Dagur - 25.06.1958, Síða 1

Dagur - 25.06.1958, Síða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn*2. júlí. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25 júní 1958 35. tbl. Átta söStunarstöðvar bíða síldar- Síðasti farmur fyrra árs framleiðslu nýfarinn Raufarhöfn 23. júní. ' Hér er unnið fullum krafti að undirbúningi síldarsöltunar og bræðslu síldar. í sumar taka þessar söltunarstöðvar á móti sild á Raufarhöfn: Borgir h.f., Gunn- ar Iialldórsson, Norðursíld h.f., Iiólmsteinn Helgason h.f., Haf- silfur h.f., Söltunarstöðin Skor, Óðinn h.f. cg Óskarsstöðin h.f. — Ennfremur er Valtýr Þorsteins- sin að koma upp söltunarstöð, sem sennilega getur ekki tekið til starfa fyrst um sinn. Héðan eru rétt farin 700 tonn síldarmjöls, og er þá fyrra árs framleiðsla öll farin héðan. — Tungufoss tók þetta síldarmjöl og kom með efni um leið í hina nýju vatnsleiðslu fyrir Raufarhöfn, sem mjög hefur vantað, en nú verður komið í framkvæmd. Bankamaður í 50 ár Á mánudaginn hafði Ólafur Thorarensen bankastjóri á Akur- eyri starfað í Landsbanka ís- lands í hálfa öld. Hér á Akureyri hefur hann verið bankastjóri útibús Landsbankans um 27 ára skeið. Ólafur nýtur vinsælda og virð- ingar í starfi og hefur jafnan haft góðan skilning á þörfum at- vinnuveganna og stuðlað að framgangi þeirra. Stjórn hans á bankanum hefur verið til fyrirmyndai'. Dagur sendir bankastjóranum heillaóskir á hálfrar aldar starfs- afmælinu. Matthíasarf éla gið Þeir teljast stofnendur félags- ins, sem láta skrá sig fyrir 1. júlí n.k. Styðjið gott málefni og gangið í Matthíasarfélagið. Þuugir ílóniar Nýlega voru kveðnir upp af sakadómaranum í Rvík þrír dómar fyrir brot gegn okurlög- unum. Þeir, sem dóma hlutu, voru: Brandur Brynjólfsson fyr- ir viðskipti sín við R. Blöndal h.f. og sektin var talin hæfileg 570 þús. kr., Hörður Ólafsson fyr- ir okurvexti af víxlum til R. Blöndals. Sektin var rúml. 183 þús. kr. Þriðji aðilinn var Eiríkur Kristjánsson, sem hlaut rúml. 63 þús. kr. fyrir ólögleg viðskipti. á Ak. 17. júní Meira fjölmenni en nokkru sinni fyrr - Góð og f jölbreytt skemmtiatriði - Blítt veður Leíðinleg veðurspá rættist ekki, og dagurinn 17. júní sl. var fagur sumardagur. Fánar blöktu við hún, blómabíllinn ók um götur bæjarins með hljómlist og ávörpum til bæjarbúa, hátíðaguðsþjónusta fór fram i kirkjunni og allir virtust í liá- tíðaskapi, svo sem vera ber þennan merkisdag íslendinga. Björg Baldvinsdóttir flytur ávarp Fjallkonunnar á Ráðhústorgi. — (Ljósmynd: E. D.). Eftir hádegi tók fólk að streyma á Ráðhústorg. Þar lék Lúðrasveit Akureyrar nokkur ættjarðarlög á meðan beðið var eftir ávarpi Fjallkonunnar. — Ávarpið, sem er eftir Rósberg G. Snædal, flutti að þessu sinni frú Björg Baldvinsdóttir leikkona. — Naut það sín mjög vel. Bernharð Sfefánsson endurkjörinn form. FramsóknarféL sýslunnar Aðalfundur Framsóknarfélags Eyjafjarðarsýslu var haldinn sl. laugardag á Akureyri. Fundinn sóttu fulltrúar úr nær öllum hreppum sýslunnar og voru mörg mál á dagskrá auk hinna venju- legu aðalfundarstarfa. Urðu Bernharð Stefánsson. umræður miklar á fundinum og kom fram eindreginn áhugi fundarmanna á áframhaldandi sókn Framsóknarflokksins í sýsl- unni. Kosin var nefnd til þess að sjá um árshátíð félagsins, en hún mun væntanlega fara fram síðar í sumar í félagsheimilinu Frey- vangi, og er fyrirhugað að hafa (Framhald á 7. síðu.) Magnús E. Guðjónsson bæjarstj. flytur fullveldisræðu á íþrótta- vellinum. — (Ljósmynd: E. D.). Yfir 40 þúsund tunnur í salt Síltiarafli góður mn lielgina. Níi er bræla á mið- unum. Síldin er um 120 mílur norður af Húnaflóa Á mánudagskvöldið var síldar- söltunin orðin samtals rúmar 40 þús. tunnur. Síðan hafa allmörg skip komið með síld, en bræla hamlaði veiðum í gær og fyrra- dag. Fyrsta síldarsöltun í Húsavík í suinar. — (Ljósmynd: E. D.). Mest er söltunin á Siglufii'ði, en einnig í Húsavík, Ólafsfirði, alvík og Hrísey. Síldin veiðist um 120 rnílur út af Húnaflóa og dýpkar. Síldin hefur 18—19% fitumagn og er stór og jöfn. Lítið hefur farið til bræðslu og einungis á Siglufirði. Búið er að selja fyi'irfram nær 300 þús. tunnur síldar. 20 þús. til Póllands, 8 þús. til Bandaríkj- anna, tæpl. 60 þús. til Svíþjóðar, 55 þús. til Finnlands, 150 þús. til Rússlands og rúml. 1 þús. til Danmerkur. Ennfi'emur er verið að semja um sölu til Austur- Þýzkalands. Fyrsta norska síldarskipið er á leið til Noregs af Islandsmiðum með 5 þús. tunnur síldar. Formaður hátíðanefndar, Jón Ingimarsson, setti hátíðina með nokkrum orðum, en síðan var haldið út á íþróttavöll í skrúð,- göngu. Mun aldrei áður hafa verið svo mannmargt á þessum 17. júní hátíðahöldum hér á Ak- ureyri. Magnús E. Guðjónsson bæjar- stjóri flutti lýðveldisræðu, Þórir Sigurðsson, nýstúdent, • flutti minni Jóns Sigurðssonar forseta og Lúðrasveit Akureyrar lék undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar. Eftir það fór fram síðari hluti íþróttakeppninnar á milli UMSE og ÍBA og vann ÍBA að þessu sinni. Þá fór fram knattspyrnukeppni milli gömlu „meistaranna“ og pilta innan við 21 árs aldui'. Um kvöldið var aftur fjölmennt á Ráðhústorgi. Lúðrasveitin lék, Ólafur Jónsson söng einsöng, Margrét Eggertsdóttir las kvæði, Klemenz Jónsson flutti gaman- Verkfall á kaupskipum Um miðnætti í fyrrinótt hófst verkfall undirmanna á kaup- skipaflotanum. Þórir Sigurðsson stúdent flytur minni Jóns Sigurðssonar. (Ljósinynd: E. D.). þátt, Ragnhildur Steingrímsdótt- ir og Júlíus Oddsson fluttu þátt úr íslandsklukku Kiljans, Karla- kórar bæjarins sungu og að lok- um var dans troðinn á torginu. Var þar heldur óslétt undir fæti og skófrekt mjög. Þrátt fyrir smávegis mistök fóru hátíðahöld- in ágætlega fram og voru til sóma. Þjóðhátíðarnefndina skipuðu: Jón Ingimarsson, Haraldur Sig- urðsson, Magnús Björnsson, Her- mann Stefánsson, Sveinn Tómas- son og Jens Sumarliðason.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.