Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem getist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 25. júní. XLI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 19. júní 1958 34. tbL menlsverksmiSjan tekin fil staría Verðmæti dagsframleiðslunnar nema 200 þús. kr, - Islenzka sementið verður samkeppnisf ært við erlenda framleiðslu. - Tvær tegundir .verða framleiddar auk áburðarkalks Stærsta verksmiðja landsins, Sementsverksmiðjan á Akra- nesi, vdí vígð á laugardaginn var með verðugri viðhöfn. For- seti íslands, herra Asgeir Asgeírsson. lagði hornstein að verk- smiðjunni og Gylfi 1». Gíslason kveikti eld í brennsluofnin- um. Jóri Vestdal er formaður verksmiðjustjórnar. Verksmiðjan á að framleiða 75 þús. tonn af sementi á ári, en hægt er að auka framleiðsluna verulega með litlum tilkostnaði ef með þarf. Enn eru ekki allar byggingar fullbúnar, en ekkert er því til fyrirstöðu að framleiðsla geti hafizt, er forráðamönnum verk- smiðjunnar það keppikefli, að það verði sem fyrst, því að verð- mæti dagsframleiðslu er 200 þús. kr. Fyrsta framleiðslan kemur á markað eftir nokkrar vikur. Framleiðsla sements. Sement er mjög margbrotið efnasamband. Þau sambönd finn- ast hvergi í náttúrunni. Undirbúningur að framleiðsl- unni er mjög umfangsmikill. — Hráefnin þurfa að innihalda kalk, kísilsýru, járnsambönd og aluminiumsambönd. Kalkið fæst úr skeljasandi, sem inniheldur 80% af því. Kísilsýra fæst úr móbergi, sem blandað er skeljasandi, en aðallega úr lípar- íti. Járnsamböndin fást úr mó- bergi og að nokkru úr líparíti. Innlend hráefni. Skeljasandinum, sem notður er til framleiðslunnar, er dælt upp úr Faxaflóa. Líparítið er úr Hvalfirði, hefur verið komið upp mulningsstöð rétt utan við Bláskeggsá, þaðan er mulningnum ekið til Akra- ness. 75 þús. tonna ársframleiðsla. f þau 75 þús. tonn, sem verk- smiðjan framleiðir árlega, þarf 120 þús. tonn af skeljasandi og 15 þús. tonn af líparít. Öll efni eru fullunnin og er því enginn úr- gangur úr verksmiðjunni, en nokkuð af kolsýru úr efnunum brennur og fer út í reyknum. — Mala þarf hráefnin í mjög fína leðju, er það gert í hráefnakvörn, sem gengur fyrir 1100 ha. mótor. í'hráefnakvörninni eru 70 tonn af stálkúlum, sem mala leðjuna mjmög fínt. Sement og áburðarkalk. Auk tveggja tegunda sements framleiðir hin nýja verksmiðja áburðarkalk, sem víða vantar í súran jarðveg. Árangur verður (Framhald á 7. síðu.) Síldarverðið Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur ákveðið með samkomulagi við samtök útvegsmanna, sjó- manna og síldarkaupenda að verð á nýrri Norðurlandssíld til bræðslu á þessu sumri verði kr. 110,00 fyrir hvert mál og til sölt- unar kr. 150,00 fyrir hverja upp- mælda tunnu. (Frá sjávarútvegsmálaráðu- neytinu.) Formaður SÍS, fundarstjóri, forstjóri og Jónas Haralz. Fjármálaráð- herra í ræðustól. -»- (Ljósmynd: E. D.). Bifröst í Borgarfirði, félagsheimili og skóli samvinnumanna. — (Ljósmynd: Er D.). fundur Sambands í Menniaskólanum á Ákureyri slitiH 52 stúdentar brautskráðir, 5 með ágætiseinkunn Gamlir stúdentar færðu skólanum góðar gjafir Árdegis 17. júní var Mennta- skólanum á Akureyri slitið við hátíðlega athöfn á „sal". Þórarinn Björnsson skólameistari flutti skólaslitaræðuna og sagði frá starfi síðasta skólaárs. 25 ára stúdentar færðu skólan- ium að gjöf sýningarvél, meðal annars til nota við náttúru- og eðlisfræðikennslu. Orð fyrir þeim hafði Tómas Tryggvason. 10 ára stúdentar gáfu stjörnukíki,. sem Stefán Karlsson afhenti með ræðu. Stúdentar frá 1957 gáfu málverk af bekkjarbræðrum sín- (Framhald á 7. síðu.) . samvmí Háleitar hugsjónir samvinnustefnunnar eru sem lýsandi vitar framtíðarinnar Aðalfundi SÍS lauk á föstudaginn, 13. júní sl. Höfðu þá miklar umræður staðið á þessum tveggja daga aðalfundi. — Fundurinn var haldinn að Bifröst í Borgarfirði. En þar er bæði félagsheimili og skóli samvinnumanna, hinn glæsileg- asti staður að mannaverkum öllum og undrasmíð frá náttúr- unnar hendi. Á þessum fundi ríkti ánægja yfir hinu mikla starfi samvinnumanna á liðnu ári og þeim árangri, sem þegar hefur verið náð og áberandi var hin sterka trú á framtíðina, sem fyrst og fremst byggist á framleiðslumöguleikum þjóðar- innar til lands og sjávar. Stúdcntar frá M. A. 1958. — (Ljósmynd: Kr. Hallgrímsson.) Fyrri dagur Aðalfundur SÍS hófst fimmtu- daginn 12. júní. Sigurður Krist- insson, formaður Sambandsins, bauð fulltrúa, sem voru um 100 talsinsc, starfsmenn Sambandsins og aðra fundargesti velkomna og minntist látinna samvinnumanna, þeirra Jóns Ólafssonar, Páls Her- mannssonar, Guðmundar Bjarna sonar og Hauks Snorrasonar, en fundarmenn risu úr sætum. —¦ Fundarstjóii var Jörundur Brynjólfsson, og varamaður hans Björn Björnsson, en fundarritar- ar Baldur Baldvinsson og Ár- mann Dalmannsson. í Sambandi ísl. samvinnufélaga eru 56 kaupfélög og félagsmenn samtals 30753. Úr skýrslu formanns og framkvæmdastjóra. Sigurður Kristinsson og Er- lendur Einarssin fluttu síðan starfsskýrslur fyrir liðið ár. Heildarvelta Sambands ísl. samvinnufélaga á sl. ári jókst um 53 millj. frá árinu á undan og stafaði þessi aukning aðallega af því, að Hamrafellið bættist við kaupskipaflota samvinnumanna og vöruverð fór hækkandi á ár- inu. (Framhald á 5. síðu.) Þingeyskir bændur á ferð Suður-Þingeyingar eru um þessar mundir í bændaför um Suðurland. Lögðu þeir af stað 14. þ. m. og komá væntanlega heim á morgun. Þátttkendur eru 60.— Fararstjóri er Ragnar Ásgeirsson. í dag munu þeir gista Borgar- fjörð, heimsækja Hvanneyri og Reykholt o. fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.