framlagi að nokkru, og Finnur Árnason ræktunarráðunautur, gerðu þenn an stað að einum fegursta og sér- kennilegasta stað, sem nokkurs staðar var til í íslenzkum bæ. — Akureyrarbær hefur ekki valdið því verkefni að hirða staðinn sómasamlega. — Endurnar eru flestar farnar, vegna þess að trassað var að halda girðingunni við. Hins vegar er þar orðið fullt af rotturn, svo að viðbjóð vekur. Hér er þörf skjótra úr- bóta. Vonandi sjá bæjaryfirvöld- in sóma sinn í því að láta hinn fagra og sérkennilega stað ekki grotna niður af vanhirðu, meira en orðið er. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu.) svo að tæpast er eftir þeim tekið. Reynslan er því sú, að bifreiðar fara leiðar sinnar, hvex-nig sem á stendur, og sjá allir, hvað af því getur hlotizt. Auðvitað á að loka veginum svo að urnferð stöðvist örugglega og án allra undantekninga, á meðal flugvél hefur sig til flugs í átt að vegin- um eða lendir með aðflugi yfir veginn. ' Stúlka, vön matreiðslu, óskast nú þegar. Mætti hafa með sér krakka. SIGURÐUR LÚTHER, Fosshóli. Pétur Jóhannsson frá Djúpárbakka Afmæliskveðja Mjög er nú faián að þynnast fylking þeirra manna, sem mest komu við sögu Möðruvallaskól- ans, fyrir og um aldamótin síð- ustu. Kennarai’nir og annað fyr- irfólk er fyrir löngu horfið af sjónai-sviðinu og gömlu Möðru- vellingarnir týna óðum tölunni. En „það mikla geymir minn- ingin.“ Oft er þess getið, hver glæsibragur var hér á í flestum greinum, bæði um forustu alla og nemandaval. En það voru okki einvörð- ungu hinir stói’brotnu og merki- legu kennai-ar Möðruvallaskól- ans, eða fágætt úrval nemanda af öllu landinu, sem settu svip á staðinn á þessum árum. Hér var líka hin „vinnandi stétt“ á hverjum tíma, stór hópur kai’la og kvenna, sem unnu að búsýslu og öðrum fi’amkvæmdum. Og óhætt er víst að scgja, að til þessa fólks var vandað, eigi síður en hins, sem fyrir fór, valinn maður í hverju rúmi. Mjög var og sótzt eftir vinnu- mennsku á staðnum. Ilúsbændur voru orðlagðir að rausn og myndarskap, og jafnan fjölmenni mikið. En mörgum það girndar- ráð að setjast að á hinu fræga menntasetri. Var því af nógu að taka í þess- um efnum og mikils kx’afizt. En sögur ganga enn hér í sveitinni og víðar um líf það og fjör, sem einkenndi vinnuhjúin á Möðru- völlum þessi ár, og nærri ótrúleg afköst í starfi, bæði úti og inni. Og nú er þessi fylking einnig oi’ðin strjál og gisin. En aldui-s- forseti þeirra örfáu, sem uppi standa, er vafalaust Pétur Jó- hannsson, oft kenndur hin síðari ár við Djúpái’bakka. Hann varð níi-æður 22. maí síðastliðinn.. Pétur þekkja mai’gir. Og ýmsir hafa minnzt hans á þessum tíma- mótum. En skyldast mun, að hann fái kveðju héðan, svo nán- um og sterkum tengslum, sem hann er bundinn þessum stað fi’á fornu fari og raunar alla tíð. Pétur er fæddur í Garðshorni í Glæsibæjarhreppi 22. maí 1868 og voru foreldi’ar hans hjónin Jóhann Jónsson frá Garðshorni og Málfi’íður Pétui’sdóttir, ættuð úr Höfðahverfi, en hún var syst- ir Pétui-s á Neðri-Dálksstöðum, föður Guðmundax’, útgerðar- mapns á Akureyi’i. Þau foi’eldrar Péturs bjuggu í Garðshorni allan sinn búskap. Vai’ð Málfi’íður ekki gömul. Hún lézt 1893, en Jóhann lifði til hárar elli, eða ársins 1934, og hafði þá tvo urn nírætt. Pétur var á ýmsum stöðum í uppvextinum, en kom að Möðruvöllum vorið 1889 og í’éð- ist þá til Jóns Hjaltalíns, skóla- stjóx-a, sem nytjaði 1/4 hluta jarðarinnar, eða svonefndan Nunnuhólspart. Hafði Hjaltalín þá fremur lítið bú, aðeins 3 kýr og 60 fjár, en mjög gekk búið upp á þeim 5 árum, sem Pétur var í þjónustu hans, og svo vel fói’st honum fjái’geymslan, að í lok þess tíma var féð á 3ja hundraði. Árskaup Péturs var 70 krónur í peningum og gekk helmingur þess til uppeldis syst- ur hans, ungi-ai’, svo að eigi hefur mikið verið aflögu. En nokkur fóður hafði hann að auki, og var vel fjáreigandi, er hann sjálfur hóf búskap skömmu fyrir alda- mótin, og jafnan síðan talinn í beti’i bænda röð. Þeim Hjaltalín samdi hið bczta, enda var Pétur honum þarfur um fleira en fjái’geymsluna. Hann var afbi’agðs vei’kmaður og lista- smiðui’, einkum á járn. Mat Hjaltalín þessa kosti mikils, og einhvei’ju sinni hafði hann heim með sér, er hann kom af þingi, smiðju og smíðatæki handa Pétri. Stóð smiðjukofinn til skamms tíma hér suður af hlaðinu, hið næsta því, er skólinn var. Og enn er ótalin sú íþi’ótt Pét- urs, sem bæði Hjaltalín sjálfur og þá einkum skólastjói’afrúnni, þótti ekki minnst um vert, en það var hestamennska hans. Var hann snillingur í þein'i grein og átti oft fi’ábæi’a hesta, þó að einn yi’ði þeiri’a fi’ægastui’, eins og segir í Horfnum góðhestunx Ás- geirs frá Gottorp, öðru bindi. En vegna þessa og annarrar lipurðar Pétux’s, varð hann mjög eftii’sóttur ferðafélagi og fylgd- ai-maðux’. Naut Hjaltalín hans í þingfei’ðum sínum og seinna Stefán kennai’i, er hann fór sína löngu rannsóknai’leiðangi’a, víða vegu. En sjálfur hafði Pétur mikið yndi af þessum ferðum, og svo nánum kynnum við slíka menn, sem þeir voru Hjaltalín og Stef- án. Og vel fi’æddist hann um land og lýð. En Pétur hefur alla æfi vei’ið mikill unnandi ís- lenzki’ar náttúi’u og haldið órofa tryggð við gamla vini. Haustið 1896 kvæntist Pétur Sigríði Manasesdóttur, fallegi’i og mikilhæfri konu, sem þá var á Möðruvöllum. Þau bjuggu á Nunnuhóli, Hallgilsstöðum og Þrastarhóli hér í sókn, og víðar, en um möi’g ár á Blómsturvöllum í Kræklingahlíð og oft kennd við þann bæ. Þau hjón eignuðust 5 böi-n, 2 dætur og 3 syni, og eru þau öll á lífi, Lovísa, húsfi’eyja á Akur- eyri, Þórdís, húsfreyja á Djúpár- bakka, Steindór, fyi’rum bóndi, nú á Akureyri, Guðmundur Kai’l, yfirlæknir, og Snoi’ri bóndi á Skipalóni. Konu sína missti Pétur 1928 og hefur síðan oftast verið með böi’num sínum, fyrst lengi á Djúpárbakka, en síðustu árin á Akui-eyri um vetur, en á Skipa- lóni á sumrin. Og þangað sóttu hann heim vandamenn hans og ýmsir vinir á afmælisdaginn. Var hanniþá hx-ess og glaður eins og jafnanjþó að mjög taki honum nú að förlast heyi’t og sýn. Er hann léttur á fæti og kvikur í öllum hi’eyfing- um, skýr í hugsun og máli, líkt og ungur væri. En mjög er skemmtilegt og fróðlegt að eiga tal við Pétur um liðna daga. — Kann hann fx’á möi’gu að segja minnisverðu og eigi sízt ýmsu því, er snertir gamla skólann og það fólk, er þar di’ýgði örlög sín fyrir meir en hálfri öld. En nú stendur hann nálega einn uppi af sínum flokki þaðan, þessi vii'ðulegi öldungur, með sín níutíu ár að baki, ti-austur og vammlaxxs fulltrúi sinnar stéttar, starfsins maður, krýndur sæmd og heiðri í vinnulok, en umvafinn ástúð barna sinna og niðja. Og vinir hans, nær og fjæi', senda honum hlýjar árnaðaróskir á þessum tímamótum. En pei-sónulega þakka eg Pétri Jóhannssyni einstaka ti'yggð og vináttu við mig og mína um 30 ára skeið og fjölmai’gar, ógleym- anlegar ánægjustundir í starfi og samfylgd liðinna daga. Og bið honum blessunar Guðs í bráð og lengd. Möði’uvöllum í Höi'gráradal, 2. júní 1958. Sigurður Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.