Dagur - 25.06.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 25.06.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. júní 1958 D AGUR 3 -, lilílr# . Samsöngur í Nýja-Bíó fimmtudaginn 19. júní þess að hann veldi þeim svo gróðursettu þeir þær eftir. Án þess a gjafir yfirleitt eða gera samanöurð á þeim, verður þó ekki dregið í efa að þessi gjöf var svo smekkleg og elskuleg og svo kærkomin öllum þeim, sem viija vinna að endurgræðslu landsins, að hún verður vart full- þökkuð. Á föstudaginn sungu Norð- mennirnir að Freyvangi, á laug- ardaginn í Skjólbrekku og á sunnudaginn í Húsavík. — Þeir komu hingað á sunnudagskvöld- ið og héldu heimleiðis á mánu- dagsnótt. Miðnætursólin reis úr hafi og roðaði land og sæ, er Norðmenn- irnir héldu af stað flugleiðis kl. 2 um nóttina. — E. D. Söngvararnir 2 þúsund greníplöniur Kærkomin heimsókn frá norska vinabænum Vinabær Akureyrar, Álasund í Noregi, er nær 20 þúsund manna bær. Á eyjunni Vigra, sem liggur nokkuð frá landi, er nývígður flugvöliur. Fyrsta útlenda flugvélin, sem þar hóf sig til flugs, hafði innanborðs hóp söngvara og stefndi í vesturátt, sömu leið og feður okkar fyrrum, er byggðu okkar land í upp- hafi. Farkosturinn var hraðskreiðari og ferðin ekki flótti eins og þá, heldur heimsókn til vina og frænda á Islandi. Söngkveðjur á Ráðhústorgi. Það þóttu góð tíðindi er það spurðist, að hingað væri von norskra söngmanna, Aalesunds Mandssangforening. Gagnkvæm- ar heimósknir frænda og vina treysta bræðrabönd. Akureyr- ingar hafa ríkulega notið gest- um' risni vinabæjarins í Álasundi, og þess vegna var það gleðiefni að taka á móti 60 manna karlakór þaðan. Hér safnaðist meiri mann- fjöldi á Ráðhústorg, þegar gest- anna var von, en þar hefur nokk- urn tíma sézt, að 17. júní hátíða- höldum einum frádregnum. Norðmennirnir komu flugleið- is frá Reykjavík að kveldi dags 18. júní og karlakórar bæjarins, Karlakór Akureyrar og Geysir, heilsuðu þeim með söng, undir stjórn Áskels Jónssonar og Árna Ingimundarsonar. Norðmennirnir svöruðu með söng, stuttar ræðurf voru fluttar, Lúðrasveit Akureyrar lék nokk- ur ættjarðarlög undir stjórn Jakobs Tiyggvasonar, en síðari tóku söngmenn Akureyrarkór- anna hina norsku söngbraéðra á heimili sín. Athöfnin á Ráðhús- torgi var stutt. Bæjarbúar sýndu hug sinn til frændþjóðarinnar með því að fjölmenna, svo sem raun bar vitni, og hlýddu um leið á voldugan, ágætlega þjálfaðan karlakór, sem heimakórarnir geta vissulega margt lært af. Síðasta lagið, sem sungið var við þetta tækifæri, var íslenzki þjóðsöngurinn, sem Norðmenn sungu. Þá stóð í landanum að svara á sama veg og voru það óþörf mistök. Að kveldi hins 19. þ. m. söng Aalesunds Mandssangforening í Nýja-Bíó við húsfylli og ágætar viðtökur. Er söngsins sérstaklega getið hér í blaðinu í dag af öðr- listrænu túlkun. Söngskráin var fjölbreytt og gaf mikil tækifæri til blæbrigða í söngnum. Sterk- ustum áhrifum náði kórinn með veikum söng, sem var framúr- skarandi góður, en hins vegar á hann líka til mikinn þrótt, sem greinilega kom í ljós í lögum Ol- av Trygvason eftir Reissiger, Brennið þið vitar eftir Pál ísólfs- son og Landkjenning eftir Grieg. Einsöngvari með kórnum var P. Schjell-Jakobsen. Hann hefur þýða tenor-baryton rödd og beit- irf henni af smekkvísi og öryggi. Edvin . Solem- er mjög snjall stjórnándi, enda þekktur tónlist- armaður og tónskáld. Auk þess að vera organleikari er hann einnig hljómsveitarstjóri og hef- ur uppfært mörg af stórverkum tónbókmenntanna, bæði hljóm- sveitar og kórverk. Undirleik annaðist Árni Ingi- mundarson. Húsfyllir var og kór og ein- söngvara forkununar vel fagnað. Söngstjóra og einsongvara bár- ust fagrir blómvendir. Hafi kórinn beztu þakkir fyrir komuna hingað og hinn ágæta söng, sem hreif húg og hjarta áheyrenda. Heimsókn þessi mun áreiðanlega auka vináttu og bræðraþel milli frændþjóðanna. Hlýhugur og árnaðaróskir Ak- ureyringa fylgja kórnum austur yfir hafið. Jakob Tryggvason. í vinabænum Aalesund í Noregi er sönglist og hvers konar tónmennt á háu stigi. — Ilér cr yfirlitsmynd af bænum. frá Álasum Norsku söngmennirnir komumeð 2000 grcniplöntur, gáfu Akur- cyrarkaupstað og gróðursettu þær sjálfir í Kjarnalandi. Sjást þeir hér við gróðursetninguna. — Þessi gjöf var kærkomin og örfar menn til starfa við að græða landið og klæða skógi að nýju. i gróðurseffu Bæjarstjórnin bauð til kvöldverðar. Að söngnum loknum bauð bæjarstjórn gestunum, söngmönn um bæjarins og nokkrum fleiri til kvöldverðar að Hótel KEA. Þar voru ræður fluttar, sungið og skipzt á gjöfum. Norðmennirnir gáfu Akureyrarkaupstað ritverk Ibsens, 23 bindi í forkunnarfögru bandi, hina ágætustu og dýr- mætustu gjöf. Bæjartsjórinn, Magnús E. Guðjónssin, stjórnaði hófi þessu. Vín var ekki á borð- um. Gróðursettu 2 þúsund greniplöntur. En það var fleira, sem Norð- menn gátu en ritverk síns mikla skálds. Þeir komu með 2 þúsund greniplöntur og gáfu bænum og Undanfarna daga hafa dvalið hér í bænum góðir og kærkomnir gestir frá vinabæ Akureyrar, Álasundi í Noregi, en það er Aalesunds Mandssangforening, um 60 manna karlakór, undir stjórn hins snjalla organleikara og tónlistarmanns Edvin Solem, en hann er oi'ganleikari við Aalesunds kirke. Kórinn efndi til samsöngs í Nýja-Bíó fimmtudaginn 19. júní sl. Samsöngurinn hófst með ís- lenzka þjóðsöngnum, en síðan söng kórinn 18 lög, er voru á söngskránni, en þau voru eftir norska, sænska, finnska, íslenzka og þýzka höfunda. Kórinn varð að endurtaka sum lögin, og að‘ síðustu söng hann norska þjóð- sönginn. Hér verða ekki tilgreind ein- stök lög, en um sönginn í heild er það að segja, að öll lögin voru sungin af hinni mestu prýði, svo að mjög mikil ánægja var á að hlýða. Kórinn er framúrskarandi vel þjálfaður og túlkun öll listræn og þaulhugsuð. Athyglisverð var hin sterka og nákvæma hrynj- andi (Rhythmi) og hárfínu styrkbreytingar (dynamik), og mættum við íslendingar þar mikið af læra. Þó að maður hefði kosið meiri birtu í söng tenor- anna kom það ekki að sök, því að það var unnið upp með hinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.