Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 2. júlí 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurim kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Milliliðir í innbyrðisdeilu UNDANFARINN HÁLFAN MÁNUÐ eða þrjár vikur hefur staðið yfir í Reykjavík deila milli öl- og gosdrykkjaframleiðenda annars vegar og smá- kaupmanna og söluturnaeigenda hins vegar. Gos- drykkjaframleiðendur neituðu að láta af hendi framleiðsluvörur sínar nema gegn staðgreiðslu, en áður höfðu smákaupmenn mánaðar gjaldfrest á greiðslum til verksmiðjanna. Stóð því svo um skeið, að framleiðsluvörur sumra helztu öl- og gosdrykkjaverksmiðja var bannvara í búðum í Reykjavík. Þegar deilan stóð sem hæst, skutu smákaup- menn á fundi og samþykktu þar í einu hljóði að kjósa nefnd til þess að athuga um stofnun öl- og gosdrykkjaverksmiðju. í nefnd þessa voru kjörnir ýmsir af helztu dugnaðarforkum úr smákaup- mannastétt, svo sem Kiddi í Kiddabúð, Silli hjá Silla og Valda, Þorvaldur í Síld og Fisk, Axel Sig- urgeirsson o. fl. Hvort sem gosdrykkjaframleið- endur hafa óttazt aðgerðir þessarar nefndar eða ekki, þá hefur svo til skipazt, að nú eru allar horfur á að deilan leysist, og að því er virðist, með nokkrum sigri smákaupmanna, því að þeir munu halda mánaðargjaldfrestinum, sem þeir lögðu aðaláherzluna á. Gallar milliliðakerfisins. Þótt deila þessi sé þegar leyst, eða a. m. k. ná- lægt því að leysast, gefur hún samt tilefni til al- mennra hugleiðinga um verzlunarhætti og verzl- unarform. Það verzlunarform, sem leiðir af sér slíka deilu sem þessa, er hið margúrelta milli- liðakerfi, þar sem hver hlekkur í verzlunarkeðj- unni er í andstöðu við annan, í stað þess að vera samtengjandi afl til styrktar og örvunar frjálsum viðskiptum með því markmiði að draga sem mest úr kostnaði við vörudreifinguna. Þar sem full- komin samvinnuverzlun ríkir, getur slíkt stríð ekki átt sér stað milli heildsala og smásala, sem nú stendur í Reykjavík. Samvinnuverzlunin er til vegna neytendanna, og hvort sem um er að ræða samvinnuheildsölu eða samvinnusmásölu, þá býr alltaf það sama að baki allri starfseminni, tillitið til neytandans. Frá sjónarhóli neytandans er það ekkert annað en arðrán, þegar menn reyna að auðgast á vörudreifingu. Þess vegna hlýtur skyn- samur og vel menntaður neytandi að taka sam- vinnuverzlunina fram yfir kaupmannaverzlun, því að samvinnuverzlun er ekki gróðastarfsemi, heldur þjónusta, sem neytendur sjálfir búa sjálf- um sér eftir réttlátum og sanngjörnum reglum. En samvinnuverzlun verSur fyrst fullkomin, þeg- ar samvinnuframleiðslan er komin á allhátt stig. Með samvinnuframleiðslu er átt við hvort tveggja: a) framleiðslu fyrirtækja, sem sam- vinnuverzlanirnar eiga og reka, eins og við höfum dæmin fyrir okkur hér á Akureyri, eða b) þá framleiðslu, sem hin sérstöku framleiðslusam- vinnufélög hafa með höndum, en neytendakaup- félögin annast dreifingu á. svo sem nokkuð er tíðkað í Englandi og víðar. Þegar svo er komið, að framleiðslan og vörudreifingin er komin undir eina stjórn, sem neytendurnir velja með það fyrir augum að gæta hagsmuna sinna, þá ætti ekki að þurfa að koma til slíkra milliliðastyrjalda, sem nú er háð í Reykjavík milli gosdrykkjaverksmiðja og smákaupmanna. Þessi umrædda deila vekur e. t. v. ekki þá athygli, sem vera myndi ef hér ættu í hlut hinar brýnu nauðsynjavörur almenn- ings. En hugsum okkur, að deilan hefði staðið um kaffi eða smjör- líki. Þá hefði almenningur strax fundið til erfiðleikanna af henni og sjálfsagt hefðu þá opnazt augu margra fyrir óhagkvæmni þessa milliliðakerfis, þar sem hver milliliður lítur á hlutverk sitt sem gróðaaðstöðu og hugsar því fyrst og fremst um sjálfan sig og sinn smáa reit, en hefur enga yf- irsýn yfir það, hvei'jir séu hags- munir heildarinnar, eða lætur sig það engu skipta. Það er því hags- munamál hvers heimils í landinu, að samvinnuverzlunin sé sem öflugust og jafnframt, að sam- vinnuverzlanirnar eigi sínar verksmiðjur, er framleiði sem fjölbreytilegastar vörur. Þannig verður bezt sigrazt á vandamál- um vörudreifingarinnai'. Síldin á Skjálfanda - Veiði- flofinn norður í hafi Þegar síldveiðiflotinn var lengst norður í hafi fann hrefnuskytta frá Akureyri og færabátur frá Flatey síldartorfur næri'i landi. Páll A. Pálsson hrefnuskytta kom með 7. hrefnuna til lands fyrir síðustu helgi. Þann 26. f. m. kom hann frá Siglufirði og var á leið til Flateyjar á Skjálfanda. 3 —4 mílur út af Gjögrum lóðaði hann á síldartorfu, þar sem mikið var af fugli. Virtist hún 18 faðma þykk og síðar á annarri enn þykkri. Báðar á 4—6 faðma dýpi. Trúði hann naumast að hér væri síld komin á sín gömlu mið, fyrr en hann hafði samband við Svan fi'á Flatey, sem var á hand- færaveiðum og hafði lóðað á torfu mjög stutt austur af Flatey (10 mín stím). Hann renndi færi þar og di'ó fallegar hafsíldar. Hér var ekki um að villast. Síldin var komin á þessar slóðir og Páll gerði síldai'leitinni aðvart. Páll lét svo ummælt, að mikið væri af átu á Skjálfanda, enn- fremur á Skerjagrunni og út með Skaga. En degi áður en Páll og bát- vei'jar á Svaninum fundu síld á gömlum miðum, þar sem hún hefur naumast eða ekki sézt í 14 ár, var trillubátur á leið frá Flat- ey til Húsavíkur og sáust þá 10 toi-fur á miðri leið, tvær þeirra mjög stórai'. Nýrri fregnir herma að síldin sé komin mjög nálægt landi og jafnvel inn í fjarðarkjaftinn. — Þykir það góðs viti og minna á hin góðu og gömlu síldarár. „Kona í sveit“ skrifar eftirfarandi: „EG SENDI DEGI fáar línur, ef það þykir þess virði að birta þær. Eg hef fylgst með landhelg- ismálinu síðan okkur var kunn- gert að útfærsla landhelginnar ætti nú loks að komast í fram- kvæmd, eftir allt umtalið og vangavelturnar, og þai'f ekki að fjölyi'ða um það, sem alþjóð veit. í gærkvöldi hlustaði eg á viðtal við Jóhann Hafstein, sem tekið var í Ameríku. Honum fannst það litlu skipta, hvort það væri vikunni fyrr eða seinna, sem þessi mál kæmu til framkvæmda. Og þá fór eg að hugsa um, hvernig á því stæði, að þjóðin öll skyldi ekki standa einhuga sam- an um þetta mál, í öllum atrið- um, á móti svo mörgum sem snú- ast gegn því, og vilja undiroka okkur um alla framtíð í þessu mikla réttlætismáli. Og þá datt mér líka í hug vísa, sem eitt af góðskáldum okkar kvað einu sinni, og er svona: Tækifærið gríptu greitt, giftu mun það skapa. Járnið skaltu. hamx-a heitt, að hika er saiiia og tapa. Margt fleira hefur verið sagt og skráð um að draga ekki hlut- ina. Kveðja. 17. júní 1958. Kona í sveit.“ Rík þjóð. — Skuldug þjóð. VIÐ ÍSLENDINGAR erum rík þjóð, en kunnum afar illa með fé að fara, einkum fjöldinn allur af unga fólkinu, og í-aunar stór hluti af miðaldra fólkinu líka. Aldraða fólkið mun nokkru gætnai'a með fé. Það man ástand þjóðai'innar í peningamálum fyi'ir og um alda- mótin síðustu, þegar 1 ki-óna var talsvei’ður peningur og 10 kr. all- mikill hluti úr árskaupi kvenna og karla. Þá heyrðist milljón ekki nefnd á nafn, nema í í'eikningsbókinni og skýi'slum um útlendar ríkis- skuldii'. Þeir sem eru 30 ára og yngri nú, gjöra sér enga grein fyrir hinu gamla gildi peninganna, sem ekki er heldur von til. • Þá, (fyi'ir og um aldamót) kostaði pottur, — lítri, af mjólk 10—12 aura og var áratugi að smáhækka upp í 25 aura, og stóð í því mai'ki allmörg ár. Eg efa að ungmenni nú þyki „100 karl“ meiri peningur en mér þótti 1—2 kr. á mínum ungu dögum, enda er það nálægt samræmi í dag- kaupi unglinga þá og nú. Svo tala eg nú ekki um ef óprúttni og eyðslusemi er bætt við, svona sem eins konar „vísitölu“. Já, við erum stórrík þjóð og getum, — ef við viljum, — gert hvert „kraftaverkið“ af öðru á fjárhagssviðinu. Hvað hafa krakk arnir hans Snoi'ra gert nú á fáum árum? Komin mikið á 4. milljón með spai'naði á dálitlum slatta af eyðslufénu, sem annars hefði allt í-unnið í vasa sælgætissalanna. Ekki svo sem þau hafi hætt að kaupa gott í munninn. Við höfum þegar gert möi’g kraftaverk, af því að við vildum það og þar eiga konurnar í mörgu meira en bróðurhlutann. Vei'st þykir mér hve lítið þær sækjast eftir valdastöðum í þjóð- félaginu, því að það er trú mín, — byggð á reynslu, — að þá yrðu (Framhald á 7. síðu.) Það er hægt að fyrirbyggja mörg slys meðal barna Hvort er happasælla til þess að fyrirbyggja slys meðal bax-na og unglinga, aðvaranir eða bann? — Þessi spurning var ofai'lega á baugi á alþjóðaráð- stefnu, sem haldin var í London á dögunum á veg- um Alþjóða heilbi'igðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (WHO). Sérfi'æðingar víðs vegar að úr heim- inum hittust á fundinum til að bera saman í’áð'sín um hvernig væri bezt að fyi'irbyggja hin tíðu slys meðal barna. í skýrslum frá Ameríku, sem lagðar voru fyrir fundinn, mátti meðal annars sjá, að 37,2% allra dauðaslysa meðal bai'na, á aldrinum 1—4 ára, voru umferðaslys, 19,9% voru brunaslys, 15,4% drukkn- un, 6% hrösun eða fall, 5,2% eitrun, 4,4% köfnun og 11% af öði'um oi'sökum. 40 af hvei'jum 100 slysum meðal barna í þessum aldui'sflokki eiga sér stað á heimilunum, eða í ná- grenni þeiri'a. Mestur hluti umferðaslysanna varð á götunni fyi'ir utan heimili barnanna. í aldursflokknum 5—14 ára skiptust oi'sakir slysa á annan hátt. Þar eru 39% umferðaslys, 30% drukknun, 9% bi'uni, 5% voðaskot, 17% af öðrum orsökum. Slysahættan frá í'afmagni hefur aukizt mjög hin síðari ár. Rafmagnstækjum fjölgar stöðugt á heim- ilunum og fi'eista börnin til fikts. Skapstyggum börnum hættara við slysum. Sérfræðingunum á fundinum í London kom sam- an um, að slysahætta meðal barna gæti oft stafað af sálai-legum orsökum, ekki síður en af efnalegum eða líkamlegum oi'sökum. Þreyta, slæmt skap, eða stífni, t. d. vegna þess að barnið hefur orðið fyrir einhverju mótlæti, getur leitt til slysa. Sérfræðing- arnir töldu einnig, að börn, sem eiga gott með að semja sig að öðrum börnum og leika sér í hópum, kornist hættuminna gegnurn lífið, en börn, sem eru einræn, fara einförum eða eru skapstygg. Almennar varúðarreglur. Almennar varúðarreglur gegn slysum meðal barna, t. d. að læsa vel lyfjabirzlum og verkfæra, láta ekki bitvopn liggja á glámbekk o. s. frv., eru vitanlega sjálfsagðar. En það getur líka verið hættulegt, að gera of strangar varúðai-x'áðstafanii'. Þar á enn við, að brennt barn forðast eldinn, og bezta vörnin gegn slysi af bitvopni, er að barnið hafi kynnzt því að eggvopn skera. Ef börn eru útilokuð frá öllum hættum og læra ekki sjálf af reynslunni að foi'ðast þæi', er hætta á, að þau eigi verra með að forðast slysin þegar þau fara út í lífið á eigin spýtur. WHO hefur ákveðið, að halda áfram að safna skýrslum um slys meðal bax-na og unglinga til þess að fá sem bezt yfirlit yfir hvar hættui'nar liggja. Síðar er ráðgert að reyna að hafa áhi-if á löggjöf, sem miðar að því að forðást slysin meðal bai'na og unglinga. Góð ráð Að lakka gólf. Gólf má ekki lakka við rafmagnsljós eða annað lampaljós, því að dagsbirtan kemur þá upp um „helgidaga“, sem ella væri hægt að foi'ðast. Að þvo sér upp úr regnvatni. Sá, sem hefúr þurra húð, ætti að þvo sér upp úr regnvatni, því að þá er hann viss um að ekkert kalk er í vatninu. Þá er beztur árangur af hár- þvotti, ef það er þvegið upp úr rigningarvatni. Litaðir nylonsokkar. í erlendu blaði lesum við, að amerískar stúlkur telji nú ekkert meira viðeigandi en að ganga í lit- uðum nylonsokkum. Eiga sokkai'nir að svara í lit til hattsins eða di'agtarinnar eða einhverrar ann- arrar flíkur, sem konan klæðist. Samkvæmt nýj- ustu skýrslum hafa lituðu sokkarnir lagt undir sig allt að 35% af sokkamarkaðinum í sumum boi’gum, — og allt bendir til, að tízka þessi eigi eftir að breiðast út enn meira. Þess skal getið, að litirnir á sokkunum ei'U mjög daufir og eru því ekki áber- andi á fæti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.